Sameiningin - 01.03.1912, Blaðsíða 29
25
er til oröinn vegna miskunnar drottins, fyrir manninn, og að'-
mannsins sonr, herra mannkynsins, ræðr því yfir þeim degi.
Rétt notkun hmldardagsins: 3, 1.—6. v.J. Að gjöra gott —
allt, sem sprettr af sannri elsku til guðs, eða sönnum kristileg-
um kærleik til manna,—er leyfilegt á hvíldardegi. — Gáutn vet
að 5. v. Þegar Tesús skipar, þá gjörir maðrinn það, sem honum*
hafði áðr verið ómögulegt — og læknast samstundis.
Lexía 21. Apríl: Tólf postular skipaðir — Mank. 3, 7—19;
Matt. 5, 13-16.
Mark. 3, 7. Og Jesús fór með lærisveinum sínum út-að-
vatninu, og mikill fjöldi úr Galíleu fór á eftir, og frá Júdeu 8.
og frá Terúsalem og frá ídúmeu og handan-yfir Jórdan; og úr
byggðum Týrusar og Sídonar kom til hans mikitl fjöldi, er þeir
heyrðu, hve mikil’ verk hann gjörði. 9. Og hann sagði við læri-
sveina sína, að smábátar skyldi vera til taks handa sér vegna
mannfjöldans, til þess að þeir þrengdi ekki að honum; 10. ‘því
hann læknaði marga, svo allir þustu að honum, þeir er plágur
höfðu, til að snerta hann. 11. Og hvenær sem hinir óhreinu
andar sáu hann, féllu þeir fram fyrir honum, og œptu segjandi:
Þú ert sonr guðs. 12. Og hann bauð þeim harðlega, að þeir
skyldi ekki gjöra hann kunnan.
x3- Og hann gengr uppá fjallið, og kallar til sín þá, er
hann sjátfr vildi, og þeir fóru til hans. 14. Og hann skipaði
tólf, að þeir skyldi vera með honnm, og til þess hann mœtti
senda þá frá sér að prédika, og hafa vald til að reka út illa
anda; 15. og Símoni gaf hann nafnið Pétr, 16. og Jakob Sebede-
usson og Jjóhannes bróður Jakobs, 17. og hann gaf þeim báðum
nafnið Boanerges, það þýðir þrumusynir, — 18. og Andrés og
Tilippus og Bartólomeus og Matteus og Tómas og Jakob Alfe-
usson og Taddeus og Símon Kananea, 19. og Júdas Iskaríot,
þann hinn sama, er sveik hann.
Matt. 5» 13- 'Þér eruð salt jarðarinnar, en ef nú saltið dofnar,
með hverju skal þá selta það ? Þáð er þá til einskis framar nýtt;
heldr er því kastað út og það fótum troðið af mönnum. 14.
Þér ernð Ijós heimsins; borg, sem stendr á fjalli, fær ekki dul-
rzt. 15. Rkki kveikja menn heldr Ijós og setja það undir mœli-
ker, heldr á Ijósastikuna, og þá lýsir það öllum, sem eru t hús-
inu. 16. Þannig lýsi ljós yðvart fyrir mönnum, til þess að
þeir sjái góðverk yðar og vegsami föður yðar, sem er á 'himnum.
Tes: Matt. 10, 2—4; Lúk. 6, 13—16. — Minnistexti: Bkki
hafið þér útvalið mig, 'heldr hefi eg útvalið yðr og sett yðr til
þess þér farið oq berið ávöxt — Jóh. 15, 16.
Jesús fer út-að vatninu með lærisveinum sínum: Mark. 3,
7 -12. v. Hann fór frá mannfjöldanum; flúði vinsældir, sem
ekki rétta undirstöðu. Mannfjöldinn og vinsældirnar geta stund-
um hindrað þann, sem vill boða fagnaðarerindi Krists. Hann