Sameiningin - 01.11.1942, Blaðsíða 17
143
fjarða hefir því unnið hið þarfasta og þakkarverðasta verk
með útgáfu þessa ársrits síns, og er sérstaklega ánægjulegt
að veita því eftirtekt, að bæði karlar og konur úr hópi leik-
manna hafa stutt prestana að því nytjastarfi. Aukin sam-
vinna á því sviði spáir góðu um framtíð íslenzkrar kirkju
og kristni. En lítum nú dálítið nánar á síðasta árgang
ritsins, er ber, sem fyrri hefti þess, fagurt vitni trúarlegum
og menningarlegum áhuga þeirra prestanna vestfirzku og
samverkamanna þeirra.
Núverandi biskup íslands, séra Sigurgeir Sigurðsson,
áður prófastur á ísafirði, var stofnandi Prestafélags Vest-
fjarða og forvígismaður þess þangað til hann fluttist tii
Reykjavíkur og tók við biskupsembættinu; fram að þeim
tíma var hann einnig ritstjóri “Lindarinnar.” Þetta hefti
ritsins, hið fyrsta eftir að hann lét af ritstjórninni, er því,
eins og maklegt var, tileinkað honum. Hefst ritið að þessu
sinni með faguryrtu ávarpi til biskups frá Prestafélagi
Vestfjarða, og jafn fagurlega minnist Jón Tómasson, organ-
leikari á Isafirði, fyrverandi sóknarprests síns, í drengilegri
ritgerð og allítarlegri.
Sjálfur á Sigurgeir biskup í ritinu prýðilega ræðu, er
hann flutti við vígslu Núpskirkju í Dýrafirði 17. september
1939, en prófastur Sigtryggur Guðlaugsson, hinn ástsæli
prestaöldungur þeirra Vestfirðinga, lýsir kirkjubyggingu
þessari og tildrögum hennar í gagnorðri grein. Annars er
efni heftisins í óbundnu máli sem hér segir:
“Séra Halldór Kolbeins: “Vaka”; séra Þorsteinn Jó-
hannesson: “Þú átt að verða að liði”; Páll ísólfsson, tón-
skáld: “Norrænt tónlistarmót”; Ágústa Aðalsteinsdóttir:
“Degi var tekið að halla” (saga); séra Böðvar Bjarnason:
“Slíðra þú sverð þitt”; H. P. Christiansen: “Atburður úr
daglega lífinu”; Grétar Fells: “I hvítum klæðum”; séra Jón
Jakobsson: “Réttið fram höndina”; Pétur Sigurðsson kenni-
maður: “Um uppeldismál”; séra Halldór Kolbeins: “Gull i
lófa framtíðarinnar”; séra Eiríkur J. Eiríksson: “Heimilis-
rækt og átthaga”; séra Halldór Kolbeins: “Tvær mílur”;
séra Þorsteinn Jóhannesson: “Er kristileg menning í
hættu?”; og séra Jónmundur Halldórsson: “Til hvers fara
menn í kirkju?” Þá eru hér kirkjulegar fréttir, fundar-
gerð Prestafélags Vestfjarða, umsögn um Hirðisbréf biskups
og “Gamalt og nýtt” eftir séra Einar Sturlaugsson.
Eins og sjálfar fyrirsagnirnar bera með sér, þá fjalla
ofantaldar ritgerðir og ræður um þau trúarleg efni og