Nýi tíminn - 17.10.1946, Blaðsíða 7

Nýi tíminn - 17.10.1946, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. okt. 1946. NÝI TÍMINN Framh. af 6. síðu 'ílugvélar megi koma hingað og vera hér samtímis, eng'n ákvæði um hve lengi hver flugvél má dvelja hér og loks engin ákvæði um það, hve margir Bandarikjamenn, sem koma hingað með þessurn flugvélum, megi dvelja hér flestir. Hins vegar er það tekið fram, að íslenzk stjórn arvöld skuli taka tillit til sér stöðu þessara flugfara og á- hafna þeirra að því er varð- ar landsvistarleyfi og fleira. það er að segja, Bandaríkja- j menn, sem Bandaríkjastjórn þóknast til að telja til áhafna flugvéla sinna, mega dvelja hér eins margir og eins lengi og Bandaríkjastjórn sýnist. og án þess þeir þurfi hér land vistarleyfi, og að því er bezt verður séð án þess að heyra undir íslenzka lögsögu. Það ekki tekið fram í samningn- um. að Keflavíkurflugvöllur inn sé eingöngu heimill þelm flugförum Bandaríkjanna, er séu í förum til Evrópu. Þann- ig er Bandaríkjastjórn opii leið til þess, að senda til ís- lands hundruð flugvéla, bún- ar öllum þeim hernaðartækj um og mannafla, sem hana lystir og láta þær hafa fastj aðsetur á Islandi um ótak- markaðan tíma. Þegar þetta er athugað verður munurinn á þeim réttindum, sem Bandaríkjun- um eru veitt með þessum samningi og því, sem Banda ríkin fóru fram á 1. október 1945, vart sýnilegur, því að hvað er það annað en her- stöðvar, þegar Bandaríkin geta haft á vellinum hern-! aðarflugvélar búnar öllum' hernaðartækjum og mann-! afla, eins margar og eins lengi og þeim sýnist. Það er^ því næsta hlálegt, þegar ^ fylgjendur samningsins eru að reyna að bera það á borð fyrir þjóðina, að með honunú sé Bandaríkjunum ekki veitt- ar herstöðvar á íslandi. Það er ómótmælanlegt, að samr,- ingurinn, ef samþykktur verð ur, gefur Bandaríkjastjóm' ótakmarkaðan rétt til þess að. gera Keflavikurflugvöllinn! að hernaðarbækistöð sinni til! almennra hernaðarafnota. Þá hefur því verið haldið fram af Ólafi Thors og fylg- j ismönnum hans, að yfir-J stjóm Keflavíkurflugvallar- ins muni verða í íslenzkum höndum og íslendingar geti því haft útslitavöld um það, hvað fram fer þar. Enginn þeirra félaga hefur þó treyst sér til að skýra hvernig það megi verða, að íslenzkur emb ættismaður geti stjórnað mörg hundruð eða mörg þús- und manna hóp bandarískra flugvallarstarfsmanna og flugvélaáhafna, sem að stað- aldri kann að vera á vellin- um, sem þó á að starfa bein- linis undir stjórn banda- rísku ríkisstjómarinnar og á hennar ábyrgð. Ólafur Thors hefur oftar en einu sinni ver ið spurður um það, hvernig hann hugsi sér yfirstjórn íslendinga á flugvellinum fyr irkomið samhliða þessum bandarísku yfirráðum. Hann hefur skotið sér undan að svara af þeirri einföldu á- stæðu, að fullyrðingarnar og ákvæðin um úrslitayfirráð Íslands eru sett í samninginn að því er virðist í þeim til- gangi einum að dylja ís- lenzku þjóðina raunverulegt innihaid samningsins. *■ Forsætisráðherra Ólafur Thors var búinn að lofa Bandaríkjastjórn því, að samningurinn skyldi knúinn í gegnum þingið óbreyttur, eins og hann var lagður fyrir það. í því skyni átti að hespa samninginn af svo skyndi- lega, að þjóðin gæti ekki átt að sig á honum fyrr en allt væri um seinan. Þetta fór öðruvísi en ætlað var. Þegar eftir að samningurinn var lagður fyrir þingið, reis þvílík mótmælaalda og þjóðarreiði, að slíks eru engin dæmi í sögu þjóð- arinnar. Ólafur Thors og samsærismenn hans úr Sjálf stæðis- og Alþýðuflokknum urðu alvarlega hræddir, þeir gáfust upp við að verja samn inginn við fyrri umræðu málsins í þinginu og lögðu á það megináherzlu að ljúka henni sem fyrst. Eftir hina stóru fundi, sem haldnir voru í Reykjavík á sunnudag og mánudag fyrir hálfum mán* uði síðan og hið algjöra alls- herjarverkfall verkalýðsins í Reykjavík, sá forsætisráð- herra sitt óvænna og fór í betliferð til Bandaríkjastjórn ar til þess að biðja um lag- færingar á samningn-um í þeirri von, að honum tækist að lægja mótmælaöldu þá, sem risin var. Afrakstur þessarar betliferðar er held- ur rýr, því að langflestar eru breytingarnar aðeins orða- lagsbreytingar, sem engu raunverulegu máli skipta, en gera þó samninginn heldur álitlegri fyrir þann, sem les hann yfir í flaustri. Það er sérstaklega eftir- tektarvert, að í 5. grein, sem eftir breytinguna .verður 4. nr ún en sú grein hefur inni að halda þau ákvæði, sem gera Keflavíkurflugvöllinn að raunverulegri herstöð Bandaríkjanna, er engu breytt. Bandaríkin hafa sem sagt í engu slakað á klónni. Hinsvegar hafa verið strikuð út úr samningnum ýms niðurlægjandi orðatiltæki í garð íslendinga án þess að um verulegar e’fnisbréýtihg- ar sé að ræða. T. d. var í fyrra uppkastinu'alltáf' taíað um Bandaríkin bg ísland, en í hinum nýja samningi er talað um ísland og Bandarík in. Þetta finnst Ólafi Thors víst mikill sigur. Af hálfu Ólafs Thors og fylgismanna hans hefur verið lögð á það mikil áherzla, að íslendingum væri um megn af fjárhagslegum ástæðum að reka Keflavíkurflugvöllinn. Ólafur Thors hefur fullyrt, að reksturskostnaður vallar- ins mundi verða 30 milljónir króna á ári. Þetta er hrein blekking. Ólafur Thors lét enga rannsókn fara fram á rekstri flugvallarins. Sam- kvæmt áætlunum, sem ís- j lenzkir fagmenn hafa gert, er 'rekstur og viðhaldskostnaður Keflavíkurflugvallarins áætl- | aður 1,8 millj. og Reykjavík- i urflugvallarins 2,15 millj. eða I samt. innan við 5 millj. kr. A móti þessu koma svo tekjur, I sem mundu skipta a. m. k. 'nokkrum millj., ef allar flug- vélar, sem fljúga um ísland væru gjaldskyldar, eins og tíðkast annarsstaðar, en eins og kunnugt er hefur amer- íska herstjórnin dregið til Keflavíkurflugvallarins milli landaflugvélar, með því að taka engin gjöld af'þeim þar og þar með rýrt verulega tekj ur Reykjavíkurflugvallarins og verður ekki annað séð en þetta hafi verið gert vilj- andi 1 því skyni að auka sem mest á erfiðleika íslendinga við rekstur vallanna. En það getur hinsvegar enginn ís- lendingur í alvöru haldið því fram, að okkur sé þörf á því að leita á náðir annarra þjóða jafnvei þótt svo færi, að við yrðum að leggja til flugmála • okkar nokkrar milljónir á ári fyrst í stað, því allt bendir til, að eftir skamman tíma verði flug- vellirnir rekn'r tekjuhalla- laust eða jafnvel með ágóða. Forsætisráðherra hefur lát I ið þess getið, að Bandaríkja- j stjórn hafi í hyggju að endur i bæta og stækka Keflavíkur- ; flugvöllinn fyrir um 75 millj. kr. Það er hmsvegar vitað, ' að flugvellinum hefur verið ! prýðilega viðhaldið og braut- ' ir hans eru í góðu lagi og eru nægilega langar og burðar- miklar fyrir allar þser flug- vélar, sem hingað til hafa verið notaðar í Evrópu. Slík ar stækkanir hljóta. að vera í því skyni gerðar að geta notað flugvöllinn fyrir risa- flugvirkl, en það er alvarleg ábending til okkar Íslendinga um það, að afnot Bandaríkj- anna af vellinum miðast ekki eingöngu við samgöngur þess við .Þýzkaland, eins og geíið -er í skyn, heldur eigi völlur- inn að vera tiltæk hernaðar bækistöð til árása á Evrópu, í hugsanlegu stríði. . -¥■ Fylgismenn samningsins ■hafa verið mjög háværir um, að í honum sé ekki að ræða um neinar herstöðvar og sé hann að því leyti gjörsam- lega annars efnis en fyrri kröfur Bandaríkjanna. — Eins og ég hef tekið fram áð- ur, þá veitir samningurinn Bandaríkjunum rétt til að gera Keflavííkurflugvöllinn að herstöð sinni, mismunur- inn virðist helzt vera sá, að ef fallizt hefði verið á fyrri kröfu Bandaríkjanna, þá hefðu stöðvar þessar verið girtar gaddavír og gætt af vopnuðum hermönnum, þar með hefðu herstöðvarnar verið skildar alveg frá Ts- 'landi og það sem fram fór á herstöðvunum hefði verið algerlega án vitundar eða samþykkis íslenzkra stjórnar valda, þau hefðu ekki borið ábyrgð á einstökum athöfn- um Bandaríkjamanna, þó þau að sjálfsögðu hefðu orð- ið að bera ábyrgð á því gagnvart öðrum þjóðum, að hafa- látið Bandaríkjunum í té herstöðvar. Samkvæmt þeim samningi, er hér liggur fyrir hljóta íslenzk stjórnar völd að bera ábyrgð á því sem næst hverri þeirri aðgerð amerískra yfirvalda, sem fram fer á flugvellinum og aðrar þjóðir teldu gegn sér beint. í hvert skipti, sem ein- hver Evrópuþjóð teldi sér ógnað af veru bandarískra hernaðarflugvéla á íslandi gæti hún vegna ýmissa ákv. samningsins gert íslenzk stjórnarvöld ábyrg fyrlr þeim og þannig gæti ísland SÍ og æ dregizt inn í dellur hernaðarveldá. með öllum þeim óþægindum og hættum, sem slíkt hefur í för með sér. Það er rannsóknarefni og mikið vafamál, hvort þessi samningur er heppilegri en upphaflegu kröfurnar. — ís- lenzka þjóðin er minnsta fullvalda þjóðin í heiminum og hefur því enga aðstöðu til að verja frelsi sitt með valdi. Við hcfurn aðcins eiít vopn til þess að verja futl- veldi okkar fyrir ásælni ann- arra. Þetta vopn er hinn sið- ferðilegi réttur okkar til landsins, sem íslenzka þjóðin hefur ein búið í frá upphafi. íslenzka þjóðin hefur aldrei sýnt nokkurri þjóð áreitni og hefur aldrei gert aðrar kröfur en þær að fá að lifa óáreitt í landi sínu. Þjóð;r, sem þannig, eins og Íslending ar, verða að byggja tilveru sina á því að aðrar þjóðir við urkenni siðferðilegan rétt þeirra og að friðsamleg við- skipti eigi sér stað þjóða : milli, verða að varast mjög rækilega að gera nokkuð það, sem getur dregið þjóðina inn í deilur annarra ríkja, sem getur orðið þess valdandi, að íslenzk stjórnarvöld verði HsmdaFÍkiis <s>g MS®ai8agisa Framh. af 3. síðu. framgengt til fulls. Samkv. þeim samningi, Bryan-Cham orrosamningnum, greiddu Bandaríkin 3 milljónir doll- ara fyrir þessi fríðindi af hálfu Nicaragua: 1. Rétt til að grafa skipa- skurð um landið. 2. Leiga til 99 ára á Corn- eyjum og flotastöð í Fonseca flóa. • 3. Bandaríkjunum sé hsim ilt að framlengja samninginn um flotastöðina í önnur 99 ár. Ákvæðið um flotastöð i Fonsecaflóa vakti áhyggjur grannríkjanna og tvö þeirra, Costa Rica og Salvador kærðu það ákvæði samnings- ings fyrir gerðardómnum í Mið-Ameríkumálum, sem Bandaríkin höfðu átt mestan þátt í að koma á fót, Féil dómur hans á þá leið, aö samningsákvæðin um flota-* höfnina skyldu ógild, en þa brá svo við að bæði Banda- ríkin og Nacaragua neituðu að hlíta úrskurðinum og var dómstóllinn leystur upp 1918. Bandaríska bankaauðva] d- ið, utanríkisráðuneyti Bancla ríkjanna og Bandaríkjaflot- inn hafa síðan mátt heita einráð í þessu „sjálfstæða“ ríki. Mótspyrnan gegn lepp- stjórnum Bandarikjanna hélt áfram. Sumarið 1921 var enn gerð uppreisn og lepp- stjórnin lýsti yfir hernaðar- ástandi. Bandaríkjastjórn sendi 10 þúsund riffla og nóg af vélbyssum til þess aö leppstjórnin gæti haldið völd um, Yorið 1922 átti lepp- stjórn Chamorros enn í vök að verjast, en lét þá fang- elsa 300 leiðtoga frjáls- lyndra og er það dugði ckki hótaði bandaríski flotinn að láta til sín taka. Dvöl bandaríska sjóliðsins í landinu hefur hvað eftir annað leitt til árekstra. I febrúar 1921 eyðilögðu banda rískir sjóliðar hús Nicaragua blaðsins „Tribuna", en það hafði gagnrýnt Bandaríkja- liðið. Þá og eftir árekstra síðar fengu illræðismennirn- ir væga dóma. í ágúst 1925 var látið heita svo að hcriim færi úr landi, en í staðinn komu lögreglusveitir, sem kennt var og stjórnað C Bandaríkjamönnum. (borin þeim sökum, að þau I hafi veitt einu ríki aðstöðu I til þess í landi sínu, að ógna | öðru. Þegar svo er k.omið er þjóðin búin að glata sínn eina vopni, hinum siðferði- ■lega rétti og hætt við því, að þeim þjóðum, er telja sér ógnað fyrir aðgerðir íslenzku þjóðarinnar, telji hana ekkif fullvalda í landi 'sínu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.