Nýi tíminn


Nýi tíminn - 12.05.1949, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 12.05.1949, Blaðsíða 4
NÝI TÍMINN Fimmtudagur 12. maí 1949. coocoeoc>£>e«i>í>c>c><í><>o<&<3><&<&<3>oc>c<*>oe«3>c>cs><>e«®c>c^^ NÝI TÍMiNN Útgefandi: Sameiningarfloklair aíþýdu —Sósialistaflokkurlnn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guunar Benediktsson. Áskriítargjald er 15 krónur á ári. Greinar i blaðið sendist til ritstjórans. Adr.: Afgreiðsla Nýja tírnans, Skólavörðustíg 19, Reykjavík Aígreiðsla og auglýsingaskrifstofa Skólav.st. 19. Sími 7500. Rrentsmiðja Þjóðviljans h.f. „Enda situr ríkisstjórnin enn“ Hermann Jónasson hefir undanfarið skrifað skarpar greinar og að ýmsu leyti athyglisverðar 1 Tímann um stjómmálaástandið innanlands. — Greinar þessar myndu þó vekja meiri athygli ef það væri ekki orðin sú reynsla að Hermann Jónasson er lítill spámaður í sínu föðurlandi, flokki þeim sem hann á að heita fomiaður fyrir og samherjar hans virðast sætta sig við sprikl hans í þeirri einni von að það geti róað hina óánægðu kjós- endur, sem verða fleiri með 'hverjum degi sem liður. En allt um það er fróðlegt að lesa greinar Hermanns Jónassonar, hann segir þar frá ýmsu um heimilisháttu stjórnarinnar sem betra er að vita en vera ófróður um. Nýlega gerir hann m. a. verzlunarmálin að umtalsefni og kemst þar svo að orði: „Ef ágreiningur verður í viðskiptanefnd, fjárhags- ráði eða öðrum stofnunum verzlunarkerfisins getur minni- hlutinn áfrýjað til ríkisstjórnarinnar. Kíkisstjóm sker úr öllum ágreiningi. Ráðherrar Alþýðuflokksins — viðskipta- málaráðherra — hafa því oddaatkvæðin, úrslitavaldið um verzlunarhættina. Þessi atkvæði hafa ráðið og ráða verzl- unarháttum þeim, sem nú eru í landinu“. Viðskiptamálaráðherrann, Emil Jónsson, er þannig ekki eins valdalaus og hann vildi vera láta í erindi því sem hann flutti í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur þegar hann þó hendur sínar samkvæmt hinu ágæta fordæmi Pílatusar. Og Hermann skýrir frá því hvarnig hann hafi notað vald sitt. Fyrsta ákvörðunin var þegar íhöldin 1 ríkisstjóm felldu að gera skömmtunarseðlana að innkaupaheimild haustið 1947, en það hafði þá verið samþykkt í Fjárhags- ráði. Og Hermann heldur áfram: „Seinasta verkið — seiuasta meðferð úrslitaatkvæð- anna er þetta: Fulltrúar Alþýðuflokksins í viðskiptanefnd samþykktu, að sanivinnufélög skyldu fá 33% af innflutningi vefnaðarvöru 1949 (samvmnufélögin eiga rétt á 46%. Sjálf- stæðismenn áfrýjuðu og hótuðu. Aftur felldu Alþýðuráð- herrarnir samþykktir sinna manna og færðu niður í 26% — til bráðabirgða. MiIIi þessara tveggja samþykkta er f jöldi l íkisstjórn- arúrskurða gerðra fyrr og síðar. Alþýðuráðherrarnir hafa næstum aíltaf notað úrslitaatkvæðin á einn veg, enda situr ríkisstjórnin enn.“ „Enda situr ríkisstjórnin enn.“ Varla mun hægt að löðrunga þann flokk sem Hermann Jónasson á að heita formaður fyrir á öllu eftirminnilegri 'hátt 1 öðru máli jafn- stuttu. Eftir að búið er að lýsa því að vilji íhaldsins, heild- salavaldsins, sé.alltaf látinn ráða í verzlunarmálunum, ein- hyerjiím brýnustu hagsmunamálum almennings, að æfin- lega sé traðkað á yfirlýstri stefnu Framsóknarflokksins, hagsmunum samvinnulireyfingarinnar, þá dregur Hermann Jónasson ályktunina af þessum verknaði: ,,— enda situr ríkisstjórnin enn.“ Hún sæti svo sem ekki enn, ef gengið hefði verið á gróðahagsmuni heildsalaklíkunnar, ef einhverj ar byrðar hefðu verið lagðar á auðstéttina, þá hefði ekki staðið á $jálfstæðisflokknum að rjúfa stjórnarsamstarfið. En-nú ræður vilji auðmannastéttarinnar ævinlega, og flokk- urinn sem kennir sig við alþýðuna leggur fram sinn skerf til þess að svo megi verða, og flokkurinn sem þykist tengd- ur samvinnuhreyfingyimi maldar að vísu í móinn en situr .samt sem fastast þó traðkað sé á öllu sem. eitt sinn raótaði ■ hiöjtiRfflíinji - ■■ ;; stefpu hans. —•; „Enda situr rikfisstjórnih.ehú"; .-mætti veyá : ikjöirorð íiámsóknarfíókfeaine — ag gr*fgkrift.' ■ ÞINGSJÁ 12. maí 1949. og auBvaldsþjónusta Hvað líður framkvæmd „risaáætlunar“ ríkisstjórnarinn ar um nýsköpun og framfarir á Islandi? Furðulega sjaldan er minnzt á þá áætlun á Alþingi, hvað þá annarsstaðar, aðeins einstöku sinnum þegar ráðherr- arnir neyðast til að nefna banda rísku múturnar, minna Alþingi á að núverandi ríkisstjórn hafi ekki treyst sér til að stjórna landinu nema þiggja auðmýkj- andi ölmusugjafir erlends rikis, er ymprað á því að öll von þjóð arinnar um framkvæmd risaá- ætlunarinnar (sem hefjist þó í fyrsta lagi löngu eftir að hin fyrirlitna leppstjórn Stefáns Jóhanns, Bjarna Ben. og Ey- steins hefur hrökklazt frá völd- um!) sé byggð á ölmusu- og mútugjöfum bandaríska auð- valdsins. Þeir segja það ekki með þessum orðum, ráðherrarn- ir, en þýtt af marshallensku þeirra verður merkingin þessi. Hvert nýsköpunarmál sem leppstjómin snertir verður að skrípamynd. Hneykslin við Hær ingskaupin, svo nefnt sé dæmi, voru slík að þegar málið kom til efri deildar Alþingis (sem staðfesting á bráðabirgða- lögum um leyfi til kaupa á skipinu) fékkst enginn maður til að verja málið nema ríkisstjórn in sem ábyrgð ber á hneyksl- inu, í neðri deild var þingfíflinu Jóhanni Hafstein att fram til varnar málinu en í efri deild varð annar íhaldsmaður, Gísli Jónsson (sem sjálfsagt hefur álíka vit á skipum og hver ann- ar íhaldsþingmaður hvað sem öðru líður), til að tæta sund ur blekkingahjúp ríkisstjórnar- innar um hneyksliskaupin á hinu háaldraða skipi, sem Jón Gunnarsson „hafði á hendinni. ‘ Ótrúlegt afrek þessa blessaða Jóns Gunnarssonar að selja ann að eins skip hefði sjálfsagt þótt fréttnæmt í bisnesslandihu Bandaríkjunum, en þó voru blöð in í Portland frædd á öðru í sam bandi við brottför Hærings. Eitt birti mynd af viðhafnarhúsi miklu með nákvæmri lýsingu á herbergjaskipun, viði þeim sem í það færi o. s .frv. með fyrir sögninni Vessel Sails With Port- land-Drawn Plans For Ship Owner’s New Home in Iceland. Hinn mikli Ship Owner var reyndar enginn annar en Jón Gunnarsson samkvæmt frásögn blaðsins og segir fréttin að hann hafi ekki einungis farið heim með teikningar hins mikla húss á skipi sínu Hæringi heldur verulegan hluta af viði þeim sem í húsið fer! En hér á Alþingi íslendinga sveittust skráveifur íhaldsins og Alþýðuflokksins og töldu al- þingismönnum trú um að Jón Gunnarsson hefðj engra hags- muna haft að gæta við sölu skipsins Hærings, á sama tíma og hann lætur opinber banda- rísk blöð kalla sig Ship Owner og það eftir að salan hefur far- ið fram! Áki Jakobsson varð fyrstur til að benda á þetta stórhneyksli í umræðunum á Alþingi, af- gömlu skipi, bráðónýtu, er prakkað inn á Islendinga; hvort hinn mikli Ship Owner Jón Gunnarsson hefur grætt á þvi einn eða fleiri fengið ríflegar sporzlur, veit ég ekki. Félagið Hæringur, og þar með talinn Reykjavíkurbær og Síldarverk- smiðjur ríkisins hafa tapað. Ný sköpunarhugmyndin um fljót- andi síldarverksmiðju, fyrst flutt af sósíalistum á Alþingi (Áka Jakobssyni) hefur verið eyðilögð í framkvæmd með gróðagræðgi og pólitískri spill- ingu núverandi stjórnarflokka. Hvorki sementsverksmiðja né áburðarverksmiðja eru mál sem leppstjórnin hefur fundið upp, um bæði málin er byggt á rannsóknarundirbúningi frá tið nýsköpunarstjórnarinnar. Sem- entsverksmiðjan virðist enn eiga langt í land. „Framkvæmd" Kaldaðarnessráðherrans, Bjarna Ásgeirssonar, á því máli virðist sú ein að draga málið á langinn með nýjum og nýjum „raxmsóknum", nýrri nefnd und ir forustu Jóns Vestdals (!), nýjum utanförum „verkfræðings ins“ með bandaríska. pungapróf- » ið, sem af tilviljun er sonur Kaldaðarnessráðherrans. Við þessa „framkvæmd“ dundar ráð herrann sjálfsagt þar til hann veltur úr stólnum. Þannig er Ferill annars nýsköpunar- máls, áburðarverksmiðjunr.ar, hefur verið rakinn ýtarlega hér í blaðinu, vegna þess að þar hafa mætzt binar miklu and- stæður: nýsköpunarhugsjón , ,nýsköpun“ leppstjórnarinnar! sósíalista og „nýsköpun" lepp- stjórnarinnar. Þar hefur tillaga sósíalista um 30—40 þúsund smálesta áburðarverksmiðju, byggða á stórvirkjun Þjórsár, Framhald á 6. síðu. ■aM «y »■ -.... , \ H: x. ' j

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.