Prentarinn


Prentarinn - 01.01.1949, Page 2

Prentarinn - 01.01.1949, Page 2
Ýmislegt um liti. Þar sem ég hefi ekki orðið var við neinar hand- hægar greinar á íslenzku um meðferð lita og lita- samsetningu, hefi ég leyft mér að taka þessa fáu kafla saman, ef verða mætti, að íslenzkir prentarar gætu notfært sér þá í daglegu starfi. Megnið af þessu, sem hér birtist, eru þýðingar úr amerískum bókum og tímaritum. Eg geri mér fyllilega ljóst, að rnargir verða mér ekki sammála um þýðingarnar á litanöfnunum, en ég vona, að aðrir komi á eftir með betri skýringar. Eyjólfur Eiríksson. i. Blöndun mismunctndi lita. Hárautt og hvítt verðu r ýmislega bleikt. Rauðfjólublátt og hvítt — fölbleikt. Hárautt og hálmlitt — hörundslitt. Hvítt, svart og fjólublátt — öskugrátt. Hvítt, gult og rautt — rjómalitt. Rautt og svart — brúnt. Hárautt, gult og svart — dumbbrúnt. Móbrúnt og hvítt — rnógult. Brúnt og hvítt — hnotbrúnt. Brúnt og gult — kakóbrúnt. Okkurgult og hvítt — leðurgult. Gult og blátt — fagurgrænt eða Ijósgrænt. Gult, blátt og svart — sægrænt. Gult og svart — bronzigrænt. Krómgrænt og hvítt — ertugrænt (gulgrænt). Smargaðgrænt og hvítt — grasgrænt. Parísargrænt og hvítt — fagurgrænt. Svart og krómgrænt — dökkgrænt. Krómgult, blátt og svart — olífugrænt. Fagurblátt og hvítt — ljósfjólublátt. Rautt og ljósblátt — fjólublátt. Hárautt og dimmblátt — Ijósfjólublátt eða fjólublátt. Blátt og svart — dimmblátt eða blásvart. Blátt og blýgrátt — perlugrátt. Sótsvart og hvítt — blýgrátt. Sótst'art og indigóblátt II. silfurgrátt. Litir deyfðir með svörtu eða gróu. Sé rautt deyft með svörtu, þá kemur fram dumbrautt. — rauðgult — — svörtu, — — — brúnt. — appelsínugult — — svörtu, — — — ryðrautt. — gult — — svörtu, — — — sítrónugult. — gulgrænt — — svörtu, — — — ólífugrænt. — grænt — — svörtu, — — — grágrænt. — blágrænt — — svörtu, — — — svartgrænt. — blátt — — svörtu, — — — marblátt. — liljublátt — — svörtu, — — — grásvart (eins og flögugrjót) — fjólublátt — svörtu, — — — sveskjublátt. 34 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.