Nýi tíminn


Nýi tíminn - 14.05.1953, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 14.05.1953, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 14. maí 1953 — NÝI TÍMINN — (3 SVARDAGAR ALÞYÐUFLOKKSINS RIFJAÐIR UPP Á TVEGGJA ÁRA AFMÆLI HERNÁMSINS h Gl§^3 sSdl0©! clð :¥§S í landinu á friðartímii r neinar erlendar herstöðvar verið mjög skýrt og skelegglega fram tekið og á fyllsia greiiia 4LÞÝÐUFLOKKURINN hefur skipulagt svik sín í sjálfstæðismálunum af mestri lævísi allra ís- lenzkra stjórnmálaflokka. Fyrst þóttist hann í heild standa gegn hinni erlendu ásælni, síðan klofnaði hann tvívegis um málið og reyndi þannig að halda tengslum við sáróánægða kjósendur, og það er ekki fyrr en eftir hernámið sjálft að allir forus’tumenn flokksins standa afhjúpaðir frammi ’fyrir þjóðinni. Árið 1945 kröfðust Bandarik- in þriggja tiltekinna herstöðva á íslandi tií 99 ár,a. -Öll þjóðin reis upp til andmaela þessum kröfum, og það tókst að kveða þær niður -— af þeirri einni ástæðu að sósíalistar áttu þá sæti í ríkistjórn landsins. En þegar landspyrna þjóðarinnar ge;gn hinum ósvífnu kröfum reis sem hæst hljóp Alþýðu- flokkiurinn fram á' sjónarsviðið og lýsti yfir þvi að fylgi við sig væri öruggasVa vörnin gegn bandarískri ásælni. Fyrir kosn- ingarnar 1946 var Alþýðuhúsið skreytt á þann hátt sem sýnt er með mynd hér á síðunni. Og þett.a herbragð tókst, Alþýðu- flokkurinn iók fylgi sitt og bætti við sig tyeimur þing- mönnum með þessari stefnu- yfirlýsingu. En þegar þing kom saman um. baustið voru önnur sjónar- mið ríkj.andi. Ólafur Thors lagði fyrir Keflavíkursamning- inn, og það valt á Alþýðn- flokknum hvort hann yrði san- þykktur. Þá greip hatm til þess snjallræðis að kljúfa sig niður í brot og hrotaforot, og \ ar þess iað sjálfsögðu vandlega gætt að haga kiofningnum þannig að öruggt væri nð samningurinn yrði samþykktur. Síðan var þessi sama aðfetð endurtekin æ ofan í æ, fram- bjóðendur flokksins komu fram í allra kvikinda lík:, reyndu að smeygia sér inn í öll samtök þeirra marma sem börðust gegn hinni erlcndu á- sælni — og notuðu siðan að- stöðu sín,a til að trvggip kröf- um Bandaríkjamanna fram- gang. Það stóð sannarlega ekki n svardögumum hjá forsprökkum Alþýðuflokksins þegar íslend- ingar gerðustl aðilar að At j lanzhafsbanda J laginu. — 28.| marz, 1949 iýstiM Stefán Jóhannl Stefánsson, erl • þá v.ar forJ sætisráðherra,” yfir frammi fyrir þjóðinni allri í útvarps- umræðum: „Stofnendur Atlanzliafs- bandalaigsins hafa til fulls virt, skilið og ixietið sér- stöðu íslands sem varnar- lausrar þjóðar. sem alls ekki vilþné ætlar sér að hervæð- >ast og hafnar því eindregið að hafa erlenda hersetu eða herstöðvar í landi sínu á friðartímum. Allt. þettia hef- ur verið mjög skýrt og skel- egglega fram tekið og á fyllstia hátt viðurkennt og fullkorrlega til greina tekið sem ófrávíkjanlegt skilyrði íslendinga til þess að ger- ast aðili að þessu friðar- og öryggisbandalagi. .. Stað- reyndir xnálsins varðandi aðild íslands eru óvefengj- anlega þessar: að viður- kennt er af öllum stofn- endum Atlanzhafsbanda- lagsins, að ísland hafi eng- an her og ætli sér alls ekki að stofna her; að ekki komi til mála, að erlendar her- stöðvar verði á íslandi á friðartírrumÁ í sömu umræðu talaði Emil Jónsson, en hann var þá við- skipt amád ará ð- herra sællar, minningar Of var einn af I þremennihgun- ] um sem stefn* var til Banda- rikjanna - ti’ þess að undir- ] búa aðild fs- lands að hemaðarbandalaginu. Ekki var hann frekar myrkur í máli en Stefán Jóhann: „Höfuðatriðin sem leggja ber áherzlu á eru þessi ... Samningsaðilar gera sér ljósa sérstöðu íslands sem herlauss lands og að íslend- ingar muni .ekki setja upp hpr. Þeir gera sér líka ljóst, að við munum ekki leyfa erlendar herstöðvar á frið- artíirjum né erlendan her hér á landi.“ Næsta dag, 29. marz 1949, tal- aði svo þriðji leiðtog; flokks- ins, núverandi I ritari hans,| Gylfi Þ. Gísla- son. Orð hansi hafa í dag öðl-l azt þunga. af| tveggja ára| reynslu: . Þannig Ieit kosnmgaskrifstofa Alþýouflokksins út 1940 „Eg var og er þeirrar skoðunar, að ísland sé ekki í beinni hætki af hernámi Rússa, þótt styrjöld brytist út milli þeirra og Banda- ríkjanna. Eg taidi því og tel enga ástæðu til hervarna hér á landi, sem hetur fer, því að sjálfir höfum við' engin tök á að koma þeim upp og enga getu til að stofna þann her, er gæti varið landið árás, en af setu erlends hers í landinu á friðartín-pm mundi stafa stórkostlegur þjóðernis- háski. íslenzkri tungu og íslenzkri menningu hlyti að verða stefnt í voða, ef hér yrði erlendur her að stað- aldri, og sjálfstæði landsins yrði nafnið eitt, ef aðrar þjóðir kæm.u hér upp víg- girðingum og gættu þeirra. íslendingar eiga að halda fast við algert vopn- levsi sitt bæði í friði og ó- friði. Þeir eiga aldrei að segja nokkurri þjóð stríð á hendur, aldrei heyja styrj- öld gegn nokkurri þjóð. ís- lendingar eiga aldrei að leyfa erlendum her dvöl í landinu á friðartímum og aldrei þola þar neinar er- lendar hei'stöðvar, enda er landfræðileg lega landsins þannig, að á siíku er serr, betur fer ekki þörf til varn- ar landinu gegn árás úr þeirri átt. sem ísland mundi fyrst og fremst óttast. Hið aukna öryggi, sem af því leiddi, mundi og hvergi nærri vega gegn þeirri gíf- ur legax hættu, sem slíkt hefði í för með sér fyrir sjálfstæði og þjóðemi ís- lendánga, tungu þeirra og menningu.“ Alþýðuflokksins voru þannig allir á einu máli um það að ekki kæmi til mála að veila Bandaríkjunum herstöðvar á íslandi á friðartímum. Við- brögð þeirra við Atlanzhafs- bandalaginu voru hins vegar gerólík. Stefán Jobann og Emil greiddu atkvæði með aðild ís- lands; Gylfi greiddi atkvæði á móti. Tilgangurinn var sá og sá einn að hálda tengslum við alla fylgismenn Alþýðuflokks- ins, jafnt þá sem voru á móti samningnum og hina sem með honum voru! En þá er ónefnd.ur einn leið- togi Alþýðuflokksins, sem á sér sögulegastan feril í þessu máli, Hanníbal Valdimiarsson. Hann hafði sig mjög í frammi þessa síðustu daga nrarzmánað- iar 1949 og flutti heitar og harð- vítugar ræður. En hann lét sér ekki nægja að^ greiða atkvæð gegn Atlanz-I bafsbanidialag i inu, og lýsa yíl ir þeim stað-| fasta ásetning:| sínum að berj-|g ast gegn her- ] námi íslands; hann gerði uppreisn í Alþýðu- flokknum, Um þessar mundir starfaði Þjóðvarnarfélagið af miklu kappi. 9. maí 1949 til- kynnti það í blaði sínu Þjóð- vörn að félagið væri nú'orðið landsfélag og að kosið hefði verið sérstakt fulltrúaráð. Einn fulltrúanna í ráðinu var Hanní- bal Valdimarsson. Um leið sendj félagið frá sér ávarp til þjóðarinnar, þar sem mörkuð var stefna fulltrúanna, en þar var m. a. komizt svö að orði: Þessir þrír helztu leiðtogar „Háustið. 1945 fór erlent stórveldi fram á herstöðvar 1 landinu til 99 ára. Nú hef- ur mikilvægum áföngum verið náð til þess að full- nægja þeim t.ilrr;ælum sem þá voru borin fram. Þeim áföngum sem eftir eru verð- ur einndg náð, ef þjóðin rís ekki . einhuga til varnar frelsi sínu og framtíð, gegn erlendri ásælni, gegn þeim ráð'amönnum sínum, er svo ljóslega hafa sýnt að þeim er ekki trúandi til að gæta réttar og hagsmuna þjóðar- inniar. íslenzka þjóðin, sjálf- stæði hennar og framtíð, er nú. 1 rr.eiri hættu en verið hefur öldum saman. Allt veltur á að takast megi að komia í veg fyrir að fleiri spof verði stigin á þessari óheillabraut, og þau sem þegar bafa verið stigin verði afmáð eins fljótt og kostur er.“ Þessi var stefna Hanníbals Valdimarsonar í maí 1949, og hann barst mikið á. Næst koma frá honum greinar þar sem hann gerir upp við Alþýðu- fiokkinn á mjög eindreginn hátt cg lýsir honum m. a. sem hugsjónalausti, værukæru hæk jir iði ilialdsins. Þjóðvarn- arféiagið gerir sér auðsjáan- dega mjög miklar vonir um Hannibal; honum er aftur o.g aftur lýst sem sérstökum fram- fojóðanda félagsins, og þegar hann nær kosningu er birt af honum mynd og því fagnað ákaflega að félagið eigi svo góðan og baráttuiglaðan . full- trúa á þingi, mann sem gerir sér ljóst að „allt veltnr á þvi að takast mcgi að koma i veg fyrir að fleiri spor verði stigin á þessari óhei!labra.ut «g þau sem þegar hafa verið stígín Framhald a 2. síðu

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.