Nýi tíminn


Nýi tíminn - 14.05.1953, Blaðsíða 5

Nýi tíminn - 14.05.1953, Blaðsíða 5
- Fimmtudagur 14 maí 1953 — NÝI TlMINN — (5 ÚR MEINSÆRASAFNI FRAMSÖKNARFLOKKSINS Á TVEGGJA ÁRA AFMÆLI HERNÁMSINS „Samvinna um öryggismálin við aðrar þjóðir verður að byggjast á því að ekki sé erlendur her í landinu á iriðartsmum né erlesidar herstöðvar" FRAMSÓKNARFLOKKURINN á ekki síður álitv legt safn meinsæra í fórum sínum en hinir her- námsflokkarnir, og lengi vel fylgdi lrann því for- dæmi Alþýðuflokksins að klofna innbyrðis í af- stöðunni til sjálfstæðismálanna. Þannig klofnaði þingflokkurinn nákvæmlega í tvennt þegar greidd voru atkvæði um Keflavíkursamninginn, og þegar greidd voru atkvæði um Atlanzhafsbandalagið lýstu þrír þingmenn flokksins yfir andstöðu sinni. Félag ungra Framsóknarmanna hafði sig þá einnig mjög í frammi og stóð að útifundum ásamt Fulí- trúaráði verkalýðsfélaganna æg Þjóðvarnarfélag- inu. Og þegar Rannveig var kosin á þing' — sællar minningar — var óspart hamrað á því að hún væri mikill andstæðingur hernáms! Þesar Ólafur Thors birli hina fræ-gu áramótagrein sína 1948— 49, kom önnur áramótagrein í Tímanum, hin mikla Heiðna- bergsgrein Hermanns Jónas- sonar. Hann gerði þar á mjög eftirminnilegan hátt upp við stjórnarstefnuna, lýsti sér sem einörðum vinstri manni o-g and stæðingi allrar undanlátssemi við Bandaríkin. Þegar umræður um aðild að Atlanzhafsbandalaginu hófust um þær mundir þóttist Fram- sóknarflokkurinn hafa þár nokkra sérstöðu og markaði eins skýrt og kostur var þann staðfasta ásetning að sætta sig aldrei við erlent hernám á friðartímum. í febrúar kom miðstjóm flokksins saman og komst þar m. a. svo að orði: ,,Iiins vegar ályktar flokk urinn að lýsa yfir því, að hann telur íslendinga af Oiugljósum ástæðum eigi geta bundizt í slík samtök, nema tryggt sé, að þeir þurfi ekki að hafa hér her né leyfa neins konar hern- aðarlegar bækistöðvar er- lendra þjóða í landi sínu né Gengur hœgt ð Panmuniom Ekkert samkomulag var á fundj samninganefndanna í Panmunjom nýlega. Fulltrúar norðanmanna hafa krafizt þess, að allir fangar ófúsir heim- ferðar verði sendir til hins hlutlausa gæzlu'ands og hafa að öðrum kosti farið fram á að Bandaríkjamenn gefi ná- kvæmar upplýsingar um hvem- ig þeir hafa hugsað sér, að fanganna yrði gætt í Kóreu. Bandaríkjamenn neita með öllu að fangarnir verði sendir frá Kóreu og vilja engar fullnægj- andi skýringar gefa á fyrir- huguðu eftirliti með þeim 5 Kóreu. Nefndirnar komu aftur saman á fund dagian eftir. landhelgi, nema ráðizt hafi verið á landið eða árás á það sé yfirvofandi. Á þessum grundvelli og að þessu tilskyldu telur flokkurinn eðlilegt. að ís- lendingar hafi samvinnu við önnur lýðræðisriki um sam- eiginleg öryggismál." Þegar ráðherrunum þremur var stefnt utan, var Eysteinn Jónsson full- trúi Framsókn-I arflokksins í | förinni, og sáj var ekki myrk-l ur á máli eftirl að heim kom. I í útvarpsræðu I 28. marz 1949 j hóf hann máls á því að rif.ta upp hina afdrát.t- arlausu andstöðu Framsóknar- ' flokksins við hemám: „Kom strax frarr, sú stefna sem Framsóknarflokkurinn hefur staðið á og mun standa á, að samvinna um öryggismólin við aði'ar þjóð ir verði að byggjast á því, að ekki sé erlendur her í landinu á friðartímum né erlendar herstöðvar. íslend- ingar geta ekki og mega ekki leyfe slíkt. ef það sé gert, þá verði ekki mögu- legt að finna nein eðlileg takmörk til að standa á... Framsóknarrrrenn minntu fljótlega á þá stefnu, sem þeir höfðu markað í þessum málum 1946 og áður er rak- in. og undirstrikuðu, að þeir teldu að hafa bæri sarr- vinnu um öryggismálin við nálæg lýðræðisríki, en það vrði að byggja á því, að ekki væri leyft að hafa í landinu erlendan her eða erlendar herstöðvar á frið- artímum, og væri áríðandi að rnarka þá stefnu glöggt og hvika ekki í því efni. .. Framsóknarn'enn hafa reynt að nota tímann frá því að umræður hófust um Þcssír fjórir menn genga frá samningum um Iiernám íslands. Mcð ráöherrununi eru hcrnáms- stjóri fslands, McGaw, og Lawson, „sérlegur sendiherra og ráöherra Bandaríkjanna á Is- Iandi“ eins. og hann var tiílaður. Útlendingarajr eru háleitir, en ráðherrarnir líta niður. varnanbandalagið og þang- að til nú, að svara ber' boði annarra þjóða um þátttöku í því, til þess að rótfesta þá skoðun, að ekki kæmi til rr ála, að Íslendingar hefðu her eða gætu leyft að er- lendur her eða herstöðvar væm í landinu á friðartím- um... íslendingar háfa algera sérstöðu meðal þjóðanna að því leyti til, að þeir hafa engan her og ætla sér ekki að stofna her og ekki taka þátt í hernaði. Auk þess eiga þeir það sammerkt með ýrr.sum öðrum þjóðum, að þeir vilja ekki leyfa setu erlends herliðs í landi sínu á friðartímum og ekki er- lendar herstöðvar.“ .. Því næst rakti Eysteinn ýtar- legá aliar þær röksemdir sem fyrir lægju um nauðsyn hem- aðarbandalagsins og taldi þær miklar og' stórar, en bætti síð- an við: „Öllu þessu hefði verið hægt að víkja til hliðar og hefði verið sjálfsagt að víkja til hliðar, ef einhverra þeirra skuldbindinga væri kriafizt í sáttmálanum, sem íslendingar gætu ekki undir gengizt, hefði t.d. verið farið fram á hersetu á friðartím- um eða ei’lendar herstöðv- ar, þá hefðu lýðræðisþjóð- irnar orðið að skilja, að ís- land gat ekki verið með, þótt það vildi samvhmu við þær. Engu slíku er til að dreifa... Undanfarna mánuði hef- ur verið mikið rætt og rit- að um Atlanzhafsbandalag- ið. Ýrrsir íslendingar eru tortryggnir í sambandi við allt, sem að þeim méflim lýtur, og óttast óeðlilegan þrýsting og að ísland gangi of langt í þeim. Þetta hef- ur nokkuð korrjð fram í um ræðunum undanfarið Þær umræður hafa verið mein- gallaðar, og tekur þó út yfir síðustu dagana. í heild hafa þó umræðurnar fest þann ásetning með þjóð- inni að leyfa alls ekki her né erlendar herstöðvar á friðartímurrj. Ætti það að vera öllum ljóst af því sem fyrir liggur, að slíkar kvað- ir fylgja ekki þátttöku í varnarbandalaginu. Þess ætti þá og að mega vænta, að þeir sem jafnan hafa gert þetta að hofuðatriði í sambandi við rrálið, taki nú fullt tillit til þess sem nú liggur ijóst fyrir öllum og hagi afstöðu sinni í sam- ræmi við það.“ Svona .aídráttarlausar og skýrar voru yfirlýsingar Ey- steins Jónsson- ar og' þó nægð’ þær ekk | flokksformánr irium Her-1 manni Jóma: syni. Næsti dáginn er röð-1 in komin ac | honum að lýsa afstöðu sinni, og honum nægja engar yfixlýsingar, hversu fag.r- ar sem þær séu; hann vill fá fyrirvara inn í s.amninginn sjálfan: „Þegar talað er um ... að aðrar þjóðir hafi fullan skilning á sérstöðu íslands, að viðurkennt sé, að ísland hafi engan her og ætli ekki að stofna her, og að ekki korri til mála, að erlendur her eða herstöðvar verði á íslandi á friðartímram — fyrst allar bandalagsþjóð- irnar viðurkenna, að þetta sé einstök sérstaða íslands, þá fáum við ekki skilið, hvers vegna ekki má taka þetta fram í samningnumi við Ísland sem samnings- atriði... Til þess að gera þessa sérstöðu okkar skýlausa, að við ætlum aldrei að segja nokkurri þjóð stríð á hend- ur né taka þátt í hernaði gegn nokkurri þjóð, sem rrieginreglu okkar um aldir, þá álítum við ýmsir, að sú sérstaða okkar eigi að vera viðurkennd... Eg er ákaflega hræddur um það, að svo kunni að fara, — þó að ég vilji vona það gagnstæða, — að það endurtaiki sig viðkomandi þessum samningi, serr. því miður hefur endurtekið sig nú viðkomiandi utanríkis- samningum okkar undan- farið, og á ég þar við Kefla- víkursamninginn. . . Nú á að gera að nýju samning, og þá eru gefin út ný lof- orð og nýjar skýringar. Og ég er ákaflega hræddur um að surniar af þeim skýring- um fái álíka staðizt. eins og skýringarnar, sem gefnar voru út viðkomandi Kefla- víkursamningnum á sínum tíma, þegar hann var gerð- ur.“ Þannig var hinn reyndi stjóm- málamaður fullur tortryggni og trúði' var.Iegia yfirlýsingum þeim sem fra-m voru borma-r. í samx’æmi við það neitaði hanii að fylgja samningnum; ekkij skyldi hann neitt það gera serh stuðlað gæti að því að íslánd. yrði hemumið! En -utan veggja Alþingia sendi Félag ifrigr.a Framsóknar- mann.a f-rá sér ávarp ás-amt öðrum aðilum og komst m. a. þannig að orði: „Ef almenningur í Reykja- vík rís upp til einhuga a|- vöruþrunginna mótmæla, getur hann knúið ríkis- stjórnina til að snúa sér að iþeim viðfangsefnum, séirpl hún hefur svikizt u-m að leysa, en fresta inngöngu í hernaðarbandalag eða hætta við það með öllu. Ríkistjórnin undirbýr svik við þjóðina með því að beita ofbeldi á alþingi til þess að knýja fram samþykkt hern- Framh. á 11. síðu

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.