Nýi tíminn


Nýi tíminn - 14.05.1953, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 14.05.1953, Blaðsíða 4
4) __ nýi TÍMINN — Fimmtudagur 14. maí 195o Merkir dagar hafa upprunnið yfir Útvarpið svo sem aðra þætti þjóðlífsins tvær undan- farnar vikur, en af gildum á- stæðum náði fátt efni þess út- varpseyra Nýia tímans. Þó var notið kynningar Háskólastúd- enta á verkum Einars Bene- diktssonar og kvöldvöku þeirra síðasta vetrarkvöld. Það var glaður og. bjart'ur blær yfir þeirri kvöldvöku, — þar kynnt- ist maður sterkum frásagnar- hætti \ smásögu og trúir vart öðru en að æskumaður sá, sem semur nú þegar þess háttar isögu, geti einhvem tíma orðið verulega liðtækur, ef hann held ur sig á þeim brautunum í framtíðinni. Eg leyfi mér að fullyrða, að í Útvarpinu hafi samta'lsþáttur aldrei tekizt bet- ur en með stúdentum að þessu sinni. Látum oss biðja. að sum- armál þessi séu tákn þess, að stúdentar Háskólans taki að hafa sig meira í frammi í menn ingarmálum þjóðarinnar en verið hefur til þessa, og væri þeim fátt betri undirbúningur undir menningarstarf í þjóð- lífinu, auk þess hve mikils- virði þeirra starf ggtur verið á liðandi stund. — 1. maí í Út- varpinu er orðinn fastur hneykslisdagur, en vart er hægt að saka Útvarpið um það. Féíagsmá'laráðherra velur há- itíðardag verkamanna til að ræða um hernaðaráætlanir yf- irstéttarinn.ir á hendur honum, íorseti Alþýðusambandsins lof- syngur efnahagskúgun Banda- ríkj.anna og fulltrúi launa- manna á vegum ríkis og bæja færir hagfræðileg rök að því, að þá er hag þeirra bezt borg- ið, ef laun þeirra eru lág. Eg treysti útvarpsstjóra til að sjá um, að ræður þessar verði vel geymdar. Fátt mun sýna ó- komnum kynslóðum í skýrara ljósi nokkra svörtustu drættina i ásýnd félagsmála þessara ára. En hvern.ig sem á stendur, þá kappkostar maður að hlusta á fréttir, og um fréttaflutninginn ætlar maður nú að fara nokkr- um orðum. Fyrir nokkrum 'kvöldum flutti Fréttastofan fregn, sem hljóðaði eitthvað á þessa leið: 400 voru skotnir í Kenía, af þvi iað þeir neituðu .að nema staðar eða reyndu að flýja. Að því búnu birtir hún tilkynningu um það, að menn eru sannfærðir um, að iögregl- an í Kenía misnotar ekki skot- vopnin. Þarna hefur maður eitt skýrt dæmi um vinnubrögð þessarar íréttastofu. Brezka útvarpinu finnst ekki mikið við það að at- huga, þótt það flvtji sinni þjóð íregnir sem þær, að hennar konunglega ríkisstjórn skjóti „litaðar” persónur suður i Af- ríku fyrir sakir sem slíkar, að þær skuli leyf.a sér að ganga, þegar sjálft brezka heimsveldið skipar þeim að halda kyrru fyrir, eða láta sér detta í hug að reyna að flý.ia, þótt þær sjái ofsækjendur sína á næstu grös- um. Ekki þykir brezka útvarpinu fregnin þó glæsilegri en það, að það gerir ráð fyrir tor- tryggni háttvirtra hlustenda gagnvart svona löguðum vinnu- brögðum og tekur því skýrt frarn, að fjarri fari, að þessir heimsveldisins skotm'enn mis- noti aðstöðu síná og umboð. Þegar maður lítúr á fregnina sem opinber-a tilkynningu frá brezka heimsveldinu, þá er hún aðeins opinbemn þess, sem maður hafði reyndar hugmynd um áður, í hvílíkt foræði sið- ferðilegrar spillingar brezka þjóðin e,r sokkin fyrir heims- veldastefnu yfirstéttarinnar. Henni er ætlað að taka Því sem eðlilegum og sjálfsögðum hlut, að nýlendubúar séu skotn- ir eíns og rottur, ef þeir vilja halda sjálfstæði sínu til að ganga á eigin fótum jörð for- feðra sinna. En hvað er það, er að baki liggur því, er íslenzk frétta- stofa endurtekur svona frétt? Fyrst og fremst aumingjahátt- ur og sviksamleg vinnubrögð. Frétta'Stofan er ekki til þess stofnsett og starfrækt, að hún endurvarpi hugsunarlaust hverju því, og stundum því einu, sem einstök erlend frétta- stofnun sér ástæðu til að segja þjóð sinni. En hér er um meira að ræða en aumingjaháttinn einn og sviksemina. Þegár ís- lenzkur fréttamaður segir frá því sem ailmennum fréttum, að menn séu s'kotnir hundruðum saman fyrir að ganga í kringum heimi'li sín og reyna að flýja, ef hættu ber að höndum, og finnur ekk.i snefil af viðbjóði í hjarta sínu, þá er sá maður á góðum vegi með að glata sál sinni í hendur djöfulsins. Og væri fréttastofan ekki gersam- lega tilfinningalaus fyrir inni- haldi þessarar fréttar, þá mundi hún alls ekki vera birt, því að ekki er fréttnæmi henn- ar á svo marga fiska, þar sem 'svo marigpft hefur áður. verið um það frætt, að Bretar drepa fleiri og færri á hverjum degi af þessum „þegnum” sínum suður þar. Með flutningnum sljóvgar Fréttastofan einnig siðakennd hlustenda og aðra særir hún með fádæmum, með- al þjóðar, sem sjálf er hernum- in af herve.ldi, sem litur á hana 'Sem nýlendu, og er fréttin /því um leið tilkynning um, að það >er ekki misnotkun á skotvopn- um, þótt setuliðshermaður sendi kúln í gegnum þá þverhausa, sem ekki standa kyrrir, þegar þeim er skipað að standa kyrr- ir, og gera sig seka um að forðast hættur. Þetta Keníu- hneyksli brezka heimsveldisins er orðið eitt reginhneyksli Fréttástofu Útvarpsins. Það leið.ir í Ijós, hve Fréttastofan er gersneydd öllu sjálíslæðu mati. Skæru í Kenía, þar sem ,,að minnsta kosti fjórir særð- ust lífshættulega”, tekur hún sem fréttnæmt atriði nú fyrir fám dögum. Daufingjaháttur Fréttastof- unnar er átakanlegur. Sumir færa henni það til afsökunar, að hún hafi ófrjálsar hendur með fréttaöflun sína, — stjórn- arvöldin setji henni svo þröng- .ar skorður. Ekki er að efa góð- ian vilja stjórnarvaldanna í þeim efnum, en ekki dettur mér í hug, að þeirra vegna væri ekki hægt að starfa betur Framhald á 2. síðu. t I Líf í bláþræði Bagsværd nefnist lítill og elslculegur bær á Sjálandi, ekki ýkjalangt frá Kaup- mannahöfn. Þar er hlýlegt að reika um í góðu veðri á sumrin, róa á vatni og hvíla sig í sefi, ellegar virða fyrir sér hvernig gróður dafnar í garðlöndum og teyga ilm af blómum. Þar má einatt sjá aldurhniginn mann að störf- um, lágvaxinn og snarlegan, en hann annast blóm og gróður af mikilli virkt og umhyggju. Sá nefnist Mar- tin Carlsen og varð kunnur víða um lönd í fyrra, þótt ekki væri það beinlínis fyrir tilverknað hans sjálfs. Hann er nefnilega faðir Kurts Carlsens, sem velktist um skeið á Atlanzhafi með sökkvandi skipi sínu, en hér- lendis á hann annan son, sem getið hefur sér ágætt orð fyrir að útrýma þeim skaðræðiskvikindum sem minkar nefnast. — En Mar- tin Carlsen hefur ekki að- eins unnið sér það til ágæt- is að eignast góða sonu og hlúa vel að gróðri; nú ný- lega hefur komið í ljós að hann er ekki síður tilþrifa- mikill atkvæðamaður í al- þjóðamálum. Sonur lians Kurt ætlaði sem sé að láta ferma dóttur sína nýlega og bauð foreldrum sínum vest- ur um haf að vera viðstödd athöfnina. Þegar leið að brottfarardegi var garð- yrkjumaðurinn frá Bags- værd kallaður á bandaríska sendiráðið og tilkynnt að upp hefði komizt að hann hefði í hyggju að steypa af stóli löglegri stjórn .Banda- ríkjanna með ofbeldi, og fengi hann því ekki land- vistarleyfi, þar sem stjórnin vildi sitja að völdum sínum enn um sinn. Þegar upp hafði komizt um þessi illu á- form sneri garðyrkjumaður- inn heim til sín og lét þau orð falla að hann vildi einn- ig heldur ferðast austur á bóginn þar sem lífið grær eins og jurtirnar í Bags- værd á vorin. En nú bíða menn þess í ofvæni að Mc- Ca.rthy Ijóstri því upp að ævintýrið heimsfræga sem gerðist á Flying Enterprise hafi í rauninni verið komm- únistískt samsæri; og gott ef það reynist ekki óame- rískt athæfi að skjóta minka þá sem eru versta plága sem hingað til lands ihefur flutzt um langt skeið, að hernámsliðinu undan- skildu. Svo hætt er nú komið stjórn Bandaríkjanna, sem er æðsta yfirvald- friðar, frelsis, lýðræðis og öryggis í veröldinni, og er sannar- Iega ekki á að lítast. Enda steðja hættumar að úr öll- um áttum. Daglega er vísað á bug fjölda manna, hér- lendis og annarstaðar, sem ólmir vilja ferðast til Bandaríkjanna í sama til- gangi og garðyrkjumaður- inn frá Bagsværd, til þe3s að steypa ríkisstjórninni af stóli; og einhverntíma kann að koma að því að sá sleppi í gegti sem vinnur verkið. Þó eru þessir erlendu menn meinlitlir hjá þeim mönnum bandarískum sem komast undir annarleg áhriá Að vísu er þegnanna gætt af mikilli vandvirkni og það er enginn hörgull á fangelsis- rúmi fyrir þá sem þar eru bezt geymdir, en þó er sá staður einn þar sem Banda- ríkjamenn eru í beinum tengslum við fjandmenn stjórnarinnar, Kórea, og þar hafa þeir atburðir gerzt sem mestum áhyggjum hafa valdið um skeið. Þeir banda rísku hermenn sem þar ganga bezt fram í því að tryggja frið, frelsi, lýðræði og öryggi falla sem sé ekki allir, þótt tugir þúsunda hafi hlotið þau örlög, held- ur eru sumir teknir liönd- um; og ekki eru þeir fyrr orðnir tukthúsmenn en þeir eiga þá ósk heitasta að koma frá völdum stjórninni 1 Washington. Hefur það verið eitt helzta viðfangsefni Bandaríkjamanna í alþjóða- málum alla tíð síðan 1951 að losna við að endurheimta fanga þessa, því ekki verð- ur þeim neitað um landvist- arleyfi eins og garðyrkju- manninum frá Bagsværd. Varð þeim lengi vel mikið ágengt í þeirri iðju, en þar kom þó fyrir skemmstu að kommúnistum tókst að tryggja það af mikilli slægð að höfð væru skipti á sjúk- um föngum og særðum. Ýmislegt góðviljað fólk sem ekki hefur gert sér grein fyrir því hversu hætt er komið völdum Bandaríkja stjórnar mun hafa ímyndáð sér að það yrði mikið um veizlur og gleði þegar hinir fönguðu, særðu og sjúku garpar kæmust til ættjarðar sinnar að nýju, en það sást brátt á heimsfréttum að við búnaðurinn var allur annar. í einni tilkynningunni af annarri var varað ákaflega við því að margir fanganna myndu vera orðnir kommún istar, og var ýmist skýrt svo frá að sú hugarfarsbreyting væri árangur af pyndingum og hótunum. eða '„lævíslega mildri og ísmeygilegri með- ferð.“ Einnig var fólk var- að mjög eindregið við því að trúa einu orði af því sem fangarn:r segðu. Aðvaranir þessar færðust mjög í auk- ana og urðu senn ógnamdi, þar til New York Herald Tribune sagði 14. apríl frá því að fangar sem orðnir væru kommúnistar og neit- uðu að hverfa heim yrðu taldir liðhlaupar og skotnir þegar 1 þá næðist. Mun þá ýmsum hafa þótt sem illa væri gleymd frásögnin um ,, glataða soninn í biblíunni, enda féll herstjórnin frá þeirri tillögu að tekið yrði á móti föngunum með skot- hríð og lofaði að þeim yrði ekki refsað; þeir skyldu ’ teknir öðrum tökum. Þegar fangaskiptin hófust var þriðjungur fanganna einangraður og fengu engir blaðamenn að koma nálægt þeim. Hinir sem viðtalshæf- ir voru taldir báru norðan- ‘ mönnum mjög vel söguna, og virtist það þelzt hneykslun- arvert í frásögnum þeirra að * þeir höfðu átt kost á þvi að hlusta á fyrirlestra um þjóð- mál og lesa sígildar bók- menntir enskar. Eftir við- tölin var allmörgum í við- bót bætt í einangraða hópinn. Nokkru síðar var frá því skýrt að hinir hættulegu fangar yrðu fluttir á geð- J veikrahæli í Bandaríkjunum og yrði færustu vísinda- mönnum falið að gera þá hættulausa. Ekki var nánar “ skýrt hverjum aðferðum ” yrði beitt, en fyrir nokkrum '' árum hermdi ívar Guð- "• mundsson, sem nú er einn af " forustumönnum sameinuðu <► þjóðanna, svo frá í Morgun- <► blaðinu að fundin væri upp <► aðgerð til að lækna menn af f kommúnisma. Aðgerðin var í því fólgin að opna höfuð- i kúpuna og taka úr sambandi f þá vefi sem annast æðri heilastarfsemi. Er ekki að 1 efa að þessari ágætu aðferð verður nú beitt, þannig að fangarnir fái loks að hverfa , „ hcim til ástvina sinna, full- komlega ánægðir með ríkis- stjóm Bandaríkjanna. Þannig hangir líf Banda- ríkjastjórnar í bláþræði hvern dag af margvíslegustu orsökum og með henni * frelsi, friður, lýðræði og ör- yggi. Og það kemur í Ijós að henni stendur ekki mest liætta af ráðamönnum í Kreml eða herjum austan- manna gráum fyrir járnum, heldur af bandarísku drengj- unum þegar þeir fá tækifæri til að kynnast sígildum bók- menntum enskum og hugsa í tómi um þjóðfclagsmál eða af öldruðum mönnum í elskulegum smábæjum sem alla tíð hafa hlúð að gróðri í kr'ngum sig. Og það er vandséð hvernig líf stjórn- ar sem á við slík vandkvæði að stríða verður treint fil ” langframa nema hafin verði '■ fjöldaframleiðsla á geð- " veikrahælum og íbúar jarð ar'nnar — að Bandaríkja stjórn frátalinni — látnir | ganga undir þá aðgerð sem beint er gegn æðri heila- starfsemi. Þá yrði Eisenho- wer vit- maður. /J'rvyu* ■■

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.