Nýi tíminn


Nýi tíminn - 14.05.1953, Blaðsíða 11

Nýi tíminn - 14.05.1953, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 14. maí 1953 NÝI TÍMINN (H Ávarp Sósíallstallokksins Framh. af 6. síðu. því það hernám er ölíu öðru ralils boða, iiættulegra. ekki lieldur ögra yður til verka, sem innrás- ÍSLENDINGAR! arherinn myndi nota sem átyliu til frekari Hefjizt handa, hver á sínum stað, til þess að arasa. Berjizt um hvert atriði réttar vors til yfirráða í landi voru, þegar innrásarherinn hyggst að rœna þeim rétíi. Standið saman um að íslendingar haldi óskertu dómsvaldi í landi sínu! Hindrið að Banda- ríkjamenn fái sjálfir að dæma í eigin sök, geri þeir sig seka um rán, nauðganir og manndráp eins og þeir gerðu hér síðast. Standið saman um að hindra að amerískt auð- vald eða umboðsmenn þess leggi skatta á ísiendinga, til þess að greiða herkostaað af innrás og hervirkjum Bandaríkjamanna í landi voru. Standið órofa vörð um tungu vora, þjóðerni og menningu gegn þeirri skrílmenningu anie- ríska mammonsríkisins, sem nú gerir iimrás í land vort. Star.dið vörð gegn þ\ í hernámi hugans og hjart- ans, gegn forheimskuninni og þýlyndinu, sem leppblöðin og leppflokkar amerísks auð- vinna aftur það, sem nú hefur glatazt: VINNA AFTUK LAND VORT ÚR HÖNDUM AMEKISKA AUÐVALDSOfS, — vinna það með því að sameina þjóðina í órofa fylkingu — gegn þeirri ríkisstjórn, sem svikið hefur ísland í hendur erlends hervalds, — gegn því stórveldi, sem notað hefur sér varnar- leysi og fámenni Islands og fláttskap \ald- hafa þess, til þess að níðast á því. Full og óskoruð yfirráð íslendinga yfir öllu landi voru og öllum málum vorum! Burt með allan her af Islandi! Island íyrip íslendinga,í Hvað, sem á dynur, hvort sem hin nýja sjálf- steðisbarátta vor stendur lengur eða skem- ur, látið boðorðið forr.a sameina þjóðina á ný: ALDREI AÐ VÍKJA FBÁ ALGERUM RÉTTI VOR ÍSLENDINGA EINNA TIL AÐ RÁÐA ÞESSU LANDI OG BYGGJA I>AÐ EINIR OG FRJÁLSIR! Verið fslandi trú Ensae her á friðartimum Framhald af 9. síðu. á friðartímum, og var sú yfir- lýsing höfð í miklum hávegum. Síðan var aðild íslands að hern- ■aðarbandalaginu knúin í gegn- um Alþingi á itveimur dögum. Við afgreiðslu málsins kom í Ijós að ráðamenn hermámsflokk anna þverneituðu með öllu að nokkur þau ák\"æði væru tek- in in-n r samninginn sem k.væðu svo á að ísiand skyldi aldrei hernumið á friðartímum og ekki skyldi stofnaður innlendur her. Þá grunsamlegu afstöðu rökstuddu þeir hins vegar með því að þvílík varúð vær; alls- endis óþörf; slíkar aðgerðir kæmu aldrei tij máiia. Bjarni Be.nediktsson flutti aðalræðuna af hálfu Sjálfstæð- isflokksins í útvarpsumræðum sem fram fóm 28. marz 1949. Þar lýsti hanm yfir því að af- staða sín til bandailagsins hefði fyrst og fremst mótazt af því að engar slíkar kvaðir \ rðu lagðar á íslendinga. Hann sagði ■m. ia.: ,,í Washington ræddum við ýtarlega hlut íslands í þessum 'sarrtökum, ef til kæmi, og skýrðum rækilega sérstöðu liandsins. Við tók- um fram, að ísland hvorki ■hefði né gæti haft eigin her og myndi þess vegna hvorki geta né vilja fara rreð hern- að gegn nokkurri þjóð, jiafn- vel þótt á þá yrði ráðizt. Ekki kæmi heldur til mála. ■að útlendur her fengi að hafa aðsetur á íslandi á friðartímum né yrðu þar leyfðar erlendar herstöðvar. Utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Dean Acheson, tók ■berum orðum frarr,, að ríki, sem aldrei hefði haft her, mundi ekki þurfa að mynda hann samkværr(t samningn- um. Hann sagði og að Ijcst væri, <að ekki kæmi til mála, að neitt samningsríki óskaði að hafa her í öðru þátttöku ríki á friðartímuir.i eða her- stöðvar... í.lok viðræðnanna var því lýst yfir af hálfu Banda- ríkjamanna:... Að viðurkennt var að Ís- land hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her. Að ekki kæmi til fnála að erlendur her eða herstöðvar yrðu á íslandi á friðartím- um. í þessari frásögn korra fram höfuðniðurstöður við- ræðnanna vestra.“ Og Ólafur Thors sór einmg í. sömu umræðum, og varð bein línis skáldlegur í hrifningu sinni, þegar hann lýsti því hvemig það væri eitt helzta efni.sáttmálans, að aldrei skyldi vera erlendur her á íslandi á friðartímum. Hann sagði; „Atlanzhafssáttmálinn ligg ur nú fyrir, hefur legið fyr- ir umheiminum um nolck- urt skeið og iþá líka okkur íslendingurr.. Hann er'sátt- miáli um það, að frjálsar þjóðir efni til frjálsra sam- taka til varðveizlu friðnum í veröldinni. Hann er holl- ustueiður frelsisunnandi iþjóða til friðar, jafnréttis og sjálfsákvörðunarréttar. Hann er sáttmáli um það að sérhver þjóð ákveði sjálf hvað hún telur sig bæra ura að leggja af mörkum og hvenær. Hann er, hvað ís- lendinga sérstaklega áhrær- ir, sáttmáli um það, að þar sem íslendingar engan her hafi, skuli þeir heldur eng- an her þiurfa að stofna og enga hermenn leggja af rrörkum, þótt til styrjaldar komi. Hann er sáttmáli um það, að . engin þjóð skuli nokkru sinni hafa her á ís- landi á friðartímum. Hann er sáttmáli um. það, að aldrei skuli herstöðvar vera á íslandi á friðartímum.“ iMeð þessum yfirlýsingum var aðild íslands að hemaðarbanda 'laginu samþykkt. En svardag- amir héldu síðan áfram linnu- láust fram að kosningunum um haustið og urðu þá að samfelld- um ærandi kór. Og þar er kom ið 'að skýringunini á þessu sið- lausa framferði hemámsflokk- ■anna allra. Það dylst engum að forsprakkarnir mæltu þvert um hug þegar þeir hétu því að ís- land skyldi aldrei hernumið á friðartiímum; öll þeirra heit voru vísvitandí lygar. En ástæð an var sú að þeir vissu að yfir- gnæfandi meirihiluti þjóðarinn ar var andvígur hernámi. Þeir þurftu að svíkja þjóðina inn í bandalagið á upplognum for- sendum og þeir þurftu að tryggja sér öruggan meirihluta á þingi til að framkvæma her- námið að kosningum loknum. Þess| siðlausi leikur tókst, og fvrir réttum tveimur árum skrifaði Bjarni Benediktsson undir sámninginn um hernám landsins. Framhald af 7. síðu. herinn kæmi hingað. Þai var ekki að því spurt. Eftir að her- inn var kominn voru þingmenn stjórnarflokkanna o.g Alþýðu- flokksins látnir samþykkia orð- inn hlut. Svona virtu þessir menn stjórnarskrána þegar það kom sér vel fyrir þá að brjóta liana. í mörg ár hefur það lögbrot verið framið að leggja ekki <ut- anríkismál fyrir þá nefnd, utan- ríkismálanefnd, sem lögum sam kvæmt á um þau að fjalla. Verði stofnaður íslenzbur her — hvert mun þá þróunin liggja? Þegar ráðherr-anefndin fræga flaug til Ameríku til að spyrja valdamenn þar ráða o-g hlýða óskum og fyrirmælum valdamanna Þar spurðu þeir hvort nauðsynlegt væri talið að ganga í AtLanzhafsbandal'aigið. Svarið var að það væri auglýs- •ing og metnaðarmál. Ef svo skyldi fara að brytist út stríð, ætli þá yirði ekki sagit að íslendingum væri það metn- aðarmál, að Það væri auglýsing fyrir ísland .að við sendum líka synj okkar vígbúna til að drepa menn og vera sjálfir drepnir? Ætli þeim tilmælum yrði ekiki hlýtt? Hverju geitur maður ekki búizt við af þeim mönn- um sem ekki virðast hafa bein í nefinu til þess að standa gegn vilja þess stórveldis sem nú hefur hér her? Þið, sem eruó andvíig því að stofnaður sé íslenzkur her tii mannvíga eins og á Sturlunga- öldinni, kunnið að verða sví- virt, það kann að verða logið á ykkur. En íslendingseðlið er að standa uppréttur. Bogna ekki fyrlr liótunum né níði. Meinsærasafn Framsóknar Framhald af 5. síðu aðarbandalagssamningsins á einni kvöldstund, áður en menn áttia sig á því hvað bann þýðir. Reykvíkingar, sýnið hvort þér eruð ánægðir með þetta athæfi. Mótmælið því! Mót- m'ælið hernaðarbandalagi og stríðsaðild íslands. Krefj ist þjóðaratkvæðis.“ ★ Áframhaldið þarf ekki að rekja; tveggja ára afmæli svik- ianna er einmitt í dag. Og það stóð ekki á Framsóknarmönn- lunum, hvorki hinum loforða- iglaða Eysteini Jónssyni né hin- um tortryggna andstæðingi hemámsins, Hermanni Jónas- syni. Og það var ekki heldur neitt hik á Rannveigu Þor- steinsdóttur sem komst á þing með loforðum um staðfestu gegn hernámi landsins. Og ekki er heldur getið um að ungir Framsóknarmenn hafi átt neitt eftir af baráttuþreki því sem þeir flíkuðu mest hina alvöruþrungniu vordaga 1949. Þó skal það viðurkennt að Framsóknarflokkurinn virðist hafa öðlazt ánægjulega sjálfs- þekkingu með þessum atburð- um. Fyrir skemmstu birti Tím- inn gremaflokk um hernáms- málin, þar sem reynt var að ■ réttlæta svikin með falsrök- Standa óskelfdur við sannfær- ingu sína. Verja dýrustu arf- Ieifð þjóðar og lands — sæmd okkar og tilveru sem íslend- inga. Sjálfstæðisbarátta íslendinga hefur aldrei, og getur aldrei, byggzt á vopnavaldi, — af á- stæð-um sem öllum eru aug- ljósar. Um allar þær aldir sem við höfum lotið erlendu valdi hefur sú barátta ævinlega grundvallast á siðferðilegum og þjóðréttarlegum og sögulegum rökum. Þar hafa beztu menn okkar barizt og unnið sigra. Hin sérstæða íslenzka mennir.g sem þióðin hefur borið uppi. hcfur verið og mun verða henn- ar sterkasta vörn í samfélagi þjóðanna. Á leiðinni á þennan fund mætti mér kunningi minn og spurði; í hvaða flokki ert þú, Hall- grímur? Eg er ekk; í neinum flokki. Nú hvað ertu þá? Ég er nú ekki mik- ið, ég er aðeins að reyna að vera íslend- ingur. Tilveruréttur íslendinga er hafinn yfir alla flokka. Verið íslandi trú. ísland kallar á ykkur, — aldrei af brýnni þörf, aldrei af sárari nauðsyn en einmitt nú í dag. semdum þeim sem alkunnust eru, en ihöfundur greinanna mun hafa verið Hermann Jón- asson. í einni þeirra komst hann þannig að orði, 27. apríi s. 1.: „Ljóst dæmi urr.i það, hve óhyggilegt er að gefa yfir- lýsingar um það fram í tímann, að menn verði á móti ákveðnurri fram- kvæmd'um, er að finna frá seinustu kosningum. Þá lýstu ýlestir sig mótfallna hersetu á íslandi, en rúrnu ári síðar sarrlþykktu allir þingmenn lýðræðisflokk- ann að leyfa hersetu hér á landi... Svipað getur vit- anlega gerzt aftur. Sannast á þessu að digurbarkaleg- ■ustu yfirlýsing'arnar eru oft ekki mest virði“. Þetta er mjög ánægjulegt sjálfsmat hjá forsprökkum Framsóknarflokksins og fellur alveg saman við mat almenn- ings. Og það mat mun koma fram í reynd í kosningunum í sumar. Enn einum sleppt Framhald af 12. síðu. fjöldamorð á pólskum og neskum síríðiíör.gum og rýmingu" Gyðinga. russ- „út- Þegar stjórnir Norður-Kér- eu og Kína lögðu fram sátta- tillögur sínar í Kóreudollunni olli það skyndilegu verðhruni á kauphöllum um allan anðvalds- lieiminn og þetta verðlirun hélt áfram þegar Molotoff lýsti yfir samþykki sovétstjórnarinnar við tillögumar og vilja liennar til að semja um öll ágreiningsmál. Mest varjS verðlækkunin á hluta- bréfum í þeim iðngreinum. sem tengdar eru hervæðingunni. :i; Svo undarlega vildi til, þeg- ar Eisenhower flutfci „fri2arræðu“ sína fyrir nokbrum dögum, þar sem hann lofaði guíli og græn- um skógum, minnkun liernaðar- útgjalda og friðsamlegu samstarfi \dð aðrar þjóðir, ef gengið yrði að ákveðnum skilyrðum, að þá bárust engar fréttir um að hlUtabréf í liergagnaiðnaði auð- valdsheimsins hefðu lækkað í verði. Ilins vegar bárust sums staðar frá fréttir um verðhækk- un í kaupliöllum daginn eftir að Eisenhower hélt ræðu sína. Þannig hækkuðu verulega á kauphöllinni i Kaupmannaliöfn hlutabréf í slk i pas:ní ðastöðv um og útgerðarfélögum. ★ Bændnr MUNIÐ EFTIR Aö GERA YKKAR TEL AÐ ÚT- BREIÐA NÝ.7A TIMANN . ■ ■■ -<1 iMtttMiMÍMfc

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.