Prentarinn - 01.01.1970, Blaðsíða 14

Prentarinn - 01.01.1970, Blaðsíða 14
Sérákvivði Vinnuþegar, sem orðnir eru 60 ára og starfað hafa í að minnsta kosti 10 ár hjá sama fyrirtæki, hljóta ævinlega við uppsögn sem óhjákvæmileg er orðin, þóknun sem nemur árstekjum, reiknuðum sam- kvæmt meðallaunum síðustu 5 starfsár. Hagstæðari fyrirmæli eða reikningsskil, byggð á iiðrum samningum eða lagafyrirmælum ríkisins, skulu ævinlega ganga fyrir þessu samningsákvæði. Til að fylgjast að staðaldri með tækniþróuninni og afleiðingum sem 'af henni spretta fyrir vinnuveit- endur og vinnuþega, svo og til að líta eftir þessum samningi og framfylgja honum, er skipuð nefnd jafn margra fulltrúa af beggja hálfu. (Úr timariti IGF). Rafeindatæki sem auðveldar litastillinguna Churchill Instrument Company Ltd. í Englandi hefur srníðað rafeindatæki sem léttir litastillinguna í bókapressum. Það er smíðað í samvinnu við PIRA, rannsóknarstofnun prentiðnaðarins í Bretlandi. Fari litamagnið út fyrir ákveðin mörk, gefur tækið það til kynna og prentarinn stillir þá litagjöfina á ný eftir mæli sein er á tækinu. Myndin hér að ofan sýnir hvernig því er komið fyrir á prentvélinni. (Grafisk revy). Mikil ferðalög að og frá vinnu Vinnutíminn styttist, en alltaf lengist sá tími sem það tekur fólk að komast milli heimilis og vinnu- staðar. í V.-Þýzkalandi hefur þetta verið rannsakað og kom í ljós að 1,8 milljónir Vestur-Þjóðvcrja var eina klukkustund eða lengur að komast að og frá vinnu, eða sem svaraði einuni vinnudegi á hverri viku. Blöðin og sfónvarpið Þegar Dagbladet norska varð 100 ára birtist i af- mælisblaðinu viðtöl við nokkra forráðamenn sænskra dagblaða. Þeir greindu þar frá skoðunum sínum á þróun blaðanna næstu áratugina og við birtum hér kafla úr þeim viðtölum. B0rje Dahlquist, ritstjóri Dagens Nyheter, stærsta morgunblaðsins á Norðurlöndum, var spurður hvort velgengni kvöldblaðanna skapaði ekki hættu fyrir blöð eins og Dagens Nyheter. — Nei, ábyrg dagblöð munu halda velli, en þau breytast. Upplag kvöldblaðanna eykst eitthvað enn um sinn en mun svo ná hámarki. Við teljum, að í þjóðfélagi þar sem menntun er á háu stigi muni sá lesendahópur stækka sem óskar eftir fréttaskýringum í dagblöðunum skrifuðum af mönnum með staðgóða þekkingu. Þess konar fréttaskýringar birta kvöld- blöðin ekki. — En „pop“-blaðamennskan, stuttar klausur, stór- ar fyrirsagnir, stórar myndir. Verður hún ekki til þess að lesendur blaðanna láta sér einvörðungu nægja þessháttar smáskammta? — Það er alltaf hætta á að lil blaðanna ráðist menn sem þekkja alla áhrifabrellina, en hafa ekk- ert að segja. En lesendur verða ekki ánægðir með þá blaðamcnnsku er til lengdar lætur og krefjast þess að þeir sem blöðin skrifa kunni skil á þeim málum seni þeir fjalla um. — Hvort dálkabreiddin er 9 eða 15 síseró skiptir ekki máli. — En hvað um Dagens Nyheter og blöð af sama tagi? — Þau taka líka stakkaskiptum. Eftir fáein ár verður unnt að senda fréttir um gervitungl frá Netv Vork, l’arís og Moskvu beint til sjónvarpsáhorfenda hvar sent þeir eru á hnettinum. Þetta verður til þess að blöðin hirða rninna um fréttir en áður. Þá verða þau að ltafa fréttaritara viðsvegar um heim, sem skýra útvarps- og sjónvarpsfréttir frá kvöldinu áð- ur. En þetta verður dýrt og aðeins ineð alþjóðlegri samvinnu verðttr unnt að korna á fót slíku frétta- mannakerfi. Um efni blaðanna og útlit sagði Dahlquist: 12 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.