Prentarinn - 01.01.1970, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.01.1970, Blaðsíða 11
í og frá borginni. Þetta var einraitt staðurinn sem veitt gat svigrúra auðmagnsfyrirtæki Antons Kober- gers (1445—1513), umsvifamesta prentsraiðjueiganda Evrópu á fimmtándu og sextándu öld. Hann hóf rekstur 1470 og stundaði um skeið jöfnum höndum prentsmiðjurekstur, útgáfustarfsemi og bóksölu. Allt var þetta stórt í sniðum hjá honum og tók á sig myndir alþjóðlegra samsteypna og hringa bernsku- skeiðs auðvaldsskipulagsins. Þegar Koberger hafði mest umleikis, hafði hann í notkun 24 pressur og hjá honum unntt á annað hundrað setjarar, próf- arkalesarar, prentarar, pentar og bókbindarar. I verðlista fyrirtækis hans árin 1473—1513 eru taldir upp rúmlega 200 titlar, flest þykk bindi í fólíóbroti. Líklega var Liber chronicarutn eftir Hartmann Schedel (1493) íburðarmest af útgáfubókum Kober- gers; í henni voru um 1800 tréskurðarmyndir — og í takmörkuðum hluta upplagsins voru þær handlit- aðar — sem gera bókina fróðleiksnámu unt mynd- fræði, landafræði og kortagerðarfræði. Koberger gerði félagsskap við útgefendur með eigin prent- smiðjur í Basel, Strasbourg og Lyon, sumpart vegna þess að pressur hans sjálfs höfðu ekki undan, sum- part til að greiða fyrir sölu bóka sinna erlendis. í París hélt hann uppi eigin umboðsskrifstofn; á öðr- um stöðum hafði hann umboðsmenn sameiginlega með öðrum innflytjendum, og þá ekki endilega bók- sölum. Við lokauppgjör á Liber chronicarum 1509 kom í ljós að óseldar birgðir vorti í París, Lyon. Strasbourg, Mflanó, Como, l'lórens, Feneyjum, Augs- burg, Leipzig, Prag, Graz og Búdapest. Þröngsýni og afbrýðissemi gildanna þröngvuðu Koberger loks til að einbeita sér að einni atvinnugrein einvörð- ungu; hann kaus að vera áfram útgefandi og gaf frá sér prentun, bókband og bóksölu. Þótt Koberger væri síður en svo ómenntaður, var hann fyrst og fremst kaupsýslumaður — en af þeirri gerð sem ver- ið hefur drottnandi í útgefendastétt; kaupsýslumað- ur með hugsjónir og ábyrgðartilfinningti gaguvart höfundum sínum og lesendum. Koberger var líka fyrsti útgefandinn sem bókaút- gáfa hækkaði í metorðastiga þjóðfélagsins; liann fékk kvonfang úr röðum borgaraðalsins í Núrnberg og var veitt innganga í borgarráðið — jafngildi bar- ónstignar sem veitt hefur verið einstöku þýzkum útgefendum eins og Cotta og Tauchnitz, eða ridd- aratitils ensku útgefandanna Fredericks Macmillans, Newmans Flowers, Stanley Unwins, Allens Lane og Geoffrey Fabers. Eins og oft vill verða gekk snilligáfa stofnanda fyrirtækisins ekki í arf til afkomenda hans, um stund lifðu Kobergerarnir á fornri frægð, en urðu að leggja fyrirtækið niður 1526. Marka má hversu alþjóðleg viðskiptasambönd staða eins og Núrnberg og Augsburg auðvelduðu útvegun bóka af bókasafni Hieronymus Múnzers (d. 1508), læknis í Núrnberg. Hann pantaði bækur frá Feneyjum, Lyon, Bologna og Flórens og keypti samtímis í Núrnberg bækur gefnar út í Feneyjum, Reutlingen, Padua, Treviso, Louvain og Strasbourg. Ulrich von Hutten skrifaði 9. ágúst 1516 frá Bol- ogna Englendingnum Richard Croke, sem þá kenndi grísku við háskólann í Leipzig, og bað hann að senda sér eintak af Epislolae obscurorum virorum, 22. sama mánaðar kvittaði hann fyrir móttöku bók- arinnar — slík frammistaða var að þakka ágætu braðboðakerfi verzlunarfélaganna. MAINZ. Ólíku er saman að jafna, þar sem eru þessar iðandi miðstöðvar hverskonar kaupsýslu, og Mainz, vagga prentlistarinnar, því einn maður að- eins, Johann Schöffer, sonur Peters, varnaði því að nafn hennar hyrfi með öllu úr prentsögunni. Hann tók við fyrirtækinu 1503 að föður sínum látnum, og allt til æviloka 1531 var hann í rauninni ólöggiltur prentari fyrir háskólann. Flest af því sem frá hon- um kom varðar sígildar bókmenntir fornar. Fyrsta starfsárið lagði liann drög að fyrstu þýðingu Livi- usar á þýzku, hún biitist 1505 með 214 tréskurðar- myndum og var sjö sinnum endurprentuð áður en fvrirtækið lagði upp laupana 1559. Útgáfan frá 1505 á það einnig skilið vegna formálans að hennar sé getið. Þar er ljóslega skýrt frá uppruna uppgötvun- arinnar, sem síðari tíma fræðimenn hafa gert sitt versta til að hylja í þoku: „I Mainz," segir þar, „uppgötvaði hugvitsniaðurinn Johann Gutenberg prentlistina dásamlegu á því herrans ári 1450, en síðan var hún bætt og fullkomnuð fyrir iðjusemi, útgjöld og erfiði Johanns Fausts og Peters Schöffers í Mainz." Auk þýzku útgáfunnar á Liviusi, gaf Johann Schöffer út heildarútgáfu á latínu (1518—19), sem livað texta og prentun snerti tók stórlega fram þeim tveim útgáfum sem á undan voru komnar, frá Róm (1469) og Feneyjum (1498). Scliöffer prentaði sum flugrit Ulrichs von Hutten gegn páfadómnum, og þessi vinur lians kann að hafa vakið eða eflt áhuga prentarans á þjóðsögunni á miðöldum. Vinur beggja, Sebastian von Rotenhan, hafði á prjónunum safn þýzkra annála, þótt aðeins einu bindi yrði lokið, sökum þess að Rotenhan var kallaður brott til að gegna sendiherrastarfi. Mest dálæti virðist þó Schöf- fer hafa liaft á fornleifafræði. Hann prentaði aukna útgáfu Inscriptiones vetustae Romanae, sem Konrad Peutinger hafði safnað í og umhverfis Augsburg (1520); ritið Collectanea antiquitatum Maguntin- ensium (1520), lýsingu á rómverskum minjum í og umhverfis Mainz; og loks Liber imperatorum Rom- anorum (1526), þar sem myndir sýndu ekki forn- menn í furðulegu líki riddara endurreisnartímans, eins og tíðkaðist í öðrum samtímabókum, heldur var myndskreytingin eftirmyndir af ósviknum, róm- verskum peningum og öðrum fornaldarminjum. PRENTARINN 9

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.