Prentarinn - 01.01.1970, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.01.1970, Blaðsíða 5
DAGUR Sagt frá heimsókn í Monotypeverksmiðjupnap Eftír Hauk Má Haraldsson Scð inn i herbergi, þar sem verið er að reyna setningavélar. Það fór vissulega ekki á railli mála hvenæi lestin var komin til Salford. A brautarstöðinni stóð MONOTYPE stórum stöfum og gengið var beint af brautarpallinum inn á lóðarflæmi fyrirtækisins. Skyldist mér á öllu, að Salford væri raunar ekki annað en þorp starfsmanna Monotype-verksmiðj- anna með öllum þeim stofnunum og fyrirtækjum sem þarf í slíkum bæ. Er mér hafði verið vísað á skrifstofuna hitti ég þar fyrir hr. Lewis Florio, en hann var þá Norður- landaagent fyrirtækisins. Hann kynnti mig fyrir þremur gestum, sem ekki höfðu sofið yfir sig, Spán- verja og tveimur Frökkum. Framburðareinkenni þessara tveggja tungumála komu þegar í veg fyrir að ég gæti lagt nöfn þeirra á minnið. Spánverjinn hafði verið þrjá mánuði í skólanum og átti eftir að vera nfu í viðbót. Síðan átti hann að verða alls- herjar Monotypesérfræðingur á Spáni. Frakkar voru hins vegar prentarar á ferðalagi og notuðu tæki- færið til að banka upp á f Salford, Surrey. Eftir að hafa rætt um daginn, veginn og veðrið nokkra stund náði Florio í gamlan starfsmann fyr- irtækisins, og skyldi sá lóðsa okkur um verksmiðju- húsin. Sagði hann, þ. e. Florio, að sá væri siðurinn þar á bæ, að er verkamenn höfðu náð ákveðnum aldri væru þeir leystir frá starfi i verksmiðjunum á eftirlaunum. Þegar svo kæmu gestir væru þessir menn kallaðir til leiðsögustarfa gegn aukaþóknun. Sá sem stýrði för okkar kvaðst hafa starfað hjá Monotype síðan liann var 14 ára og myndi hann sannarlega timana tvenna í starfsháttum. Sjálfvirkn- in væri orðin slík, að dæmi væru þess að rafeinda- apparat væri nokkrar mínútur að renna til járn- stykki, sem áður hafði tekið heilan dag — í hönd- unum — og væri að auki vandvirkara. í Salfordverksmiðjunum vinna þeir ekki járn- grýtið i vélarnar — og það virðist vera það eina, sem ekki er „heimabakað" i framleiðslunni. Virt- ust mér þarna framleiðsludeildir fyrir hvern smá- hlut; jafnvel minnstu skrúfur eru smiðaðar þama og eru þó ekki af afbrigðilegum stærðum. PRENTARINN 3

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.