Prentarinn - 01.01.1971, Blaðsíða 4
PRENTARINN
Blað Hins islenzka prentarajélags
49. árgangur
1.—6. tölublað 1971
Ritstjórar:
Guðjón Sveinbjörnsson
Haukur Már Haraldsson
Prentsmiðjan Hólar hf.
Efnisyfirlit:
Aðalfundur HÍP 1971 . 2
Sumarbústaðahvcrfi í uppsiglingu . 6
Þá fór um sali gustur af veðrum rót-
tækni og framfara . 10
Blaðaprent . 14
Heidelbergskólar í 60 löndum . 16
Skákkeppni stéttarfélaga . 17
Athyglisverð nýbreytni skemmtinefndar . 18
Heimsókn i Prentskólann í Kaupmanna-
höfn . 19
Þórður Björnsson . 22
Aðalfundur HÍP var haldinn í Iðnó sunnudaginn
25. apríl 1971 og hófst kl. 13.30.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og þá sér-
staklcga fulltrúa Akureyrarprentara, Kristinn Árna-
son og Árna Sverrisson.
l’jetur Stefánsson gjaldkeri skýrði reikninga félags-
ins og báru þeir með sér, að fjárhagur félagsins var
allgóður, tekjuafgangur síðasta árs varð tæplega 412
þúsund krónur. Þá lagði gjaldkeri fram 5 tillögur frá
stjórn félagsins. Sú fyrsta lagði til, að ellistyrkur
hækkaði úr 350 kr. á viku í 500 kr. og var hún sam-
þykkt samhljóða. Önnur var um 25 þús. kr. fram-
lag til bókasafnsins, og var hún einnig samþykkt.
Þriðja tillagan fjallaði um skiptingu gjalda félags-
manna, og var henni vísað til 7. liðs dagskrár. Fjórða
tillagan var heimild til stjórnarinnar til að ráða lög-
giltan endurskoðanda til að endurskipuleggja bók-
hald félagsins og jafnframt til að hafa eftirlit með
fjárreiðum félagsins. Var hún samþykkt samhljóða.
Fimmta tillagan fór fram á, að stjórninni væri lieim-
ilað að ráða frekari starfskraft starfsmanni félagsins
til aðstoðar. Var henni vísað til síðasta dagskrárliðs,
önnur mál. Urðu fjörugar umræður um reikning-
ana og tillögurnar. Stefán Ögmundsson bar fram til-
lögu um, að allar fjárveitingar, sem næmu yfir 10
þúsund krónum, væri stjórninni skylt að bera undir
félagsfund. Gerðar voru nokkrar breytingar á tillög-
unni áður en hún var borin undir atkvæði, en hún
var felld.
Þá voru teknar fyrir skýrslur stjórnar og nefnda,
sem birtar voru í l'rentaranum. Formaður kvaðst
ekki hafa miklu við það að bæta, cn kynnti eftirfar-
andi tillögu: „Aðalfundur HÍI’ haldinn 25. apríl
1971 samþykkir fyrirkomulag það, sem stjórnir HÍP
og OPÍ hafa gert með sér um gagnkvæm réttindi á
vinnu í iðngreinum félaganna." Var tillagan sam-
þykkt samhljóða. Þá skýrði formaður frá sjóðþurrð-
inni í kassa Lífeyrissjóðs prentara, sem reyndar var
líka skýrt frá í Prcntaranum. Þegar öll kurl voru
komin til grafar, vantaði í sjóðinn kr. 1.597.214,17.
Stjórn lífeyrissjóðsins hefur því gert kröfu í dánar-
bú Kjartans heitins Ólafssonar. í framhaldi af þvl
hefur skiptaráðandi mælzt til þess, að HÍP kaupi
2
PRENTARINN