Prentarinn - 01.01.1971, Blaðsíða 18

Prentarinn - 01.01.1971, Blaðsíða 18
Datek-borðin. (Dæmi: orð-skipt-ingar). Reynist ó- lijákvæmilegt að skipta orði milli lina fer tölvan annað hvort eftir forskriftinni eða hún skiptir orð- unum við eiltlivert bandstrikið. Vitanlega falla þau bandstrik út úr textanum sem ekki þarf að nota við skiptingu orða. Compugraphic-vélarnar geta hvort heldur sett á filmu eða ljósnæman pappír. Blöðin munu nota pappír, þar sem hann er mun ódýrari og auðveldara er að brjóta um pappír en filmu. Compugraphic-fyrirsagnavélarnar liafa svipuð leturborð og ritvélar og setjarinn getur haft fjórar leturgerðir í vélinni samtímis og sett þær í 8 stærð- um: 14, 18, 30, 36, 42, 48, 60 og 72 pt. Filman eða pappírinn, sem fyrirsagnirnar eru settar á, er 35 mm á breidd og fyrirsagnir eru settar upp í eina lengju og síðan klipptar til. Vélin getur ljósmyndað 12 stafi á sekúndu í stærðunum 14—18 pt„ en þrjá stafi á sekúndu þegar komið er upp í 72 pt. letur. Niðurröðun lyklanna í Datek-borðinu er nánast sú sama og á ritvélum, þótt nauðsynlegt liafi reynzt að bregða út af því í cinstökum atriðum, en auk þess eru í borðinu allmargir stjórnunarlyklar og sérstakur lykill er fyrir broddinn yfir í, ó, á, ú og é og verður að slá hann á undan sjálfum stafnum hverju sinni. A mörgum innskriftarborðum er text- inn vélritaður jafnhliða því sem hann er gataður á stjórnræmu. Slík ritvél er ekki í Datek-borðunum og því heldur erfiðara að fylgjast með því sem sett er. l’rentvélin er frá bandarísku Goss-verksmiðjun- um og er ný. Hún hefur fimm „unit“ og getur prentað 40 síður í einum lit, 32 síður í tveimur og 16 síður í fjórum litum og er þá miðað við „hálft brot", eða sömu síðustærð og er á Tímanum. Ætlunin er að ritstjórnir blaðanna liafi áfram aðsetur á síinim gömlu stöðum, en hvert blað fái aðstöðu í prentsmiðjuhúsinu fyrir prófarkalesara og blaðamenn sem eru á vakt. Setjarasalnum verður skipt í tvennt og verður Alþýðublaðið og Vísir unninn fyrri hluta dags, en Tíminn og Þjóðviljinn að kvöldinu. Hvort blað fær afnot af þremur inn- skriftarborðum og fyrirsagnavél, en sameinast um meginmálssctninguna á CG-vélarnar. Ljósmyndun, plötugerð og prentun er auðvitað unnin sameigin- lega. Byrjunin lilýtur að verða erfið, þvf skipulagning og samræming á svona samstarfi er áreiðanlega flókin, m. a. vegna þcss að prentsmiðja og rit- stjórnir blaðanna eru ekki á sama stað og í prent- smiðju verður unnið með öðrum vélum og nýju efni og blöðunum verður að ljúka á helmingi skemmri tíma en nú. En fái fólkið, og þá ekki síður blaða- menn, en starfsfólk í prentsmiðju, rétta og nægi- lega þjálfun, mun komizt hjá margs konar amstri. G. S. Heidelbergskólar í 60 löndum. Á þriðja áratug hafa Heidelbergverksmiðjurnar boð- ið prenturum og ýmsum öðrum iðnaðarmönnum sem starfa í prentiðnaði upp á námskeið þar sem veitt er ókeypis þjálfun á Heidelbergvélar. Þetta hefur verið lrluti af sölukerfi fyrirtækisins og yfir 70.000 manns hafa sótt þessi námskeið. Heidelbergskólarnir eru nú liðlega 60 talsins víðs- vegar um heirn og á síðustu árum hefur verið lagt kapp á að fjölga þeim í þróunarlöndunuin, því þar hefur bókaútgáfa aukizt mikið. í beimaborg verksmiðjanna, Heitlelberg, verða á þessu ári haldin um 100 námskeið og þá jafnt í hæðarprentun sem offsetprentun og plötugerð. — Myndin hér að ofan var tckin í október í fyrra þeg- ar 12.000. nemandanum frá skólanum í Heidelberg var afhent viðurkenningarskjal að námskeiði loknu. Leiðrétting Ritstjórn Prentarans hefur borizt bréf frá einum félagsmanna HÍI’, þat' sem hann gagnrýnir harð- lega misnotkun á nafni sínu í síðasta blaði Prent- arans. í upptalningu á nýjum sveinum var hann kallaður l’étur Ingi Gunnlaugsson og í skýrslu skemmtinefndar Pétur Ingvi Gunnlagsson. Hans rétta nafn er hins vegar Pétur Vngvi Gunnlaugsson. Vér biðjumst að sjálfsögðu afsökunar á þessu mis- ræmi, cn þó með því fororði, að í skýrslu skemmti- nefndar í síðasta tbl. Prentarans var nafn Péturs Yngva rétt skrifað í handriti, en prófarkalestur hef- ur hins vegar ekki verið sem beztur. hm. 16 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.