Prentarinn - 01.01.1971, Blaðsíða 17

Prentarinn - 01.01.1971, Blaðsíða 17
Á myndunum á bls. 14 sést leturjilma úr Compu- graphic-vél og Goss Comunity-prentvél, eti mynd- irnar hér Jyrir neðan eru aj Compugraphic-jyrir- sagnavél og Datek-innskriftarborði. setjararnir gangi ekki vaktir, heldur verði þeir sem starfa við síðdegisblöðin alltaf á dagvakt, en setj- arar hinna blaðanna stöðugt á kvöldvakt. Þá hafa fulltrúar Blaðaprents lýst yfir þeirri fyrirætlun sinni að ráða einvörðungu óiðnlært fólk á Datek- innskriftarborðin og krafizt þess að HÍP verði eini samningsaðilinn gagnvart Blaðaprenti, en þá liefði Offsetprentarafélag íslands þar engan samningsrétt. Stjórn HÍP gat ekki fallizt á þessi atriði og hafnaði þeim á fundi sem haldinn var snemma f júnf, og þegar þetta var skrifað um mánaðarmótin ágúst— september, hafði Blaðaprent ckki óskað eftir frekari viðræðum. A dagblöðunum fjórum sem hér koma við sögu starfa um 45 félagsmenn HÍP og því er augljóst, að samsteypa sem þessi hlýtur að valda ýmsum breyt- ingum og áður en nýja fyrirtækið tekur til starfa er óhjákvæmilegt að gengið verði frá samkomulagi um kaup og kjör væntanlegs starfsfólks, endurþjálfun þess og verkaskiptingu, og að öllum félögum HÍP sem nú vinna við þessi fjögur blöð sé tryggð at- vinna. En auk þess verður að sjálfsögðu að semja um margt annað. Hér er þó ekki ætlunin að ræða þau mál frekar að sinni, lteldur segja lítillega frá vélakostinum sem Blaðaprent hefur fest kaup á. Þegar nýja blaðasmiðjan tekur til starfa verður hætt að setja blöðin á gömlu blýsetningarvélarnar. í stað þeirra koma tvær Compugiaphic-ljóssetning- arvélar og sex Datek-innskriftarborð. Compugraphic-vélarnar eru f flokki einföldustu og ódýrustu ljóssetningarvéla, fyrst og fremst ætl- aðar dagblöðum, og eru nánast alveg nýjar af nál- inni, því þær voru fyrst sýndar á Chicago-prentsýn- ingunni árið 1968, en hafa sfðan selzt mjög vel í Bandarfkjunum og sumum Evrópulöndum. Setningarvélunum er stjórnað með 6-rása gata- ræmum og þær setja 25—30 línur á mínútu, ef miðað er við 11 síseró línulengd og 8 punkta letur. Letrinu er komið fyrir í tveimur röðum á negativ- um filmum, 192 táknum á hverri lcturfilmu. Annars vegar er venjulegt meginmálsletur, en í liinni röð- inni annað hvort feitt letur eða skáletur. í vélun- um er hægt að hafa tvær leturfilmur samtímis og af þeim má setja í fjórum stærðum. T. d. 8 pt. og 16 pt. og 12 pt. og 24 pt. o. s. frv. Smæsta letrið sem vélin setur er 5 pt., stærst 24 pt. Mcsta línulengd er 42 síseró og línubil er hægt að stilla í \/2 pt. allt upp í 311/2 síseró. í CG-setningarvélunum er lítil tölva sem anuast orðskiptingarnar. Forskrift tölvunnar nær þó aðeins til algengustu reglanna og þegar kemur að mál- fræðiatriðum sem ekki eru í forskriftinni verður að setja bandstrik í orðin þegar þau eru vélrituð á PRENTARINN 15

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.