Prentarinn - 01.01.1971, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.01.1971, Blaðsíða 1
Hvað gerir ríkisstjórnin í haust? B LAÐ H I N S í S LE N Z K A P RE N TA RA F É LAG S PRENTARINN Compugraphic-setningarvél. Fjórtánda júlí sl. tók ný ríkisstjórn við völdum á íslandi. Ríkisstjórn, sem launþegar hafa ástæðu til að ætla, að sé þeim hliðhollari en fyrrverandi ríkisstjórn atvinnurekenda og gróða- spekúlanta. Svo mikið er víst, að fyrsti mánuður þessarar nýju stjórnar ein- kenndist af að því er virtist einlægum vilja til að bæta hag hinna verst settu i þjóðfélaginu. Á þeim tíma var vísi- talan leiðrétt um 1,3 stig, sem fyrrver- andi ríkisstjórn falsaði hana um, með því að taka ekki inn í hana ýmsar vörur, sem hækkuðu á verðstöðvunar- tímabilinu. Lífeyrisbætur hafa hækk- að um 20—40% auk þess, sem tryggð- ar eru lágmarksgreiðslur til þeirra, sem verða að draga fram lífið af slík- um bótum eingöngu. Sú tekjutrygging er nú kr. 7000 í stað 4900 áður. Þá hafa sjómenn fengið í hækkuðu fisk- verði og endurheimt þeirra hluta- prósenta, sem þeir voru sviptir í tíð fyrrverandi rikisstjórnar, 18—19% launahækkun. í liaust fara í liönd samningar fjöl- margra stéttarfélaga. í þeini samning um reynir fyrst á stöðu ríkisstjórnar- innar gagnvart launþegasamtökunum. Stendur ríkisstjórnin utan við vinnu- deilur? Fá atvinnurekendur nú sem hingað til að hunza kröfur launþega og draga samninga á langinn í skjoli vinveittrar ríkisstjórnar? Þetta eru tvær þýðingarmiklar spurningar, sem svarað verður með framkomu ríkis- stjórnarinnar í komandi samningum. Það er staðreynd, að raunverulega frjálsir samningar hafa ekki farið fram milli atvinnurekenda og laun- þega hér á landi um langt árabil. Barátta launafólks hefur eingöngu verið fólgin í því, að endurheimta það, sem rænt hefur verið af þvi milli samninga. Og það er einnig staðreynd, að kaupmáttur lauiia hetur rýrnað stórlcga, þrátt fyrir hækkaða krónutölu fastakaups. Það er því ekki furða, þótt launþegasamtök horfi til nýrrar vinstri stjórnar með þá von í augum, að hún reynist þeirri stefnu trú, að bæta hag landsmanna, ekki að- eins í krónutölu heldur einnig í reynd. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa haft að orði, að vinnufriður sé grund- vallarskilyrði fyrir bættum hag ríkis- ins. Orð eru ekki nægileg fyrir laun- þegastéttirnar. Gjörðir eru það, sem spurt er um. Vilji ríkisstjórnin vinnu- frið, verður hún að vinna fyrir hon- um. Geri hún það, er ég ekki i nokkr- um vafa um að samtök launafólks muni taka höndum saman við hana. hm.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.