Prentarinn - 01.01.1971, Blaðsíða 13

Prentarinn - 01.01.1971, Blaðsíða 13
Eftir að Alþýðublaðið hóf útkomu á ný i Prent- smiðju Hallgrims Benediktssonar studdi það mál- stað prentaranna og flutti fregnir af gangi mála. — Við skilning á minningum þessarra daga varð mér síðar ljóst að þá var mikið fjör í andlegu lífi og starfi verkalýðsstéttarinnar. Stutt var frá stofn- un Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins; hug- sjónagrundvöllurinn var hinn sami; að stofnun flokkanna var unnið af sömu mönnum, sem voru driffjöðrin í þeim félagsmálahreyfingum, sem að baki flokkanna stóðu. Þessir menn sáu þá nauðsyn þess að byggja upp þjóðfélag vinnustéttanna á ís- landi, þegar kúguninni létti, og frelsið var fengið frá Dönum á meginsviðum. En samvinnuhreyfing og verkalýðshreyfing höfðu, sem vitað er, báðar starfað frá því fyrir aldamót. Jú, það var mikil gróska í félagslífi verkalýðsstétt- arinnar á þessum árum og auðvitað hrifust ungir mcnn af þeim anda. Ég hef stundum verið að hugsa um það, hvcrsu nálægir við vorum upphafinu. Sjö af tólf stofnend- um Prentarafélagsins unnu í Gutenberg, þegar ég kom þar; við kynntumst því daglega flestum þeirra, sem stigu fyrstu sporin á félagsbrautinni. Þá var þetta ekki saga, heldur nútíð með lifandi frásögn af reynslu. Hvað mundi stofnendum HÍP, sem þckktu Prentarafélagið gamla og þá menn, sem þar störfuðu ásamt þeim, hafa fundizt? Ekki var það gömul saga, aðeins 10 ár, — forlcikur með stuttu hléi. — En þetta var nú útúrdúr, Haukur minn. Það sem ég vildi segja er það, að mér er til efs að nokk- ur vinnustaður í landinu hafi á þessum dögum bet- ur endurspeglað eldmóð og pólitískar hræringar tímans en prentsmiðjan Gutenberg. Þar var Alþýöu- blaðið prentað og átti þar sitt annað höfuðsetur og marga velvildarmenn. Þar unnu eins og ég sagði margir af stofnendunum og einnig starfsömustu for- ustumönnum Prentarafélagsins. Það má segja að f Gutenberg þeirra daga fór um sali gustur af veðrum róttækni og framfara. Þar urðu oft drjúgar snerrur og mikið hreinviðri á eftir. Samoingar rlí jircn tsm ið j u rekcii (Lnr álruiulaðlr iil'tur. Á fundi, sem lialdinn var í Stjórnnrráðinu kl. .y'/osíðdegis l gtnr, þar sem aðiljar áttu að taka afslöðu gagnvart mála- miðlunarti'.lögum frá atvinnumála- ráóherra, í umboði iikisstjórnar- innar, Jýsti formaður Fólags isl. prentsmiðjueigenda yfir því, að jieir vildu ekki eiga tal við stjórn I’rentaráfé'agsins fyrr en rekuir hefðu verið úr íélaginu þeir' Tómas Albertsson, Guðm. J. Guðmundsson og Hallbjörn Hall- dóisson, og gengu síðan af furdi þrátt lyrir það, þótt ráð- herra- æskti þess, að þeir biðu og hlýddu á svör prentaraté- lagsstjórnarinnar. Tildrög til þessarar ráðabreytni prentmiiðjurekendanna eru þau, að j eir Tómas og Guðmundur hala leigt prentsmiðju og gengið að kröíum prentara og gert samn- ing við félag þeirra. Siíkt hið sama ht-fir og Agúst Sigurðs^on preiitsm. eigandi gert. En sökin(!) við Hallbjörn er sú, að hann er nú ritstjóri Alþýðublaðsins. Traust. Á fundi J'leykjavíkur- urdeildar Hins Islenska prentara- félags í gær var samþykt með samhljóða atkviuðum að lýsa fullu tráusti á stjórn lélagsins I samningsmálinu. Uiu tiayinn og veginn. Elnlilimál. L t af kröfu pront- smiðjurekendanna um 2ð vísa úr prentaralélaginu þrem .tilteknum um mönnum var samþykt á fundi I Reykjavikurdeild II. í. P. í gær ályktun þess efnis, nð það væri einkamál deildnrinnar, hvort það skyldi gert, og myndi hún athuga það eltir að samningar helðu verið undirskrifaðir. PRENTARINN 11

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.