Prentarinn - 01.01.1976, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.01.1976, Blaðsíða 2
PRENTARINN Útg. HiiJ islenzka prentarafélag 54. árgangur 1-5. tölublaÖ 1976 Ritnefnd: Haukur Már Haraldsson ritstjóri og ábm. Eirikur Eiriksson Hallgrímur Tryggvason Magnús Einar Sigurðsson Matthias Gunnarsson Prentsmiðjan Hólar hf. Efnisyfirlit Ný vinnulöggjöf . 1 Stéttaskifting, stéttvísi og stéttabarátta . 2 C'.omp/Set 550 . 6 Nordisk Grafisk Union stofnað . 8 Fréttir af starfseminni . 11 Verða félögin sameinuð? . 12 Norræna prentiðnaðarráðið . 14 Látnir félagar . 17 Merk kona látin . 17 Stéttaskifting, stéttvísi og stéttabarátta Það er sennii-Ega kunnugra þeim sem um hugsa en svo, að fara þurfi um mörgum orðum, að sjálfsagt hefur stéttarvitund fslenzks verkalýðs sjald- an verið eins lítil og á síðari árum. í ritum frá fyrri hluta þessarar aldar má lesa um samstæða og öfluga verka- lýðsstétt, sem beitti sér af afli og sam- takamætti í baráttu við atvinnurek- endavald, sem oftar en ekki var stutt dyggilcga af ríkisvaldi og/eða bæjar- fulltrúum eignastéttanna. Nú virðist það ltins vegar svo, að ekki virðist unnt að virkja verkalýðshreyfinguna til neins nema samþykkja verkfalls- boðun og (f mun minna mæli þó, mið- að við fundasókn) samþykkja kjara- samninga. Það er engu líkara en þjóð- mál komi henni alls ekkert við. Þau eru nefnilega pólitísk. Meira að segja flokkspólitísk, sem virðist vera ein- hvers konar blótsyrði í liugum og munni alltof margra félaga í verka- lýðshreyfingunni. Verkalýðshreyfingin er orðin stétt- ar-villt. Það cr hinn sorglegi sannleik- ur. Og þetta gildir ekki aðeins um al- menna félaga í hreyfingunni. Þess eru jafnvel dæmi að forystumenn (formenn og stjórnarmenn) verkalýðsfélaga liafi verið á framboðslistum Sjálfstæðis- flokksins sem er óumdeilanlegur hags- munaflokkur atvinnurekendaauðvalds- ins og starfar sem slíkur á þingi og í bæjarstjórnum, þótt reynt sé að fela það með slagorðunr á borð við „flokk- ur allra landsmanna". Með liðsinni sínu leggja þessir forystumenn verka- lýðsfélaganna flokknum lið við að villa um fyrir kjósendum - og sínum eigin félagsmönnum - og gera honum þannig auðveldara fyrir um kúgun alþýðunnar. Þeir leggja sitt lóð á vog- arskálarnar til að draga tir kaupmætti, auka atvinnuleysi og rýra á annan hátt kjör félagsmanna sinna. Sem betur fer minnist ég þess ekki að forystumenn HÍP hafi farið á lista flokks atvinnurekenda. En það þýðir þó engan veginn að stéttarvillan sé þar óþekkt fyrirbæri. Síður en svo. Þegar talað er um það á aðalfundi félagsins að ekki eigi að álykta um landhelgismálið og/cða herinn ogNató vegna þess að það séu flokkspólitísk mál, þá er það átakanlegt dæmi uni stéttarvillu. Og þegar talað er um á fulltrúaráðsfundi að fordæming á samningum í landhelgismálinu sé til- raun til að kljúfa félagið pólitískt, þá er það einnig dæmi um stéttarvillu. Dæmið verður enn átakanlegra þegar þess er gætt að það er fyrrum formað- ur félagsins sem heldur þessu fram. En þetta er ekki nýtt vandamál. Nýverið rakst ég á grein eftir Hall- björn Halldórsson prentara í Alman- aki alþýðu, 2. árg. 1931. Greinin ber yfirskriftina „Stéttaskifting, stéttvísi og stéttabarátta". Með hliðsjón af því sem að framan er sagt þykir mér rétt að birta hluta þessarar greinar Hallbjarnar, enda á hún fullt erindi lil verkalýðshreyfing- arinnar enn þann dag i dag. Greinin birtist hér allmjög stytt. Stéttaskifting, stéttvísi og stéttabarátta Það er ofboð auðskilið hvernig cign cða eignarráð á framleiðslugreinum fær mönnum vald yfir öðrum. Fram- leiðslugögnin eru skilyrði fyrir öflun lífsnauðsynja til neyslu og skifta og án 2 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.