Prentarinn - 01.01.1976, Blaðsíða 13
VALDIMAR JÓHANNSSON, form.
Grafiska sveinafélagsins:
I>ecar ég las fyrstu spurninguna, kom
fyrst upp í huga minn máltækið Sam-
einaðir stöndum vér, en sundraðir
föllum vér.
Það hefur verið talsverð samvinna
með þessum þremur félögum á und-
anförnum árum og þá aðallega f
kaup- og kjaramálum og byrjaði fyrir
alvöru þegar viðsemjendur okkar
gengu i eitt félag og óskuðu eftir að
semja við öll bókagerðarfélögin sam-
eiginlega.
Það leynir sér ekki að ávinningarn-
ir eru margir ef bókagerðarfélögin
sameinast, bæði á félags- og fjármála-
sviði, einnig myndast nánari tengsl fé-
lagsins við vinnustaðina. Þetta og
fleira kemur fram í dreifibréfi, sem
sent var á vinnustaðina á vegum sam-
starfsnefndarinnar.
Sá avinningur sem ég tel vera mest-
an af sameiningu bókagerðarfélaganna
er sá að aðeins sem ein heild er hægt
að fá þá nauðsynlegu yfirsýn varðandi
þróun tæknimála og til að hrinda í
framkvæmd þeim aðgerðum sem
spornað geta við þeirri þróun að
prentiðnaðurinn færist í hendur óiðn-
lærðra. Þetta sama kemur fram í bréfi
frá frændum vorum svíum, þar sem
þeir svara spurningum um þróun
tæknimála, þar segir meðal annars. -
Árið 1973 sameinuðumst við í eitt fé-
lag og einn aðalhvatinn til sameiningar
var sá að aðeins í sameiningu er hægt
að gera hcilsteypt átak í tæknimálum
og tryggja að félagar í grafíska iðnað-
inum gangi fyrir þcgar ný tækni er
tekin í notkun. — í bréfinu segir einn-
ig að reynslan af sameiningunni sé
góð og að öll félögin hafi styrkst við
sameininguna.
Varðandi aðra spurninguna um
deildaskiptingu í hinu tilvonandi fé-
lagi verð ég að koma aftur inn á
dreifibréfið sem samstarfsnefndin
sendi frá sér og ég átti þátti í að semja
sem enn af nefndarmönnunum. En
þar segir orðrétt: Þá vill nefndin und-
irstrika það að forsenda þess að fé-
lögin verði sameinuð er, að þeim iðn-
réttindum sem nú tilheyra cinstökum
félögum sé haldið sér innan ákveð-
inna deilda (ráða) og allar ákvarðan-
ir um iðnréttindi verði aðeins tcknar
af viðkomandi deild. Þá vil ég og
undirstrika það að i Grafxska sveina-
félaginu eru nú eftir þrjú ár rúmlega,
tiihneigingar til að halda þvi fram að
þegar félögin PÍ og OPÍ voru samein-
uð hafi sameiningin verið bæði á fé-
lags- og fagréttindum, en ég held að
til þess að þessum misskilningi skjóti
ekki upp í hinu tilvonandi félagi, þá
verði að vera deildaskipting í félaginu.
Varðandi spurninguna um vald
deildanna vil ég segja þetta. Þar sem
sameiningin er aðeins á félagslcgum
grundvelli tel ég rétt að allar ákvarð-
anir varðandi iðnréttindi verði aðeins
teknar af viðkomandi deild, en í laga-
uppkastinu sem samstarfsnefndin gerði
cru aðeins þeir sem iðnréttindi hafa í
viðkomandi deild með atkvæðis- og
lillögurétt. Og má segja að þetta gætu
orðið fræðslu- og fagréttindanefndir
hins tilvonandi félags.
Þegar þessar lfnur eru ritaðar ligg-
ur ekki fyrir endanlegt uppkast að
lögum hins tilvonandi félags og á ég
því erfitt með að gerast spámaður
varðandi erfiðleika samfara samein-
ingu bókagerðarfélaganna, en eflaust
verða mörg ljón á veginum. Þar rísa
sjálfsagt hátt mismunandi góður fjár-
hagur félaganna, húsnæðismál o. fl.
Varðandi okkur i Grafíska sveinafé-
laginu mun sú viðleitni að lialda iðn-
réttindum sér, hjálpa til við að gera
hið tilvonandi félag að veruleika. Ekki
spillir heldur fyrir það ákvæði i upp-
kasti að lögum hins tilvonandi félags
að einn úr hverii deild eigi sæti i
stjórn félagsins. Það mun tryggja að
einn úr hverju hinna gömlu félaga
muni sitja f stjórn félagsins. Þá hefur
og komið fram sú ósk frá orlofsheim-
ilanefnd GSF að sú stefna sem mörk-
uð var á aðalfundi 1974 varðandi or-
lofsheimilasvæðið f Brekkuskógi veiði
látin halda sér óbieytt þó stofnað
verði nýtt félag.
Þar sem endanlegt uppkast að lög-
um liggur ekki fyrir og stjórnir og
trúnaðarmannaráð hafa ekki fjallað
um þetta uppkast að lögum, sem sam-
starfsnefndin hefur unnið að, er ég
mjög svartsýnn á að það verði fljót-
lega þar sem félagsmenn bókagerðar-
félaganna verða að fá rúman tíma til
að fjalla um þetta á sérstökum félags-
fundum innan sinna félaga. Það er
þó von mfn að sameiningin dragist
ekki úr hömlu.
Hvað á nýja félagð að heita?
Varðandi heiti á hinu nýja félagi
finnst mér ckki óeðlilegt að félags-
men beri fram tillögur, sem lagðar
yæðu fyrir stjórnirnar eftir umræddan
félagsfund. - Ég persónulega sætti mig
við nafnið: Stéttaifélag pientiðnaðar-
ins. — S.P.
PRENTARINN
13