Prentarinn - 01.01.1976, Blaðsíða 7
33 sizes from 5Vi to 36 pOÍnt are on-lineand Can bechanfedbetween chara cters
Þetta sýnishorn gejnr Ijóslega til hynna [>á möguleika sem vélin rœður yjir i sambandi viö leturstærðir.
merki og til nánari skilgreiningar
gefa tveir ljósdeplar til kynna á hvaða
svæði sé heppilegast að skipting fari
fram.
Sé um að ræða texta með ójöfnuðu
orðabili (ójústeraðan) er liægt að setja
hann aftast, fremst, eða á miðju með
skipunum frá borði. Einnig er liægt
að þrengja letur og glenna í sundur
með skipunum frá borði.
Á vélinni er skermur sem er 28x20,5
cm á stærð og sjást á honum allir þeir
lyklar sem slegnir eru, s. s. bókstafir,
tölustafir, stjórnunarskipanir o. s. frv.
Stafirnir sem berast á skerminum eru
14 pt. að stærð, grænir á svörtum
grunni. Segja má að skermurinn skipt-
ist í þrjá hluta. Neðst á skerminum
birtist sú lína sem verið er að setja.
Þá setningu má leiðrétta og breyta að
vild og er það gert með síblikkandi
ljósdepli sem færður er á þann stað
í textanum sem leiðréttur skal og nýr
stafur sleginn í staðinn. Eftir að geng-
ið er úr skugga um að viðkomandi
lína sé rétt er hún færð upp á miðjan
skerminn og er þá tilbúin til setning-
ar á filmu. Efst á skerminum eru upp-
lýsingar sem setjari hefur gefið í upp-
hafi, um leturgerð, leturstærð, letur-
fót o. s. frv. Þessar upplýsingar standa
á skerminum meðan á setningu við-
komandi greinar stendur. Geta má
þess að séu vélinni ekki gefnar þessar
upplýsingar í upphafi, er ekki hægt
að hefja setningu á hana. Þá gefur
vélin einnig til kynna með hljóð-
merki þegar ekki er meiri filma i vél-
inni, þegar henni eru gefnar upplýs-
ingar um leturstærð sem er stærri en
leturfótur og eins og að framan er
sagt, þegar orðaskipting skal hefjast.
Sé þess óskað, er hægt að setja sömu
línu cins oft og þarf og liámarkslínu-
lengd vélarinnar er 42 cic. Hægt er að
hafa leturfót allt að 99i/£ punkts
breiðan og minnka og stækka með í/
punkts millibili. Sé pappírsfilma not-
uð í vélina er hægt að velja úr þrem-
ur mismunandi stærðum, 4, 6 og 8
þuml x 150 fet.
Vélin velur letur frá leturdiski sem
í henni er, og eru fjórar mismunandi
leturgerðir á hverjum diski. Mikil
fjölbreytni er í leturvali þar sem
hægt er að stækka hverja einstaka gerð
frá 5(4 punkti upp í 36 punkta og er
um 33 möguleika að ræða í stærð
hvers leturs. Má þvf segja að hver
diskur bjóði upp á 132 letur-„fonta“.
112 tákn komast fyrir á hverjum
„fonti".
Ekki þarf að gefa vélinni sérstakar
upplýsingar um breidd viðkomandi
leturs þar sem allar upplýsingar þar
að lútandi eru á ystu brún disksins
eins og sjá má á mynd. Mjög auðvelt
er að skipta um diska og hægt er að
skipta um í miðri grein ef þörf kref-
ur, án þess að eiga á hættu að ljós
komist inn á filmuna.
Hægt er að kaupa við vélina tæki
sem bæði les og gatar gatastrimla.
Þetta tæki býður upp á ýmsa mögu-
leika, s. s. að hægt er að setja grein
og er þá vélin jafnframt látin gata
strimil á setningu greinarinnar. Þeg-
ar greinin kemur síðan úr prófarka-
lestri og strimillinn settur í lesara,
greinin lesin inn á skerm og leiðrétt
og gatar þá vélin jafnframt nýjan
strimil með viðkomandi leiðrétting-
um. Sá strimill er síðan notaður þeg-
ar greinin er sett á filmu. Er þetta að
sjálfsögðu til mikils hagræðis og spar-
ar íilmu.
Umboðssali vélarinnar á íslandi er
umboðsverzlun Otto B. Arnar og gaf
hann mér þær upplýsingar, að vélin
kostaði hingað komin um 2(4 milljón
og fylgir henni þá einn leturdiskur.
Tæki það sem les og framleiðirstrimla
mun kosta um 500 dollara. Umboðs-
aðilinn mun sjá um alla viðgerðar- og
varahlutaþjónustu.
Ingvar Hjálmarsson.
PRENTARINN
7