Prentarinn - 01.01.1976, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.01.1976, Blaðsíða 12
Verða félögin sameinuð? Þar sem nú er unnið að sameiningu bókagerðarfélaganna, Bókbindarafélags Islands, Grafíska sveinafélagsins og Hins ís- lenzka prentarafélags, þótti „Prentaranum" forvitnilegt að heyra álit formanna félaganna á sameiningarmálunum. Eftir- farandi spurningar voru lagðar fyrir þá og fara svör þeirra hér á eftir. 1. Hvern telnr þú vera helsta dvinninginn af sameiningu bókagerðarfélaganna BFÍ, GSF og HÍP? 2. Telur þú að nauðsynlegt verði að hafa deildaskiptingu i nýja félaginu, og ef svo er, hvert á vald deildanna að vera? 3. Hvað telur þú að Jtomi til með að valda mestum erfið- leikum samfara sameining- unni? 4. Hvencer telur þú að samein- ingin verði orðin að veru- leika? 5. Hvað á nýja félagið að heita? SVANUR JÓHANNESSON, formaður Bókbindarafélags íslands: 1. Þar sem helsta verkefni félaganna er að vinna að bættum kjörum félagsmanna, þá er ákaflega mikil- vægt að félagar þessara þriggja vcrkalýðsfélaga, sem öll hafa samn- inga við sama atvinnurekendafé- lagið, standi saman sem ein heild, þegar samningar eru gerðir. Helsta ávinninginn tel ég því vera sam- stöðuna sem myndast við samein- inguna. 2. Já, ég tel það nauðsynlegt. Vald deildanna ætti að vera á fag- lega sviðinu t.d. að tilnefna menn í iðnráð, prófnefndir, fræðslunefnd- ir o. s. frv. Þá finnst mér að hver deild verði að fjalla um sín sér- mál, t. d. tæknimálin, verkmennt- un og sveinspróf, cn þau mál eru ofarlega á baugi um þessar mund- ir. Valdið í þessum málum ætti að vera hjá deildunum í samráði við félagsstjórnina. Samningamál sem snerta fagleg efni verða h'ka að vcra undirbúin hjá deildunum. Hjá aðstoðarfólkinu geta alltaf komið upp mál r.em snerta það nær eingöngu og væri þvf æskilegt að það hefði sérstaka deild. Sama gild- ir um félaga úti á landi, sérstaklega á Akureyri. 3. Það hafa engir erfiðleikar komið í ljós ennþá og ég sé ekki í fljótu bragði erfiðleika samfara samein- ingunni, en komi þeir í ljós þá er að rcyna að yfirstíga þá. 4. A næsta ári eins og stefnt er að. 5. Félag bókagerðarmanna. ÓLAFUR EMILSSON, formaður Hins íslenzka prentarafélags: 1. Avinningur af sameiningu er margvíslegur fyrir félagsmenn allra félaganna. Má þar t.d. nefna: að sameinaðir stöndum við langt- um betur að vígi gagnvart við- semjendum okkar, að sameinaðir getum við Iangtum betur tryggt atvinnuöryggi félagsmanna, að sameinaðir gerum við félags- starfið öflugra og skemmtilegra m.a. með aukinni þjónustu við félagsmenn, og sameiginlegu málgagni. 2. Deildaskiptingu tel ég ekki nauð- synlega í því formi að hvert félag eða hver iðngrein myndi deild með játunar- eða neitunarvaldi. Slík deildaskipting gerði stjórn fé- lagsins áhrifalausa h'kt og sam- bandsstjórn. Við verðum að stefna beint í félagsformið. Hinsvegar er ég fylgjandi því að starfandi séu klúbbar innan hverrar starfsgrein- ar, sem ræði þau vandamál sem í deiglunni eru hverju sinni og geri tillögur um úrbætur til stjórnar félagsins. 3. Mestu erfiðleikarnir sem við er að glíma og seinkað geta sameiningu eru tortryggni, gamlar væringar, stolt og hefðir. 4. Við verðum öll að vinna að því að sameining félaganna verði að veru- leika á næsta ári. 5. Eg óska þess, að félagið fái að heita „Hið íslenzka prentarafélag", en geri mér ljóst að við samruna fé- laga erlendis hafa verið lögð nið- ur gömul og gróin félagaheiti og ný búin til. 12 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.