Prentarinn - 01.01.1976, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.01.1976, Blaðsíða 1
PRENTARINN Magnús J. Matthiasson við Ijóssetningartcekin sem Prentsmiðjan Oddi hefur nýlega tekið i notkun. Ný vinnulöggjöf Sjaldan eða aldrei hefur ríkisvaldið gengið jafn langt f að skerða lífskjör- in og nú. A þeim tveim árum sem lið- in eru síðan stjórnarflokkarnir tóku við völdum, hefur launafólk upplifað örari og meiri kjaraskerðingar en dæmi eru til ú svo stuttum tíma. En ríkisstjórnin ætlar ekki að láta sér nægja að gera launafólki nær ókleift að lifa í landinu sökum dýrtíð- ar, hún hyggst bæta um betur. í ráði er að setja nýja vinnulöggjöf. Búið er að útbúa frumvarp að þessari nýju löggjöf, og yar það gert án nokkurs samráðs við verkalýðshreyfinguna. Hins vegar virðist svo, að atvinnu- rekendur hafi verið hafðir með í ráð- um, og það svo um munar. í hinu nýja frumvarpi er lagt til að þau lágmarksréttindi sem launafólki og samtökum þess eru tryggð í núgild- andi vinnulöggjöf séu ýmist afnumin eða stórlega skert. Sem dæmi um þetta má nefna: Opnuð er leið til að svipta einstök félög verkfallsrétti. Réttur til samúð- arverkfalla er skertur. Ráðherra og sáttasemjara er gefin heimild til frest- tinar á boðuðum verkföllum. Sátta- semjara er gefin heimild til að láta félög sem f verkfalli eru greiða sam- eiginlega atkvæði um sáttatillögu. Að síðustu skal á það bent að hin nýja löggjöf hnígur öll í þá átt að skerða réttindi einstakra verkalýðsfélaga og færa Jiatt i hendur einnar stjórnar. Það kostaði verkalýðshreyfinguna langa og harðvítuga baráttu að ávinna sér þau réttindi, sem hún nú hefur. Þegar núgildandi vinnulöggjöf var sett árið 1938, var haft samráð við verka- lýðshreyfinguna og tekið tillit til krafna hennar. Nú 40 árum síðar ætla stjórnvöld að afnema þessi réttindi í einni svipan. Það er greinilegt hverra hagsmuna ráðuneyti Geirs Hallgríms- sonar gætir. Verkalýðshreyfingin hefur þegar mótmælt öllum breytingum á núgild- andi vinnulöggjöf. Ef það dugar ekki til að hindra áform ríkisstjórnarinn- ar, verður hún að beita afli samtaka- máttarins til að hrinda þessari lúalegu árás á grundvallarréttindi hreyfingar- innar. -MES.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.