Prentarinn - 01.01.1976, Blaðsíða 14
Norræna prentiðnaðarráðið
• í nóvember 1973 komu fulltrúar frá norrænu prentiðn-
aðarsamböndunum saman á fund i Uppsölum til að ræða
tœknipróunina i prentiðnaði. Þar var meðal annars lagð-
ur grundvöllur að stofnun Norræna prentiðnaðarráðsins
(Nordisk Allgrafiska Rádet), sem hefur pað hlutverk að
gera tillögur um sameiginlega starfsáætlun, sem tekur
til framtíðarpróunar og -verkefna, iðnfræðslu, visinda-
legra rannsókna og „sjóræningjafyrirtækja“. Eins og fram
kom á stof^ipingi Nordisk Grafisk Union, hafa nú öll nor-
rœnu samböndin sampykkt áætlunina.
Inngangur
A síðustu árum hafa samtök prent-
iðnaðarins fylgzt af athygli mcð þeirri
tæknibyltingu, sem á sér stað í prent-
iðngreinum og á norrænum ráðstefn-
um hefur mikið verið rætt um þau
vandamál, sem fylgja í kjölfarið.
Haustið 1973 var þvf kölluð saman
norræn tækniþróunarráðstefna, sem
hafði forgöngu um stofnun nefndar
með tveimur fulltrúum frá aðildar-
löndunum, og var ncfndinni ætlað að
gera úttekt á gangi mála í hverju
landi um sig og leggja síðan fram
samciginlega starfsáætlun prentiðnað-
arins á Norðurlöndum.
Nefndin lagði áherzlu á mikilvægi
aukinnar tæknisamvinnu, enda létu
atvinnurekendur sig landamæri engu
skipta, hvorki á sviði tæknivæðingar
né fjármála.
Það verður æ meira um það, að
mörg dagblöð komist í eigu fárra að-
ila, og ber nauðsyn til að samtökin
hafi vakandi auga með þeirri þróun.
Við úttekt á stöðu vísindarannsókna
kemur í ljós, að aðildarfélögin eru
þar mjög mislangt á veg komin.
Samtökin ættu að gera það sem í
þeirra valdi stendur til þess að efla
vísindalegar rannsóknir i prentiðnaði,
en með þeim mætti meðal annars
koma í veg fyrir óarðbærar fjárfest-
ingar og auka þannig atvinnuöryggi
prentiðnaðarmanna. Jafnframt ætti að
huga að aukinni vinnuvernd og holl-
ustuháttum á vinnustöðum.
Af þessum sökum lagði nefndin til,
að Norræna prentiðnaðarráðið yrði
gert að fastaráði, sem gæti stofnað
undirnefndir til að vinna að sérstök-
um verkefnum, ef þörf krefði.
Þá lagði nefndin til, að stjórnir
prentiðnaðarsambandanna á Norður-
löndum samþykktu áætlun þá, sem
hér fer á eftir.
F ramtíðarþrcunin
Það er hlutverk prentiðnaðarins að
framleiða texta og myndir fyrir aðila
scm miðla upplýsingum, prentgögn til
notkunar við stjórnsýslu, pappírsvör-
ur, umbúðir, veggfóður og margt
fleira þcssháttar með eða án prent-
unar.
A öllum sviðum prentiðnaðarins er
tækniþróunin gífurlega ör. Búast má
við því, að þau tæki, sem nú eru not-
uð við setningu og prentun, verði úr-
elt innan fárra ára. Stöðugt cru að
koma fram nýjar uppfinningar, sem
munu ryðja sér til rúms í náinni
framtíð, svo sem fullkomnari filmur,
„Sjóræningjafyrirtæki"
og samkomulag um þau
Þess gætir nú í auknum mæli, að atvinnuhorfur prentiðnaðarmanna
versni vegna ólöglegrar samkeppni frá „sjóræningjafyrirtækjum". í krafti
nútíma prenttækni og ófaglærðs og ófélagsbundins vinnuafls sækja þessi
fyrirtæki æ lengra inn á verksvið prentiðnaðarmanna.
Norrænu prentiðnaðarsamböndin eru sammála um að vinna gegn þess-
ari þróun með þvf:
1. Að styrkja hvert annað í baráttunni fyrir samningsgerð við þessi fyrir-
tæki t. d. með sameiginlegu verkbanni á þau fyrirtæki sem neita samn-
ingum.
2. Að skiptast á upplýsingum um yfirstandandi verkbönn-og hindra það
að „sjóræningjafyrirtæki" geti fengið verk unnin á öðru Norðurland-
anna.
3. Að samræma samningsákvæði varðandi starfsemi „sjóræningjafyrirtækj-
anna" og gera samkomulag við önnur verkalýðssambönd, sem hafa inn-
an sinna vébanda félagsmenn, sem vinna við prentiðnaðarstörf.
4. Að vinna að reglugerð um menntun starfsmanna í „sjóræningjafyrir-
tækjum".
14
PRENTARINN