Prentarinn - 01.01.1976, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.01.1976, Blaðsíða 10
með eru ]>cir hálfnaðir með að gera landið allt að einu iaunasvæði. Dagblöðin hafa átt í miklum fjár- hagserfiðleikum í seinni tíð. Ríkis- taldið hefur reynt að bæta stöðu þeirra með fjárframlögum til þess að koma í veg fyrir blaðadauða. Atvinnuleysi hefur vcrið lítið hjá svíum, aðeins 0,7%, þrátt fyrir mikl- ar tækniframfarir. Félagsmenn Graf- iska Fackförbundet eru um 40.000. Félagsgjöldin verða frá 1. jan. 1977 rciknuð í % af skattskyldum launum. I'élagið fær þá 1,1% cn deildirnar 0,2% minnst. Arild Kalvik, Noregi, gerði grein fyrir starfseminni í Noregi. Sagði hann að á þingi þeirra i fyrra liefði nýja tæknin og vandamálin sem henni fylgdu verið i brennidepli. Flefði það aukið skilning félagsmanna og umræð- urnar verið mjög til að auka samstöð- una. í Noregi var gerður tveggja ára samningur. Byggðist hann á rann- sóknum um laun á vinnumarkaðinum almennt. Samningar gengu mjög vel þar sem atvinnurekendur tóku fullt tillit til þessara rannsókna. í samn- inginn fengu þeir mikilsvert atriði um atvinnuöryggi þrátt fyrir nýja tækni. Kauphækkunin nam á 1. ári um 3% og 2,5% á öðru ári. Frá maí- byrjun gekk í gildi 40 tima vinnuvika. Ekkert atvinnuleysi, og launin eru að jafnaði 1200-1250 n. kr. á viku. Stjórnarkjör Þegar skýrslugerðum var lokið gerðu gjaldkcrar sambandanna þriggja grein fyrir rekstrar- og efnahagsreikn- ingum þeirra og voru þeir samþykktir cinróma. Því næst gerði uppstillingarnefnd grein fyrir tillögum sínum um stjórn sambandsins næstu þrjú ár. Arild Kalvik var einróma kjörinn formað- ur, Stig Nilsson Svíþjóð ritari og 1-Ienning Bjerg Danmörku gjaldkeri. Auk þeirra voru kjörnir Pentti Levo Finnlandi, Áke Rosenquist Svíþjóð og Ilelge Djörup Danmörku. Ákveðið var að fyrsta fræðsluráð- stefnan verði í Danmörku í desember n. k. og þar næsta í Svíþjóð haustið 1977. Næsti sambandsfundur skal haldinn í Danmörku í byrjun maí 1977. Þingslit Áður en Kalvik sleit þessum stofn- fundi NGU lýsti hann ánægju sinni með að tekizt liefði að stofna norrænt prentiðnaðarsamband. Stig Nilsson tók einnig til máls og færði Kalvik og norska félaginu miklar þakkir fyrir alla þá vinnu sem lögð hefði verið fram til að fundurinn heppnaðist sem best. Og þar með sagði fundarstjóri, að stofnþingi Nordisk Grafisk Union væri slitið og að fyrsti fundur þess væri settur. Fyrsti fundurinn A dagskrá þessa fundar var vænt- anlegt þing alþjóðasamtakanna (IGF), sem haldið verður í Miinchen í októ- ber. Norrænu fulltrúarnir í stjórn og nefndum IGF gáfu skýrslu um starf- semina. Miklar umræður urðu um verkefni, vinnu og lög IGF. Urðu menn sammála um að gera nokkrar tillögur til IGF-þingsins til úrbóta. Þá var ákveðið að taka eitt af stóru vandamálum prentiðnaðarins til úr- lausnar í stað þess að vinna að mörg- um samtímis. Verður hjá NGU unnið fyrst að lausn varðandi fjölþjóðafyr- irtæki innan prentiðnaðarins. f samræmi við lög NGU var ákveð- ið að tilnefna fulltrúa Norðurlanda í ábyrgðarstöður innan IGF. í aðal- stjórn verður stungið upp á fyrir prentara Stig Nilsson, með Louis Anderson sem varamanni, fyrir bók- bindara Helge Djörup, með Evert Karlsson sem varamanni, og fyrir lito- grafa Arild Kalvik, með Mogens Hö- ver sem varamanni. í iðngreinahópa verður stungið upp á fyrir prentara Aarne Koskinen og til vara Gunnar Kokaas, fyrir hóp II bókbindara Káre Eriksen og Pentti Levo til vara, og hóp III litografa Harry Lundh og Pekka Lahtinen til vara. Þar með hafa norrænu prentiðnað- arfélögin sameinazt um uppástungur við kjör stjórnar og nefnda innan IGF og koma þannig fram sem langtum sterkari aðilar að alþjóðasamtökun- um. Anœgjuleg samvera Þrátt fyrir umfangsmikið verkefni þessara funda í Leangkollen var mik- ið gert fyrir þátttakendur utan funda. M. a. var heimsótt listasafn Hennie- Onstad í Osló. Það byggði Sonja Hennie, fyrrverandi skautadrottning og kvikmyndaleikkona, og maður hennar yfir sín miklu listaverk sem ]>an höfðu safnað á löngu árabili. Þau gáfu síðan liúsið og listaverkin norska ríkinu. Norska félagið bauð til kvöldverðar á frægum stað sem heitir Dronningen og annað kvöld var okkur boðið á stað sem heitir Ostmarkseteren. Þar er á boðsstólum gamaldags norskur mat- ur, sem komið er fyrir í líki víkinga- skips á miðju gólfi Á báðum þessum stöðum áttum við mjög ánægjulega dvöl og alveg sérstaklega á seinni staðnum eftir að þjónninn kom inn til okkar og sagði að ísland hefði unn- ið Norcg í fótbolta. Lokaorð Með samruna sambandanna þriggja í eitt hafa prentiðnaðarmenn á Norð- urlöndum skapað möguleika til meiri samvinnu og samræmingar á félags- legum framkvæmdum í þeirri við- leitni að skapa sér betri lífskjör og atvinnuöryggi. Ég tek undir orð Kalviks, er hann sagði að nú væri góður grundvöllur lagður og að aðildarfélögin yrðu aff gera sitt til að framhaldið yrði líka gott. Við hefðum við að glíma félags- leg vandamál og sameiginleg áhuga- mál. Við verðum að samhæfa krafta okkar og vinnu til að finna sem beztu lausnir f hverju máli til lieilla fyrir félagsmenn. Skrifað i ágúst 1976. Ólafur Emilsson. 10 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.