Prentarinn - 01.07.1978, Side 10

Prentarinn - 01.07.1978, Side 10
mm LINOTERM Með réttri notkun, og kunnáttu i meðferð vélarinnar er auðvelt að framleiða textann nákvæmlega eins og hann á að prentast. Mark- mið hvers sctjara sem vinnur með Linoterm verður þvf ávalit að vera, að sem minnst þurfi að klippa og líma upp eftir á. Grundvöllur að smíði Linoterm er lagður með samruna tveggja véla sem Mergenthaler Linotype hafði áður sett á markað sitt í hvoru lagi. Þessar vélar voru báðar háþróaðar þegar samrun- inn átti sérstað og hefurþað ekki síst reynst ástœða fyrir þeim góða árangri sem náðst hefur með framleiðslu þessarar sam- stœðu. Þessar tvær vélar eru annars vegar Linocomp 2, sem í Lino- term samstæðunni gegnir hlut- verki PTU (1), og MVP2, sem er arftaki Linoscreen, og i Lino- term starfar sem CPU (2) og VDU (3). MVP2 er leiðrétting- arskermur sem Linotype fram- leiðir fyrir öll sín setningarkerfi og er óbreyttur sem líkur hluti af Linoterm. Ef uppruni þess- ara tveggja hluta samstæðunnar eru bornir saman gefur auga leið að skermurinn og stjórn- tölvan eru sterkari hluti hennar, en þess má geta hér, að PTU einingin hefur nú verið fram- leidd í nýrri og hraðvirkari gerð. Skermurinn og stjórntölvan standa vel fyrir sínu, þó eflaust megum við vænta framfara þar einnig. Forskriftirnar eru stöð- ugt endurbættar. (1) PTU = Photographic Unit — myndavél. (2) CPU = Central Process- ing Unit — stjórntölva. 10 - ^reníartnn Sverrir Sveinsson, prentari: (3) VDU = Visual Display Unit — skermur með innskriftarborði. Við hönnun þeirra tækja sem prentiðnaðinum stendur nú til boða, og valdið hefur byltingu í starfi okkar, hafa menn orðið að velja og hafna. Ég mun nú geta þess helsta sem orðið hefur val framleiðenda Linoterm. 1. Þrátt fyrir að stjórntölvan er dýrasti hluti samstæðunnar 4. hafa þeir kosið að hafa hana mjög stóra miðað við annað. Þetta gerir mönnum kleift að nota forskriftir sem gerðar eru fyrir mun stærri samstæður svo til óbreyttar. Stjórntölvan er 8 K en skermurinn 4 K. Við skerminn er auðvelt að bæta 4 K. 2. Við framleiðslu allra véla Linotype hafa þeir forðast að gera notendum véla nauðsynlegt að kunna skil á þeirri stærðfræði sem 5. tölvunotkun byggist á. Binary kerfið geta menn vitaskuld kynnt sér ef þeir vilja en það er alls ekki nauðsynlegt. 3. Forskriftir koma til not- andans á smádiskum, samskonar og notaðir eru til geymslu á verkefnum. 45 sekúndur tekur að lesa þær inn í minni tölvunnar, og er það gert í hvert sinn sem vélin er ræst. Þetta þýðir að sé forskriftin endurbætt, sem alltaf á sér stað, fær notandinn nýja forskrift sem hann tekur í notkun í stað þeirrar fyrri. Vélin er fær um að endurgera for- skriftina í eins mörg eintök til geymslu og notandinn vill. Letur-fontarnir eru á filmubútum. Hver bútur geymir 105 stafi og tákn. Hver leturtegund á sínum filmubúti. f vélinni eru þeir settir á tromlu, sem tekur fjóra fonta í einu. Blöndun leturtegunda og PÍ-fonta er því á ótakmörkuð þar sem hægt er að láta vélina stansa hvar sem er í verki til að skipta um font, þurfi menn á að halda fleiri en fjórum fontum. Skiptingin tekur u.þ.b. 30 sek. Zoom-linsur eru ekki notaðar í Linoterm. Hver leturstærð hefur sína linsu. 6—36 p. að stærð. 14 letur- stærðir eru mögulegar en aðeins 5 í einu nema með því að láta vélina stansa í

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.