Prentarinn


Prentarinn - 01.07.1978, Qupperneq 12

Prentarinn - 01.07.1978, Qupperneq 12
Hver nemandi er þar virkur Sagt frá Félagsmálaskóla alþýðu ekki í sæti sínu og gleypir hráa, þurra fræðslu og þylur hana síðan upp eins og páfagaukur — oft án skilnings — heldur er hér hver og einn nemandi virkur og leggur fram reynslu sína og þekkingu, þannig að út úr umræðum kemur samnefn- stað, saga verkalýðshreyfing- arinnar og ótal margt fleira. Góða gesti fengum við til að fræðast af og spyrja úr spjörum, svo sem Snorra Jónsson, for- mann ASÍ, Magnús L. Sveins- son, varaformann Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur og Nemendur voru ví6s vegar að af landinu. Þar sem ég hef nú dvalið í tvær vikur á kostnað HÍP í góðu yfirlæti í Félagsmálaskóla al- þýðu að Ölfusborgum, þykir mér rétt að kvitta fyrir það með því að segja lítillega frá því sem þar fór fram. Skóli þessi er á vegum Menningar og fræðslusam- bands alþýðu (MFA) og er hann sóttur af félögum úr verkalýðsfélögum víðs vegar að af landinu. I hópi þeim, sem ég var svo heppinn að fá að vera í, voru 25 manns — 13 úr Reykjavík, og 12 frá ýmsum stöðum öðrum á landinu, þ.e. Akureyri, Kefla- vík, Hornafirði, Vatnsleysu- strönd, Hnífsdal, Vestmanna- eyjum og Borgarnesi. Ekki er þetta neinn venju- legur skóli. Nemandinn þegir ari reynslu og þekkingar alls hópsins. Skólastarfið hófst með því að Gunnar Árnason sálfræðingur leiddi okkur í gegnum hópeflið. Ekki ætla ég að reyna að lýsa því — það verðið þið að reyna sjálf, en eitt get ég sagt ykkur: Það er eitt það skemmtilegasta og fróðlegasta, sem ég hefi tekið þátt í. Eftir hópeflið kom Gunnar Eyjólfsson með sitt sérfag, framsögn, sem hann er fjandi klár í — eftir allan leikaraskap- inn! Hver dagur færði okkur nýjan fróðleik, reynslu, ánægju og þekkingu: Félagsfræðslu, fundarsköp, skráning minnis- atriða, undirstöðuatriði ræðu- flutnings, trúnaðarmaðurinn, heilbrigði og öryggi á vinnu- Einar Ögmundsson gjaldkera ASÍ. Námsstjóri var Karl Steinar Guðnason, alþingismaður með meiru, og honum til halds og trausts voru starfsmenn MFA, þeir Tryggvi Þór Aðalsteinsson og Stefán Ögmundsson. Á kvöldin komum við saman og var þá tekið í spil, teflt eða sungið. Stemmningin, sem myndaðist meðal okkar, er vafalaust það, sem ég mun lengst minnast frá þessum dög- um í Ölfusborgum. Að lokum vil ég hvetja ykkur til þess að notfæra ykkur þá fræðslu, sem MFA býður upp á — og ég get fullvissað ykkur um, að þið munuð ekki sjá eftir því. Með félagskveðju, Jason Sleinþórsson. 12 - ^rcttíarímt

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.