Nýi tíminn - 17.02.1955, Page 1
1
LESENDUR!
Dtvegið blaðinu nýja
kaupendur og tilkynn*
ið þá til afgreiðslunnai
NÝI TÍMINN
Fimmtudagur 17. febrúar 1955 — 15. árgangur — 7. töulblað
LESIÐ
Greinin um rafmagns-
mál Austfirðinga á 1*
og 11. síðu.
Er ekki hægt að hækka kaup verkalólks?
Stjórnin þori ekki að gefa
upp snóða auðíélaganna
Erlendis er árlega gefinn upp gróBi og
arSsúfborgun afvinnufyrirtœkia
Það er alkunna að hér á landi eru flestir milljónarar
í heimi að tiltölu, og séu fámennari ríki eins og Norður-
lönd tekin til samanburðar mun ekki einu sinni þörf á að
miða við fólksfjölda. Það er hins vegar vandlega falið
hvemig menn fari aö því að gærða hérlendis, á sama tíma
og hlutafélög og önnur auðsöfnunarfélög í nágranna-
löndunum eru skuldbundin með lögum til þess aö gefa
upp árlegan gróöa sinn og útborgaðan arð.
Þessi leynd hér á landi er
notuð til þess að. geta betur
beitt áróðri gegn réttmætum
kröfum verkafólks um kaup-
hækkanir. Allir atvinnurekend-
ur berja sér og segjast alltaf
vera að tapa, enda þótt dagleg
reynsla sanni að gróðasöfnunin
hefur vaxið gegndarlaust á und-
anförnum árum og auðmanna-
stéttin hér lifir lúxuslífi sem
óvíða mun vera hóflausara.
Á Norðurlöndum t. d. eru ár-
lega birtar skýrslur um gróða
auðfélaga, og tala þær sínu
skýra máli. Engin ástæða er til
þess að ætla að gróðinn hér sé
minni — öllu heldur mun hann
vera meiri á ýmsum sviðum —
og því gefa skýrslumar hjá
frændþjóðum okkar hugmynd
um ástandið hér. Skulu hér birt
tvö dæmi frá Svíþjóð:
• 19.000 kr.á
verkamann
Árið 1953 höfðu 213 hluta-
féiög í iðnaði 354 milljónir
sænskra króna í gróða. Gróða
þennan höfðu -þau tekið af
58.146 verkamönnum sem hjá
þeim unnu, og heildarkaup
þeirra hafði numið á árinu 530
milljónum króna. Fyrirtækin
höfðu þannig tekið að meðaltali
í brúttógróða af hverjum verka-
manni 6.100 kr. sænskar eða
rúmlega 19.000 íslenzkar krónur
miðað við gengi.
• Gróðinn samsvarar
vinnulaunum
Á sama ári höfðu 415 fyrir-
tæki í málmiðnaði 1.362 milljónir
sænskra króna í gróða. Gróði
þessi var tekinn af vinnu 152.095
verkamanna, sem höfðu fengið í
laun á árinu 1.368 milljónir
króna. Fyrirtækin höfðu þannig
tekið að meðaltali i brúttógróða
af hverjum verkamanni 8.960
kr. sænskar eða sem svarar
28.000 íslenzkum krónum miðað
við gengi. í þessu dæmi var
brúttógróði fyrirtækjanna að
heita má sá sami og allar launa-
greiðslur þeirra til verkamann-
anna!
• Atvinnulífið þolir
kauphækkanir
Það er engum efa bundið að
ástandið í íslenzkum atvinnu-
rekstri er mjög hliðstætt þessu
— og sennilega mun hagstæðara
auðmönnum, annars myndi ekki
vera lögð svona mikil áherzla á
leyndina. Undantekning er sjálf
útgerðin, ef litið er á hana ein-
angraða, en það stafar aðeins af
því að stórgróði hennar er sog-
inn upp af milliliðunum til þess
Framhald á 11. síðu.
Snorri Jónsson
Ilafsteinn Guðmundsson
Glæsilegur eini ngarsigur í Fé-
lagi jórniðnaðarmanna
A-listinn k]örinn meS 191 atkv. en
afturhaldiS fékk aSeins 130
Einingarmenn unnu mikinn sigur við stjórnar-
kjörið í Félagi jámiðnaðarmanna. Hlaut A-listinn
191 atkv. og alla frambjóðendur sína kjöma en B-
listi íhalds og hægri krata aðeins 130 atkvæði.
Þessi glæsilegi sigur einingaraflanna er pvi eftirtektar-
veröari sem vitaö er aö í félaginu hafa tekizt á nokkurn
veginn jafnar fylkingar árum saman. Nú hafa oröið al-
gjör páttaskil og yfirburöir einingarmanna óumdeilan-
legir.
Við stjómarkjörið 1953 vann
afturhaldið kosninguna með
fjögurra atkvæða mun en ein-
ingarmenn 1954 með nítján atkv.
mun. Við kosningu á Alþýðusam-
bandsþing s.l. haust unnu ein-
ingarmenn með þrjátíu og átta
atkv. mun, en meirihluti þeirra
nú reyndist sextíu og eitt atkv.
eða nær 50% yfir afturhaldið.
Hamagangur afturhaldsins
— Reykbombur sprengdar.
Úrslitin í Félagi járniðnaðar-
manna eru ekki sízt athyglisverð
þegar þess er gætt, að sjaldan
eða aldrei hefur íhaldið lagt sig
eins fram í undirbúningi og smöl-
un. Holstein var í fullum gangi
báða kjördaga, bombur voru
sprengdar í Morgunblaðinu, sem
að vísu reyndust reykbombur
einar, og Alþýðublaðið skoraði
eindregið á lið hægri manna að
veita íhaldinu fulltingi í kosn—
ingunum.
Traust og örugg forusta
Jáminðnaðarmenn hafa nú
svarað afturhaldinu á eftirminni-
legan hátt. Þeir ■ hafa sýnt at-
Kaffiverð
lækkar 15%
Verð á kaffi fer ört lækk-
andi á heimsmarkaðinum. I
síðustu viku lækkaði út-
flutningsverðið frá Brasilíu
um 15%. Þessi lækkun hef-
ur orðið til þess viða um
heim að verð á eldri birgð-
um hefur verið lækkað. Til
dæmis lækkaði útsöluverð á
kaffi í Sviþjóð um tvær j
krónur kílóið.
\
Um 100 millj. kr. í 4 milliliði
Vátryggingafélögin, flutningaskipin, oliuhringarnir
og útflutningseinokunin safna 6hem]ugróSa árlega
*r
Oft hefur Nýi tíminn rakið hvernig ríkis'-
stjórnin og bankarnir hirða árlega 170 milljónir
króna af almenningi umfram þarfir. En það eru fleiri
aðilar s'em eiga að stunda almenna opinbera þjón-
ustu í skjóli ríkisvaldsins, en hagnýta þá aðstöðu til
að hirða af þjóðinni tugi og aftur tugi milljóna
króna.
• Vátryggingafélögin
Eins og kunnugt er hefur
miklu fjármagni verið veitt í
tryggingastarfsemi undanfarið,
en það er óræk sönnun þess að
þar er mikinn gróða að fá. Hafa
ný félög verið stofnuð eitt af
öðru og samkeppnin hefur verið
gegndarlaus. Ekki liggja fyrir
skýrslur um gróða félaganna —
hann er að mestu leyti faltnn —
en kunnugir telja að hann muni
vera hátt í 20 milljónir króna
á ári.
• Flutningaskipin
Einnig sú starfsemi að fiytja
framleiðsluvörur íslendinga til
útlanda og nauðsynjar til lands-
ins er mikill gróðavegur, og á
því sviði hafa einnig verið mik-
il umsvif á undanförnum árum.
Hversu arðbær þessi starfsemi
er sést bezt á því að eignir Eim-
skipafélags íslands nema nú
150—200 miltjónum króna —
enda þótt þetta sama félag
stöðvi nú frekar skipin en að
ganga að hófsamlegum kröfum
matsveina og framreiðslumanna.
Gróðinn af flutningaskipunum
mun varlega áætlað ekki vera
undir 20 milljónum króna á ári.
• Olíuhringarnir
Allir þekkja hina ofsalegu
fjárfestingu olíuhringanna und-
anfarið, hvernig þreföldu dreif-
irrgarkerfi hefur verið komið
upp um landið — einnig á því
sviði er slegizt um mikinn gróða.
Sú starfsemi er þeim mun at-
hyglisverðari sem ríkið annast
nú öll innkaup á olíum og benz-
íni, en afhendir olíufélögunum
svo birgðirnar til þess að græða
á almenningi. Enda þótt geysi-
legar fúlgur fari í súginn með
hinu þrefalda dreifingarkerfi og
skefjalausri samkeppni, mun
gróði olíufélaganna hér innan-
lands nema yfir 20 mliljónum
króna á ári.
• Utflutningseinok-
unin
Útflutningseinokunin er ein
mesta og öruggasta gróðalind
sem auðmannastéttin hagnýtir
sér í skjóli ríkisvaldsins. Hefur
saltfiskeinokunin verið oft og
ýtarlega rakin hér í blaðinu á
undanfömum árum, en hún er
m. a. hagnýtt til að skipuleggja
umfangsmikinn fjárflótta, þann-
ig að íslenzkir aðilar hafa kom-
ið fyrir stóreignum í Ítalíu,
Grikklandi, Spáni og víðar. Síð-
asta dæmið í þessu efni er það
að nýlega mun SÍF hafa greitt
Hálfdáni Bjarnasyni tæpar tvær
milljónir króna í skaðabætur
vegna þess að ekki var hægt að
Framhald á 11. síðu