Nýi tíminn


Nýi tíminn - 17.02.1955, Side 3

Nýi tíminn - 17.02.1955, Side 3
Fimmtudagur 17. febrúar 1955 — NÝI TÍMINN — (3 Um landbúnaðarstyrki í öllum menningarlöndum er landbúnaðurinn talinn einn a£ undirstöðuatvinnuvegum þjóð- anna. Með jarðræktarlögunum frá 1923 hefur þjóðfélag okkar \úð- urkennt þetta, með allmiklum styrkjum til margskonar jarða- bóta. v ■ Nú síðari árin hefur stefnu þeirri aukist: fylgi, að ríkinu beri að standa að mestu leyti straum af kostnaði við fram- ræslu mýrlendisins. íætta er eðlilegasti og þýð- ingarmesti stuðningur, sem rík- ið getur veitt til landbúnaðar- ins, að . jafna aðstöðu almenn- ings í sveitum landsins til rækt- unar, með því að breyta mýr- unum í jafngildi þurrlendis- móa. • En benda verður á það, að víða hagar svo til í sveitum að ekki er til annað en meira eða minna grýtt land til rækt- unar. Þar sem svo er ástatt verður að koma þessum aðilum til hjálpar, með því að veita þeim styrk til grjótnáms, að sama marki og veitt er í fram- ræslu mýranna. Sé hámark grjótnáms þá miðað við stærð þess lands er ræktanlegt verð- ur, vegna grjótnámsins, en ekki 50 rúmm. á ári, eins og nú er. Sé orðið við þessum réttmætu kröfum, að ríkið kosti fram- ræsluna og grjótnám úr rækt- anlegu landi að sama marki auk ríflegs styrks á nýrækt hef- ur það orðið við eðlilegum skyldum sínum við framtíðina. Ræktað land er dýrmætur höfuðstóll sem okkur er skylt að varðveita og afhenda síðar í hendur niðjanna og við ættum að finna því betur þá skyldu, sem • þjóðfélagið er fúsara til að vinna að jafnari aðstöðu bændanna, til að gera jörðina sér arðgæfa. Enn eru vaxandi kröfur um aukna styrki til áburðar-, hey-, matjurta- og vérkfærageymsla. Ekki efast ég um þörf bænda fyrir aukið fjármagn til slíkra framkvæmda, en tel vafasamt, að þar sé gerð krafa um stuðn- ing í réttu formi. Það má ekki lengur dragast, að fastar reglur séu settar um byggingu og staðsetningu á- burðar- og heygeymsla og slík- ar byggingar séu háðar um- sjón og eftirliti fagmanna, engu síður en íbúðarhús. Sem annar grundvallarat- vinnuvegur þjóðarinnar á land- búnaðurinn heimtingu á að- gengilegu fjármagni, fyrst og fremst til stofnlána, þ. e. til vandaðra bygginga á jörðunum, sem miðaðar séu við aukinn bú- stofn og vaxandi ræktun. Slík lán, með mjög lágum vöxtum, til langs tíma, mundu verða bændum almennt meiri lyfti- stöng en núverandi styrkir, og mætti þá komast hjá að vinna byggingarnar upp í mörgum á- föngum, eins og nú er oft gert, án þess að heildarskipulag og verkleg þekking fái haldist í hendur. Með lögunum um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum frá 1945 var nýr þátt- ur tekinn upp, landbúnaðinum til eflingar. Árangurinn af þess- um lögum eru ræktunarsam- böndin, sem nú ná til flestra sveita landsins. Þar var stórt spor stigið til þess að gera öllum bændum kleift að verða aðnjótandi hinnar hraðvaxandi véltækni, sem þá var að ryðja sér til rúms. Samkvæmt þessum lögum áttu bændur rétt á að fá stór- virkar landbúnaðarvélar til ræktunar, fyrir hálfvirði, ef þeir sameinuðúst í skipulagðan félagsskap, ræktunarsambönd- in — og uppfylltu viss skilyrði um fjáröflun í stofnsjóð, og leggðu vissan hundraðshluta árlega af verði véla og verk- færa í sjóði, sem eiga í fram- tíðinni að standa straum al endurnýjun vélanna og aðalvið- haldi þeirra. Þetta hafa bændur hagnýtt sér svo, að segja má, að rækt- unarsamböndin hafi átt drýgst- an þátt í að hrinda ræktun landsins þeim risaskrefum fram á leið, sem raun ber nú vitni um. Á grundvelli þessara laga má einnig vænta þess að bændur geri í náinni framtíð mikil fé- lagsleg átök í byggingamálum sveitanna og geti á þann hátt hagnýtt sér byggingatækni þétt- býlisins í ríkum mæli, sér til vinnuléttis og hagnaðar. Kristófer Grímsson. Dýragarði Kaupmannafoafnar bœttist um daginn sjald- gæft rándýr, snjóhlébarðinn sem sést hérna á myndinni. Þetta er fjögurra ára gömul lœða. Heimkynni snjó- hlébarðans eru Síbería og Mið-Asía allt suður í Himalaja. Lofa skalþað sem vel er gert Síðustu dagana hefi ég verið að skoða og lesa beztu bók- ina, sem eftir mínu áliti var gefin út á siðastliðinu ári. Þessa skoðun mun ég eiga sameiginlega flestum þeim, sem hafa farið höndum um vasahandbók bænda, sem Ól- afur Jónsson fyrrverandi til- raunastjóri, annaðhvort hef- ur sjálfur samið greinar i, eða fengið færustu búvisinda- menn okkar til að gera. Reynsla allra alda og þjóða sýnir ótvírætt að örlög þjóða eru komin undir því hvemig ræktun lands og kjörum bænda er háttað og engin á- stæða er til að ætla að í því verði íslenzka þjóðin undan- tekning. Ég hefi undir höndum erlend- ar vasahandbækur bænda, sem eiga að gegna svipuðu hlut- verki í heimalandi sínu. Má- ske em ráðleggingar þeirra byggðar á meiri reynslu en sú íslenzka þvi þar hefur reynlsan í ræktunarbúskap safnazt í árahundmð, en hér er hún í sannleika sagt, með ótta og hreykni. í senn, að voga sér að sleppa pilsi móð- ur sinnar, foma búskaparlag- inu, í fyrsta sinn, en einmitt þetta er seiðmagn íslenzks þjóðlífs þvi gott er ,að vera ungur og finna löngun og getu til stórræða svella í æð- um og íslendingar hafa það fram yfir flestar aðrar þjóðir heims að eiga ónumið og ó- kannað land að mörgu leyti. Maður, sem ekki veit, hvað hann vill og getur, eða hvaða tökum hann á að beita við- fangsefnið, er ekki einu sinni hálfur liðsmaður í baráttunni fyrir framtíðinni, og þess- vegna er það djúp unun að lesa og íhuga fræðslu hand- bókarinnar því þar er saman- komið allt það sem beztu bú- vísindamenn okkar vita um, hvernig eigi að búa hér á landi, og við þurfum á þvi að halda, því þrátt fyrir allt tal ýmissa blaða um að allt sé í stakasta lagi í sveitunum, virðist mér að svo sé ekki. Efnahagslegt sjálfstæði er gmndvöllurinn undir raun- veralegu sjálfstæði, og ef við notum þá fræðslu, sem er í handbókinni og ryðjum úr vegi þeim tálmunum sem loka brautunum tll efnalegs sjálf- stæðis þá mun það í fram- tíðinni vera mikill heiður að vera íslendingur. Það er hlut- verk sósíalista að vera í broddi sóknar, en bezt mun reynast að hafa ekki slegið slöku við undirbúning og þjálfun og þessvegna þarf hver sósíalisti til sveita að reyna að kryfja til mergjar hvar við erum stödd og hvernig við getum náð tak- markinu, og til þess er vasa- handbókin afbragðs tæki. Að lokum vil ég þakka rit- stjóranum og Prentverki Odds Björnssonar fyrir vel unnin störf, þvi bókin er kostagrip- ur og á það við bæði hvað snertir efni og frágang. Ejnar Petersen. Loftsteinn oUi sprengingu Það mun hafa verið loft- steinn sem olli sprengingunni miklu á Nýja Sjálandi, sem skýrt var frá í fréttum fyrir nokkrum dögum. Vísinda- menn segja að lýsingar sjónár- og heyrnarvotta bendi eindreg- ið til að um hafi verið að ræða loftstein, sem hafi sprung- ið þegar hann kom inn í hin þéttari lög lofthjúpsins um- hverfis jörðina. UNGA STÚLKAN OG SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Það var einu sinni ung stúlka og það er ekki lengra síðan en svo, að hún er enn- þá ung og vonandi í bezta gengi. Þessi unga stúlka vann á stórum vinnustað hér í bæ og eins og gengur bar þar margt á góma. Dag nokkum lenti hún í stælum við ungan verka- mann á staðnum. Hún hélt þvi fram, að Sjálfstæðisflokkurinn væri vinveittur verkafólkinu og vildi hag þess sem beztan. Hann hélt því fram að þetta væri stundum í orði, en aldrei á borði, og full- yrti að Sjálfstæðisflokkurinn hefði aldrei stutt verkafólk í neinni vinnudeilu. Svona þráttuðu þau um þetta fram og aftur, unz hann bauð henni að veðja um það, hvort hún gæti fundið nokkurt dæmi þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði stutt verkafólk í vinnu- deilu. Unga stúlkan tók veðmál- inu og hóf síðan leitina. Hún kynnti sér marga ár- ganga Morgunblaðsins, en í hverri vinnudeilu sem þar var skrifað um, fann hún bara skammir um verkalýð- inn og kröfur hans. Hún gekk fyrir ráðherra og þingmenn og spurði þá hvenær Sjálfstæðisflokkur- inn hefði stutt verkalýðinn í vinnudeilu, en aldrei þessu vant misstu þeir allir málið. Hún fór til margra kunn- ingja sinna og spurði, en enginn gat svarað henni. Hún fór í Holstein og yfirheyrði yfirmenn og und- irgefna, og þar var gáð í skjöl og skilríki, en þar fundust engir pappírar henni í hag. Þó rámaði ein- hvern í að forysta Sjálfstæð- isflokksins hefði einhvern- tíma hygglað Friðleifi eitt- hvað einhverntíma, þegar honum sárlá á! En nú gat unga stúlkan ekki gert meira. Hún sá að hún hafði tap- að veðmálinu, þrátt fyrir samvizkusamlega leit. En hún sá fleira: Hún sá, að það var á einskis manns færi að vinna þetta veðmál, því að öll skrif Morgunblaðsins í öll- um vinnudeilum sönnuðu hið gagnstæða: að forysta Sjálfstæðisflokksins hafði aldrei í neinni vinnudeilu tekið afstöðu með verkafólk- inu, heldur alltaf á móti því. Hún sá, að ef afstaða Morgunblaðsins hefði ráðið, þá hefði kaupið aldrei hækkað, heldur væri það nú eins og það var fyrir ára- tugum síðan. Hinsvegar sá hún líka, að aldrei í neinu tilfelli hafði Morgunblaðið ráðizt á gífur- lega auðsöfnun og óhóf yfirstéttarinnar, alltaf að- eins ráðizt á verkalýðinn og oft með ókvæðisorðum. — Þannig fór um veðmál ungu stúlkunnar. — Nú standa yfir tvær vinnudeilur, önnur í Vest- mannaeyjum, hin á flutn- ingaskipum. 1 hvorugri deilunni hefur Morgunblaðið lagt launþeg- um lið, heldur þvert á móti dembt ókvæðisorðum yfir sjómenn og forystu þeirra. Framundan eru aðrar vinnudeilur, þar sem mörg verkalýðsfélög með þúsund- um meðlima (hvar af margir era sjálfstæðismenn) telja, að ekki sé lengur hægt að lifa við núverandi launakjör. Þessar launadeilur verða nýtt stórapróf á forystu Sjálfstæðisflokksins og blað hans, Morgunblaðið. Tekur það afstöðu með verkalýðnum eða móti? Á unga stúlkan að upplifa einn eina sönnun þess, að Sjálfstæðisflokkurinn leggi verkalýðnum aldrei lið í neinni vinnudeilu? Tugþúsundir verkafólks og landsmanna yfirleitt munu á næstu vikum hafa forystu Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins undir smásjánni. Með eða móti verkalýðn- um? Það er veðmálið.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.