Nýi tíminn - 17.02.1955, Blaðsíða 8
8) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 17. febrúar 1955
Á leið frá Berlín til Warne-
múnde um daginn þurfti ég
að skipta um lest í Witten-
berge. Er lestin rann inn á
járnbrautarstöðina þar, tæp-
um tveimur mínútum áður en
hin átti að fara, vék sér að
mér lítil stúika og spurði
hvort ég vissi á hvaða spori
hún stæði. Eg var því miður
engu fróðari, en okkur vildi
það til happs að lestinni sem
við áttum að taka frá Witten-
berge seinkaði um fáeinar mín-
útur. Við héldum hópinn til
Rostokk, og töluðum meðal
annars um stríðið. Hún varð
mjög alvarleg á svipinn er ég
spurði hana hvort hún myndi
það, hún sagði að mömmu
sinni vöknaði stundum enn
um augu er hún hugsaði til
hússins þeirra sem lagt var í
rústir, og hún sagði að það
mætti ekki verða stríð. Eg
mun lengi minnast alvöru
þessarar 13 ára stúlku er hún
sagði þessi einföidu orð. Hún
hjálpaði mér með farangurinn
úr lestinni í Rostokk yfir í
sporvagninn tii Warnemúnde.
Síðan kvöddumst við.
Er ég kom í setustofu toll-
skýlisins á hafnarbakkanum í
Warnemúnde var þar fyrir
kona með tvö börn. Eg tók
hana þegar tali. Hún var af
dönskum ættum, fluttist til
Þýzkalands árið 1938, og var
að fara í heimsókn til ætt-
ingja sinna á Jótlandi, fyrsta
siimi í meira en 16 ár. Börn
hennar, drengur og stúlka,
hlökkuðu mjög til heimsókn-
arinnar; þau voru smá vexti,
stúlkan 11 ára, drengurinn 9
ára, og mér kom til hugar
að þau hefðu ekki alltaf átt
sjö dagana sæla. Konan fór
að segja mér af stríðinu, og
það kom heim: einnig á henni
hafði það dunið. Litla stúlk-
an greip hvað eftir annað inn
í frásögn móður sinnar, jók
hana og fyllti; og enn í dag
undrast ég hve þessi litla
veiklulega stúlka var fullorð-
in í tali og hugsun. Hún
sagðist halda að mamma sín
mundi aldrei jafna, sig eftir
• Tvær litlar
stúlkur
þær ógnir sem yfir hana
höfðu gengið; það fyrsta sem
ég man er að mér var kalt,
sagði hún; það má aldrei
framar verða strlð, sagði hún
— ég veit að þá mundi ég
deyja, bætti hún við; og ég
hef aldrei verið fjær því en
þá að geta komið fyrir mig
orði. Við kvöddumst á stöð-
inni í Gedser; nú er hún aft-
ur komin heim til pabba í
Bernburg, þessi litla gáfaða
stúlka er hafði reynt kvöi
heimsins.
Það var ein kenning nas-
ista að allt böl í veröldinni
stafaði af Gyðingum; og af
því þeim var umhugað að
gerá heiminn hamingjusam-
an, brutu þeir mjög heilann
um hvernig þeir ættu að
leysa „Gyðingavandamálið."
Að lokum fundu þeir lausn-
ina, og hún var ofureinföld:
að útrýma Gyðingum til síð-
asta manns. Það var éitt höf-
uðviðfangsefni nasista í her-
numdum löndum í stríðinu að
þefa uppi hvern Gyðing, láta
skrá hann, taka síðan af hon-
z/Eg vcit nð
fȇ mun4i
ég deyjn "
Nasistar smala saman pólskum Gyðingum I Varsjá — það gæti
verið atriði úr kvikmyndinni, en þetta er söguleg ljósmynd,
birt I bók Russels lávarðs: Svipa hakakrossins (The Scourge
of the Swastika) .
um eignir hans, flytja ham
að lokum í útrýmingarbúð'r
— skjóta hann, brenna hann,
höggva hann, hengja hann.
Landstjóri Póllands í styrj-
öldinni, Hans Frank sagði:
„Hvað eigum við að gera við
• „Þetta sífellda
kjaftæði“
Gyðingana? .... Hversvegna
allt þetta sífellda kjaftæði?
I stuttu máli sagt: við út-
rýmum þeim með okkar eigin
aðferðum. Við verðum að
hefjast handa um að koma
þeim fyrir kattarnef. Allsherj-
arríkið verður að vera eins
Davidek litli í Uppreisninni í
Varsjá. Þeir sem sáu mynd-
ina munu ekki gleyma' gim-
steinunum undir brám hans.
dauðhreinsað af Gyðingum og
Þriðja ríkið sjálft.“
Nasistar gerðu morð að vís-
indagrein, og þeir gerðu
rnargar stórar uppgötvanir í
henni, enda ekkert til sparað.
Hvergi mun þeim þó hafa orð-
ið betur ágengt en í Póllandi.
Svo hefur talizt til að árið
1939 hafi yfir 3 milljónir Gyð-
inga búið þar í landi. Árið
1946 hafðist upp á fimmtíu
þúsundum. Svona árangri
geta vísindin náð. „Á sama
hátt og Gyðingavandamálið í
Þýzkalandi verður ekki leyst
fyrr en síðasti Gyðingurinn er
horfinn af sviðinu, þannig
verður afgangurinn af Evrópu
að horfast í augu við það að
þýzki friðurinn sem bíður
hennar hlýtur að verða friður
þar sem enginn Gyðingur
fyrirfinnst“. Svo ritaði hið op-
inbera málgagn SS-sveitanna,
Das Schwarze Korps, árið
1940 — þetta var leiðarljósið;
þannig skyldi engin fyrirhöfn
spöruð til að tryggja álfunni
„þýzkan frið“ í þúsund ár.
En það varð nú samt ekki
þýzkur friður sem Evrópu
hlotnaðist í stríðslok, heldur
friður þar sem hinir 50 þús-
und Gyðingar sem eftir lifðu
í Póllandi voru aftur settir á
bekk með mönnum; fyrirlitn-
ing heillar veraldar grúfist
þung yfir nöfn þeirra sem
hugðust afmá þá af jörðinni.
En mirining hins liðna er ekki
aðeins hryllileg -— hún er
einnig glæsileg og fögur; hún
er auðug af dæmum um mann-
lega reisn eins og hún verður
hæst, um mannlegt þrek eins
og það verður máttugast, um
mannlega fórn eins og hún
verður kærleiksríkust — það
er minning þeirra sem myrtir
• Minning
hins liðna
voru, barátta þeirra sem kom-
ust af. Og hér í Reykjavík
hefur nýlega verið sýnt dæmi
þess hve pólsku þjóðinni er
þessi minning dýrmæt, hvern-
ig listamenn hennar vinna tig-
in listaverk úr efni hennar.
Það er kvikmyndin Uppreisn-
in í Varsjá.
Að baki þeirri mynd er sag-
an um 400 þúsund Gyðinga
sem fyrst var staflað saman
í afmarkað hverfi í borginni.
Er lífi þeirra var loks stefnt
í opna glötun gerðu þeir
samblástur • gegn kúgurum
sínum. Það var um 20. apríl
1943. En vísindamenn morðs-
ins neyttu þá þekkingar sinn-
ar, og 16. maí .var öllu lok-
ið. Það var samin mikil og
vönduð skýrsla um atburð-
ina. Á titilblað hennar var
skrifað fögru gotnesku letri;
„Það er enginn Gyðingabú-
staður lengur í Varsjá“.
I myndinni er að vísu gefin
stórbrotin lýsing á því er Gyð-
ingahverfið var skotið í rúst-
ir og brennt til ösku. En þó
er hún ekki fyrst og fremst
gerð til að vera heimild um
aðferð nasistanna, heldur um
hjarta Gyðinganna — um
mannlega reisn, fórn og elsku
andspænis trylltri grimmd og
vísum dauða. Það yrði of
langt mál að rekja efni mynd-
arinnar, og ég kann ekki að
lýsa snilld hennar. En hún er
alveg tvímælalaust ágætasta
„stríðsmynd" sem ég hef séð;
hún hlýtur að verða talin með
stórmyndum allra tíma. Aðal-
persónurnar eru tvö börn,
Davidek og Jadzia; og hér er
aftur komið að litlu stúlkun-
um þýzku í upphafi: þær voru
mér oft í huga meðan ég
horfði á myndina. Eða hvern-
ig er hægt að tala af jafn-
miklum sannleik um stríð og
þær gerðu án þess að þekkja
það eða afleiðingar þess af
eigin raun — og hvernig gætu
börn leikið það af jafnskilyrð-
islausri snilld og þau Davidek
og Jadzia án þess að hafa lif-
að það? Pólverjar áttu ekki
aðeins borgir í rústum til að
sýna í myndinni, heldur einn-
ig fólk til að klöngrast um
þær með trúverðugum hætti;
Zlotnicki litli, sem leikur
Davidek, hefur kannski komið
fyrr í skólpræsi Varsjárborg-
ar; Broniewska, sem leikur
Jadziu, hefur máski horft
upp á föður sinn deyja;
gamli Libermann, sem biðst
fyrir í eldinum, hefur ef til
vill séð hvemig hrumur rabbí
bar sig til í ofanverðum a~'ril
1943 — ella hefðu hjörtu
þeirra allra vart slegið svo
þungum slætti og heitum í
augum þeirra. Mér fannst ég
aftur sjá stúlkuna litlu sem
sagði mér að mamma sín
gréti enn yfir stríðinu —
stúlkuna sem vissi að hún
mundi deyja ef aftur kæmi
• Að lifa stríð
og leika það
stríð. Atburðirnir í Varsjá
vorið 1943 mega ekki falla í
gleymsku. Kvikmyndin af
þeim atburðum gæti skýrt
okkur hugtök striðs og frio-
ar. Hún vekur í einu traust á
gildi hárrar listar og tign
mannlegs hjarta.
Eg sagði að fyrirlitning
heillar veraldar grúfðist yfir
nazismann og þá er fyrir hon-
um stóðu. Það var ofmælt —
hann á enn ítök víða um lönd;
og það er aftur kominn sá
tími að óhætt er að taka sér
nafn hans í munn. Jafnvel
sumir þeir sem afneita honum
enn í orði breyta eftir boðum
hans í raun; og þótt Varsjá
sé aftur risin í nýrri fegurð,
þar sem æska heimsins ætlar
að hittast að sumri, þá hafa
verið stofnuð önnur „gettó“
á öðrum stöðum, aðferðir naz-
ismans hagnýttar af fullkomn-
ustu tækni. Um 60 þús. inn-
fæddra manna í Kenía hafa
verið settar í fangabúðir síð-
astliðin ár -— hvað er það
annað en hreinn og ómengað-
ur fasismi? Og hér á síð-
unni er nú prentuð fyrirsögn
úr dagblaðinu Vísi á fimmtu-
daginn var; þar talar þó sá
sem ekki verður vændur um
rakalausar árásir á brezkt
hátterni í nýlendunum. ^Eg
tek hér fréttina alla orðrétt:
„London (AP). — Hershöfð-
ingjaskipti hafa orðið hjá
Bretum í Kenya. Þegar sir
George Erskine hætti störf-
um skýrði hann svo frá, að
frá því í október 1952, þegar
• „Gettó“ á nýjum
stöðum
brezka nýlendustjórnin lýsti
landið í hemaðarástand hafi
rúmlega 7800 Mau Mau-menn
verið felldir í bardögum eða
skærum við her og lögreglu.
Á sama tíma hafa næstum
1200 verið teknir höndum,
margir þeirra særðir, í bar-
dögum, og yfir 8000 þúsund
gefizt upp, er þeim var heit-
ið sakaruppgjöf, hefðu þeir
ekki morð á samvizkunni. Er
þó ekki vitað um allt mann-
fall Mau Mau-manna, því að
margir hafa farizt í loftárás-
um Breta.
Þá liefur einnig verið skýrt
frá því, að Bretar hafi látið
hengja 791 blökkumann fyr-
ir morð eða önnur afbrot, sem
Bretar haía litið sérstaklega
alvarlegum augum. (Letur-
br. Vísis).
Á þessu tímabili hafa tæp-
lega 70 evrópskir menn, her-
menn og borgarar, fallið í bar-
dögum eða verið myrtir, auk
20 manna af asískum ættum
og nærri 1800 svertingjar,
sumir í hersveitum Breta.“
Nasistar kenndu heiminum
að Gyðingar væru fólk af
lægri gráðu —það var frum-
staðreynd, og í nafni hennar
myrtu þeir í Póllandi 2.950.000
Gyðinga af 3.000.000. Það
játuðu ýmsir einfaldir menn
þessum rökum; og það er
skylt viðhorf sem mótar hina
„hlutlausu“ frásögn Vísis:
Framhald á 11- c>ðu.
toéte hafa fcfft m 7800
Mm Mm mcm frá í okt. '52.
Qg latáð bcngja nœrri 800.
Fyrirsögn á forsíðu Vísis s.l. fimmtudag.