Nýi tíminn - 17.02.1955, Qupperneq 11
,Ég veit að þó mundi ég deyja'
Framhald af 8. síðu.
Bretar, sem myrða 120 má-
má-menn fyrir hvem Evrópu-
mann, líta morð „sérstaklega
alvarlegum augum“, Menn
minnast ósjálfrátt hefndar-
innar í Lidice þegar Heyderich,
böðull Tékkóslóvakíu, var
drepinn. Eins og nasistar
kenndu að Gyðingar væru
fimmta flokks fólk, kalla
Bretar í dag mámá-menn
hryðjuverkahópa, óaldar-
flokka, villimenn. Og þó er
sök þeirra sú ein að hafa
frá alda öðli átt heima í landi
sem útlendir ránsmenn vilja
nú sitja að í skjóli vopna og
þess valds er þeim fylgir.
„Þín siðmenning er sterlings-
pund“. Þyki einhverjum, er
sá Uppreisnina í Varsjá, sem
framferði nasista er þeir
smöluðu fólkinu í Gyðinga-
hverfið (gettóið) hafi verið
harkalegt hlyti hann um íeið
að minnast annarra tíðinda
nýrri: undanfarna daga hef-
ur Jóhannesarborg í Suð-
ur-Afríku, sambandslýðveldi
Bretlands hins mikla, verið
hreinsuð af blökkumönnum,
þeir hafa verið fluttir í sér-
stök hverfi utan borgar, hús
þeirra og hreysi inni í borg-
inni jöfnuð við jörðu, brennd,
til ösku. Hitler mætti vel una,
sínum hlut í nýlendum nú-:
timans, hann mundi hafa vel- i
þóknun á George Erskine. Og
Vísir virðist líta upp til hans,;
enda er þessi maður ekki |
annað en framkvæmdastjóri
pólitískrar stefnu sem eitt
höfuðríki „vestræns lýðræðis“
100 milljónir
Framhald af 1. síðu.
standa við fisksölu sem samið
hafði verið um. En aðaleigandi
fyrirtækislns sem ætlaði að
kaupa fiskinn er Hálfán Bjarna-
son sjálfur! Sá gróði sem hirtur
er beint og óbeint með útflutn-
ingseinokuninni er mjög vand-
lega falinn, en hann nemur án
efa miUjónatugum á ári.
Félag járniðnaðarm.
Framhald af 1. síðu.
hyglisvert fordæmi um stéttar-
lega samstöðu og vísað sundr-
ungartilraunum afturhaldsins og
áróðri þess algjörlega á bug.
Með stjórnarkjörinu hafa reyk-
vískir járniðnaðarmenn séð svo
um, að félag þeirra búi við
reynda, trausta og örugga for-
ustu í þeim miklu hagsmuna-
átökum sem verkalýðsstéttin á
framundan.
• I
Stjórn og trúnaðarráð.
Hin nýkjörna stjórn Félags
járniðnaðarmanna er skipuð
þessum mönnum: Snorri Jónsson,
formaður, Hafsteinn Guðmunds-
son, varaformaður, Tryggvi
Benediktsson, ritari, Bóas Páls-
son, vararitari, Bjarni Þórarins-
son, fjármálaritari. Gjaldkeri
(utan stjórnar) er Loptur Á-
mundason.
í trúnaðarráði eiga sæti, auk
stjórnar: Kristján Huseby, Ingi-
mundur Bjarnason, Sigurjón
Jónsson (Stálsm.), Gunnar Guð-
mundsson. Varamenn: Guðm.
Hjalti Jónsson, Árni Kristbjörns-
son og Einar Magnússon.
rekur — bandalagsríki ís-
lendinga á vettvangi heims-
stjórnmálanna.
Eg veit að ég mundi deyja
ef það kæmi aftur stríð, sagði
litla stúlkan frá Bernburg.
Það vekur ýmsar hugsanir að
sjá kvikmynd eins og Upp-
reisnina í Varsjá; og sá grun-
ur verður nærgöngulli en fyrr
að við mundum öll deyja ef
það kæmi aftur stríð. Við
sjáum Davidek þar síðast er
hann özlar elginn til liðs við
ættfólk sitt í baráttu þess
fyrir friðnum. Við eigum
þann einn kost að feta í fót-
spor hans. Á þeim vegamótum
sést það hvert hjarta slær í
brjósti okkar. — B.B.
Scvétstjérnin
Framhald af 2. síðu.
;||| il
Fjaðráfok í London og
Washington
Breytingamar á stjórn Sovét-
ríkjanna hafa valdið miklu
fjaðrafoki í höfuðborgum Vest-
urveldanna. Churchill hélt tvo
ráðuneytisfundi í London í gær
til að ræða breytingarnar og lá
fyrir þeim síðari skýrsla frá
Hayter sendiherra í Moskva.
Eisenhower hefur setið á stöð-
ugum fundum með ráðunautum
slnum. Hann sagði blaðamönn-
um í gær, að breytingamar á
sovétstjórninni þurfi ekki endi-
lega að þýða það að Sovétríkin
verði harðari í hom að taka en
verið hefur.
Fiskimjölsverksmiðja
Framhald af 12. síðu.
ganga í berhögg við dóma
Hæstaréttar?
• Maðurinn með
heiðursmerkið
Sjávarútvegsmálaráðherrann,
Ólafur Thors, hefur haldið ræðu
á sjómannadögum undanfarin
ár, farið þar mörgum fögmm
orðum um sjómannastéttina og
þá þakkarskuld sem þjóðin.
stæði í við hana. í fyrra var
þessi ráðherra svo sæmdur
æðsta heiðursmerki sjómanna-
dagsins!! Nú er ríkisstjórn hans
og málgögn að gjalda þakkar-
skuldina með því að stuðla að
því að reynt sé að stela af verði
þess afla sem sjómennirnir
draga á land, svipta þá rétt-
mætu kaupi. Þessi árás á sjó-
mannastéttina er svo einstæð
og lúaleg að hliðstæður eru
vandfundnar. Enda njóta sjó-
menn óskipts stuðnings allrar
alþýðu, og það mun koma í ljós
í sívaxandi mæli næstu daga ef
ríkisstjórnin og handbendi henn-
ar láta ekki tafarlaust af fjand-
skap sínum.
Færeyjagrein
Framhald af 6. síðu.
leiðöngrum eða yinna að land-
búnaði, iðnaði og sjómennsku
á íslandi.
Þó munu flestir þeirra
hverfa heim aftur eftir nokk-
urn tíma, gagnteknir af nýj-
um viðhorfum. Og þeir efla
þá hreyfingu sem krefst þjóð-
félagsöryggis, framfara og
sjálfstjómar á Færeyjum.
Fimmtudagur 17. febrúar 1955 — NÝI TÍMINN — (11
SVIKlN
Framhald af 7. síðu.
Nei.
Austfirðingar eiga að af-
þakka þá kotungslegu „lausn“
á rafmagnsmálum þeirra. Þeir
eiga að halda áfram að berjast
fyrir virkjun í Lagarfossi og
nú stórvirkjun 15 þús. kw. —
Stjórn raforkumálanna er á
undanhaldi. í sumar var á-
kveðið að láta okkur hafa
,,spottann“ einan. En vegna
harðvítugrar andspyrnu Aust-
firðinga var að því horfið að
reisa jafnframt aflstöð hér fyr-
ir austan, en svo litla, að hún
fullnægir á engan hátt þörfum
og ekkert fremur þó hún væri
helmingi stærri en vera ætti
miðað við orkuna á virkjunar-
stað. — Ef við nú með fundar-
höldum, undirskriftum og á
annan hátt mótmælum þessum
fyrirætlunum og heimtum efnd-
ir á loforðunum um Lagarfoss-
virkjun. munum við koma mál-
inu fram.'
|'-Þ'éssi húál'eru ' okkar ' sjáif-
stæðismáL Verði þ'au ekki'leyst
á^ viðúnandi Hátt, hlýtur 'þéssi
landshluti að dragást áftur úr.
Verði hinsvegar næg brka fyr-
ir hendi munu rísa hér úpp
stór iðnfyrirtæki og geta hiá
þess, að Þorsteinn kaupfélags-
stjóri á Reyðarfirði hefur hvað
eftir annað látið þess getið, að
hann vissi til þess að hér
mundi rísa upp stóriðnrekst-
ur, ef fyrir hendi væri orka.
Austfirðingar mega ekki láta
undan síga. Nú er þeim lífs-
nauðsyn að standa saman.
Hversvegna Lagarfoss
Ástæða er til að spyrja hvers-
vegna Austfirðingum sé svona
mikið kappsmál að fá Lagar-
foss virkjaðan, hvort aðalatrið-
ið sé ekki að fá næga orku á
viðráðanlegu verði. Vissulega er
það aðalatriðið. En það er
barnaskapur að ætla að láta
Austfirðinga treysta á Laxár-
rafmagn eingöngu, þar sem
leggja þarf „spottann“ langa
vegu yfir veðurhörðustu öræfi
landsins og geta liðið svo vik-
ur, að ekki verði mögulegt að
senda menn til viðgerðar. f
öðru lagi er talið að orkan í
Laxárvirkjun verði þrotin 1961
og sennilega fyrr vegna stækk-
unar orkuveitusvæðisins og á-
forma um að leiða rafmagn frá
Laxá víðsvegar um Norður-
land. Er talið að ekkert vatns-
fall sé‘ líklegra til virkjunar
næst á eftir Laxá en Lagarfoss
og eigi virkjun þar að vera
tiltæk 1961 þarf að hefjast
handa innan skamms. Virðist
þá beinlínis vera bruðlað með
fé, ef nú á að gera smávirkj-
un í Grímsá. Svo er þess að
gæta, að vatnstruflanir í
Laxá eru mjög tíðar af völd-
um krapa og er þess skemmst
að minnast, að nú undanfarið
hefur orðið að skammta raf-
magn á Akureyri og orkuveitu-
svæði Laxár yfirleitt.
Einu sinni reiknuðu sérfræð-
ingarnir út, að hægt væri að
gera aflmikið -orkuver við
Fjarðará, ég held 10 þús. kw.
Hvers vegna er þá ekki frem-
ur lagt til að Fjarðará sé
virkjuð í stað Grimsárspræn-
unnar?
Hefur kannski vatnsrrtagn
Fjarðarár minnhað við vöxt
þess í Grímsá? Það hefur vist
borið við áður, að sérfræðing-
amir hafa flutt vatnsmagn
milli þessara vatnsfalla.
Franskirbændur
Framhald af 5. síðu.
gengu þá fylktu liði til ráðhúss-
ins til að krefjast hærra verðs.
Sló þá í bardaga við lögreglu og
meiddust um 50 bændur. Var
aðförum lögreglunnar mótmælt
næstu helgi á eftir með því að
tálma umferð á þjóðvegum i ná-
grenni borgarinnar og hefur sú
aðferð nú verið tekin upp víðar
um landið.
Kerrur, vörubílar og
jarðýtur
í gær óku bændur Rerrum sín-
um, vörubílum, traktorum og
jarðýtum út á þjóðvegina og
lokuðu þeim. Vegfarendur fengu
þó að komast leiðar sinnar eftir
nokkrar tafir, en ekki fyrr en
þeir höfðu hlýtt á röksemdir
bænda fyrir hækkuðu afurða-
verði og þegið bæklinga þar
sem málstaður bænda er út-
skýrður.
Gáfu kartöflusekki
, ' Sumstaðar voru vegfarendum
gefnar landbúnaðarafurðir með
-þéim ummælúrn að það svaraði
ékki kostnaði að selja þær á
því verði, sem stjórnarvöldin
■háfa ákveðið. Vegfarendur við
Chartres fengu þannig eins mik-'
ið af kartöflum og þeir vildu.
Erlend tíðindi
Framhald af 4. síðu.
ára hefur sýnt að það er sein-
unnið verk að auka kvikfjár-
ræktina svo miklu muni í
gömlu landbúnaðarhéruðunum.
Hinsvegar gefur uppskeran af
nýræktinni von um sk-jótari
árangur. Til þess að nýta þá
möguleika þarf ekki fyrst og
fremst að efla neyzluvöruiðn-
aðinn heldur þungaiðnaðinn,
sem framleiðir vélar til að
brjóta og rækta stórar land-
spildur og byggingarefni í hús
yfir landnemana. Og þegar
syrtir í lofti í alþjóðamálum
taka stjórnendur Sovétríkjanna
þá ákvörðun að eínbeita kröft-
um sínum að þeirri leið til að
auka landbúnaðarframleiðsl-
una, sem gefur von um skjót-
ari árangur. M. T. Ó.
Væru bezt
komnir á botni
Kyrrahafs
1 ræðu á Verkamannaflokks-
fundi í Bretlandi nýlega komst
þingmaðurinn Arthur Green-
wood, einn af miðstjórnar-
mönnum flokksins, svo að orði
um utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna og framkomu hans
gagnvart Kína:
„Hr. John Foster Dulles hef-
ur til að bera næstum því jafn
mikla greind og samningalipurð
og meðal uxi . . . Hann er eins
og mylnusteinn um háls Vest-
urveldanna. — Honum væri
sæmst að fara til mikilmennsku
brjálæðingsins Sjang Kaiséks
og steypa sér ásamt honum í
Kyrraliafið. í rauninni eru
stríðshættan og vetnissprengj-
an hreinasti barnaleikur í sam-
anburði við hið bölvaða banda-
lag hr. Dullesar og Sjangs
hershöfðingja“.
Stjórnin þorir ekki
Framhald af 1. síðu.
að blekkja almenning um ástand-
ið hjá arðbærasta atvinnurekstri
þjóðarinnar. Atvinnulífið mun
því sannarlega ekki fara úr
skorðum þótt orðið sé við rétt-
mætum kröfum verkafólks um
kauphækkanir.
Árskýrsla ...
Framhald af 9. síðu.
Daily Mail, birti þá fregn und-
ir stórum fyrirsögnum, í flcst-
um blöðum var hún svo gott
sem grafin í stuttum klausum
eða alls ekki birt.“
bffl af grælgi
Franskur loftfimleikamaður
skýrði dómstóli í Versölum frá
því á dögunum, að hann hefði
drepið enska kennslukonu
végna þess að hann hafði ekki
matfrið fyrir ástaratlotum henn
ar. „Hún vildi fá mig til að
haga mér eins og skepna",
'sagði fimleikamaðurinn Jean
Liger, sem er 29 ára gamall.
Þetta gerðist rétt hjá Ásta-
musterinu, sem Loðvík XV. lét
reisa á 18. öld handa frillu
sinni madame du Barry.
Skógarverðir fundu lík stúlk-
unnar, Jaqueline Richardson,
25 ára gamallar, sex mánuð-
um eftir morðið. Liger hafði
hulið það moldu. Hann hlaut
sjö ára fangelsisvist fyrir glæp-
inn.
Málverkafalsarar
dæmdir í Liibeck
Dómstóll í Liibeck hefur
dæmt listmálarann Lothar Mal-
skat í 18 mánaða fangelsi fyrir
svik og skjalafals. Annar lista-
maður, Dietrich Frey, hlaut 20
mánaða fangelsi fyrir sömu
sakir, en sá þriðji, Dietrich-Dir-
schau, var sýknaður.
Þessirmenn voru allir sakað-
ir um að hafa falsað 21 dýr-
lingamynd í hinni 700 ára
gömlu Maríukirkju í Liibeck,
sem þeim hafði verið falið að
gera við eftir eyðileggingu
stríðsáranna. Malskat sjálfur
kom upp um þá félaga fyrir
nokkrum árum, en orðum hans
var ekki trúað, fyrr en nefnd
listfræðinga hafði skorið úr því
að myndirnar væru falsaðar.
Mikil hátíð var haldin í sept-
ember 1951, þegar „viðgerð"
kirkjunar var lokið og Frey
og Malskat voru þá óspart
hylltir fyrir hve vel þeim hefði
tekizt að koma listaverkum
kirkjunnar í samt lag.
5 þús. kr. framlag fil end-
urnýjunar á björgunar-
tækjum
Kvennadeild Slysavarnafé-
lagsins í Neskaupstað hefur
sent Slysavarnafélagi Islands 5
þúsund kr. til endumýjunar á
björgunartækjum björgunar-
sveitarinnar á ísafirði. Jafn-
framt sendir kvennadeildin
innilegt þakklæti sitt til allra
þeirra, er á einhvern hátt að-
stoðuðu við björgun skipverja
af Agli rauða.