Nýi tíminn


Nýi tíminn - 12.01.1956, Side 1

Nýi tíminn - 12.01.1956, Side 1
★★ MTJNIÐ ★ ★ AÐ ★ ★ GREIÐA ★ ★ NÝJA TlMANN ★ ★ SKILVÍSLEGA TSMSIM Fimmtudagur 12. janúar 1956 — 16. árgaugur — 2. tölublað Þanníg hirSa auShringarnir arSinn af framleiSslunni: Magn Pigsi sem Islendingor nota af olíum á árl §0 millj. kr. dýrara en í Þýzkalandi íyrir alla ör«5agle!ka liefur framlelðsla sjávar- átvegsins farlá sivaxandl á imdaiBförimm áriim í desembermánuði s.l. kostaði tonnið aí togaraolíu 347 kr. í Vesturþýzka-- landi en kr. 413 hér: mismunurinn var 66 kr. eða 20%. Á sama tíma kostaði bátaolía og olía til húsakyndingar kr..548 í Vesturþýzkalandi en kr. 924 hér; mismunurinn var kr. 376 eða 70%. Samkvæmt þessu er magn það sem selt er af olíum á ári hérlendis allt að 50 milljón krónum dýrara en í Vesturþýzka- landi. Ennþá meiri verðmunur er á benzíninu. Samt mun vera öllu meiri ílutn- ingskostnaður frá Mexíkóílóa til Þýzkalands en frá Sovétríkjunum og hingað, og munur á kaupgreiðslum er sáralítill og skiptir ekki máli. Þessum athyglisverðu stað- reyndum skýrði Lúðvík Jósefs- son frá í ræðu þeirri sem hann flutti á fundi Sósíalistafélags Reykjavíkur í fyrrakvöld, en þar rakti hann í stórum drátt- um ástandið í sjávarútvegs- málum hérlendis, hvernig við værum á vegi staddir og hvað gera þyrfti til að koma sjávar- útveginum á skjmsamlegan grundvöll. Var ræða Lúðvíks stórfróðleg, og fer hér á eftir útdráttur úr henni: Stóraukin fram- leiðsla Árið 1943 — eitt mesta síid- veiðiár í sögu þjóðarinnar — var heildarframleiðslan af fisk- afurðuni. fyrir utan síld, 201000 tonn. Sildin var það ár 170000 toim, eða heildaraflinn um 370.000 tonn. Árið 1946 var fiskaflinn ann- ar en síld kominn upp í 236 þús. tonn. Síldveiðin varð hins- vegur mun minni vegna afla- brests eða 132.000 tonn, en engu að síður hélzt heildaraflinn að heita má óbreyttur. Á því ári sem nú er nýliðið, 1955, var fiskafli annar en síld 350.000 tonn — eða ámóta mikið magn og lieildaraflinn 1943. Síldin varð 55.000 tonn, og heildaraflinn þannig yfir 400 þús. tonn eða meiri en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar, þráít fyrir það að norðurlands- síldin brást. Þessi aukning kemur einnig skýrt í ljós í skýrslu Fram- kvæmdabankans um sjávarút- veginn 1954. Þar segir svo: „Þegar verzlunin er athuguð er hið fyrsta sem menn reka aug- un í hin gífurlega aukning út- flutningsins. . . Miðað við með- altal áranna 1950—1952 þá hef- ur magn útflutningsins aukizt um hvorki meira né minna en 36% á árinu 1954.“ Ekki stafar þessi aukning af því að mönnum hafi fjölgað á fiskveiðiflotanum, þvert á móti sýna skýrslur að þeim hef- ur fækkað. Ekki hefur bátum heldur fjölgað á þessu tímabili; hinsvegar höfum við eignazt miklu betri og afkastameiri skip, tækni við veiðamar hef- ur stórbatnað og við höfum lagt undir okkur stærra veiði- svæði. Og það er ástæðan til þess að sjávarútvegurinn sem atvinnugrein hefur jafnt og þétt skilað þjóðinni meira arði, aflinn hefur sífellt farið vax- andi þótt ekki hafi fleira fólk eða skip tekið þátt í framleiðsl- unni. Þessar staðreyndir sýna og sanna að sjávarútvegurinn er okkur — þrátt fyrir állar sveifl- ur og „öryggisleysi" sem rætt er um — eins stöðug eða stöð- ugri tekjulind en iðnaðurinn í iðnaðarlandi eins og Bretlandi eða landbúnaðurinn í landbún- aðarlandi eins og Danmörku. Framleiðsluverðmæti sjávar- afurða hefur svo aukizt miklum mun meir en aflamagnið ber með sér. Árið 1943 framleidd- um við aðeins 2.800 tonn af fiskimjöli, en 1954 23.000 tonn; hraðfrystingin hefur á sama tíma farið stórlega í vöxt; fisk- herzlan orðið mjög mikilvægur þáttur framleiðslunnar o. s. frv. og allt hefur þetta marg^ faldað verðmætið. Á sama tíma og þessi stór- fellda aukning hefur orðið, fer því mjög fjarri að við höfum fullnýtt möguleika okkar. Báta- flotinn hefur verið stöðvaður æ ofan í æ, og seinast þessa dagana. Togaraflotinn hefur stöðvazt máiiuðum saman vegna ágreinings um kjör og af öðrum ástæðum. Einstakir tog- arar hafa legið í reiðileysi mán- uðum saman, t. d. annar Vest- mannaeyjatogarinn og togarinn Keflvíkingur, sem lá bundinn i, í Reykjavíkurhöfn 7% mánuð á s.l. ári og liggur enn. Fram- leiðslan sjálf hefur aftur og aftur verið takmörkuð og stöðv- uð; t. d. volu síldveiðarnar í Faxaflóa þrívegis stöðvaðar í haust. Oft á þessu tímabili hafa hraðfrystihúsin ekki mátt frysta nema ákveðinn skammt, og síðan hefur verið tekið fyrir veiðarnar og þannig mætti lengi telja. Framleiðsluaukning- in hefur orðið þrátt fyrir þessa óstjórn í efnahagsmálunum — og hún hefði getað verið langt- um meiri ef öll geta okkar hefði verið fullnýtt — og gefur þá auga leið hvers við værum megnugir ef togaraflotinn væri stækkaður og bátaflotinn efld- ur. Auk þeirra örðugleika sem sjávarútvegurinn hefur orðið að glíma við, kemur svo láns- fjárstefna banka og ríkisstjórn- arinnar, sem sérstaklega virð- ist beint gegn þessum aðalat- vinnuvegi þjóðarinnar. í skýrslu Framkvæmdabankans um árið 1954 segir svo um breytingar á útlánum bank- anna: Útlín til landbúnaðar jukust um 61 milljón kr. Útlán til verzlunar jukust um 42 millj. kr. Útlán til iðnaðar jukust um 13 millj. kr. Útlán til sjávarútvegs MINNKUÐU um 9 millj. kr. Þessar tölur tala sínu skýra máli um afstöðu valdhaíanna til sjávarútvegsins. Framhald á 12. síðu. Þorsteinn Jónatansson Aðaííundiir Sósíalistafélags Almreyrar Aðalfundur Sósíalistafélags Akureyrar var haldinn síðast- liðinn sunnudag, og var hann fjölsóttur. Hefur félagsmönn- um fjölgað um 24 á árinu. Formaður Sósíalistafélagsins var kosinn Þorsteinn Jónatans- son; varaformaður Jón Ingi- marsson; ritari Guðmundur Snorrason; gjaldkeri Sigtrygg- ur Helgason; meðstjómendur Tryggvi Helgason, Guðrún Guð- varðardóttir og Björn Jónsson. 1 2 3 4 5 6 - 7 ,8 9 1Q 3L. 0! Ö oc t DEL CORREL 0 'Á 0 7 / 0 0 0 'k Q 3 8 2 PENROSE % 0 ’k / ’k 0 0 0 0 O s ■ h 3 FRIÐRIK 1 Zz 0 7 L / 'h /. h H- t l 2 4 GOLOMBEK 0 0 0 • 0 £ Zi T 0 O: % JO 5. FULLER 0 h 0 I * z. h' M 7z Zz '&M ' hl . 6 PERSITZ / ! 0 Zz Ix m 0 0 O % ú-7 7 IVKOFF 7 l ‘k % % ! m 1 m 0 ú 3 Q- TA JMANOFF /. í 0 1x T ! 0 m / % ’ip' 9 DARGA 7i ! !x ! k 1 0 0 m .0 M •6; . JO KORSTNOI -/■ / íx T '/2 k 7 %. i 1 i: 2 Friðrik og Korsfnoj urðu jafnir efsfir í Hasfings GerSu báSir jafntefli I lokaumferSinni, Ivkoff þriSji, Tajmanoff fjórSi Skakniótinu í Hasting's lauk með því að Friðrik Ólafs- son og Korstnoj urðu jafnir og efstir með sjö vinninga hvor. Gerðu þeir báðir jafntefli í síðustu umferðinni; Friðrik við júgóslavneska stórmeistarann Ivkoff og Kor- ; stnoj við Bretann Fuller. Er sigur Friöriks á mótinu mik- ill og sannar að hann er enn í örum vexti sem skák- maður og þó þegar kominn í fremstu röð. Aðrar skákir í síðustu umferð fóm þannig að Tajmanoff vann Penrose, Golombek gerði jafn- tefli við Persitz og Darga gerði jafntefli við Del Corral. Röð keppenda á mótinu er því þessi: 1-2 Friðrik Ólafsson og Kor- stnoj, 7 vinningar. 3 Ivkoff, 6VÍ; vinningur. 4 Tajmanoff, 6 vinningar. 5 Darga 4% vinningur. 6-7 Fuller og Persitz, 3J/2 v. 8 Del Corral, 3 vinningar. 9 Penrose, 21/) vinningur. 10 Golombek, iy2 vinningur. Geysilegur áhugi var hjá al- menningi í gær að fylgjast með úrslitunum og mikill fögnuður er þau bárust. Meðal skeytal sem Friðriki voru send var eitt frá menntamálaráðherra. Þjóðviljinn hefur beðið Guð mund Arnlaugsson um að gera grein fyrir niðurstöðum móts- ins og fara ummæli hans hér á eftir: „Það var dálítill vandi að meta sigur Friðriks Ólafssonar í einviginu við argentíska taíl- meistarann Herman Pilnik. Að vísu tefldi Friðrik þar ágæta vel, en sannast að segja var lítill stómieistarabragur á tafl- mennsku gestsins. Átti maður að trúa því, að Friðrik hefði á ný bætt við sig svo að um mun- aði, eða lá skýringin í því, að ssigÉF Hann er þegar kominn 1 fremstu röð skákmanna heims stórmeistarinn væri ekki nema skuggi sjálfs sín? Nú hefur Framhald á 9. síðu.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.