Nýi tíminn - 12.01.1956, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. janúar 1956 — NÝI TÍMINN — (3
1 Stúdentablaðinu 1. des-
ember birtist grein um her-
námsmálin eftir Jónas Árna-
son, og vakti hún mikla at-
hygli. Sökum þess hve margir
sem ekki náðu í Stúdenta-
blaðið hafa óskað eftir að lmn
yrði endurprentuð, er hún birt
hér, enda f jalíar liún um mál
sem þjóðin verður fyrr en síð-
ar að taka ákveðna afstöðu
til.
Fyrir fáeinum misserum var
ég háseii á litlum vélbáti sem
veiddi þorsk í Faxaflóa. Við
vorum fimm á, og ræddum
ýmsa merkilega hluti á leiðinni
ut og inn, einkum þó þorskinn.
Við ræddum lítið um pólitík.
Ég var stundum að þreifa fyr-
ir mér um pólitískar skoðanir
félaga minna, en í þeim efn-
um reyndust þeir allir álíka
dulir og þeir voru ooinskáir um
þorskinn. Þó þóttist ég finna,
að þær skoðanir mundu yfir-
leitt vera af hægri sortinni.
Nema einn þeirra hefur lík-
lega verið dálítið róttækur, en
hann var þó svo íhaldssamur
að hann reykti ennþá Comm-
ander. Sá elzti var kominn
nokkuð á sjötugsaldur og
hafði alla sína tíð róið á svona
skeljum. Hann sagðist verða
sjóveikur ef hann kæmi um
borð í stærri skip. Það er
nefnilega ekki sama livernig
veltur undir manni.
Einn dag í allhvössum út-
synningi, þegar við vorum á
leið í land, og búnir að gera
að aflanum, og komnir niður
í lúkar, dró sá gamli af sér
stígvélin og fór að nudda fæt-
urna, því að i svona veðri varð
hann alltaf svo slæmur í fót-
unum. Enda þarf enginn að
búast við sléttum sjó í Bugt-
inni þegar hann er á útsunnan.
Hinir horfðu í gaupnir sér,
rauðir í framan og sjóblautir
og sögðu að þetta væri ljóta
tíðarfarið.
„Hver hefur líka beðið ykk-
ur að vera a ð þvælast þetta úti
á sjó í allskonar veðrum?“
sagði ég. ,,Af hverju farið þið
ekki suður á Keflavikurflug-
völl, eins og allir hinir, og ná-
ið ykkur í rifandi tekjur fyrir
að dunda með gólfkúst eða
uppþvottartusku, eða fyrir að
sitja á rassinum í upphituðum
skálum og splæsa kaðal? Það
er sagt að Kaninn sækist nú
mikið eftir gömlum íslenzkum
sjómönnum til að láta þá
splæsa fvrir sig“.
Þeir litu á mig þegjandi og
brostu dauft, eins og þeim
þætti þetta rétt í meðallagi
fyndið. En loks sagði sá
gamli:
„Á Völlinn já. Líklega
mundi það vera betra fyrir
mig upp á lappimar til að
gera. En ég hef einhvernveg-
inn aldrei haft mig í það“.
Mikið va r betta ’ góður fé-
lagsskapur. Hvað allt mundi
vera miklu heilbrigðara og
bjartara, ef allir íslendingar
væru eins og þessir menn — í
hjartanu. Auðvitað hefði ég
kosið að þeir væru dálítið
klárari í pólitíkinni, og þar
með dáiít.ið meira til vinstri i
skoðunum. En ég hef líka oft
óskað þess að ýmsir þeir sem
allt virðast. vita í pólitík, væru
eins klárir í hjartanu og þess-
ir. Sá gamú hafði aldrei látið í
ljós neina a.ndúð á heraáminu,
það er meira að segja vafamál
hvort hann hefur gert sér
nokkra rökræna grein fyrir
þeirri háskalegu öfugþróun ís-
lenzks atvinnulífs sem felst í
flótta vinnuafls frá fram-
leiðslu til heraaðarfram-
kvæmda; hann hafði bara
„einhvernveginn aldrei haft
sig í“ að styðja þessa þróun.
Hinsvegar hef ég heyrt unga
menn bölva hernáminu í sand
og ösku og lýsa hárréttum
skilningi á þessum háska, og
svo þegar ég spurði hvað þeir
gerðu, þá kom upp úr dúrnum
að þeir unnu á Keflavíkurflug-
velli.
Svona finnur maður hjá
sumu fólki mikinn skilning í
gerðum, en lítinn í orðum.
Hjá öðrum finnur maður aft-
ur á móti mikinn skilning í
orðum, en engan í gerðum.
Hvað ég á við?
Ég á fyrst og fremst við
það, að ýmsir fari nú mjög
svo villir vegar í siðferðis-
viðhorfi sínu til hernámsins.
Ég á við það, að ískyggilega
margir íslendingar þykist geta
samrýmt þetta tvennt: að
vera andstæðingur hernáms-
ins, og vinna við að byggja
það upp. Ég á við það, að
margur íslendingurinn sé um
þessar mundir meiri frelsis-
upp leirtau. Nei fyrirgefið:
hafa verið hraktir þangað af
stjómarvöldunum. Allir hrekj-
ast í hernámsvinruna. En
leyfist þó að spyrja: Hvers
vegna „hrekjast“ engir í hin
auðu pláss við verkunarborð
þeim meltingarkvillum, sem
Hamilton kann að valda
mönnum, getur auðvitað eng-
in orðið önnur en sú, að hætta
að borða hjá Hamilton.
Á öðru tímabili birtust í
einu blaði hernámsandstæð-
hetja I nösunum en hjartanu.
Og hver mundi vera orsök-
in til þessa?
Meginorsökin er áreiðanlega
sú, að forustumenn og mál-
gögn hernámsandstæðinga
vanrækja það hlutverk sitt að
boða allan sannleikann í þessu
efni.
Þegar til dæmis rætt er um
hinn mik'a straum vinnuafls
frá framleiðslu til hernáms-
starfa, heitir það alltaf að
stjórnarvöldin hafi hrakið
menn út í þessi störf. En á
sama tíma eru svo kannski
heilir togarafarmar af fiski
að úldna í Reykjavíkurhöfn,
meðal annars vegna þess að
vinnuafl skortir til að taka
á móti aflanum og verka
hann. Sá fiskur sem íslenzkir
togaramenn hafa dregið upp
úr köldum djúpum hafsins
milli Islands og Grænlands,
og reynt að vanda sem mest
að umbúnaði í lestinni, hann
úldnar og ónýtist þegar þeir
koma með hann að,' vegna
þess að landar þeirra, sem
áttu að verka hann, eru
hlaupnir suður á Keflavíkur-
flugvöll að sópa gólf eða þvo
f isk vinnsl ustöðvan na ? Kom-
um annars betur að því at-
riði síðar.
Það vantar svo sem ekki,
að málgögn hernámsandstæð-
inga séu á varðbergi um
hagsmuni íslenzkra verka-
manna gagnvart Bandaríkja-
mönnum. Um eitt skeið til
dæmis var verkalýðsbarátta
þeirra mikið til einskorðuð
við kröfuna um áð Hamilton
léti landa vora á Vellinum
fá skyr og annan íslenzkan
mat að borða, í staðinn fyrir
bandaríska matinn, brasaðan
og niðursoðinn. Maður hefði
getað ímyndað sér að þessir
landar vorir væru orðnir svo
þungt haldnir af hinni banda-
rísku niðursuðu, að starfsorka
þeirra væri á þrotum. Þeir
þyrftu serti sé að fá kjarn-
góða íslenzka fæðu til að geta
verið duglegri við að byggja
upp hið handaríska hernám.
Ég vil að vísu ekki mæla
gegn því að íslendingar fái
fæðu við sitt hæfi. En ég hef
áður sagt og segi enn, að
ættjörðin frelsast ekki fyrir
það eitt, að menn borði skyr.
Og fullkomin lækning við
inga harðorð skrif út af því,
að menn þeir í hópf reykvískra
vörubílstjóra, sem væru and-
stæðingar hernámsins fengju
ekki vinnu við að aka banda-
rískum hergögnum suður á
Keflavíkurfiugvöll. Þetta blað
hafði þó ekki farið dult með
þá skoðun sina, að bandarísk
hergögn væru tæki sem auð-
valdið hvgðist nota til að
brjóta á bak aftur samtök
alþýðu, hvar sem því yrði við
komið, og helzt að drekkja
frelsisbaráttu mannkynsins í
blóði. Engu að síður krafðist
blaðið þess í nafni alþýðu, að
hernámsandstæðingar úr stétt
reykvískra vörubílstjóra
fengju vinnu við að aka þess-
um hergögnum á áfangastað.
Þeir hefðu fullan rétt til að
græða á því, engu síður en
aðrir vörubílstjórar. Svona
verkalýðsbarátta er utan og
ofan við minn skilning. Ég
mundi að minnsta kosti hugsa
mig tvisvar um, áður en ég
gengi til manns, sem ég vissi
að hefði hug á nð skjóta mig
í hausinn, og spyrði hvort
hann vildi eklri borga mér
kaup fvrir að hlaupa eitthvað
og sækja honum hlaðna byssu.
Öðru hverju les maður í
má.lgögnum hernámsandstæð-
inga, að þessi eða hinn her-
námsaudstæðingurinn hafi
verið rekinn úr vinnu á Kefla-
víkurflugvelli, og er slíkum
fregnum áva.llt fylgt eftir með
miklum vandlætingarskrifum.
Atvinnuofsóknir ber að sjálf-
sögðu að fordæma, í hvaða
mynd sem þær birtast. En
ley’ist þó enn að spyrja:
Hvað eru hernámsandstæðing-
ar að gera á Keflavíkurflug-
velli? Sú staðreynd, að þeir
hafa ráðið sig þangað, er að
mfhum dómi ekki minni á-
stajða til vandlætingar heldur
en hitt, að þeir hafa verið
reknir þaðan.
Já, en þeir hafa verið
hraktir þangað af stjórnar-
völdunum, segja málgögn her-
námsandstæðinga.
Er þetta nú alltaf alveg
víst ? Að vísu mundi ég manna
siðastur vilja mæla stjórnar-
völdunum bót, sök þeirra í
þessu efni er svo sannarlega
mikil og ægileg. En þar með
er ekki sagt, að sekum al-
þýðumönnum skuli haldast
uppi að réttlæta fyrir sérsína
eigin sök með hinni stóru sök
stjórnarvaldanna.
Athugum nokkur alkunn
sannindi.
Á togarana hefur orðið að
ráða fjölda útlendinga, og
hafa þó margir þeirra ekki
fullan mannskap. Hvers vegna
„hrekjast“ menn ekki út á
togarana?
Fiskibátarnir liggja bundnir
við bryggjur, jafnvel þegar
uppgrio eru hvað mest, vegna
þess að ekki tekst að manna
þá. Hvers vegna ,,hrekjast“
menn ekki út á bátana?
Heilir togarafarmar úldna
og ónýtast í höfnum vegna
skorts á vinnuafli í fiskverk-
unarstöðvunum. Hvers vegna
„hrekjast" menn ekki inn í
fiskverkunarstöðvarnar ?
Landbúnaðurinn á í vaxandi
erfiðleikum vegna mannfæðar,
og liggur víða við landauðn
af þeim sökum. Væri það
nokkur goðgá að spyrja, þvort
ungir og hraustir menn þyrftu
að láta sér ofbjóða það að
gerast bændur og „hrekjast"
út í einhverja góða sveit?
Já, hvers vegna „hrekjast"
menn ekkert nema í hernáms-
vinnuna ?
Það er vegna þess, að þar
hafa menn alltaf beztar og ör-
uggastar tekjur, segja mál-
gögn hernámsandstæðinga.
Þetta leyfi ég mér líka að
vefengja. Eg leyfi mér að ve-
fengja það, að menn hafi alltaf
meiri tekjur við hinar þjóð-
hættulegu bandarísku hernað-
arframkvæmdir, heldur en
þjóðnýt íslenzk framleiðslu-
störf. Til dæmis efast ég um,
að verkamenn á Keflavíkur-
flugvelli hafi að undanförnu
haft miklu meiri tekjur af að
byggja upp hernám íslands,
heldur en stéttarbræður þeirra
hér fyrir austan hafa haft af
að verka hvera togarafarminn
á fætur öðrum, ásamt báta-
fiski. Hitt er sjálfsagt rétt, að
til að afla teknanna þurfi menn
minna á sig að leggja á Kefla-
víkurflugvelli heldur en þar
sem stundaðir eru íslenzkir at-
vinnuvegir. En ef slíkt ætti að
gilda sem rök í málinu, hlyti
jafnframt að gilda það sið-
ferðisviðhorf á Islandi. að dáð-
leysi sé dyggð. Og iafnvel þó
hitt væri líka rétt, að menn
hefðu vfirleitt meiri t.ekiur af
bandarískum hernaðarfram-
kvæmdum en íslenzkuni fram-
leiðslustörfum, þá neita ég enn
að viðurkenna það sem rök í
málinu. Einfaldlega vegna
þess, að heiðarlegir menn geta
ekki verið þekktir fyrir að
gera hvað sem er fvrir pen-
inga.
Tónninn í málgögnum her-
námsandstæðinga er sem sé
sá, að þeir sem við heraaðar-
framkvæmdirnar vinna. hafi af
eðlilegum ástæðum gripið
þetta tækifæri til að ná sér í
góðar tekjur með hægu móti,
og við því sé ekkert að segja.
En hvað þá um hina, þessa
sem enn halda tryggð við ís-
lenzka atvinnuvegi. draga
fisk úr sjó, slá gras í .sveit,
Framhald á 11. siðu.