Nýi tíminn - 12.01.1956, Blaðsíða 8
8) — NÝI TÍMINN — FimmtudagT.ir 12. janúar 1956
I^slenzkan er eitt það þjóðmál
heims sem fæstir tala og
skilja, og erfitt er fyrir höf-
und sem það mál skrifar að
hljóta áheyrn til jafns við
höfunda stórþjóða. Til þess
hrökkva engan veginn verð-
leikar hans sjálfs, heldur
þurfa að koma til menn sem
þýða bækur hans, kynna þær
og ^kýra. Og til þess þarf
vandaða menn og snjalla;
Halldór sagði í ræðu sinni í
nóbelsveizlunni í Stokkhólmi
að íslenzkan væri „bókmennta-
mál svo ágætlegt, að sá list-
rænn miðill mun torfundinn í
heimi, sem gefi rúm fleiri til-
breytingum, hvort heldur er í
því sem kallað er útsmogið
el'legar hinu sem er kennt til
tíguleika“. Kannski er það
ókleift að kynna erlendum
þjóðum til hlítar snjöllustu
verk íslenzkra bókmennta,
ekki sízt þau sem skrifuð eru
af íþrótt Halldórs sjálfs, en
þó hefur kynningin tekizt með
þeim ágætum að nú hefur ís-
lenzkur höfundur í fyrsta
‘skipti hlotið þau bókmennta-
verðlaun heims, sem mesta at-
hvgli vekja, og varð hann
þó jafnframt að vinna bug á
andstöðu sem var sprottin af
annarlegum hvötum.
Margir menn hafa unnið að
því að kynna skáldsögur Hall-
dórs Kiljans meðal annarra
þjóða, íslenzkir jafnt sem er-
lendir, en fremstur í flokki
er tvimælalaust Svíinn Peter
Hallberg, dósent við háskól-
ann í Gautaborg. Hann hefur
ekki aðeins þýtt margar bæk-
ur Halldórs, heldur skrifað
um hann fjölda ritgerða og
siðast bókina miklu um æsku-
verlc Halldórs, Den store váv-
aren, og vinnur nú að fram-
haldi hennar. Og það er raun-
ar mjög vansagt að telja að'
Peter Hallberg hafi kynnt er-
lendum þjóðum verk Kiljans,
einnig við Islendingar verðum
að sækja til hans vitneskju
um mesta rithöfund okkar, æfi
hans og störf. Það er engum
efa bundið að enn hefði dreg-
izt úr hömlu að sænska aka-
demían veitti Halldóri nóbels-
verðiaun, ef ekki hefðu komið
til störf Peters Hallbergs, og
þá þalckarskuld fáum við Is-
lendingar seint goldið.
Peter Hallberg er ungur
maður, aðeins 39 ára að aldri;
hann lauk lísentsíats-prófi í
norrænum bókmenntum haust-
ið 1943, en doktorsritgerð sina
varði hann vorið 1951, er hún
mikið verk og fjallar einkum
um merkingu ýmissa náttúru-
lýsinga í sænskri ljóðagerð á
19. öld. Sitthvað fleira hefur
hann skrifað um sænskar bók-
menntir, auka kennslustarfa
sinna við háskólann í Gauta-
borg, þannig að hann hefur
einatt orðið að sinna íslenzk-
um bókmenntum í hjáverkuin
sínum, og eru þó afköstin á
því sviði slík að þau ein mættu
virðast ærið verkefni.
Peter Hallberg og kona
hans Kristín Kristjánsdóttir
tóku þátt i nóbelshátíðahöld-
unum í Stokkhólmi. Áður var
Peter giftur systur Kristínar,
Rannveigu heitinni Kristjáns-
dóttur, sem er lesendum Þjóð-
viljans að góðu kunn, en hún
vann með manni sínum að
bókmenntastörfum í Svíþjóð,
þýddi með honum verk Kilj-
ans og einnig bókmenntasögu
Kristins E. Andréssonar sem
nú er nýkomin út á sænsku.
Ég notaði Tækifærið meðan ég
dvaldist í Stokkhólmi og
spjallaði ofurlítið við Peter.
— Hvenær kynntist þú fyrst
Halldóri og verkum hans ?
— Ég kom í fyrsta skipti til
Islands sumarið 1936 og var á
norrænu móti, en þar las Kilj-
an upp úr verkum sínum. í
lokasamsætinu, sem lialdið var
á Hótel Borg, lenti ég við
hliðina á Birni Sigfússyni og
hann ræddi mikið við mig um
íslenzkar bókmenntir og sér-
staklega um bækur Halldórs,
og síðan skrifuðumst við lengi
á um þau efni og önnur. En
þetta voru eiginlega fyrstu
kynni mín af Halldóri. Síðan
kom ég til íslands vorið 1944
og var þá sendikennari við
háskólann um þriggja ára
skeið. Þá var íslandsklukkan
að koma út, og ég fór þegar
að revna að þýða hana; komu
fyrst þrír kaflar úr þeirri þýð-
ingu í tímaritinu Ord og Bild.
Bókaútgáfa sænsku samvinnu-
Rœtt við Peter Hallberg
sem manna mest og bezt
hefur kynnt og skýrt skáld-
skap Halldórs Kiljans er-
lendis
★
félaganna fékk þá þegar á-
huga á því að gefa bókina
út og bað mig halda verkinu
áfram, og Klukkan kom svo
út í heilu lagi 1948. Vakti
hún mikla athygli og fékk
mjög góða dóma, hvar sem
á hana var minnzt í blöðum
og bókmenntaritum. Ég hafði
bæði gagn og gaman af því að
þýða þessa bók og lærði á-
kaflega mikið á því. Mér
fannst þá þegar mikið um
það sérkenni Kiljans, að mað-
ur les ekki bækur hans ein-
vörðungu til þess að kynnast
málalokum, heldur er stíllinn
svo Ijóðrænn og fagur að
maður nýtur hverrar síðu og
hans eru auðvitað að sama
hverrar setningar. En bækur
skapi vandþýddar.
— Og eftir þetta komu
bækur Halldórs eins og skriða
í Sviþjóð?
— Já, það má segja. Næsta
haust kom Sjálfstætt fólk í
þýðingu Önnu Ostemiann, og
voni dómamir um hana ekki
síður lofsamlegir. Við Rairn-
veig þýddum síðan Ljósvíking-
inn, og það er eittlivert
skemmtilegasta verk sem ég
lief unnið. Hánn kom út í
tvennu lagi; Verdens Ijus
1950 og Himlens skönhet 1951.
Ég held að sú bók hafi stað-
fest skoðanir sænskra bóka-
manna á því hversu mikill rit-
höfundur Halldór er. I>á kom
Atómstöðin 1952, Salka Valka
í nýrri útgáfu og þýðingu
1953, en hún hafði áður komið
út fyrir stríð. Smásagan Ung-
frúin góða og húsið kom út
1954, Gerpla sama ár í þýð-
ingu Ingegerd Fries, og nú
síðast kom út smásagnasafn
undir heitinu Piplekaren,
— Hvenær fórstu fyrst að
skrifa um Kiljan?
— Það gerðist eiginlega
jafnsnemma þýðingunum. Þeg-
ar fyrstu kaflamir úr ís-
landsklukkunni komu í Ord
og Bild skrifaði ég dálítið
jTirlit um verk Kiljans og
Klukkuna sérstakléga; það
var 'éeint 'á' ariöu í947. ;*Þá
PETER HALLBERG
kom Verðandiritið 1952 (bók-
in sem Heigafell gaf út á
þessu ári). Síðan flutti ég
fyrirlestra um Kiljan við
háskólann I Gautaborg 1953
og 1954, og þau tvö ár vann
ég mest að foökinui um æsku-
verk Halldórs, Den store váv-
aren, sem kom út seint á ár-
inu 1954.
— Það heíur verið mikið
verk að safna efni í þá bók.
— Ég þurfti að leita fanga
nokkuð víða. Ég var á Is-
landi bæði 1951 og 1952 til að
undirbúa verkið og fór þá
t.d. gegnum mikið af blöðum
frá þeirn tíma er Halldór hóf
rithöfundarferil siim. Stefán
próféssor Einarsson hefur ver-
ið mér mjög hjálplegur; hann
hafði safnað miklu af bréfum
Halldórs og gert afrit af Öðr-
um og lét mén. það allt í té.
Og sjálfur hefur Halldór verið
furðu seinþreyttur að svara
fyrirspurnum mínum, og ég
undrast hversu vel og rétt
hann man gamla atburði.
— Hvenær kemur siðari
hluti bókarinnar?
— Ég géri mér vonir um
að það verði næsta haust. Ég
hef allt efnið í fórum mínum,
en á eftir að ganga frá liand-
ritinu. Hef ég sótt um leyfi
frá kennslu í vor og ætla þá
að setjast við. Er ætlunin að
bókin verði þýdd jafnharðan á
íslenzku og komi út hjá
Helgafelli um svipað leyti. Ég
hef hugsað mér að skrifa um
bækur Halldórs hverja fyrir
sig í réttri tímaröð, eins og
í fyn-a bindinu, en liafa í lok-
iu sérstakan kafla um stíl
hans og vinnubrögð, hvernig
gerðir sagnanna breytast í
meðförunum osfrv.
Það gerir mér auðveldara
fyrir að Halldór hefur víða
sagt frá aðdraganda ritverka
sinna, og einnig sér maður
oft af ritgerðum sem hann
birtir, hvaða efni hann er að
brjóta ti\ mergjar. Ég hlakka
til að ganga frá þessu verki,
séi-staklega vegna þess að nú
er komið að inestu skáldverk-
um hans,
— Er einhver sérstök af
bókum Halldórs sem þú tekur
fram yfir aðrar?
— Ég á ákaflega erfitt með
að gera upp á milli Sjálf-
stæðs fóiks og Ljósvíkings-
ins, en þæí bækur finnst mér
hátindarnir. Sjálfstætt fólk er
kannski héilöteyptasta bók
hans, rismikið verk og vold-
ugt, en Ljósvíkitigúrinn er
fiölbféyttari og etillinn enn-
„Eiginlega er ég alltaf hnfnastur
af þeirri bók sem ég er að lesa“
þá auðugri. En annars er
reynsla mín sú að maður
verði því hrifnari sem hann
les oftar og betur; eiginlega
er ég alltaf hrifnastur af
þeirri bók sem ég er að lesa
og vinna að.
— En hvaða einkenni Hall-
dórs hrífa þig þá mest?
— Það er erfitt að segja;
ef til vill þetta hvernig hann
fellir saman í eitt kaldhæðni
og ljóðrænu, t.d. andstæðurn-
ar sem birtast í samtölum
Arnar Olfars og Ólafs Kára-
sonar. Þá kann ég vel að
meta að bækur hans allar
bera greinilega með sér að
hann aðhyllist ekki kenning-
una um list listar vegna,
heldur er uppsprettan æfin-
lega samúð með mönnum og
sérstaklega þeim sem eiga
bágt, eins og hann lýsti bezt
sjálfur í ræðunni sem hann
flutti i nóbelsveizlunni.
Mér finnst skáldskapur Hall-
dórs ákaflega íslenzkur; mér
finnst ég skilja Island og Is-
lendinga miklu betur en áður
eftir að ég hef kynnzt verk-
um hans. Það er sérstaklega
merkilegt hversu vel hönum .
hefur tekizt að samræma ís-
lenzka arfleifð afstöðu nú-
tímamanns; hann er nútíma-
maður út í æsar án þess að
týna sambandi sínu við liðna
tíma og sérstaklega sögu ís-
lendinga. Það má virðast nær-
tækt verk fyrir íslenzkan rit-
höfund að hagnýta sögu þjóð-
ar sinnar og reyna að byggja
ofan á hana, en hættan er
sú að það verði ekki lifandi
list heldur „sögulegur skáld-
skapuri' í slæmri merkingu;
en Halldóri tekst að gæða
söguna nýju, fersku lífi. Ég
held að reynsla lians í æsku
hafi ráðið miklum úrslitum,
Hann kynntist barn íslenzkri'
erfðamenningu, dvaldist síðan
langdvölum erlendis og sneri
sér aftur að uppruna sínum
af sjónai’hóli heimsmenning-
arinnar. Tíminn kringum Vef-
arann er án efa góður lykill
að þróun Halldórs og ekki
síður árin sem hann dvaldist ,
í Ameríku; þar öðlast hann
nýjan skilning á íslenzku þjóð-
erni.
— Hvers vegna hafa Svíar
svona ruiklar mætur á bókum
Halldórs?
— Þegar bækur Halldórs
fóru að birtast hér, voru þær
í rauninni alveg nýtt fyrir-
bæri í bókmenntum áranna
eftir styrjöldina. Margir höf-
undar okkar semja eiginlega
ekki sögur, heldur sálarlífs-
lýsingar, en Halldóri tekst að
samræma þetta tvennt. Þekk-
ing hans er óvenjulega altæk,
hann kann nútíma sálarfræði
og notar hana, en hann gleym-
ir því aldrei að hann er að
segja sögu; allir hafa eitthvað _
að sækja í bækur hans. Hann
hefur endumýjað sagnalistina
í skáldsögugerð; ýmsir hafa
haldið því fram að timi skáld-
sögunnar væri liðinn, en Hall-
dór hefur sannað á hinn til-
þrifamesta liátt að það er
hægt að semja raunverulega
skáidsögu án þess að verða
yfirborðskenndur reyfarahöf-
undur. Og eitt einkenni Hali-
dórs er erfitt að skýra en '
skiptir þó meginmáli. Hann er
t.d. að skrifa um Óseyri við
Axlarfjörð og lýsingár hans
eru sérkennandi og rammís-
lenzkar, og þó finnst manni
að sagan gæti gerzt hvar sem
er í heiminum; honum tekst
að Ijá frásögn sinni sammann-
legt gildi sem skírslcotar til
fólks alstaðar. Ég vil bæta
því við að það er engum efa
bundið að bælcur Kiljans
munu hafa mikil áhrif á
sænSkar bókmenntir; þess sér
þegár iherki. — M. K.