Nýi tíminn


Nýi tíminn - 12.01.1956, Blaðsíða 12

Nýi tíminn - 12.01.1956, Blaðsíða 12
Markaðsmálin Framhald af 1. síðu. Næst ræddi Lúðvík um þró- unina í markaðsmálunum á undarnförnum árum. Árin 1948 — 1953 voru þrengsli á mörkuð- unum vegna stefnu ríkisstjórn- arinnar í afurðasölumálunum. Árið 1947 voru stórfelld við- skipti við Sovétríkin en þau voru síðan felld niður í sam- ræmi við marsjallstefnuna og fyrirmæli Bandaríkjastjómar. Var þá tekin upp sú stefna að fiskafurðir okkar skyldi að- eins selja fyrir dollara og pund og einkaniega í Bandaríkjun- um og Bretlandi. Til þess að koma þeim viðskiptum á lagg- irnar voru framkvæmdar tvær gengislækkanir, en allt kom fyrir ekki. Við sósíalistar gagn- rýndum mjög þessa verzlunar- stefnu, en því var til svarað að þar væri aðeins um póli- tískan áióður að ræða; stað- reyndin væri sú að Sovétríkin og ‘.''vaUstísku löndiy Hldu ekkert af okkur kaupa, enda væri það lítið keppikefli fyrir okkur. Loks var svo koniið að algert öngþveiti blasti við í af- urðasölumálunum. í árslok 1952 skýrði Morgunblaðið svo frá að tveir þriðju lilutar af ársfram- leiðslunni 1952 lægju óseldir í byrjun vertíðar 1953 og væru óseljanlegir í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þegar svo var komið neyddist ríkisstjórnin loks til þess að láta af stefnu sinni og taka upp þau viðskipti sem sósíalistar höfðu bent henni á árum sam- an. Tekin voru upp stórfelld viðskipti við Sovétríkin, Aust- ur-Þýzkaiand, Tékkósióvakíu og Pólland, og urðu þá alger um- skipti í markaðsmálum íslend- inga; t. d. stórhækkaði verðið þegar í stað. Áður hafði karfi verið verðlagður á 65 aura kíló- ið, en verðið komst upp í 90 aura á kílóið með samningun- um við Sovétríkin. Brezki markaðurinn hvarf algerlega úr sögunni, og bandaríski markaðurinn rýrnaði ofan í það sem skynsamlegt er, að taka aðeins við sérstökum fisk- tegundum, sem eftirsóttar eru þar í landi. Síðan stefnunni var breytt í markaðsmálum hafa ekki verið nein söluvandræði — og við getum selt miklu meira magn en við framleiðum nú. Markað- irnir eru því nægir til þess að við getum stóraukið flota okkar og framleiðslu; hér hafa á und- anförnum árum ekki verið aðr- ir markaðsörðugleikar en þeir sem eru spunnir af pólitískum toga. Hverjir græða á útgerðinni? Taprekstur útgerðarinnar í marz árið 1950 var gengis- lækkunin mikla, og átti hún að tryggja útgerðinni eðlilega við- skiptamöguleika við Bandaríkin og Bretland. Áður hafði verið í gildi fiskábyrgð, og varð ríkis- sjóður að greiða nokkurt upp- bótarverð en þó aldrei mjög mikið. Fyrir gengislækkunina var fiskverðið 75 aurar á kíló, en svo brá við að þrátt fyrir gengislækkunina hélzt fiskverð- ið óbreytt. Afleiðingin varð því sú að gengislækkunin varð mik- ið áfall fyrir allan sjávarútveg á íslandi; fiskverðið breyttist i Jú en tilkostnaður allur jókst stórlega. Ríkisstjórnin greip þá til bútagjaldeyriskerfisins 1951. Á þann hátt hefur bátaútgerðin fengið 50—70 millj. kr. að með- altaii á ári 1951, 1952 og 1953, en 90—100 milljónir króna að meðaltali tvö undanfarin ár sem aukaálag handa bátaeig- endum og frystihúsaeigendum. Á sama tíma hefur fiskverðið til sjómanna hækkað úr 75 aur- um í kr. 1,22. í ágúst 1954 kom svo togara- styrkurinn og stóð allt s.l. ár Hann hefur numið 2000 kr. á úthaldsdag. Megingalli bátagjaldeyris- Mikið mannfali í Hisír um helgina Harðir bardagar geisuðu í Alsír um helgina og var mann- fall mun meira en það hefur verið að undanförnu. Harðast var barizt í austurhluta Con- etantinefylkis og féllu þar 25 franskir hermenn, en Frakkar segjast hafa fellt 40 skæruliða og tekið 60 til fanga. kerfisins er sá að með því hafa aðrir aðilar en útgerðin aðstöðu til að raka til sín stórgróða. Þeir sem fiytja inn bátagjaldeyrisvörur, heildsalar og kaupmenn, mega leggja á þær eins og þeim sýnist og kenna svo útgerðinni um allt saman. Auk þess hafa ýmsir aðilar í forustuliði útgerðar- manna fengið mikið misbeit- ingarvald með þessu kerfi. En þegar sagt er að tap- rekstur sé á útgerðinni er ság- an aðeins hálfsögð. Raunveru- lega er íslenzk útgerð einhver arðbærasti atvinnurekstur sem sögur fara af, en gróðinn er hirtur á leiðinni. Koma þar fyrst til ýmsir aðilar sem eiga skipti við báta og togara og taka alltaf mikinn gróða. ^ Olíufélögin Það er athyglisvert hver verð- munur er á olíu hér og í ýmsum nágrannalöndum okkar. f des- embermánuði s.l. var togara- olían hér t. d. 66 kr. hærri á tonn en í höfnunum í Norður- þýzkalandi eða um 20%. Verð- munurinn á bátaolíu og olíu til húsakyndingar var 376 kr. á tonn hér og í Þýzkalandi, eða verðið um 70% hærra hér. Sé tekið heildarmagnið af olíu þeirri sem seld er hér á landi á ári og miðað við þennan verð- mun, kemur í Ijós að olíufélög- in taka um 50 milljónum króna meira hér en í Þýzkalandi fyr- ir þetta magn. Og er þá ótalið benzínið en þar er verðmunur- inn ennþá stórfelldari. Hinn hemjulausi gróði olíu- félaganna sést einnig af fjár- festingu þeirra; það nægir ekki að setja upp eina olíustöð, held- ur skulu þær vera þrjár, og dreifingarkerfið sömuleiðis. Á sama tíma og þetta gerist er það ríkið sjálft sem kaupir alla olíuna og afhendir hana svo olíu- félögunum til að græða á. Hins vegar er samlögum útgerðar- manna þvemeitað um að fá olíu handa sér milliliðalaust. ^ Bankarnir Bankarnir græða samtals um 50 milljónir króna á ári og hafa gert það á undanförnum árum. Vextir þeir sem bank- arnir taka af sjávarútveginum jafngilda 10 aurum á hvert fiskkíló, miðað við venjuleg- an geymslutíma. Er þetta mjög þungbær skattur fyrir útgerð- ina.. Skipafélögin Farskipafélögin flytja út alla fiskframleiðslu okkar og inn þær vörur sem fyrir hana eru keyptar. Þessi félög safna gey’silegum gróða, þótt erfitt sé að meta hann; en minna má á að SÍS hefur á nokkrum ár- um eignast 7—8 myndarleg skip án þess að hafa þurft að leggja á félagsmenn sína nokk- urn aukaskatt. Svipaða sögu er að segja um vátryggingarfé- lögin, viðgerðarstöðvar og aðra slíka aðila. Framh. á 11. síðu Verið að stofna nýjan flokk sósíaldemókrata í Noregi Fullyrt aS nýi flokkurinn hafi mikiB fylgi, andvigur Atlanzhafsbandalaginu Verið er að stofna nýjan stjórnmálaflokk í Noregi, eft- ir því sem Oslóarblaðið Aftenposten hermir. Fyrrverandi formaður deildar Verkamannaflokksins í Akershus-fylki, Harald Kvarn, verður foraiaöur hins nýja flokks, sem mun heita Sósíaldemókrataflokkur Noregs. Svo segir í frétt frá norsku fréttastofunni Norsk Telegram- Byrá og enn segir orðrétt: Nýi flokkurinn hefur fengið stuðning allmargra félaga i Verkamannaflokknum og öðrum flokkum, og stofnaðar hafa verið deildir i flestum fylkjum og stærri bæjum. Höfuðatriðið í stefnuskrá flokksins er að Noregur segi Atlanzbandalaginu. eigi ekki að vera í hernaðar- bandalaginu. Flokkurinn álít- ur að Noregur eigi ekki að vera í hernaðarbandalagi við nokkurt stórveldi eða stór- veldablökk. sig ur NÝI TÍMINN Flokkurinn álítur að Noregur Fimmtudagnr 12. janúar 1956 — 16. árgangur — 2. tölublað Engin frönsk stjórn getur setið til lengdar án stuðnings kommúnista Þeir itreka enn bo3 sln til vinstriflokkanna um myndun AlþýSufylkingar og rikisst]6rnar Virtasta borgarablað Frakklands, Le Monde, lætur í ljós þá skoðun að eftir kosningamar muni því aðeins takast að mynda í landinu öfluga og varanlega ríkis- stjórn að vinstriflokkarnir allir, frá kommúnistum til róttækra, styðji hana. ir haldnir fundir á vinnustöðv- um og þar samþykktar áskoran- ir á verkalýðsflokkana og alla vinstri menn í landinu um að taka höndúm saman og skapa nýja Alþýðufylkingu. Margir leiðtogar sósíaldemókrata í verkalýðshreyfingunni hafa tekið undir þessar áskoranir. Af öðrum frönskum blöðum má ráða að Le Monde er ekki eitt um þessa skoðun. Öll blöð- in ræða þann möguleika að mynduð verði stjórn með stuðn- ingi allra vinstri flokkanna, með eða án þátttöku kommúnista. Svo virðist nú, hvað sem síðar kann að koma í Ijós, að Mend- es-France og Guy Mollet, leið- togar róttækra og sósíaldemó- krata, ætli í lengstu lög að komast hjá samstarfi við kommúnista, en að þeir myndu gjarnan þiggja atkvæði þeirra til að koma stjórn undir sinni forystu að völdum. Þingið kemur sainan 19. janúar. Vinnustaðir krefjast Alþýðu- fylkingar. Thomas Cadet, fréttaritari brezka útvarpsins í París segir að stefnuskrá kommúnista fyrir vinstri stjórn sé í öllum atrið- um samhljóða stefnuskrá sósí- aldemókrata, og kommúnistar leggi megináherzlu í ritum sin- Um allt Frakkland hafa ver- um og ræðum á það sem sam- Jacjues Duclos, framkvæmdastjóri Kommún- istaflokks Frakklands einar verkalýðsflokkana og þau mál sem enginn ágreiningur er á milli þeirra um. Coty forseti varð ekki við þeirri kröfu sósíaldemókrata að þing yrði þegar kvatt saman. Byggði hann neitun sína á því að stjórnarskráin gerir ráð fyr- ir að nokkur tími líði milli kosninga og setningar nýja þingsins. Fyrstu tvo dagana mun þingið kjósa sér forseta og nefndir og ekki er að búast við tilraunum til stjórnarmynd- unar fyrr en 22.-23. þ.m. Ummæli franskra blaða. Hugleiðingar franskra blaða um stjórnmálahorfurnar eftir kosningarnar eru lærdómsríkar og fara hér á eftir glefsur úr Parísarblöðunum í gær: THumanité, málgagn komm- únista birtir bréf frá miðstjórn flokksins til flokka sósíaldemó- krata og róttækra um að hafn- ar verði viðræður um samstarf Framh. á 10. síðu Átök en ekki klofningur sennilega sökum þess að þeir vonast eftir honum. Það veldur stjórnmálaflokki að sjálfsögðu ýmsum erfiðleikum, segir Gerhardsen, að bera á- byrgð á stjórnarstefnunni lang- tímum saman, en ég held að það væri viturlegt fyrir borgara- flokkana að gera ekki ráð fyrir neinum klofningi í norskri verka- Framhald á 5. síðu

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.