Nýi tíminn - 12.01.1956, Page 2
,.2),;Tr- NÝI TlMINN — Finuntudagur 12. janúar 1956
Árið 1954 var Gullfaxi á flugi samtals 1629 Jclukkustundir.
__ r
Flugvélar F.L llaStia 44512 mr-
þeffs InnanlcsEids á s.L érl
Tekjur félagsins af flugi 1954 reyndust
22.5 millj. kr. - hreinn ágóði 282 jbús.
Á s.l. ári fluttu flugvélar Flugfélags íslands samtals
44.512 farþega á ínnanlandsleiö’um og er það tæplega 2
þús. farþegum færra en áriö 1954. Tölur um fjölda far-
þegar á millilandaflugleiðum félagsins s.i. ár iiggja enn
ekki fyrir, en 1954 voru þeir alls 7665.
ÍEttarnöixi áttu sér
esMfcs iormælendur
Frumvarpiö um mannanöfn kom til 1. umr. í neðri
deild í fyrradag. Er það komiö frá efri deild. sem sam-
þykkti það nær óbreytt meö aðeins eins atkvæöis mun,
7 gegn 6 atkv. Sætti þaö harðri gagnrýni viö þessa fyrstu
umræöu. Enginn mælti með ættarnöfnum.
Vöruflutningar á innanlands-
flugleiðum námu á liðnu ári
949.425 kg. og höfðu aukizt tals-
vert frá 1954, er þeir námu 868
smálestum. Póstflutningar
minnkuðu hinsvegar úr rösklega
132 ■ lestum árið 1954 í 107 lestir
s. 1. ár'.
Guðm. Vilhjálmssoii
kjöriiui formaður
Aðalíundur Flugféiags . íslands
var haldirjn um miðjan s.i. mán-
uð, en þar sem fundarstörfum
varð þá ekki lokið var boðað til
ír..mhaldsaðalfundar s.l. fimmtu-
dag. Fór þar fram stjórnarkjör
og voru þessir kjörnir i aðal-
stjórn: Guðmundur Viihjálmsson
formaður, Bergur Gislason vara-
formaður, Jakob Frímannsson
ritari og meðstjórnendur Björn
Ólafsson og Riehard Thors. í
varastjórn voru kosnir Jón Árna-
son og Svanbjörn Frimansson.
Þriðjungiir þjóðarinnar með
Föxunum.
Á aðalfundinum flutti Öm Ó.
Johnson, framkvæmdastjóri FÍ
skýrslu um starfsemi félagsins
á árinu 1954. Skýrði hann frá
því, að reksturinn hefði orðið
hagkvæmur á árinu, enda flutti
félagið fleiri farþega og meira
vöru- og póstmagn. en nokkru
sinni fyrr. Um þriðjungur þjóð-
arinnar flaug með Föxunum ár-
ið 1954. Af þeim 54.160 farþeg-
um, sem ferðuðust með flugvél-
um Fí á árinu, flugu 46.495 á
innanlandsflugleiðum, og nam
aukningin 31% miðað við far-
þegafjöldann árið áður.
Flestir farþeganna fiugu á
eftirgreindum flugleiðum: Rvík
-Akureyri 13.818 (10.011), Rvik
-Vestmannaeyjar 11.095 (8.288)
Rvík-ísafjörður 5.025 (3.939),
Ryík-Egilsstaðir 2.930 (T.487),
Rvík-Hornaf jörður 1.972
(1.045), Rvík-Sauðárkrókur
1.682 (1.471), Rvik-Patreks-
fjörður 1.087 (995), og Rvík-
Siglufjörður 915 (727). Tölur
innan sviga tákna farþegaf jölda
árið 1953. Meðal vegalengd, sem
hver farþegi flaug innanlands
var 215 km.
Vöru- og póstflutningar jukusfc.
Vöruflutningar á innanlands-
flugleiðum náanu 868 smálestum
og höfðu aukizt um 9%. Póst-
flutningar jukust hins vegar úr
55 lestum 1953 i rösklega 132
lestir 1954, Að vonju önnuðust
flugvélar félagsins _síldarieit,
landhelgisgædu myndatöku-
fiug vegna landmælinga og svo,
s j úk raf 1 u tninga.
Brúttótekjur af innanlands-
flugferðum 1954 námu, kr.
11.315.8S7„49, og . iiöfðu þær auk
izt um zæp 33% é gerður sam-
anburður á árinu á undan.
7665 farþegar .jiiiili ianrta.
Gullfaxi anuaðist áætlunar-
ferðir félagsins -milli landa eins
og undanfarin ár. Haidið var
uppi regiubimdnum ferðum
milli ReykjavLkiir og Prestvík-
ur, Lundúna, óslóar og Kaup-
mannahafnar yfir sumarmánuð-
ina, en Óslóarferðum sleppt að
vetrinum tii. Gullfaxi fór marg-
ar leiguferðir á árinu, t.d. 14
ferðir til Grænlands. Aðrar flug
vélar féiagsins fóru þangað 9
ferðir, og voru því alls farnar
23 ferðir til GrænUmds og flutt-
ir 795 farþegar og 16 smáiest-
ir af vörum. Alls voru fluttir
7.665 farþegar milli landa á ár-
inu, og.er það 15% auking frá
árinu áður.
Farþegafjöidinn. á áætlunar-
leiðum var sern. hér greinir:
RvíknKaupma nna höfn 3.266,
Rvík-London 1.458, Rvík-Prest-
vík 960 og Rvik-Osló 550. Vöru-
flutningar milli landa námu um
126 smálestum og höfðu aukizt
rnn 3%. Póstflu.tningar námu
hins vegar 19.6 iestum og var
aukningin 24
Brúttótekjm ,d milliianda-
fliigi námu kr. 11.255.112,61, og
höfðu þær auk:zt um 8% á ár-
inir.
6543 klst. á lolíi.
Samanlag' 'm .Urþegaf jöldi
Fí á árim. i 954 var 54.160
(29% aukn: ..■ . . • iflutningar
námu 994 .5: ■ rrn (8,5%
aukning) flutningar
nániu sarr ■ 151 smálest
(114%aukn starfrækti
8 flugvélar !,alas Da-
kotaflugvé" Kai línaflug-
báta, 1 Gr'immrnvflughót oe
Skjmasterflugvélina Gullfaxa.
Níunda flugvélin, millilanda-
flugvéiin Sólfaxi, bættist í hóp-
inn í árslok.
Flugvélar félagsins voni á
flugi samtals 6.543 klst., þar af
var Gullfaxi einn 1.629 klst.
Heildarvegalengdin, sem flug-
vélarnar fiugu, nam 1.717.000
km,
Farsælfc starfsár.
Starfsliði félagsins var fjölg-
að nokkuð á árinu, svo sem við
mátti búast með auknum i-eksíri.
Mun meðaitala starfsmanna
hafa verið um 160 á árinu, þar
af voru 22 fiugmenn,
Örn Ó. Johnson lauk skýrelu
ísinpi með þessum orðum: ,,Þeg-
ar litið er til baka til ársins
; 1954 verður að telja, að það
hafi verið félaginu farsælt ár i
öllum veigamikium atriðum,
starfsemi þess jókst í hvívetna
og sömuleiðis nettótekjur. Fé-
iagið eignaðist tvær prýðilegar
flugvéiar á árinu, Douglasvélina
Snæfaxa og Skymastervélina
Sólfaxa, og enn sem fyrr skipt-
ir það mestu máli, að farþegar,
áhafnir og flugválar komu ætíð
heilar í höfn.“
282 þús. kr. hreinn hagnaður.
Framkvæmdastjórinn las þvi
næst upp endurskoðaða reikn-
inga félagsins og skýrði ein-
staka liði þeirra. Tekjur af
fiugi árið 1954 reyndust vera
kr. 22.571.000,10, og skiptust
þannig, að tekjur af innlands-
flugi námu 50,3% af heildar-
tekjum, en 49,7% af millilanda-
flugi. Hreinn hagnaður varð
kr. 282.160,88 eftir fymingar,
sem námu kr. 1.311.243,18.
Skýrt var frá því, að stjórn
félagsimj hefði ákveðið að leita
samþykkis fundarmanna um að
hluthöfum skyldi greiddur 4%
arður fyrir árið 1954, og var
það samþykkt.
Bygging flugskýlis nauðsyn.
Svohljóðandi tillaga frá
Magnúsi J. Brynjólfssyni var
borin upp og samþykkt sam-
hljóða: „Aðalfundur Flugfélags
íslands h.f. haldinn 9. des. 1955
skorar á ríkisstjómina að
hefjast þegar handa um bygg-
ingu flugskýlis á Reykjavíkur-
flugvelli, Það er ábyrgðarhluti
að stofna í hsettu flugsamgöng-
um og tuíTum milljóna verð-
mæta með % í að láta þetta þýð
ingarmikla mál d r; gast lengur“
Er Bjarni Benediktsson fylgdi
því úr hlaði, kvaðst hann hvggja,
að mönnum væri lítið um það
gefið, að löghelga ættarnöfn, en
sagðist hafa orðið sammála
frumvarpinu af því, að hann
teldi það raunhæfara en núgild-
andi lög, sem aldrei hefðu verið
framkvæmd. Síðar í umræðunum
sagðist hann bera það fram af
því, að hann teldi því stefnt
gegn ættamöfnum, en ekki
skyldi standa á sér, ef þingið
Vildi nú þegar samþykkja algert
bann við þeim og íyrirskipa
þeim, sem nú bera þau, að leggja
þau niður.
Jörundur Brynjólfsson vildi
ekki fallast á þá röksemd, að
þótt lög væru brotin þá bæri að
afnema þau og kvaðst ekki sjá,
að minni erfiðleikar værti á að
framfylgja ákvæðum frumvarps-
ins, ef að lögum yrði, en núgild-
andi lögum. Var hann eindregið
andvígur ættarnöfnum, sagðist
telja hinn foma nafnasið einn
sterkasta þáttinn í okkar menn-
ingararfi og væri hann nátengd-
ur varðveizlu tungunnar. Við
hefðum aldrei endurheimt sjálf-
stæði okkar, ef við hefðum ekki
varðveitt tungu ókkar og því
væri hörmulegt ef , sama kyn-
slóðin og að miklu leyti .sama
þingið sem stofnaði lýðveldið,
færi að innieiða sið, sem gæti
orðið þess valdandi, að við glöt-
uðum tungunni.
Gylfi Þ. Gislason kvaðst taka
undir öll rök Jörundar. Hafi ekki
verið hægt að meina mönnurn
hingað til að taka upp ólögleg
ættarnöfn, þá verði það ekki
auðveldara eftir samþykkt þessa
frumvarps. Hér væri vandamál
við að glíma, en það þyrfti að
leysa, bæta ur göllum núgildandi
laga en ekki hverfa að fullkom-
inni uppgjöf eins og fælist í
þessu frumvarpi. Gylfi kvað það
sína skoðun, að 511 ættarnöfn
ættu að hverfa úr tungunni.
Heppilegasta leiðin væri sú, að
það yrði við kynslóðaskipti þann-
ig, að fulltíða menn þyrftu ekki
að skipta um nöfn. En hér væri
svo mikið í húfi, að betra væri
að lögbjóða slíkar nafnbreytingar
en að rýmka um ákvæðin og lög-
leiða ný ættárnöfn. Hér væri
um stórmál að ræða. Hin forna
nafnvenja væri snar þáttur ís-
lenzkrar tungu og íslenzkrar
menningar og frá henni mætti
ekki hverfa.
Magnús Jónsson frá Mel tók
mjög í sama streng. Kvað hann
sér ógeðfellda þá hugsun, að af-
nema ætti lagaákvæði vegna
þess að þau væru brotin. Réttara
væri að búa betur um hnútana.
Þá sagðist hann ekki skilja ann-
að en að kvenréítindasamtökin
létu þetta mál til sín taka. Það
væri undarlegt ef konur sættu
sig við það, að týna nafni sínu
og verða einskonar fylgifé manns
síns.
Bjarni Benediktsson var einn
urn þá skoðun, sem virðist harla
einkennileg, að með samþykkt
frumvarpsins séu settar frekari
hömlur á upptöku ættarnafna en
nú eru, enda var sem hann fyndi
hve hann hefði hált undir fæti,
því að hann lagði mikla áherzlu
á það, að hann væri andvígur
ættarnöfnum og teldi þau ósrð.
Tveim færeyskum stúd-
entum verði boðið heim
Einar Olgeirsson flutti við 2. umr. fjárlaganna breyt-
ingartillögu um
að tveim færeyskum stúdentum verði boðin ókeyp-
is dvöl við Háskóla íslands til þess að nema ís-
lenzk fræði og verði ætluð til þess fjárveiting,
80 þúsund krónur.
Einar minnti á hve það tíðkast nú að þjóðir skiptist
á stúdentum og að nokkrum erlendum stúdentum hefði
gefizt kostur á að stunda nám hér á landi.
Færeyingar eru sú norræn þjóð, sem okkur er skyld-
ust, færeysk tunga er skyldust okkar tungu, svo að
hvorirtveggja geta talað sitt móðurmál og þó skilið
hvorir aðra. Við eigum því að greiða fyrir Færeyingum
að nema íslenzk fræði og kynnast íslenzkum bókmennt-
um.
Samskipti Færeyinga og íslendinga hafa verið alltof
lítil. Þrátt fvrir mikil ferðalög hafa fáir farið þangað.
Einu verulegu skiptm við þá á síðari árum hafa verið
að fá þá til að vinna á togurunum okkar þegar íslend-
ingar hafa ekki fengizt á þá.
Færeyingar heyja sína menningarbaráttu við erfiðar
aðstæðnr og okkur Íslendíngum ber að sýna þeim samúð
okkar á því sviði. Heimboð tveggja stúdenta frá Fær-
eyjum væri kurt framlag til að efla kynni þessara
tveggja bræðraþjóða og tengja menningu þeirra.
Því miður reyndist áhugi stjórnarliðsins fyrir nor-
rænni samvinnu í verki ekki svo mikill að það treysti
sér til að samþykkja þessa tillögu. Vax hún felld.
En þetta er mál, sem áreiðanlega verður ekki látið
staðar numið ' fyrr en því verður sinnt.