Nýi tíminn


Nýi tíminn - 12.01.1956, Page 6

Nýi tíminn - 12.01.1956, Page 6
6) — NÝI TlMINN — Fimmtudagur 12. janúar 1956 Kosningarnar í Frakklandi NÝB TÍMINN ÍTtgefandi: Sósíalistaflokkurinn, Bitstióri og áb.vrgði'.rmaðu r: Ásmundur Sigurðsson. Áskriftargjald kr. 50 á ári. Prentsmiðja Þjóðvi'jans hf. k_________________________J Friðrik Ólefssnn hefur að undanförnu tekið bátt í skákmóti ásamt vmsum úr hópi beztu skákmanna heims ng árangur hans varð með miklum ágætum Þessi un~i ísiendinaur var^ í fyrsta sæti ásamt sniönur" fulltrúa Snvét.ríkiann? sterkustu skákbióðar Vipjmc Þessi úrslit svna að Friðriv er a.lltnf að fara fram a5* hann er beear knminn 1 rö'* fremotu skákmann^ heims- nú bíðu ^ans bröt.tust.u kiif in ny fvlg-ia bonrm Óski1' á beirri tnr<3Óttu ieið fívn ánma-iuleírt wn ba^ var °ð fvlo’iast, m°ð baráttv F»'i‘A'HV<3 no' crio-i’i mr hitt ekki cí.ður gieðiipo-t. að kvnn a.st, pVnion Qgr p-ftirvoout.inm'l ísipuðinoa, R'leði hpivra no- stmti t>cp-pr órono'nrirm fré++ist, TTpiitirio'ðnr mo+norV- ur nv Ö+oaians pr pinn n<mg. svn1nopcti pio-ínicivi b'tíUar þinfíp'>’ com halifp viu cíunm hluf í s+nrnm tipimi f>o<;<3a er sp'>'"tpklepa, vpv+ mirin- a.st. söVnm bess að í mnro- ár hafp nfvómir vaid^mpnn vpr- ið að rovnq, að n>ðp pf binð- inni st.pifíð o~ rpicninp mp'ð ]þvf a‘ð gera fsipnd að fðt,a- þurrVu er^pndrp <3+ríðs- manna op; stóran +>ón fsiond- in°'a. að ðiónum bpi’p’p. Þ°u stövf Uafa að vfsu fmrt nen- ino-a. PU ..feitnr binnu ei’ ekVi mikill maðnv“ oo- sú þióð c.om velur slíVt blut- skint.i bpidur e>ki iono-i sín- um Viint, í stórum beimi. Tclcn^Vir vaidamonn Viafa skmað bvlvndinu tú öndveg- is í binðlífinu á. undan- förnum árum. Siáifír hafa þeir íTanoi.ð á undan í orði og vprki: íandið hefur verið hevspft. líf okkar op- heiú er háð bví að við eip'um ..eóða vini“. Við áttum að fara á hausinn ef féeiafa. hefði ekki notið við. Verðleikar okkar siálfra skvldu engir vera. En inn á við hefur veriö beitt sko'ðana.kúgun og þannig stefnt. að minnkandi mann- gildi Kponsins. Ef Tslendingar ætla sér aö iifa og halda andlegu sjálf- stæði sínu veröa heir aö siera a.f eigin verðleikum, duenaöi og atgerfi 0°' setia sér Viað mark að halda til jafns viö hvern sem pr — á búðsitapðan há.tt og Friðrik Ólafsson. Einmitt slík mið verður íslenzk æska að velia sér í miðri heirri eerninga- brí'ð forheimskunar og gróðahvggiu sem að henni er stefnt,: bað er mannaild- ið sem skiotir öllu máli. ekki auður eða innantómur mun- aður. Megi áranaur Friðriks Ói- afssonar verða til bess að vekja með iafnöidrum hans og öörum íslendinmim þennan heilbrigða íslenzka metnað. U’ rslit þingkosninganna í Frakklandi hafa komið eins og reiðarslag yfir þá aðila sem ráðið hafa steínunni í Vestur- Evrópu og Ameríku síðasta áratuginn í París rífa foringj- ar gömlu borgaraflokkanna hár sitt og skegg og kveina, að þingræðislegt stjórnaríar í Frakkh'ndi >-ó i bráðri hættu statt. í London og Washington Edgar Faure hvíla áhyggjur út af framtíð Vesturblakkarinnar eins og mara á æðstu mönnum Bret- lands og Bandaríkjanna. Ekki verður þó með sanni sagt að kosningaúrslitin hafi þurft að koma mönnum algerlega á ó- vart. Ýmsir sem vel þekkja til franskra stjórnmála sögðu fyrir hvert straumurinn myndi liggja, en enginn virðist hafa gert sér í hugarlund að hann yrði eins stríður og á daginn kom. Til dæmis var það vitað fyr- ir að kommúnistum myndi aukast þinglið í kosningunum. Árið 1951, þegar síðast var kosið, breyttu borgaraflokkarn- ir og sósíaldemókratar kosn- ingalögunum í þeim yfirlýsta tilgangi að svipta Kommúnista- flokk Frakklands sem flestum þingsætum. Aðferðin var að taka það í lög að ílokkur eða kosningabandalag flokka, sem fengi helming atkvæða í kjör- dæmi eða meira, skyldi hljóta öll þingsætin þar. Hinsvegar voru hreinar hlutfallskosning- ar látnar halda sér á einum Fierre Poujade stað, í Parísarborg og nágrenni hennar. Kom það til af því að þar hafa kommúnistar svo mikið fylgi að hinir flokkarnlr óttuðust að þeir gætu náð þar meirihluta. Borgaraflokkarnir og sósíaldemókratar notuðu sér kosningabandalögin til hins ýtrasta 1951 og tókst að svipta kommúnista rúmum þriðjungi þingsætanna sem þeir hefðu fengið hefðu hreinar hlutfalls- kosningar verið í gildi. Nú voru aðstæður breyttar. Fylkingin sem lagði til at- lögu gegn kommúnistum 1951 hafði klofnað. Á aðra hönd voru flokkar og flokksbrot sem standa að núverandi ríkis- r------------------- Erlend tíðindi w__________________✓ stjórn, íhaldsmenn, kaþólskir, flokksbrot róttækra undir for- ustu Faure og hægri menn úr röðum gaullistaflokksins fyrrverandi. Gegn þeim börð- ust þeir menn úr róttæka flokknum sem -aðhyllast vinstri stefnu Mendes-Franee, sósíal- demókratar og vinstrisinnaðir gaullistar. Það var fyrirfram vitað að þessi klofningur í kosningabandalaginu frá 1951 myndi verða til þess að þing- sæti skiptust eftir hrein- um hlutfallsreglum miklu víðar en þá. Það hlaut að verða ávinningur fyrir kommúnista, og var því spáð fyrir kosningar Antoine Pinay að þeir myndu bæta við sig tuttugu til þrjátíu þingsæt- um. ■Oaunin hefur orðið sú að lið- '■-* styrkur kommúnista á franska þinginu jókst um rúm- an helming, þeir höfðu bætt við sig 53 þingsætum þegar síð- ast fréttist. Það er miklu meiri aukning en hlutlausir áhorf- endur að franskri stjórnmála- baráttu höfðu búizt við. Þeir hofðu nefnilega gert ráð fyrir því að kjörfylgi kommúnista- flokksins myndi hraka veru- lega. Fylking Mendés-France og sósíaldemókrata var reist Guy Mollet, framkvæmdastjóri franskra sósíaldemókrata á þeirri kenningu, að ekki þyrfti annað en mynda ný, öflug vinstri samtök til að reyta af kommúnistum megin- þorra kjósenda þeirra. Það kom hinsvegar á daginn að rúmur fjórðungur franskra kjósenda greiddi kommúnistum atkvæði nú sem í öðrum kosningum sem fram hafa farið í Frakklandi síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk. Þrátt fyrir níu ára lát- lausa herferð allra annarra flokka gegn kommúnisturn, þar sem beitt hefur verið bæði áróðri og ofbeldi, þrátt fyrir háværar yfirlýsingar um að hver sem greiddi flokknum at- kvæði útilokaði sig þar með frá áhrifum á frönsk stjórn- mál vegna þess að enginn vildi vinna með kommúnistum, þrátt fyrir tilraunir yfirvaldanna að koma á kommúnista sökinni á ósigri franska nýlenduhersins í Indó Kína og óöldinni í Norður- afríku, þrátt fyrir allt þetta er Kommúnistaflokkur Frakk- lands eftir sem áður lang- stærsti flokkur landsins, og það er algerlega útilokað að koma á vinstrisinnaðri stefnu nema í samstarfi við hann. 17'ylkingu Mendés-France og sósíaldemókrata vegnaði sýnU betur í kosningunum en íhaldsfylkingu þeirra Faure forsætisráðherra óg Pinay ut- anríkisráðherra. Sósíaldemó- kratar, sem ekki tóku þátt í neinni ríkisstjóm síðasta kjör- tímabil, bættu við sig atkvæð- um, en töpuðu þó þingsætum vegna þess að þeir fengu í kosningunum 1951 mun fleiri þingmenn en þeirn bar hefðu þingsætin skipzt í réttu hlut- falli við kjörfylgi. Róttækir á snærum Mendés-France héldu í hqrfinu en ekki meira. Það er augljóst að meira þarf en nokkrar yfirlýsingar frá Mend- és-France til að sannfæra franska kjósendur um að flokk- ur sem staðið hefur að öllum þeim ráðlausu kyrrstöðustjórn- um sem setið hafa að völdum í Frakklandi undanfarin ár sé fær um að taka að sér forust- una í sókn til bættra lifskjara, heilbrigðara atvinnúlífs og samstarfs við þjóðir nýlendn- anna í stað ófriðar. 'IT'aure forsætisráðherra er líf- seigari en kötturinn ef hon- um verður lengri lífdaga auðið í frönskum stjórnmálum. Hann rauf þing og klauf þar með flokk sinn í þeirri von að hægribandalaginu myndi takast að ná þingmeirihluta í skyndi- kosningum. Þegar á hólminn kom voru það gömlu íhalds- flokkamir sem hlutu dýpstu sárin. Þinglið Faure sjálfs á nýja þinginu verður ekki nema tæpur fjórðungur af því sem keppinautur hans Mendés- France hefur. íhaldsflokkasam- steypa Pinay er illa til reika eftir kosningarnar, hún hefur tapað nærri þriðjungi þing- manna sinna. Munar þar mest um að hægri armur gaullista hefur þurrkazt út. Kaþólskir hafa sloppið bezt af stjórnar- fylkingunni, en þó töpuðu þeir fimmta hverju þingsæti sem þeir höfðu. Eitthvað af því fylgi sem yfirgefið hefur hægri flokk- ana gömlu hefur farið til vinstri flokkanna, en þorri óá- nægðra hægrikjósenda hefur leitað á nýjar slóðir,- fylkt sér undir merki „ur"l”"+iarnsins“ Pierre Poujade. Enginn veit, hvaða hlutverk hann mun leika í frönskum stjórnmálum. Sumir tala >im að þarna sé að rísa upp franskur Hitler, lýðskrum- ari sem safni um sig milli- stéttafólki, smáatvinnurekend- um, smákaupmönnum, bænd- um og öðrum, sem hafa orðið undir í samkeppninni við stór- verksmiðjur og verzlunar- hringa tæknialdarinnar. Sá eini sem veit, hvað Poujade ætlast fyrir, er hann sjálíur, ef hann þá veit það. Rétt fyrir kosning- arnar lýsti hann yfir að allir frambjóðendur hreyíingar hans hefðu skuldbundið sig til að veita engri ríkisstjórn brautar- gengi ef þeir kæmust á þing, heldur vinna að því að þingið yrði leyst upp og stéttaþing kallað saman til . að breyta stjórnskipulaginu. Gaf Poujade í skyn að þingmenn sem ryfu þessi heit við sig yrðu ráðnir af dögum. En eftir að það varð kunnugt að 49 poujadistar hafa náð kosningu á þing, lét for- ingi hreyfingarinnar það boð út ganga að landsfudur yrði haldin á næstunni til að taka ákvörðun um afstöðu þing- flokksins til stjórnarmyndun- ar. Iraun og veru hafa kosning- arnar í Frakklandi ekki breytt miklu, þær hafa aðeins gert skýrari aðstæður sem þeg- ar voru fyrir hendi. Annað hvort verða vinstri flokkarnir að taka höndum saman, eða samsteypustjórnir borgara- flokkanna og sósíaldemókrata, svipaðar þeim sem hafa unn- ið sér til óhelgi á undanförn- um árum, verða áfram við völd. Helzta breytingin er sú að enginn þessara flokka getur nú verið stikkfrí eins og sósíal- demókratar voru síðasta kjör- tímabil, þeir værða allir að standa saman til þess að mynda starfhæfan þingmeiri- hluta. Engar líkur eru á að ný miðflokkastjórn yrði úrræða- betri en þær sem setið hafa undanfarin ár og siglt öllu í strand. Aðeins vinstri stjórn getur veitt fronsku þjóðinni nýtt og farsælla stjórnarfar. Enginn vafi er á að strax og þing kemur saman verður reynt að koma saman nýrri mið- flokkastjórn. Að svo stöddu verður engu spáð um hvort það tekst. M.T.Ó,

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.