Nýi tíminn


Nýi tíminn - 02.11.1956, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 02.11.1956, Blaðsíða 3
• • ERNST THALMANN Vestur-Þjóðverjar minnast sjötugsafmælis hans með því að banna kommánista- flokkinn öðru sinni Ernst Thalmann Fimmtudagur 2. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3 I október 1923. Undir forystu Thálmanns hafa verkamennirnir tekið lögreglustöð herskildi og afvopna iögregluna. Ernst Thálmann tekur á móti Völkischer Beobochter í fang- elsinu en mest af því er klippt í burtu. Hann segir háðslega, þegar hann sér þetta: Aðstaða þeirra hlýtur að vera slæm núna. 16. apríl í ár hefði Ernst Thalmann, hinn. lieims- kmnni þýzki verklýðsleið- togi, orðið sjötugur, ef Itaann hefði haldið Iífi, en ltaann var myrtur af SS- mönnum í Buchenwald- fangabúðunum í ágúst 1944. Vesturþýzk stjórn- arvöld hafa minnzt þessa afmælis með því að endur- faka eitt fyrsta verk Hitl- ers og banna kommúnista- flokkinn, flokkinn sem Thálmann hafði forustu fyrir. Þeir hafa einnig minnzt afmælisins með því að bjóða SS-inönnunum — þeim hinum sömu sem myrtu Thálmann — for- ustustörf í hinum nýja vesturþýzka her. I tilefni af afmælisdegi Thálmanns átti danska hiaðið Land og Folk við- tai við ekkju hans, Rósu, sem býr nú í Austurberlín, og fer J»að viðtal hér á eftir. Hinn mikli þýzki verkalýðs- foringi og andfasisti, Ernst Thálmann, hefði orðið sjö- tugui1 16. apríl í ár, ef hann hefðí lifað. En hann var of hættulegur maður fyrir naz- ismann þýzka. 12 ár eru nú liðin frá því, að hann var myrtur í Buchenwald, fanga- búðunum við Weimar, en þar nvyrtu nazistarnir 56 þús. föð urlandsvini frá 18 löndum. Svo mjög hræddust þeir hann, að þeir höfðu ekki hug til að kannast við morð- ið. Þeir skutu sér bak við loftárás, sem gerð var á fangabúðirnar. SS-menn myrtu Ernst Thálmann og létu lík hans saman við lík fanga, sem drepnir voru í loftárásinni. En anda hans gátu þeir ekki myrt. 1 anda Ernst Thálmanns hélt bar- átta andfasistanna áfram, unz nazisminn hafði beðið ó- sigur, ósigur fyrir Thál- mann. 1 dag er risið upp nýtt, þýzkt ríki, Þýzka lýðveldið, ríki verkamanna og bænda. Þetta er Þýzkaland Ernst Thálmanns og því stýrir gam- all og reyndur baráttufélagi hans. Slíkt land getur ekki orðið til án lýðræðislegrar undirstöðu og það var þessi undirstaða, sem Ernst Thál- mann barðist fyrir til dauða- dags. Þennan grundvöll hræddust nazistarnir og þess vegna myrtu þeir einn helzta baráttumann hans. Þýzki leikarinn Gunther sem Ernst Thálmann. Allar mynd- irnar, nema andlitsmyndin af Thálmann, eru úr kvikmynd- inni um líf hins þýzka verkalýðsforingja. ★ HANN VAKTI MIG TIL PÓLITÍSKS LlFS Eg sit í litlu húsi í út- hverfi Austur-Berlínar og hlusta á Rósu Thálmann. Hún er ekkja Ernst Thál- mann og var staðfastur bar- áttumaður við hlið hans í mörg og erfið ár. Hún segir frá stillilega og einfalt en augu hennar loga. — Eg kynntist honum ár- ið 1909. Eg vann í þvotta- húsi, þar sem hann var ráð- inn sem ökumaður. Kunnings- skapurinn og vináttan við hann varð til þess, að ég kynntist stjórnmálalífinu. Áður hafði ég ekki haft sér- legan áhuga á því. Faðir minn var líka sósíaldemó- krati en við börnin vorum átta og urðum ung að vinna fyrir mat okkar, svo að lítill tími varð eftir til pólitískra umræðna. En Ernst gat eng- inn þekkt án þess að taka þátt í stjórnmálum. í þvottahúsinu var hann alltaf í starfi og hann átti þátt í því, að allt verkafólkið var félagsbundið. Undir eins og nýr maður kom, byrjaði Ernst að tala við hann og hætti ekki fyrr en hann var genginn í verkalýðsfélagið. Það var líka ætíð hann, sem gerði grein fyrir kröfum okk- ar. Undir stjórn hans var háð sigursælt verkfalll og við fengum tveggja pfenniga hækkun á klukkustund. En árangurinn varð sá, að Ernst var sagt upp. Ekki undir eins, heldur jafnskjótt og tækifæri gafst til. Vinnuveit- endurnir vissu allt of vel, að hann var lífið og sálin í skipulagsstarfinu og barátt- unni fyrir umbótum á vinnu- staðnum. Stjórnmálastarf- semi hans tók allan tíma hans. En hann missti oft vinnuna fyrir vikið. Seinna fékk hann vinnu sem stallvörður hjá veitinga- manni. Vinna hans var fólgin í því, að sjá um fóðrun og gæzlu hestanna. Og þetta var verk, sem færði honum meiri tíma upp í hendumar til að taka þátt í stjórnmálunum. — En þegar heimsstyrjöld- in fyrri skall á? — Við giftumst árið 1915, þ. e. a. s. ári eftir byrjun stríðsins og litlu síðar var hann kallaður í herinn. Eg sá hann ekki í tvö ár, af því honum var neitað um leyfi, sem aðrir hermenn fengu. Auðvitað varð hann undireins jafn starfsamur í stjórnmál- unum meðal hermannanna og áður. Liðsforingjarnir voru hræddir við hann. Þeir þorðu ekki að vera einir úti á kvöld- in. En þeir höfðu enga á- stæðu til að hræðast hann vegna þess, því að Ernst réðst ekki á menn, þegar hann var á gangi. En þeir hegndu honum fyrir pólitíska starfsemi hans og áróður gegn hermennsku meðal her- manna, með því að neita hon- um um leyfi. Þegar leið að stríðslokum, komu bréfin hans ekki held- ur. Lengi frétti ég ekkert af honum og ég var viss um, að nú hefði eitthvað gerzt. Dag nokkurn fór ég til ná- grannakonu minnar til að heyra, hvort hún hefði frétt nokkuð af manni sínum. Þeg- ar ég kom heim aftur var Ernst kominn. Ásamt nokkr- um félögum hafði hann yfir- gefið vígstöðvarnar til áð taka þátt í uppreisninni. Og verkefni skorti hann ekki. Strax á eftir hélt hann ræðu fyrir verkamennina í Köln. Svo kom hann til Hamborg- ar, en þaðan slepptu félagar hans og vopnabræður honum ekki. Hann var kosinn í verkamanna- og hermanna- ráðið, varð foringi óháðra sósíaldemókrata og seinna Kommúnistaflokks Þýzka- lands. Sjálf vann ég minni- háttar störf. Eg vann við Rauðu hjálpina og önnur samtök, útbýtti dreifimiðum, þegar þess þurfti, og vann Framhald á 8. síðu. Eftir morð Karls Liebknecht i og Rósu Luxemburg. Ernst Tháhnann heldur ræðu á fundi hafnarverkamanna í Hamborg.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.