Nýi tíminn


Nýi tíminn - 02.11.1956, Blaðsíða 6

Nýi tíminn - 02.11.1956, Blaðsíða 6
6) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 2- nóvember 1936 -f P------------------------------------------ Ntl TlMINN Útgefandi: Sósíalistafiokkurinn. Ritstlon og aoTrgBarmaSur: Ásmundur Sigurðsson. — Áskríftargjald kr. SO & ári. Prentsmiðja ÞjððTlUans h.f. Atburðirnir í Póllandi og Ungverjalandi jlyfiklir og alvarlegir atburðir I’I hafa að undanförnu verið £Ö gerast í Póllandi og Ung- verjalandi, og sérstaklega í Ungverjalandi hefur atburða- rásin orðið mjög hörmuleg; þar bafa orðið stórfelld blóðug á- tök dögum saman og fjölmarg- ir látið lífið. Enn eru fréttir enganveginn skýrar, en sósíal- istar um allan heim hljóta að hugleiða þessa atburði vand- 3ega og reyna að gera sér grein fyrir ástæðunum. T Ungverjálándi og Póllandi hafði fasismi verið við lýði sm langt skeið þegar styrjöld- irrni lauk og þjóðfélagsbylting- sr voru framkvæmdar. Efna- hagsástandið í löndunum báð- u:n var hörmulegt; Pólland hafði verið hrjáð flestum lönd- lim meir í styrjöldinni og mátti Isndið heita samfelld rúst; Ung- verjaland var einnig illa leik- 5ð og auk þess hafði allt at- ■ nnulíf þar verið frumstæð- sra, lénsskipulagið hafði ekki enn sleppt tökunum í því landi Það voru því risavaxin verk- e:ni sern biðu þjóðanna, og engum sem fylgdist með bland- sðist hugur um að gengið var sð þeim með eldmóði og þjart- syni; það var eins og almenn- íngur hefði verið leystur úr áiögum. Á þeim ellefu árum scm liðin eru frá stríðslokum fcafa þá einnig verið unnin S'iórvirki; fólkið í þessum lönd- u. n hefur lyf t Grettistökum. En það er hægt að lyfta Grett- i tökum um skeið; erfiðara að halda því áfram ár eftir ár. Það virðist engum efa bund- .5 að í þessum löndum hefur vsrið færzt. of mikið í fang, . iihogar þessara þjóða hafa hngsað um of til framtíðarinn- sr, en skeytt of lítið um kjör og réttindi almennings meðan á rndurreisninni stóð. Almenn- ingur hefur hins vegar krafizt yess i æ rikari mæli að fá :5 njóta betur árangurs af- i ska sinna þegar í stað, fá bætt kjör og aukin réttindi, enda þótt nýsköpun atvinnu- ííísins yrði að ganga þeim mun hægar. I»að virðist ekki heldur nein- * um efa bundið að alvarleg .v.istök hafa orðið í framkvæmd nýsköpunarinnar í þessum lönd- v. m. Leiðtogarnir hafa ekki haft hau tök á því sem skyldi að samhæfa framkvæmd sósíal- ismans aðstæðunum í löndum sinum, þjóðfélagsástandi ag srfleifð. Þeir hafa á ýmsum 'viðum fetað algerlega í fót- =por Sovétríkjanna, jafnvel þar i»m slíkt hentaði alls ekki. Eru jpetta mjög háskaleg mistök; hver þjóð verður að fram- kvæma sósíalismann á sinn eigin hátt; það er nauðsynlegt að læra af öðrum, en eftir- hermur eru gagnslausar og stórhættulegar. TTitt er þó ef til vill enn al- varlegra að í ákafa sínum við framkvæmd nýsköpunar- innar hafa leiðtogar þessara landa þverbrotið meginreglur sósialismans um lýðræði og mannhelgi, Við vitum nú að í þessum löndum, og einkan- lega í Ungverjalandi, hafa ver- ið unnin hin herfilegustu ill- virki, menn hafa verið fangels- aðir og teknir af lífi saklaus- ir, ágreiningur um stefnu og starfsaðferðir hefur verið flokkaður til afbrota. Slík glæpaverk verða hvorki rétt- lætt né afsökuð. Tírotin á sósíalistískum lýð- ** ræðisreglum hafa þá einn- ig leitt til þess að forusta sósí- alistísku flokkanna í þessum löndum hefur misst hin sjálf- sögðu og óhjákvæmilegu tengsl við alþýðu manna. Atburðir síðustu daga hafa leitt í ljós að sumir forustumennirnir voru orðnir næsta einangraðir með stefnu sina; allt í einu reis fólkið í löndunum upp undir forustu sósíalista og verkalýðs- samtaka og krafðist stefnu- breytingar og nýrra starfshátta. Þegar svo v.ar komið tókst verkamannaflokknum pólska að breyta til svo um munaði nægilega snemma til þess að halda trausti og stuðningi þjóð- ar sinnar, en í Ungverjalandi var dregið svo lengi að taka tillit til alþýðu manna að allt fór í bál og brand. Komu þá og að sjálfsögðu til skjalanna gagnbyltingarmenn og undir- róðursmenn sem reyndu að hagnýta sér ástandið til hins ýtrasta. Varð ástandið svo alvarlegt að gripið var til þess algera örþrifaráðs að biðja rauða herinn að skakka leik- inn, og er enn óséð hvernig þeim atburðum lýkur. fT" unnugum ber saman um að alþýða manna i þessum löndum sé ekki að mótmæla sósíalismanum og framkvæmd hans, heldur starfsaðferðum og stórfelldum mistökum sem nú hafa leitt til hinna afdrifarík- ustu atburða, Það er komið sem komið er, en væntanlega verða þessi miklu og alvarlegu átök til þess að lagt verður inn á réttar brautir við fram- kvæmd sósíalismans. Sú reynsla sem fengizt hefur er dýrkeypt, en vonandi verður hún ekki síður dýrmæt. Xhaldinu ber ekki samon um ráðstcdcmir ríkisstlórnarinnar Fjórir fullfrúar jbess lýstu gagnstœSum skoSunum á Alþingi I gœr Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar um bindingu verð- lags og kaupgjalds komu til umræðu á Alþimgi nýlega og urðu harðar umræður sem halda áfram í dag. Reyndu í- haldsmenn að gagnrýna þessar ráðstafanir en málflutn- ingur þeirra stangaðist allur innbyrðis. Hannibal Valdimarsson fé- lagsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu og rakti þau rök sem lágu til þess að ríkisstjórn- in framkvæmdi þessar ráðstaf- anir. Af hálfu íhaldsins töluðu þeir Bjarni Benediktsson, Björn Ólafsson, Ólafur Björnsson og Ingólfur Jónsson. Bjarni Bene- diktsson lýsti efnislega fylgi við ráðstafanir ríkisstjórnar- innar. Björn Ölafsson lýsti fylgi við bindingu kaupgjalds- ins en kvað verðhækkanabann- ið mjög hart aðgöngu og lýsti andstöðu við það! Ólafur Björnsson virtist gagnrýna kaupbindinguna, en öll var ræða hans mjög torskilin að. vanda. Og Ingólfur Jónsson gagnrýndi ráðstafanirnar fyrir það að þær gengu á hlufc bænda! Þeir ráðherrarnir Hannibai Valdimarsson og Gylfi Þ. Gísla* son svöruðu íhaldsmönnunum, Bentu þeir sérstaklega á það hvernig allt ræki sig á annars horn. íhaldið hefði enga sam* fellda stefnu fram að færa, heldur reyndu fulltrúar þesS að skírskota til flestra eða allra stétta og starfshópa þjóðfé- lagsins þótt ekkert samræmi væri í þeirri afstöðu innbyrðis. Landsfundur Kvenréttindafélags Islan landbúnaði, fiskveiðum og iðnaði sköp- uð heilbrigð vaxfarskilyrði Fishurinn sé unninn innanlands9 reist rerði ný fishiðjjurer og verhsmiðjur Níundi landsfundur Kvenréttindafélags íslands sam- þykkti eftirfarandi: „Þar sem vitað er að stærsta hluta þjóðartekna er afl- að með landbúnaði, fiskveiðum og iðnaði, telur fundur- inn nauðsynlegt, að þessum höfuðatvinnugreinum séu sköpuð heilbrigð vaxtarskilyrði, er tryggi aukna atvinnu og aukin þjóðarverðmæti. Telur fundurinn því bezt náð með því: a) að fiskurinn sé ekki send- ur óunninn úr landinu, b) að afla nýrra atvinnu- tækja tii iands og sjávar, c) að komið sé upp fisk- iðjuverum víðar á landinu, og þau nýtt tii fulls, sem fyrir eru, d) að komið yrði upp verk- smiðjum til vinnslu á ýms- um efnum úr fiskúrgangi, svo sem plastefni o.fl., svo og verksmiðjur er vinni úr ýmsum landbúnaðarafurðum svo sem úr garðávöxtum, e) að innflutuingur á nauð- synlegum hráefnum til iðn- aðar verði aukinn og tollum af þeim létt, svo innlendi iðn aðurinn verði samkeppnis- fær við samskonar innfluttar vörur og sparaður með því útlendur gjaldeyrir, Unglingavinna. Fundurinn telur aðkallandi að skipulögð sé vor- og sumar- vinna fyrir námsfólk og ung- linga til þess að námsfólk geti gengið að ákveðnu starfi er skólum lýkur. Vegna þess hve mikil eftir- spurn ei; sumstaðar eftir vinnu- afli við framleiðslustörfin snemma á vorin, vill fundurinn beina því til fræðslumálastjórn- arinnar, hvort ekki sé þörf á því að námstími unglinga sé eitthvað breyttur frá því sem nú er, þar sem svo hagar til. Jafnréttisákvæði. 9. landsfundur KRFl, skorar á ríkisstjórnina að láta rann- saka hvernig jafnréttisákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins eru i framkvæmd, og láta fara fram endurmat á þeim störfum hjá ríkis- og bæjarfélögum, sem hingað til hafa verið vanmetin til launa með tilliti til þess, að þau hafa verið talin kvenna- störf, svo sem störf ljósmæðra, talsímakvenna, hjúkrunar- kvenna, vélritara o.fl. Fundur- inn væntir þess, að athugun þessi sé framkvæmd af konum. og körlum, og leitað sé álits KRFl og BSRB með vaí kvenna til starfsins. 9. landsfundur KRFÍ skorar á stjórn félagsins að aðstoða Ljósmæðrafélag íslands eftir föngum við að fá nú þegar endurmetin kjör félaga þess og bætt til samræmis við kjör annarra opinberra starfs- manna. Frönsk bæjarstjórn segir af sér til að mótmæla áfengislögum Bæjarstjórnin I þorpinu Fontaine-en-Duesmois nálægt Dijoit í Frakklandi hefur sagt af sér í mótmælaskyni við tilraunir æðri stjórnarvalda til að neyða þorpsbúa til að fá sér matarbita, ef þeir vildu fá sér í staupinu á eina veitingahúsi þorpsins. Bæjarstjórnin samþykkti um leið eftirfarandi ályktun: „Eins og allir aðrir franskir borgarar hafa 150 íbúar Fontaine-en- Duesmois rétt til að fá sér í staupinu hvenær sem þá lystir. Það er skerðing á borgaraleg- um réttindum þeirra að svipta þá þessum rétti“. Ástæðan til þessarar örlaga- ríku ákvörðunar bæjarstjórnar- innar var sú, að skattayfir- völdin komust að því, að frú Helene Franc, eigandi eina veit- ingahússins i þorpinu, hafði veitt vín gestum, sem ekki borðuðu mat, en til þess hafði hún ekki leyfi. Hún reyndi að verja sig með því, að hún og faðir hennar hefðu gert þetta í hálfa öld án þess að nokkur hefði við það að athuga, en sú vörn dugði ekki. Hún var neydd til að fara að fyrirmælum yfir* valdanna. Bæjarstjórnin reyndi þá að grípa í taumana og veitti frú Franc sérstaka undanþágu „vegna almannaheilla“, eins og það var orðað. Þetta bragð misheppnaðist og veitingakon- an var dæmd í 1.500 franka sekt. Þegar sá dómur féll, sagði öll bæjarstjómin af sér og bæj* arstjórinn einnig.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.