Nýi tíminn


Nýi tíminn - 02.11.1956, Blaðsíða 7

Nýi tíminn - 02.11.1956, Blaðsíða 7
Fjárlagafrumvarpið, sem hér liggur fyrir, gefur sem slíkt ekki til kynna stefnu ríkis- stjórnarinnar i efnahagsmálum. Fjárlagafrumvarp ber- að leggja fram í þingbyrjun — og því lagaákvæði hefur hér verið fullnægt. Tekur verulegum breytingum Ríkisstjórnin hefur hins veg- ar ekki tekið ákvarðanir sínar um það, hver skref skulu stig- in til að skapa framleiðsluat- vinnuvegunum möguleika, eða aðstöðu til að dafna og þró- ast rneð eðlilegum hætti, en það er á allra vitorði, að að- gerða er þörf í þeim efnum, því sá atvinnuvegurinn, sem næst- um öll okkai- utanríkisverzlun byggist á stendur mjög höll- um fæti. Á meðan ekki er ráðið fram úr vandamálum atvinnulífsins hlýtur fjárlagafrumvarpið að standa opið og það hlýtur að taka verulegum breytingum í meðförum þingsins. Vera má að stjórnin verði um það sökuð af andstæðing- um sínum, að hafa ekki þegar gengið svo frá frumvarpinu að það beri fjármálastefnu hennar vitni og móti þær leiðir, sem farnar verða, og það hefði auð- vitað verið æskilegt að svo hefði getað verið. En ef litið er um öxl og rifj- aðir upp fáeinir atburðir frá síðustu árurn og mánuðum verður fljótt Ijóst að vanda- mál atvinnu- og efnahagslífs- ins eru slík, að ný stjórn með ábyrgðartilfinningu gagnvart alþýðustéttunum verður að hafa nokkurt undanfæri til að ákveða hversu við skuli bregð- ast. 'jlr Arásirnar á lífskjörin Það hefur verið mikill siður íhaldsins á undanförnum ár- um að telja allan þjóðfélags- vanda af því sprottinn að kaup- gjald væri of hátt, og í krafti þeirrar kenningar hafa þrásinn- is verið gerðar ráðstafanir af opinberri hálfu til að minnka kaupmátt launanna. Sú viðleitni hefur að sjálf- sögðu fætt af sér kaupdeilur og verkföll, svo að þjóðarbúið hefur uppskorið margháttaðar framleiðslutruflanir og stór- tjón. Samt var í engu látið af þess- ari vígaferlastefnu meðan í- haldið átti setu á stjórnarstól- unum. heldur fjandskapazt við verkalýðshreyfinguna svo sem föng voru á, en hún bar að sjálfsögðu af sér spjótalögin eftir megni. Á fyrra árshelmingi ársins 1947 munu kjör launþega hafa orðið hvað bezt, en einmitt það ár hófust til valda þau íhalds- öfl, sem létu skammt stórra högga í milli i því augnamiði að knésetja verkalýðshreyfing- una og lækka kaupmátt laun- anna. Hér er þess ekki kostur að rekja i smáatriðum hvemig þessi hernaður stjórnarvald- anna gegn alþýðu landsins fór fram, né heldur hver viðbrögð verkalýðssamtakanna voru hverju sinni, til varnar eða gagnsóknar, en um það hverj- ar sveiflur urðu á kaupmætti — Frmmtudagur 2. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 launanna liggja fyrir nokkuð glöggir útreikningar: Hinn 1. febrúar 1955 var kaupmátturinn fallinn niður í um það þil 84 á móti 100 á miðju ári 1947. Átta ára barátta íhaldsafl- anna frá 1947—1955 hafði því borið þann árangur, að skerða kaupmátt verkamanns-launa um 16% og þannig stóðu mál- in, þegar til hinna miklu verk- fallsátaka kom í marz og apríl á s.l. ári. Þeim verkfölium lyktaði svo með nýjum kaupsamningum verkamanna, þár sem veruleg- ar kjarabætur fengust. íhaldið sem sótt hafði á í 8 ár varð að hörfa svo verulega að enn þann 1. ágúst í ár stóð kaup- máttur launanna 90 á móti 84, sem komið var niður í fyrir verkföllin. Þó hefur kaupmátt- Þetta var afleiðing langvar- andi íhaldsstjórnar í viðskipta- málum, þar sem hverskonar milliliðum hafði verið gefinn laus taumur til að hagnast hóf- laust á skiptunum við útveg- inn, enda döfnuðu þeir aðilar og blómguðust að sama skapi og harðnaði á stallinn hjá út- gerðinni sjálfri. ^ Skattpíningin mikla En þegar fiskveiðarnar voru niður lagðar þótti íhaldinu blómi skjólstæðinga sinna, milliliðanna, helzt til fallvalt- ur svo eitthvað þurfti að gera. — Janúarmánuður fékk raunar að líða svo að ekkert var að- hafzt, annað en það, að þáver- andi stjórn sótti í sig veðrið til nýs áhlaups í þágu dýrtíð- arpúkans. — Og svo gerði og undir þess forustu var öll- um tillögum okkar um aðrar leiðir hafnað — og landsfólk- ið fékk á sig nýju skattabyrð- ina. ^ Framleiðslan ótryggari en nokkru sinni fyrr En ef einhver skyldi enn halda að grundvöllur útgerðar- innar hafi verið tryggður með Öruggur rekstur atyinnutækjanna ■óskert líískjör almennings Ræða Karls Guðjónssonar við 1. umræðu fjárlaga fyrir 1957, á Alþingi í fyrradag j urinn mikið rýmað á tímabili hins nýja samnings, enda ekk- ert til sparað af íhaldsins hálfu að eyðileggja þann árangur sem þama náðist. 'jlr Verðbólgan mögnuð Það er flestum enn í fersku minni, hvernig strax upp úr verkföllunum voru fram- kvæmdar mjög stórfelldar og óeðlilegar hækkanir á allskon- ar verðlagi í mikilli náð þá- verandi verðlagsyfirvalda. f- haldið réttlætti þá allar slík- iar hækkanir með því að þær væru afleiðingar kauphækkana verkafólks, þótt slíkt væri að minnstum parti satt og stund- um hrein fjarstæða. En í þessu ofstæki gegn vinnustéttunum og því verðhækkunarflóði, sem íhaldið magnaði upp 1955 eft- ir ósigur sinn í átökunum við verkalýðshreyfinguna var út- gerðin bókstaflega kaffærð í dýrtíð. Þegar þetta ár, 1956, gekk í garð, rumskuðu þáverandi stjórnarvöld við það, að útveg- urinn hafði stöðvazt — vélbáta- flotinn alveg, en togaraflotinn hálfvegis. Efnahagur þessara atvinnugreina leyfði ekki frek- ari fiskveiðar. stjórnin útrásina. Nýir vöru- skattar voru á lagðir og gamlir tollar hækkaðir svo að nam hundruðum milljóna, 250 millj. að því að talið er, og var þetta allt bein dýrtíðarhækkun. Jafn- framt voru útgerðinni ákveðn- ar nokkrar greiðslur, svo ,að hún hóf starfsgmi að nýju. Við, sem vorum andvígir þessum aðgerðum, sögðum þá strax, að auk þess sem þess- ar ráðstafanir kæmu mjög ranglátlega niður á þjóðfélags- þegnana, þá væru þær ekki þess megnugar að veita fiski- flotanum þá aðstöðu, sem nauð- synleg væri, enda færi sá at- vinnuvegur sízt varhluta af þeim vexti dýrtíðarinnar, sem hér var kallað á. Við bentum á að þessar ráðstafanir hlytu að valda því að framleiðslu- kostnaðurinn mundi stíga at- hliða, og afleiðing þess hlyti að verða enn alvarlegri úlfa- kreppa útvegsins en nokkru sinni fyrr. — Við margítrekuð- um þá viðvörun, að þessar stóru ráðstafanir mundu ekki einu sinni geta haldið útgerð- inni gangandi árið út. — En íhaldið taldi sig engin. ráð ,þurfa að sækja til okkar .and- Istseðinga sinna. Það taldi sig nógsamlega vita hvað við ætti tilkomu Framleiðslusjóðs og þeirra tekna sem í hann er afl- að samkvæmt lögunum frá fe- brúarbyrjun í vetur er leið, þá er það fjærri öllu sanni. Það fóru fram kosningar til Alþingis hinn 24. júní í vor svo sem flestir muna og strax fyrir þær blasti ný stöðvun út- gerðarinnar við. íhaldið slapp ekki einu sinni fram yfir kosn- ingar með heilt skjnn frá „stuðningsráðstöfunum“ sínum til handa framleiðsluatvinnu- vegunum, en svo voru þeir vanir að kalla skattana sína. Hinn 21. júní, 3 dögum fyrir kosningar gaf Ólafur Thors út sérstök lög um nýjar uppbæt- ur á norðanlandssíld kr. 57,50 á saltsíldartunnu og 10 kr. á hvert mál til bræðslu, auk vá- tryggingariðgjalda af fiskiskip- um. -— Ekki hafði verið gert ráð fyrir þessu í lögunum um Framleiðslusjóð og var þarna því efnt til 18 eða 20 millj. kr. útgjalda,. sem engar tekjur voru til fyrir, og síðan hefur hver stöðvunin af annarri vofað yf- ir svo núverandi ríkisstjórn hefur enn orðið að taka á Framleiðslusjóð kvaðir, sem engir tekjustofnar eru fyrir. f þeim ráðstöfúnum er m.a. samningurin við togaraeigend- ur, þar sem ákveðin er 15 aura verðuppbót á hvert kg. af fiski, sem lagður er upp til vinnslu hérlendis gegn því skilyrði að tveir þriðjungar togaraaflans að minnsta kosti verði lagðir upp hér heima en ekki seldir óunnir erlendis, enda hefði hvort heldur sem var, stöðvun togaranna eða út- gerð fyrir erlendar sölur ein- göngu, skapað hið alvarleg- asta atvinnuástand heima fyrir, enda alkunna, að þjóðarbúið hreppir þrefaldar gjaldeyris- tekjur af afla þess togara, sem leggur upp til vinnuiU miðað við hinn sem selur erlendis. Líklegt er að upphæð sú, sem Framleiðslusjóður hefur værið skuldbundinn til greiðslu á urnfram það sem tekjuáætlun hans leyfir nemi um 35 mil’jón- um króna, ef aflabrögð verða svipuð fram til áramóta og verið hefur á sama tíma að undanförnu. Leið íhaldsins gerði illt verra Allar þessar ráðstafanir eru að vísu umdeilanlegar, en sam- eiginlegt er þeim það, að þær eru gerðar til þess að forða öðru verra, forða stöðvun og atvinnuleysi, eða verzlun, sem þjóðarbúinu var óhallkvæmari en það sem gert var. Það er sem sagt komið enn rækilegar á daginn en við andstæðingar stóru skattanna frá s.l. vetri sögðum fyrir, að sú leið sem þar var valin var ófær, hún gerði illt verra, og var í senn óhóflega þung á herðum al- þý'ðu manna og útg'erðinni ó- fullnægjandi, enda henni dýr- ust í ýmsum efnum. Ef setið hefði við laga- setningu s.l. vetrar, er það ó- umdeilanlegt, að síldveiðarnar norðanlands hefðu skilað minni árangri en raun varð á, það hefði engin síldveiði verið stunduð sunnanlands, og tog- araflotinn væri annað hvort hættur veiðum eða legði allan .aflann upp í erlendum höfnum, svo þar töpuðust þjóðinni stór- felldar gjaldeyristekjur, sem henni nú áskotnast þrátt fyrir allar veilur efnahagskerfisins. ^ Hið „blómlega bú" Þegar núverandi ríkisstjórn tók við var hið „blómlega bú“ sem íhaldið telur hana hafa sezt í sem sagt með undirstöðu- atvinnuveginn á slíku nástrái, að íhaldið hafði sjálft þegar skrifað honum 18—20 milljóa króna ávísun, sem engin inn- stæða var fyrir, erfiðleikar hindruðu fulla nýtingu flot- ans, og alger stöðvun. vofði yfir sunnansíldveiðum og veiðum togara fyrir innanlands- vinnslu. Við allt þetta bætist það svo, að dýrtíðin hélt áfram að æða upp úr öllum veðrum með öllum þeim afleiðingum, sem hækkaður framleiðslu- kostnaður hefur í för méð sér. Sýnilegt var að án sérstakra ráðstafana mundi dýrtíðin vaxa svo að vísitala sú sem kaup er greitt eftir hækkaði úr 173 stigum, sem lögð voru til grundvallar, þegar síðast var samið um rekstrargrundvöll út- vegsins, snemma á þessu ári, i 190—200 stig. Heíði þvi 17— 27 stiga hækkun bætzt ofan á Framh. á 11. síðú

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.