Nýi tíminn


Nýi tíminn - 02.11.1956, Page 4

Nýi tíminn - 02.11.1956, Page 4
íí) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 2. nóvember 1956 NAZM HIKMET: Söngur japönsku fiskimannanna Við sigldum yfir opið haf, á opnu hafi gusta nam af helryksskýi. Héðan af er hönd mín feig. Ef snertirðu hana héðan af er hönd þín feig. Og báturinn er dauðra manna geigvæn gröf, og feigur hver sem honum rær. Hver sem af bátsins afla át altekinn sjúkleik dauðans beið í langri kröm- Á holdi hans spratt svart og illt af kauni kaun, Hönd mín var áður hraust og styrk í hverju verki. Nú er hún kýlum slegin og kaunum lest, af kýlunum gerist fúadrep. Forðastu mig, sem myrtur var, þú möndlueygða stúlkan mín, í helrýksskýi, hægt og seint, hönd mín er feig og feig ert þú ef snertirðu hana héðan af. Mitt hugaryndi, bannað er að stigir þú á sjúks manns sæng. Forðastu mig, sem myrtur var. Því barnið, sem þú bærir mér, banvænt, svart og dauða nær í heiminn kæmi. Helju vígt er hvað og eitt, sem snertir mig. Við sigldum yfir opið haf og inn í bleikan heitan gjóst. Málfríður Einarsdóttir þýddi Brezk verkalýðshreyfing sker upp herör gegn stríði Edens Forusta brezku verkalýðshreyfingarinnar boðaði nýlega herferö til að knýja ríkisstjórn íhaldsmanna til að láta af árásarstríðinu gegn Egyptum. Ungverjalond Framhald af 1. síðu. sovézka hersins þar í borg: Við æ’tlum okkur ekki að skipta okkur af innanlandsmálum ykk- ar. Eg tel að uppreisn ung- versku þjóðarinnar hafi verið réttlætanleg. 'jÉr Dauðaþögnin ríkir Síðdegis á sunnudag tilkynnti Búdapestútvarpið: Bardögum er lokið, fallbyssurnar eru hljóðar. Það er dauðaþögnin sem ríkir. Við getum nú byrjað að ihuga hverjar liafi verið or- sakir þessa hryllilega blóðbaðs. Útvarpið í Györ birti til- kynningu þar sem sagt var að sovézku hermennirnir þarhefðu fengið fyrirmæli um að skjóta ekki nema á þá væri ráðizt og jafnframt var uppreisnarmönn- um fyrirskipað að láta sovézku hermennina í friði. ■'jfc' Brottílutningurinn haíinn? Þrátt fyrir tilkynningu Nagy á sunnudaginn um að sam- komulag hefði tekizt um tafar- lausan brottflutning sovézku hersveitanna frá Búdapest var ekki fullljóst í gærkvöld, hvort hann væri enn byrjaður. Út- varpið þar tilkynnti í gær, að samkomulag hefði orðið milli stjórnarinnar og leiðtoga upp- reisnarmanna um að brottflutn- ingurinn myndi fyrst hefjast 24 klukkustundum eftir að upp- reisnarmenn hefðu allir gefizt upp fyrir ungverskum her- sveitum og afhent þeim vopn sín. Skömmu síðar var tilkynnt að uppreisnarmenn hefðu byrj- að að leggja niður vopn. Út- varpið í Miskolc, sem uppreisn- armenn hafa á valdi sínu, skýrði hins vegar frá því, að uppreisnarmenn í Búdapest myndu ekki leggja niður vopn sín fyrr en sovézki harinn væri á brott úr borginni. Austurríska blaðið Die Welt- presse, sagðist í gær liafa góð- ar heimildir fyrir því að brott- flutningur sovézku liersveit- anna úr Biulapest hefði byrjað í gærmorgun og væru Iangar raðir sovézkra herflutningabíla á leið út úr borginni, og út- varp uppreisnarmanna í Györ skýrði frá því að brottflutning- ur úr landinu sjálfu væri þegar hafinn. Szabad Neb, aðalmál- gagn Verkamannaflokks Ung- verjalands sagði í gær, að brottflutningur sovéthersins úr Búdapest væri þegar hafinn. ’-jAr Sjúkofí um atburð- ina í Ungverjalandi Sjúkoff marskálkur, land- varnaráðherra Sovétríkjanna, ræddi í gær atburðina í Ung- verjalandi á fundi með blaða- mönnum í Moskva. Sagði hann að sovézku hersveitirnar í Ung- verjalandi hefðu nú slíðrað vopn sín. Hann bar til baka fréttir, sem brezka stjórnin m.a. bar út í gær, um að sovézkur liðsauki hefði verið sendur til Ungverjalands. Hann sagði að cngir sovézkir liðsflutningar hefðu átt sér stað í Ungverja- Jandi síðustu 64 klukkustundir. Sjúkoff lýsti yfir því að sov- etstjórnin bæri fullt traust til hinnar nýju ríkisstjórnar Nagy og væri samþykk stefnu henn- ar. Stjóm hans nyti einnig ar. Sépiloff, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, sem einnig var á þessum fundi með blaðamönn- um staðfesti að sovézku her- sveitirnar yrðu fluttar burt úr Búdapest um leið og uppreisn- armenn hefðu lagt niður vopn sín. Búdapestútvarpið sagði í gær að lífið í borginni væri smám að færast í eðlilegt horf. Ekk- ert var minnzt á frekari vopna- viðskipti. Skýrt var frá því, að samgöngur væru að komast í samt lag og viðgerðir á skemmdum sem orðið hafa i fimm daga bardögum myndu hefjast þegar í stað. Útvarpið birti tilkynningu frá Sýningin var opnuð með við- höfn að viðstöddum forstöðu- mönnum stofnunar þeirrai’, er annast menningartengsl við út- lönd, er stóð fyrir sýningunni, en auk þeirra voru fuíltrúar frá utanríkisráðuneytinu, menntamálaráðuneytinu og menningarmálaráðuneytinu, auk fjölda frægra listamanna i öllum greinum og þar á meðal framkvæmdastjóra listabanda- lagsins. Við opnun sýningarinnar flutti Ionel Jianu prófessor við listaakademíuna ávarp og fór lofsamlegum og hlýjum orðum um list þeirra hjóna. Hann skrifaði einnig formála fyrir sýningarskrána, sem var mjög myndarlega úr garði gerð með sjö eftirverkum af verkum listamannanna. Sýningin var haldin í sérlega fallegum sýn- ingarsölum við aðalgötu borg- arinnar. Aðsókn var mjög góð og meiri en ráð var gert fyrir, því eftir fjóra daga varð að endurprenta sýningarskrána. 12. október var haldið „ís- lenzkt kvöld“ í húsi Blaða- mannabandalagsins. Magnús flutti þar erindi um íslenzka 'myndlist og tónlist, þ. e. a. s. landvamaráðuneytinu þar sem allir hermenn og lögreglumenn voru beðnir um að rífa hin gömlu merki af einkennisbún- ingum sínum og festa í þeirra stað merki með ungversku fánalitunum. Fólk sem kom í gær til Vín- arborgar frá Búdapest sagði að bardögum þar væri lokið og hefði kennsla hafizt aftur í skólum borgarinnar í gærmorg- un. Utvarp uppreisnarmanna í Miskolc birti í gær áskorun til bænda um að liefja aftur vinnu. Sagt var að nú væri tryggt að ungverska þjóðin myndi ein njóta ávaxta vinnu þeirra. mælti fram fyrstu og síðustu málsgreinarnar á íslenzku, en túlkur hans flutti svo allt er- indið á rúmensku. Þá flutti Ni- colae Vasilescu, formaður rúm- enskrar sendinefndar er heim- sótti Island í sumar á vegum verkalýðsfélaganna í Reykja- vík, skemmtilegt og fróðlegt er- indi um dvöl þeirra hér á landi og það sem þar fyrir augun bar. Síðan voru flutt tónverk af plötum eftir Magnús Á. Árna- son, 3 prelúdíur, 5 sönglög og Sónatína no. 2. Þessi verk voru flutt í Ríkisútvarpinu fyrir tveimur árum. Aðsókn að fundinum var slík, að færri komust að en vildu og margir urðu að standa. Auk blaðaviðtala og erindis þess, sem að ofan getur, flutti Magnús 5 mínútna erindi á ís- lenzku í útvarpið í Búkarest, sem síðan var flutt í rúm- enskri þýðingu. Þá skrifaði hann grein fyrir „La Roum- aine Nouvelle," blað sem gefið er út á frönsku og sent er til annarra landa. Og loks átti liann viðtal á ensku, sem flutt- var í enskri dagskrá útvarps- , ins í Búkarest. Á sameiginlegum fundi stjórna Verkamannaflokksins, Alþýðusambands Bretlands og samvinnuflokksins var sam- þykkt að efna til fundahalda um allt landið til að krefjast þess að hernaðaraðgerðum verði hætt þegar í stað. Sam- þykkt var að beina því til verkamanna, að þeir reyni ekki að beita verkföllum til að hafa áhrif á stefnu ríkisstjórnarinn- ar. I brezka þinginu harðnar deila stjórnai’sinna og stjórnar- andstæðinga um árásina á Eg- yptaland með degi hverjum. I gær sleit forseti fundi í hálf- tíma vegna uppnáms í þing- salnum. Heyrðist þar ekki mannsins mál fyrir skarkala og ópum æstra þingmanna. Hefur slíkt ekki komið fyrir í brezka þinginu í þrjá áratugi. James Griffiths, varaforingi Verkamannaflokksins mælti fyrir vantrauststillögu á ríkis- stjórnina. Kvað hann stjórnina hafa klofið þjóðina í andstæð- ari fylkingar en hann vissi dæmi til, stefnt lífi samveldis- ins. í voða og komið því til leiðar að allar horfur séu á að SÞ stimpli Bretland árásarað- ila alveg á næstunni. fetuðnings ungversku þjóðarinn- Þar skjátlast þetm Trybuna Ludu, aðalmálgagn Sameiningarflokks verka- manna í Póllandi, ræddi nýlega ummæli Eisenhowers Bandaríkjaforseta í ræðu, sem hann flutti í fyrradag, en þar komst hann m.a. svo að orði að Bandaríkin vildu fús veita Pólverjum aðstoð og lýsti fögrum orðum samúð sinni með frelsisbaráttu pólsku þjóðarinnar. Blað- ið komst m.a. svo að orði: „Við skiljum vel það sérstaka ástand sem nú ríkir í Bandaríkjunum, en það er samt engin ástæða til að flækja Pólverja inn í kosningabaráttuna þar. Ef ein- hver er þeirrar skoðunar, að orðnar breytingar í Póllandi feli í sér breytta utanríkisstefnu, þá skjátlast honum. Pólverjar hafa valið í eitt skipti fyrir öll, þeir ætla að byggja upp sósíalismann í landi sínu við lilið Sovét- ríkjanna, Kína og allra bræðraþjóða sinna. Ef einhver heldur, að aukið lýðræði í landi oltkar og endurbætur á stjórnmála- og efnahagskerfi okkar þýði að við ætlum að víkja af braut sósíalismans eða draga úr samvinnu okkar við önnur ríki sósíalismans, þá skjátlast honum einnig. Höfuðmið stefnu okkar var, er og verður bandalag og vinátta við Sovétríkin, á grund- velli sameiginlegs liugmyndakerfis, fullkomins jafnrétt- is ríkja okkar og algerðri samstöðu þjóða okkar.“ Miki! aðsékn að sýningu Magnúsar Á. og Barböru Árnason í Rnneníu Sýningarskráin gekk upp á 4 dögum — íslenzkt kvöld, útvarpserindi og blaðagreinar Sýning Magnúsar Á. Árnasonar í Búkarest var haldin 8.—18. okt. Á sýningunni voru 8 tréristur eftir Barböru Árnason og 30 málverk og 14 teikningar eftir Magnús.

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.