Nýi tíminn


Nýi tíminn - 02.11.1956, Blaðsíða 12

Nýi tíminn - 02.11.1956, Blaðsíða 12
Arás Breta og Frakka á Egyptaland er hvarvetna harðlega fordæmd Þing SÞ býst til að kveða upp áfellisdóm vfir aðförum nýlenduveldanna Árásin sem ríkisstjórnir Bretlands og Frakklands hafa látið gera á Egypta- land hefur orðið til þess að þær standa nú uppi að heita má einangraðar, al- menningsálitið í heiminum fordæmir aðgerðir þeirra. Allsherjarþing SÞ átti að koma saman til aukafundar í New York klukkan tíu í gærkvöldi eftir íslenzkum tíma, og talið var fullvíst að þar yrði með öll- um þorra atkvæða samþykkt ályktun, sem fordæmi athæfi Bretlands, Frakk- lands og ísraels gagnvart Egyptalandi. Búizt var við að Bandaríkin, Indland og Sovétríkin myndu hafa forustu um að brennimerkja hina brezku og frönsku árásarseggi. Dulles, utanríkisráðherra búizt við að fulltrúar Breta og Bandaríkjanna hélt í gærkvöldi Frakka muni í fundarbyrjun af viðræðufundi við Eisenhower forseta í Washington til New York til að taka við forustu bandarísku sendinefndarinnar á þinginu. Vitað var, að hann myndi leggja fram tillögu til ályktunar, þar sem atferli þess- ara tveggja helztu bandamanna Bandaríkjanna væri fordæmt. 1 gær vitnaðist, að Búlgan- ín, forsætisráðherra Sovétríkj- anna, hafði sent Eisenhower bréf um árásina á Egyptaland. Bréfið hefur ekki verið birt, en sagt er í Washington að sovézki forsætisráðherrann leggi þar til að Sovétríkin og Bandaríkin taki höndum saman að stöðva árásina á Egyptaland og beiti sér fyrir því að beitt verði til þess valdi á vegum SÞ ef með þurfi. Sépiloff, utanríkisráðherra Sovétrikjanna, sagði hlaða- mönnum í Moskva í gærkvöldi, að af tiltæki Breta og Frakka gæti það hlotizt, að öll Araba- ríkin lýstu yfir heilögu stríði gegn þeim. Ástandið er mjög alvarlegt, sagði Sépiloff, það getur liaft mjög óvæntar af- leiðingar. Fréttamenn í aðalstöðvum SÞ sögðu i gærkvöldi, að ljóst væri að meðal fulltrúanna á þinginu, sem búizt er við að verði frá 74 ríkjum, af 76 sem í sam- tökunum eru, ríkti meiri ein- ing í þessu máli en dæmi væru til áður. Allar horfur væru til að Bretland og Frakkland myndu standa uppi einangruð, þau gætu ekki vænzt liðsinnis frá öðrum en tveim eða þrem samveldislöndum. Fullvíst má telja, segja fréttaritararnir, að kveðinn verður upp á þinginu sundur- kremjandi áfellisdómur yfir at- hæfi Breta og Frakka. Þeir munu eiga um það að velja, að láta af árásinni á Egypta eða standa uppi algerlega einangr- aðir í heiminum. Helzta von stjórna Bretlands og Frakklands er að sögn fréttamanna í London og París, að takast megi að steypa Nass- er frá völdum í Egyptalandi áð- ur en þingi SÞ hefur unnizt tími til að kveða upp úrskurð sinn. Á þinginu er ekki um neitt neitunarvald að ræða og er því mótmæla því að árásin á Eg- yptaland sé tekin á dagskrá. Þegar þau mótmæli komi fyrir ekki muni þeir ganga af fundi. Victor Vinde, fréttaritari sænska útvarpsins í París, sagði í gær að þar 1 borg létu ráða- menn sér fátt um hernaðarað- gerðirnar í Egyptalandi finn- ast, mestöll athygli þeirra bein- is að því, sem sé að gerast í aðalstöðvum SÞ. Franska stjórnin telji Hammarskjöld, framkvæmdastjóra SÞ, hinn ó- þarfasta tvíveldunum og það hafi komið henni á óvart, hve harður Eisenhower sé í horn að taka í þessu máli. Raddir heyrast um að Frökkum beri að segja sig úr SÞ. Frá forustumönnum þjóða og stórblöðum hvarvetna streyma yfirlýsingar, þar sem Bretum og Frökkum er sagt til synd- anna. Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, sagði í gær að hann myndi ekki eftir freklegri árás en þeirri sem tvíveldin hefðu nú framið. Frjálsar þjóðir Asíu og Afríku myndu ekki láta þeim haldast uppi svo blygðunarlaust ofbeldi. r ~\ Innrás á döfinni Talið var í gærkvöldi að innrás brezks og fransks landgönguliðs í Egyptaland væri nú skammt' undan. Flota- deildir nálgast stöðugt mynni Súezskurðar úr norðri og suðri. Búizt er við að lið af þeim verði látið ráðast til landgönguþegar brezk- franska herstjórnin tel- ur að hún hafi ráðið niðurlögum egypzka flughersins. Times of India, eitt af þeim blöðum Indlands sem hliðholl- ast hefur verið Bretum, segir að stjórnir Bretlands og Frakk- lands hafi unnið níðingsverk, Ieita verði tíl daga Hitlers til að finna þess líka. Stjórnir Iraks og Jórdan, sem eru í hernaðarbandalagi við Bretland, hafa sent brezku stjóminni harðorð mótmæli. Jórdan hefur slitið stjórnmála- sambandi við Frakkland og stjórnin þar segist hafa tekið sambúðina við Bretland til end- urskoðunar. Hussein Jórdans- konungur sagði í gær, að öll arabaríkin ættu að koma til liðs við Egypta. Þjóðhöfðingjar, forsætisráð- herrar og utanríkisráðherrar Iraks, Irans, Pakistan og Tyrk- lands, sem eru í Bagdadbanda- laginu ásamt Bretum, munu koma saman á fund í Bagdad að ræða árásina á Egyptaland. Blöð í öllum þessum ríkjum nema Tyrklandi fara hörðum orðum um Breta og Frakka. Dawn, eitt áhrifamesta blað Pakistan, segir að Eden og Mollet séu á góðum vegi að leggja SÞ í rúst. Þeir einu sem mælt hafa stjórnum Bretlands og Frakk- lands bót eru forsætisráðherr- ar íhaldsstjórnanna í Ástralíu og á Nýja Sjálandi. Árásin á Egyptaland er í einu vetfangi orðin aðalmálið kosningabaráttunni fyrir kosn- ingarnar í Bandaríkjunum. Ým- is blöð og fréttaskýrendur í útvarpi taka undir þá stað- hæfingu Stevensons, frambjóð- enda demókrata, að stefnuleysi ríkisstjórnar repúblikana í mál- um landanna við Miðjarðar- hafsbotn eigi mikla sök á því, hvernig komið sé. New York Times segir, að stjórnir Bretlands og Frakk- lands hafi með framkomu sinni gefið Rússum græðandi plást- ur á sárin sem þeir hafi hlotið að undanförnu í Áustur- Evrópu. Franska íhaldsblaðið Figaro segir í gær, að viðleitni Banda- ríkjastjórnra til að þvinga Bret- land og Frakkland til að breyta um stefnu gagnvart Egypta- landi geti orðið ti! þess að samstarf Vesturveldanna splundrist algerlega. Brezkum og frönskum spresagf- um rignir yiir egypzkcsr borgir Nasser boðar algert stríð til síðasta blóðdropa Síðan síðdegis í fyrradag hafa brezkar og franskar flug- vélar haldið uppi nær látlausum árásum á borgir og bæi við Súezskurð og á hinum þéttbýlu óshólmum Nílar. Sameiginleg herstjórn Breta og Frakka, sem hefur aðsetur á Kýpur, segir að árásirnar hafi það markmið að lama egypzka flugherinn. Egypzka stjórnin tilkynnti í gær, að árásirnar hefðlu þegar orðið yfir 30 óbreyttum borgur- um að bana og fórnarlömbunum fjölgaði með hverjum klukku- tíma sem liði. í útvarpsræðu til egypzku þjóðarinnar sagði Nasser forseti, að herlög væru gengin í gildi um allt landið. Hann kvað árás Breta og Frakka verða mætt með algeru stríði Egypta til að verja sjálfstæði sitt og frelsi. Barizt yrði um hvert þorp. Við munum aldrei gefast upp, sagði Nasser. Herstjórn ísraelsmanna til- kynnti i gær að lið hennar hefði sótt fram til Miðjarðarhafs og einangrað lið Egypta á Gaza- svæðinu, þar sem 200.000 arab- iskir flóttamenn frá ísrael haf- ast við. Einnig kvað hún her Egypta á Sínaískaga á óskipu- legu undanhaldi. Egyptar segjast hinsvegar hafa molað sóknarfleyga ísra- elsmanna og gert útaf við fjórð- ung ísraelska flughersins. Hafi nú brezkag og franskar flug- sveitir komiff til liffs við Isra- elsmenn í bardögunum í eyffi- mörkinni. Egyptar tilkynntu í gær, að í brezk-franskri flugvélaárás hefði egypzku skipi á leið um Súezskurð verið sökkt með þeim afleiðingum, að skurður- inn hefði lokast. Eins og kunn- ugt er réttlættu tvíveldin árás- ina á Egypta með því, að þeim væri lífsnauðsyn að tryggja ó- hiridraðar siglingar um Súez- skurðinn. Skipstjóri á sænsku skipi, Kyoto, sem er innlyksa í Súez- skurði, sagði í samtali við skipa- eigendur í gær, að af skipsfjöl hefði verið hægt aS fylgjast með árás brezkra og franskra flug- véla á borgina Ismailia. Nagy lýsir Ungverjaland hluflaust Mófmœlir sovézkum herflufningum jbongaS Imre Nagy, forsætisráðherra Ungverjalands, tilkynnti í gær í útvarpsræöu að stjórn sín hefði sagt landið úr Varsjárbandalaginu og lýst yfir hlutleysi þess. Nagy sagði, að hann hefði tilkynnt Hammarskjöld, fram- kvæmdastjóra SÞ um úrsögn Ungverjalands úr Varsjár- bandalaginu og tjáði honum, að ungversku stjórnina fýsi að fjórveldin tækju sameiginlega ábyrgð á hlutleysi landsins. I gærkvöldi var tilkynnt í Búdapest, að Nagy hefði kallað sovézka sendiherrann á' sinn fund og mótmælt því, að sov- ézka hernum í Ungverjalandi hefði verið sendur liðsauki. Fréttastofur í Austurríki héldu því fram í gærkvöldi, að sovézkar hersveitir væru að taka á sitt vald hernaðarlega! mikilvæga staði víðsvegar um Ungverjaland. Tvær herdeildir væru að umkringja Búdapest. Þá sagði i fréttum frá Aust- urríki, að Nagy hefði ákveðið að fara þess á leit að auka- fundur þings SÞ í New York ræði aðfarir sovéthersiris í Ung- verjalandi. NÝI TÍMINN Fimmtudagur 2. nóvember 1956 — '10. árgangur — 42. tölublað

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.