Nýi tíminn


Nýi tíminn - 02.11.1956, Blaðsíða 11

Nýi tíminn - 02.11.1956, Blaðsíða 11
Framhald af 7. síðu. ríkjandi vandræðiaástand. Fyrsta skrefið sem stjórnin steig til þess að halda þessum vandamálum innan viðráðan- legra takmarkana var að leita samkomulags við verkalýðs- og bændasamtökin um að spyrnt yrði við hinum válega dýrtíð- 'arvexti. Og raunin varð sú að þessar stéttir reyndust fúsar til þess að eiga góðan hlut að lausn þessara vandamála þjóð- félagsins, enda eru það allt aðrir aðilar en íslenzk alþýða, sem skjóta sér undan réttlát- um skyldum við samfélagið og þótt stundum heyrist skrafað um útveg og landbúnað sem ómaga ríkisins, sem kaupsýslu- stéttin fóðri, þá vita verka- menn, sjómenn og bændur, að þar er sama fjarstæðan á ferð- inni og sú sem eitt sinn átti sér nokkra rót í hugum manna en finnst nú sem betur fer aðeins í frásögnum í bókum, að kaup- maðurinn hafi í rauninni allt þorpið á framfæri sínu og hið vinnandi fólk sé aðeins hans ölmusulýður, þótt það skapi öll þau verðmæti sem sá hinn sami kaupmaður varð syo á- gætur af. Erfiðleika útvegsins og að- stoð við hann ber oft hærra í ræðu en hitt sem er eldri staðreynd og þó alltaf jafnný, að útgerðin legg'ur þjóðarbúinu til langmestan hluta Þess gjald- eyris, sem þjóðin þarfnast. Samkvæmt stefnu sinni og markmiðum hlaut ríkisstjóm- in að leita allra ráða til stuðn- ings útveginum, annarra en al- mennrar lífskjaraskerðingar, gagnstætt því seni tíðkazt hef- ur að undanförnu. Meginákvæði bráða- birgðalaganna Þau bráðabirgðalög, sem rík- isstjórnin gaf út 28. ágúst s.l. verða að sjálfsögðu að skoðast í því ljósi, að öll aðstaða er önn- ur og hægari til að tryggja eðli- legan og tafálausan rekstur fiskiflotans, ef aðeins þarf að mæta verðlags- og kaupgjalds- hækkun sem nemur 5 vísitölu- stigum, heldur en ef sú hækkun næmi um eða yfir 20 stigum. En hefur þá ekki verið geng- ið á lífskjör launþega með bráðabirgðalögunum um stöðv- un kaupgjalds og verðlags? Við þeirri spurningu er má- ske ekki hægt að gefa eitt svar fyrir alla. Lögin innihalda þrjú megin- ákvæði: í fyrsta lagi: Launþegar sleppa tilkalli íil 6 stiga verðlagsuppbótar á kaup. í öðru lagi: Búvöruverð er ekki látið hækka til neytenda. Og í þriðja lagi: Almenn stöðv- un á verðlagi er framkvæmd það tímabil sem á- kvæði laganna gilda. Vera má að einhverjir mis- brestir séu á framkvæmd síð- asttalda atriðisins, en þótt svo kunni að vera hefur það óum- deilanlega mikil áhrif til stöðv- unar á verðhækkunum. ^ Það íiem orðið hefði Hinn 1. sept. átti kaupgjald að hækka um 6 vísitölustig, þ.e. tímakaup verkamanns átti að hækka um 62 aura. í þrjá mán- uði nemur þetta 372 kr. miðað við 8 st. vinnu á dag, en 501 kr. ef reiknað er auk þess með 2 st. eftirvinnu. Fyrsta hálfan mánuðinn, 1.—15. sept. fórnaði verkamaðurinn þessu. Það er því rétt, að verkamenn og aðrir launþegar eru þeir, er byrjuðu að fórna. En hinn 15. september hefði gengið í gildi hækkun á bú- vöruverði, sem nam 11,4% til bænda og nokkru meiru i verð- lagi út úr verzlunum. Þar hefðu týnzt óbætt 5,3 af hinum fyrr- nefndu 6 vísitölustigum miðað við neyzlu meðalfjölskyldu. Eftir 1. des, hefði þessi bú- vöruhækkun lyft kaupinu að- eins um 0,8 stig, þ. e. um eitt eða ekkert stig, því mestur hluti hækkunarinnar hefði orð- ið á „vinnu bóndans11 og „að- keyptri vihnii“ eins og það heit- ir í verðlagsgrundvelli landbún- aðarins, og í lögum er ákveðið að þeir liðir komi ekki inn í vísitöluna til kauphækkunar. Hið almenna bann við verð- hækkunum ætti að sjálfsögðu að tryggja launþegum það, sem vantar á fullar bætur fyrir það, sem niður fellur úr kaupinu og í flestum tilfellum nokkru bet- ur. Þótt segja megi að ekki komi þetta alveg jafnt niður á alla launþega, þá er alltént gott til þess að vita að eftir því, sem fjölskyldan er stærri og launin í lægri skala hjá einstaklingn- um, þá verka stöðvunarlögin til aukins hagræðis fyrir þann sem í hlut á, og fyrir hlutasjó- menn eru þau einskær hagnað- ur. Það skref sem stigið var með kaup- og verðstöðvunarlögun- um er þó að því leyti hag- kvæmast þjóðinni allri að það skapar möguleika til — ef slíkt samkomulag næst til frambúðar — að komizt verði hjá framléiðslutruflunum og örþroti því, sem yfir útgerð- inni vofði og ekki hefði úr greiðzt nema með ráðstöfunum, sem sárt hefðu brunnið á baki allrar alþýáu. ^ Ekki ástæða til bölsýni Hér hafa verið dregnar upp dökkar myndir og ljótar. Þær bera vott um undangengna ó- stjórn. Þær erú arfur liðins tímabils, arfur sem að vísu verkar á daglegt líf íslendinga nú og mun gera það um eitt- hvert skeið ennþá, en þá tekst verr til en skyldi, ef mörg ár líða svo að þjóðin nái ekki að sigrast á erfðasyndum ihalds- tímabilsins. Þrátt fyrir alla óstjórnina, allar framleiðslustöðvanirnar og þrátt fyrir það takmarka- lausa * sinnuleysi um endurnýj- un framleiðslutækjanna, sem gleggst má marka af því, að enginn togari hefur verið keyptur tiL landsins á þess- um áratug, er efnahagur þjóð- arinnar slíkur að engin ástæða er til bölsýni. ^ Framleiðslan íer vaxandi Þjóðin á að vísu ekki gjald- eyri nema til næsta máls og ýmsa hluti skortir í landinu sjálfu, en framleiðslan fer vax- andi ár frá ári. I ár er það einkum togaraaflinn og síld- veiðin á norðurmiðum sem er meiri en á síðasta ári. Hinn 1. sept s.l. nam verð- mæti útflutningsins 602 millj- ónum króna á móti 499 millj. á sama tíma í fyrra ’55, sem þó var metár í framleiðslu. Birgð- ir af útflutningsvörum voru líka um 80 milljónum meiri nú en í fyrra. I heild er fram- leiðslan því um það bil 180 millj. krónum meiri á þessu ári en á sama tíma á s.l. ári. 1954 nam útflutningsfram- leiðslan alls 846 millj. kr. 1955 hækkaði hún um 102 milljónir í 948 millj. kr. (þar af voru raunar 100 millj. kr. birgða- aukning). Á þrem fyrstu árs- fjórðungum þessa árs er Þeg- ar framleitt verðmæti fyrir 782 milljónir kr., en það gef- ur vonir um að útflutnings- framleiðsla ársins nálgist 1100 milljónir um það er árinu lýk- ur. Það er á allra vitorði, sem nokkuð þekkja til okkar út- vegsmála, að framleiðsluna er hægt að auka stórlega, bæði með bættri og stöðugri nýt- ingu þeirra tækja, sem þegar eru tiltæk og eins. hinu að þjóðfélagið styðji að eðlilegri framþróun í tæknilegri aðstöðu fiskvinnslustöðvanna og heil- brigðari fjárhagsgrundvelli út- vegsins og einnig með aukn- ingu skipastólsins. íslendingar eiga ekki sjálfir handbært fjármagn til stór- felldra skipasrriíða eða annarra fjárfrekra framkværrida atvinnu lífsins. En svo er sjómánna- stéttinni fyrir að þakka ' og öðrum þeim, sem að framleiðsl- unni vinna .af meiri dugnaði en þekkist með öðrum þjóð- um, að okkur hefur skapazt traust og álit meðal viðskipta- þjóða okkar og má ætla að ekki séu á því vandkvæði að erlendis fáist nauðsynleg lán til nýrra stórátaka um upp- byggingu og eflingu atvinnu- lífs í landi okkar. Ríkisstjórnin hefur þegar tekið ákvarðanir um að þetta skuli gert verða, og hefur af hennar hálfu verið lagt hér fram frumvarp um smíði 15 nýrra togara og nokkurra ann- arra fiskiskipa og um ríkisút- gerð til atvinnujöfnunar. 'Ar Grundvöllur fram- búðarlausnar Það er grundvöllur að fram- tíðarlausn þess vanda sem að steðjar á efnahagssviðinu að framleiðslan verði stórlega auk- in. Til þess þarf þrennt að ske: 1. Það þarf að afla nýrra framleiðslutækja, 2. Það þarf að nýta vinnuafl landsmanna betur en nú er gert, 3. og það þarf að rýmka um efnahag framleiðslúatvinnuveganha fyrst og fremst' með því að létta af þeim' milliliðaokri, sefn um ■* . • skeíð hefur sífellt færzt í ó- hóflegra 'horf og tekúr til út- ---- Fimmtudagur 2. nóvember flutningsviðskipta, þjónustu og innflutningsverzlunar, þ.e. til allra þáttanna sem íhaldið vildi engan gaum gefa meðan það hafði aðstöðu til að beina bar- áttu þeirra er að útgerð unnu eingöngu til andófs gegn kaupi sjómanna og verkafólks Hér skal ekkert um það full- yrt hve nálægt hallalausum rekstri muni hægt að komast með því að minnka möguleika þeirra samskiptaaðila útgerðar- innar, sem oftekið hafa hagn- að á undanförnum árum, en það sem á kann að vanta verð- ur að tryggja með því að end- urkrefja gróðastéttina um hlut af hinu oftekna. Nú hefur hún að sjálfsögðu ekki skilið þá fúlgu sem til þarf eftir á nein- um einum stað, þar sem hægt er að ganga að henni og flytja hana yfir til verðugri aðila. Engu að síður hljóta hin nýju stjórnarvöld að leita allra ráða til þess að núverandi lífskjör almennings þurfi ekki að skerða, og þau hljóta að forð- ast þær aðgerðir sem leiða til aukinnar dýrtíðar Loísöngur íhaldsins um gullkálfinn í Keflavík er villutrú. Frá því að Alþingi sam- þykkti að segja upp hernáms- samningnum við Bandaríki N- Ameríku í því augnamiði að her sá sem átt hefur hér setu um árabil hyrfi úr landinu, hafa ýmsir reynt að telja þjóð- inni trú um, að með brottför hersins væri lokað þeirri tekju- lind sem ein allra væri þess megnug að skapa hagsæld á íslandi. Sú kenning er röng með öllu'. Að vísu hafa tekjur fengizt fyrir vinnu hjá her- námsliðinu og einstaka við- skiptaaðilar hagnazt á sam- skiptum við herinn, en ís- lenzkir atvinnuvegir hafa þjáðst af vinnuaflsskorti og einnig af þeim sökum er fram- leiðslan minni en möguleikar væru á. Segja niá að engum sé það ofgott að boða þjóðinni trú á þjónustustörf hjá erlendum stríðsmönnum og vantrú á ís- lenzka atvinnuvegi að sama skapi, svo sem Sjálfstæðis- flokkurinn nú gerir. En þegar á það er litið, að á yfirstandandi ári er það lægri gjaldeyrisupphæð, sem ferigizt hefur fyrir setuliðsvinnuna en það sem framleiðsluaukning I ritstjórnargrein í blaðinu nýl. var stjórn Nagy heitið fullum stuðningi og blaðið fagnar þeim loforðum sem hún hefur gefið ungversku þjóðinni. Siðan ségir blaðið : „Hvers vegna fékk Nagy ekki þetta tsekifæri fyrr? Hvers 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (11 ársins ein gefur hjá hinn' fátæku og hrjáðu atvinnugrein fiskveiðunum, verður það aug- ljóst, að lofsöngur íhaldsins um gullkálfinn í Keflavík er með öllu úrelt villutrú. Þótt eingöngu sé litið á efnahags- hliðina, sem íhaldið jainan hefur talið svo bjarta að ljómi hennar væri meira en til jafn- vægis við skuggahliðar hcr- námsins þá kemur í ljós, að íslenzka þjóðarbúinu væri fcstra og drýgra til gjaldeyristckna að bæta jafnmörgum mönnum og nú vinna fyrir Ameríkanana við í framleiðslustörf útvegsins en að láta sitja vjð það sem er um störf Islendinga fyrir herinn. ^ Allt ber að sama brunni. Hér ber því allt að sama brunni hvernig sem á er lit- ið. Þrátt fyrir allar snurður, sem hlaupið hafa á þræði ís- lenzks atvinnulífs að undam förnu' sést glöggt á vexti út- flutningsins og stöðugt vax- andi þjóðartekjum að engin á- stæða er til að fyllast hrolli eða kvíða, þegar litið er til framtíðarinnar. Þótt íhaldsstjórnin væri þjóð- inni einkar óhagkvæm þá mátti hún sín þó minna en dugnaður alþýðunnar við framleiðslu- störfin og því eru möguleikar þjóðarinnar til hagsældar ekki þrotnir. Fyrirsjáanlegt er þó, að þunga dýrtíðarinnar verður ekki létt af herðum alþýðu- stéttanna að .sinni, en hitt er jafn augljóst mál að ekkert réttlæti væri að leggja aukinn þunga leiðréttinganna á hag útvegsins á bak þeim sem þjóð- hollastir eru og einlægastir í viðleitni sinni til umbóta og hafa þegar. það sýnt í verki. Þar á móti verður að leita uppi þá, sem fremur öðrum valda vexti dýrtíðarinnar með óhóflegu verðiagi á vörur eða þjónustu og svipta þá aðstöðu til slíks og láta þá gjalda mis- gerðanna og bæta þann skaða sem þeir hafa valdið eftir því sem við verður komið. Öll afgreiðsla fjárlaga hlýt- ur að mótast að verulegu leyti af því, hverjar leiðir verða valdar að markinu: öruggur rekstur framleiðslutækjanna — óskert lífskjör almennings, og það standa vonir allra þjóð- hollra manna til að þar takist vel til og því marki verði náð. vegna gerðu menn sér ekki grein fyrir því að öll þjóðin vildi verða mcð öllu einráð í landi sínu og að hún vildi að sovézki lierinii væri fluttuir úr lattdi ? Og hvérs végna var ekki gengið að kröfiim verkamanna Málgagn ungverska Verkamanna- ins fagnar umskiptunum Aðalmálgagn 'ungverska Verkamannaílokksins, Szabad Nep, fagnaði nýlega þeim umskiptum sem uppreisnin hefur valdið í Ungverjalandi, jafnframt því að það harmaði, að þau skyldu ekki hafa orðið með öðrum og friðsafnlegri hætti.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.