Nýi tíminn


Nýi tíminn - 02.11.1956, Blaðsíða 5

Nýi tíminn - 02.11.1956, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Pólverjar munu byggja sósíalisma í landi sínu á grundvelli lýðræðis C Ræða Gomulka á fundi miðstjórnar pólska verkamannaflokksins Eins og Þjóðviljinn hefur slaw Gomulka mikla ræðu pólska verkamannaflokksins. izt útdráttur úr ræöunni, og 1 ræðu sinni gagnrýndi Go- mulka ástandið í iðnaði og landbúnaði. Hann vakti athygli á því að á skeiði sexáraáætlun- arinnar hefði fjármunum þjóð- arinnar fyrst verið beint að ein- stökum völdum verkefnum en ekki hefði verið tekið tillit til þeirrar staðreyndar, að hag- kerfi þjóðarinnar er ein heild. — Fjarri fer því að ég van- meti árangur sexáraáætlunar- 'Ínnar, sagði Gomulka, en það verður að meta árangurinn í samræmi við staðreyndir. Lyk- íllinn til lausnar þeim vanda- málum, sem safnazt iiafa sam- an, er í höndum verkalýðsstétt- ariimar. Atburðirnir í Poznan Gomulka ræddi næst um at- burðina í Poznan og sagði: — Verkamennirnir í Poznan sneiust ekki gegn Póllandi al- þýðunnar, ekki gegn þróuninni til sósíalisma, er þeir gengu út á borgarstrætin. Þeir voru að anótmæia þeim meinsemdum sem höfðu grafið svo mjög um . sig í þjóðfélagskerfi okkar og •eimúg höfðu alvarlegar afleið- íngar fyrir þá — úrkynjun sjálí'ra grundvallarsjónarmiða sósíalismans, sem er kerfi þeirra. Það var inikill pólitísk- ur bamaskapur að telja harm- leikinn í Poznan verk agenta <og æsingamanna heimsvalda- sinna. ^ Gildi 20. pingsins íyrir Pókand Um 20. þing sovézka komm- únistaflokksins sagði Gomulka að það hefði orðið hvöt til breytinga í stjórnmálalífi Pól- lands; flokksmennirnir urðu gagnsýrðir af nýjum áhuga, einnig verkalýðsstéttin og þjóð- félagið allt. — En eins og ástandið varð eft- ir 20. fíokksþingið, var flokks- stjórnin ekki megnug þess að móta nýja framkvæmdastefnu nægilega snemma. Til þess að fjarlægja allt það á sviði efna- hagsmáta og stjórnmála sem torveldaði þessa þróun, varð að finna hetri leiðir, í stað alls þess sem vanskapazt hafði í hugmyndum okkar um sósíal- isma. Það varð að bæta frumdrög- in með beztu áætlunum sem til- tækar voru og auka með nýju og bættu skipulagi. Það verðnr að eíla verkamarmastjórn í verksmiðjunum Gomulka ræddi því næst um áður skýrt frá flutti Wlady- þegar hann tók við forustu . Þjóðviljanum ’^efur nú bor- eru aðalatriðin pessi: brýnustu vandamálin í iðnaði og landbúnaði. Hann lagði á- herzlu á það að ef takast ætti að. bæta efnahag þjóðarinnar þyrfti „ekki aðeins að breyta ýmsu í forustunni, heldur þyrfti umfram allt að breyta sjálfu kerfi alþýðuvaldanna, skipu- lagsháttum íðnaðarins og starfsháttum flokks og stjórn- ar“. — Eins og efnaliagsástandið er nú verðuin við að segja verkamönnum sannleikann um- búðalaust. Við höfum sem stendur ekki efni á því að veita neinar verulegar kaupliækkanir. Hver launahækkun er lijá okk- ur gersamlega háð aukinni framleiðslu og minni tilkostn- aði. Ef við eigum að breyta stjórn iðnaðarmála verðum við einnig að breyta hugmyndum okkar um sósialismann. Gomulka sagði að stofnanir ríkisins á sviði efnahagsmála og stjórnmála yrðu að veita fullan stuðning því frumkvæði verkamanna að taka upp verk- lýðssjálfsstjóm í fyrirtækjuin. Jafnframt verður þó að beina athyglinni að því hver efna- hagslegur ávinningur er að slíkum tilraunum, og ekki má flana að því að framkvæma hverja nýbreytni um land allt. Sjálfsstjóm verkamanna verð- ur að hlíta þeirri meginreglu að meira sé framleitt, fram- leiðslan verði betri og ódýrari. Sú leið bætir lífskjör verka- lýðsstéttarinnar og þjóðarinnar allrar. Einnig er ýmissa leiðréttinga þörf í landbúnaði. Gomulka sagði að því aðeins væri sam- yrkjubúskapur á réttri braut að hann fullnægði eftirfarandi skilyrðum: Mönnum yrði að vera í sjálfsvald sett hvort þeir tækju þátt í efnahagssam- vinnunni, samyrkjubúin yrðu að hafa rétt til að kaupa sjálf þær landbúnaðarvélar sem þau þyrftu að nota, ríkið yrði að styðja þau með fjárfestingu, lánveitingum og öðru. Wladyslaw Gomulka ^ Keppni víó bænda- flokkinn nauðsynleg Ef unnt á að vera að efla samyrkjubúskap og fullkomna hann er nauðsynleg samkeppni milli Sameinaða pólska verka- mannaflokksins og Sameinaða bændaflokksins, og raunar sam- keppni allra þeirra sem vilja efla hið sósíalistíska kerfi, og eru þar með talin hin frjáls- lyndu kaþólsku samtök. Stórfelld aukning austur- vestur viðskipta árið 1955 Aukningin nam um 24%, ísland eitt þeirra landa sem mest hefur aukið Samkvæmt skýrslu sem Bandaríkjastjórn hefur gefið út jukust viðskipti alþýðuríkjanna í Evrópu og Asíu við umheiminn um 24% á árinu 1955 og hafa aldrei verið meiri. Samkvæmt þessari skýrslu jukust viðskiptin milli þessara tveggja hluta heims úr 3,6 milljörðum dollara (58 millj- örðum króna) árið 1954 í 4,46 milljarða dollara (72 milljarða króna) árið 1955. Þrátt fyrir þessa miklu aukningu voru þessi viðskipti aðeins 2,6% af heildarviðskiptum landa utan alþýðuríkja.nna. Átta lönd juku viðsldpti sín við alþýðuríkin um meira en 10% af lieildarviðskiptum sín- um við útlönd: Isiand, Afgan- istan, Egyptaland, Finnland, Hongkong, íran, Júgóslavía og Tyrkland. Samkvæmt sömu skýrslu veittu alþýðuríkin öðrum ríkj- um lán að fjárhæð tæpar 600 milljónir dollara (um 10.000 milljónir króna), helztu lán- þegarnir voru Júgóslavar, Ind- verjar, Egyptar og Afganar. Á þessum sviðum er þörf skapandi hugsunar, sem eng- inn einn flokkur eða maður getur haft einkarétt á. Fram- leiðslusamvinna af mismunandi gerðum er hin pólska leið til sósíalismans í sveitum landsins. Þannig verður að móta hina pólsku fyrirmynd að sósíalisma. 'jAr Fyrsti árö.ngurinn af breyttri land- búnaðarstefnu Ræðumaðurinn lagði áherzlu á það að hin gálausa landbún- aðarstefna að undanförnu hefði leitt til þess að f jöldi búa hefðu orðið gjaldþrota, þar sem þau hefðu verið talin til búskapar stórbænda. En breytt stefna í landbúnaðarmálum er farin að leiða til árangurs. 1 ár hafa tekjur bænda hækkað um marga milljarða zloty, og nú eru tök á enn meiri og gagn- gerari breytingum í landbún- aðarmálum. Það verður aftur að endur- skoða bændum í hag samninga þá sem gerðir voru er þeim var afhent óræktað land, einkum í norður- og vesturhéruðum landsins. Fyrst og fremst er nauðsynlegt að sleppa bændum árum saman við skatta og skyldur af jörðum þeim sem þeir hafa fengið. Um ríkisbúin sagði Gomulka að nú skipti mestu að breyta um skipulagshætti á þeim og breyta um launakerfi landbúnaðar- verkamanna. Sjálfstjórnarfyrir- komulag verkamanna þarf einn- ig að komast í framkvæmd á ríkisbúunum. ^ Um jafnrátti og vin- áttu Póllands og Sovétríkjanna Mikilvægur kafli ræðunnar f jallaði um aukið lýðræði í Pól- landi og tengslin við Kommún- istaflokk Sovétríkjanna og sov- étstjórnina. Þar komst Gom- ulka m.a. svo að orði: — Þessi tengsl verða að vera í samræmi við meginreglurnar um alþjóðasamhjálp verkalýðs- ins, þau verða að hvíla á gagn- kvæmu trausti og jafnrétti og gagnkvæmri aðstoð, á gagn- kvæmri og vinsamlegri gagn- rýni og skynsamlegri lausn allra deilumála í anda vináttu og sósíalisma. Innan þessa ramma verður hvert land að hafa algert full- veldi og sjálfstæði og það verð- ur að virða að fullu rétt hverr- ar þjóðar til að stjórna landi sínu ein og óháð. Meðan manndýrkunin var við lýði voru þessar meginreglur ekki haldnar. En allt það heyr- ir fortíðinni til, eða réttara sagt við snúum við því baki í eitt skipti fyrir öll. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við 20. þing Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna því það hjálpaði okkur svo um munaði til þess að kollvarpa þessu kerfi. Leið lýðræðisins er sú eina sem færir okkur beztu fyrir- mynd sósíalisma við okkar að- stæður. Og við munum ekki víkja af þeirri braut. En við munum ekki heldur láta nein- um haldast uppi að hagnýta lýðræðið gegn sósíaiismanum. Flökkurinn og allir þeir, sem horfzt hafa í augu við það illa sem liðið er og vilja af heilum hug uppræta allar leifar þess- arar fortíðar, verða af fullu at- fylgi að vísa þeim röddum á bug sem reyna að skerða vin- áttutengslin við Sovétríkin. Hafi allt ekki verið eins og það átti að vera, að okkar dómi, milli flokks okkar og Komm- únistaflokks Sovétríkjanna og milli Póllands og Sovétríkjanna, þá heyrir það nú fortíðinni til, er grafið að fullu. Ef enn eru á einhverjum svlðum eftir vandamál sem þarf að leysa verður að gera það af vinsemd og stillingu. Slík fram- koma verður að einkenna öll tengsl sósíalistískra fiokka og landa. . | ^ Vonlaust að ala á úlfúð — Ef einhverjir ímynda sér að takast muni að vekja upp fjandskap í garð Sovétríkjanna í Póllandi, þá skjátlast þeim herfilega. Við munum ckki heimila að lífshagsmunum pólska ríkisins sé unnið tjón né heldur hinni sósíalistísku endurreisn í Póllandi. Tengsl Póllands og Sovét- ríkjanna, á grundvelli jafnrétt- is og sjálfstæðis, munu tryggja svo rótgróna vináttu í garð Sovétríkjanna hjá pólsku þjóð- inni, að engar tilraunir til tor- tryggni munu fá táfestu meðal almennings. Flokkur okkar telur það eitt meginverkefni sitt að tryggja slík tengsl ásamt pólsku þjóð- inni allri. Síðan ræddi Gomulka um hlutverk þingsins og sagði að hlutverk þessarar æðstu stofn- unar ríkisins væri mjög mikil- vægt í þróuninni til aukins lýð- ræðis. Þingið verður að hafa sem allra nánast eftirlit með öllum störfum ríkisstjórnarinn- ar og ríkisstofnana. 1 því skyni er nauðsynlegt að gerðar verði nokkrar breyting- ar á stjórnarskránni. Þingið verður einnig að hafa rétt til þess að taka ákvörðun um alla samninga ríkisstjórnarinnar við önnur ríki. Um væntanlegar þingkosn- ingar sagði Gomulka: — Kosningarnar verða fram- kvæmdar í samræmi við ný kosningalög, sem gera fólki kleift að kjósa en ekki aðeins að greiða atkvæði. Að lokum sagði Gomulka í ræðu sinni: — Þegar miðstjórnarfundur- inn hefur gengið frá ákvörðun- um sínum, getum við, félagar, rætt við flokkinn, verkalýðinn og þjóðina alla af fullri ein- urð, því við segjum sannleik- ann.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.