Nýi tíminn


Nýi tíminn - 04.04.1957, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 04.04.1957, Blaðsíða 1
Greiðio Nýja tímann Yl TIM % Fiimntndagur 4. apríl 1957 — 11. árgangur — 14. tölublað Kaupendur! ] Munið að greiða pósi- j kröfur frá blaðinu, ! DuEarfull sala á skuldabréfum með um 380 þúsund króna afföllum Beðið um réttarrannsókn á stórfelldri fjármálaóreiðu Guðjóns B. Baldvinssonar í Byggingarsamvinnufélagi starf smanna ríkisstofnana Sakadómari hefur veri'ð beðinn að hefja réttarrann- sókn út af stórfelldri fjármálaóreiðu Guðjóns B. Baldvins- sonar í Byggingarsamvinnufélagi starfsmanna ríkisstofnr ana og er beiðnin borin fram af núverandi félagsstjóm. Hefur Guðjón upp á sitt eindæmi selt skuldabréf félags- ins að upphæð rúml. 1.250.000 kr. og greitt að eigin sögn ca. 30% afföll — þannig að félagið tapaði í afföll 380.000 kr. Hins vegar hefur hann algerlega neitað að skyra frá því hverjir hafi keypt skuldabréfin og fengið þessi stór- felldu afföll og ekki viljað gefa frekari upplýsingar íim þessi kynlegu viðskipti. Margháttuð önnur óreiða var í fjármálastjórn hans; þannig tók fjánnálaráðuneytið bók- hald félagsins fyrir 1956 í sína vörzlu til endurskoöunar og rannsóknar, og stendur sú endurskoðun enn. Valdimar Stefánsson saka-,hafi keypt bréfin, hverjir ®nn- dómari hefur staðfest í viðtali | uðust sölu fyrir hönd félagsins við Nýja tímann að borizt hafi beiðni um rannsókn á fjármála- Stjórn Guðjóns B. Baldvinssonar í Byggingasamvinnufélagi starfs- manna ríkisstofnana en sagði að sér hefði ekki enn unnizt tími til að kynna sér málavexti. Einn- ig skýrði Ágúst Pálmason endur- skoðandi í fjármálaróðuneytinu blaðinu svo frá nýlega að verið væri að vinna að rannsókn á bókhaldi félagsins en því verki væri ekki lokið. 380.000 kr. afíöll. Eftir þvi sem Nýi tíminn hef- ur komizt næst munu málsal- vik vera þessi í meginatriðum! Á aðalfundi byggingasamvinnufé- iagsins sem haldinn var fyrir nokkru kom í Ijós að þáverandi formaður, Guðjón B. Baldvins- son, hafði selt í nafni félagsins sérskuldabréf að upphæð kr1. 1.-250.000. Sérskuldabréf þessi voru úr byggingaflokknum sem féiagið hafði til ráðstöfunar handa einstökum félagsmönnum — en þeir eiga sjálfir að koma skuldabréfunum í verð og veð- setja íbúðir sínar fyrir til á- byrgðar. Guðjón seldi bréfin hins vegar i nafni félagsins í heild, án þess að fá einstaka fé- lagsmenn til að taka þessar skuldir á sig og veðsetja ein- stakar íbúðir til tryggingar. Fyrir skuldabréf þessi fékk fé- lagið kr. 870.000, en afgangur- inn — ca. 380.000 kr. — fór í af- föll að sögn Guðjóns B Bald- vinssonar. Guðjón seldi þessi bréf án nokkurs samráðs við félags- meim, að eigin sögn til að afla félaginu rekstrarfjár. Ilann neitaði algerlega að gefa upp hverjir hefðu verið kaupendur og hirt nærri fjögur hundruð þúsund krón- ur. Og ekki Iagði hann fram nein skilríki um þessi við- skipti og fyrirkomulag þeirra. Eins og áður er sagt hefur nú- verandi félagsstjórn beðið saka- dómara að rannsaka þessi við- sklpti öll og sérstaklega hverjir arfullu viðskipta, hefur öll stjórn Guðjóns B. Baldvinssonar á fjárhag byggingasamvinnufélags- Fyr'ir allmöi'gum árum varð Fyrir allmörgum árum varð Guðjón sem sé uppvís að stór- ins einkennzt af makalausri ó- felldri sjóðþurrð er hann starf- reiðu. Fyrir nokkrum árum kom fram verulegur „yfirballans“ — þannig að of mikið var í sjóði — á reikningum þeim' sem hann skilaði og hafa endurskoðendur ekki enn fengið botn í það hvernig á honum stendur. Þegar hann skilaði af !£r í ár vantaði hins vegar tugi þúsunda í sjóði félagsins, þótt nú hafi sú skuld verið greidd upp. Það var af þessum sökum sem fjármála- ráðuneytið skarst í leikinn og tók bókhald Guðjóns til endur- skoðunar, Sjóðþurrð hjá Trygginga- stofnuninni. Það er vægast sagt furðulegt að Guðjóni B. Baldvinssyni skyldi nokkru sinni vera trúað fyrir fjárreiðum jafn umfangs- mikils félags og Byggingarsam- vinnufélags starfsmanna ríkis- stofnana, en í félaginu munu vera um 600 manns og það hefur byggt mikið víða um bæ. aði hjá Tryggingarstofnuna rík- isins. Ilafði hann tekið til eig- in þarfa mjög verulegar upphæð- ír af almannafé sem homun var trúað fyrir f þetta skiptið var honum bjargað fró dómstól- unum og sjóðþurrðin greidd fyr- ir hann; hann var látinn hætta hjá Tryggingarstofnuninní á' þriðju hæð Alþýðuhússins en fékk í staðinn starf hjá Skatt- stofunni á fjórðu hæð sama húss! Guðjón hefur komizt mjög vel af ^fnahagslega. Þannig byggðí hann sér fyrir nokkru nýja í- búð án þess að þurfa áður að selja þá sem hann átti fyrir, og er orðlagt hversu mikið var borið í húsbúnað. Einn helzti íorustumaðuE Aþýðuílokksins- Guðjón B. Baldvinsson hefur sem kunnugt er verið einn helztj forustumaður Alþýðuflokksina um langt skeið og einn helztS fjármálasérfræðingur flokksins,- Hann hefur átt sæti í miðstjórni flokksins ýmist sem varamaður eða aðalmaður; þegar Ingimar Jónsson hætti í miðstjórninnil fyrir tveimur árum tók Guðjón þannig sæti hans. Verður bókasafn Gunnars Hall selt úr landl? Erlendir aðilar hafa nú leit- að eftir kaupum á liinu mikla og vandaða bókasafni Gunnars Hall kaupmanns. Ilins vegar hef- ur umboðsmaður eiganda, Ólaf- ur ÞorgTímsson hæstaréttarlög- maðurv spurzt fyrir um það hjá ýmsum innlendum aðilum livort þcir myndu hafa liug á að gera tilboð í bókasafnið. verið gerð til Reykjavíkurbæjar og hefur bæjarráð falið þeim Snorra Hjartarsyni bókaverði og Lárusi Sigurbjörnssyni skjala^ verði málið til atliugunar. Svo sem kunnugt er er bóka- safn Gunnars eitt hið allrsi mesta í einkaeign hér á landl og munu m.a. i þvi ýmsar bæfe- ur og rit sem ekki eru til í söfn- Slík fyrirspurn hefur m. a. um. Guðjón B. Baldvinsson og hviaða þö'knun þeim var greidd. Alþekkt svikakerfi. Affallakaup á skuldabréfum er sem kunnugt er ein helzta að- ferðin sem notuð er í okri og braski. Snauðir menn sem basl- ast í því að koma sér upp þaki yfir höfuðið eru neyddir til að selja skuldabréf sín með stór- felldum afföllum til að komast yfir reiðufé Hins vegar kaupa opinberir sjóðir yfirleitt skulda- bréf affallalaust, eða þá- méð sáralitlum afföllum, t. d. 5%, og mjög mikil brögð munu vera að því að kaupendur affalla- bréfa — sem flestir hafa góð sambönd — komi þeim í verð aftur með því að selja þau slíkum sjóðum á fullu verði eða allt að því. Er þessi hagnýting á neyð manna einhver siðlausasta okurstarfsemi sem til er. En því er minnt á þetta alkunna svikakerfi í þessu sambandi, að eflaust snýst rannsóknin á við- skiptum Guðjóns B. Baldvins- sonar sérstaklega um það hver eða hverjir hafi hagnazt á af- föllunum sem byggingarsam- vinnufélagið var látið greiða. Makalaus óreiða. Auk þessara stðrfelldu og dul- Vorveður - Vejfir ilestir að opnast hvarvetna nm land Fólki ráÓlagt oð flýta sér hœgt og fresta flutningum og ferÓalögum nokkra daga Vorið virðist komið, — a.m.k. í bili, undanfarna daga hefur verið allt að 10 stiga hiti með sunnanvindi. Aðal- þjóðvegimir eru flestir að opnast, en vegamálastjórnin ráðleggur mönnum aö fresta ferðalögum og flutningum í nokkra daga meðan vegirnir eru að þorna. Það er ekki hægt að hugsa sér betra og heppilegra veður í sambandi við vegina, en ver- íð hefur undanfama daga, sagði Ásgeir Ásgeirsson fulltrúi vega- máálastjóra í viðtali við blaðið á mánudag. Hefði gert mikla rign- iagu á snjóinn á vegunum myndu bæði hafa orðið spjöll á þeim og þeir orðið ófærir vegna bleytu. Biðið þess að veg- ímir þornl Aðalþjóðvegimlr eru víðast færir, en þungfærir vegna aur- bleytu víða. Þó hefur ekki ver- Ut gripið til þess ráðs að banna umferð, heldur treyst á heil- brigða dómgreind manna og þegnskap, og fólki ráðlagt að frésta i nokkra daga öllum flutiiingum er geta beðið, svo og ferðalögum. Slíkt er öllum fyrir beztu, þvi mikill þunga- flutningur um vegina, áður en sigið hefur úr þeim, getur leik- ið þá svo að það taki langan tíma að gera við þá til fulls á ný, en e'igendur smærri þíla geta átt á hættu að festa þá og skemma. Haldist veður óbreytt er talið að vegirnir þomi bráð- lega. Þungfært um Borgarfjörð Allar aðalleiðir um Borgar- fjörð eru nú færar, en víða mjög þungar og blautar, einkum mun þungfært á Mýrunum, en þar hefur verið ófært vegna snjóa vikum saman. Nú er bílfært vestur á Kerlingarskarð, en vegna mikilla snjóa er hætt við að vegir þar verði blautir og þungfærjr fyrst um sinn. Áætlunarferðir vestur og norður Vesturleið og Norðurleið hafa tilkynnt áætlunarferðir, en leiðir þessar eru að opnast og gildir því um þær að öllum mun fyrir beztu að fresta allri um- ferð sem ekki er brýn nauðsyn, þangað til að vegimir hafa þornað. Holtavörðuheiði er held- ur ekki fullfær enn, vegna skafla og svipað mun að segja um Öxnadalsheiði, þótt stórií bílar geti komizt yfir hana, Ófærar götur í Reykjavík Það gérðist hinsvegar hér I Reykjavík áð vegir innanbæjar urðu ófærir af aurbleytu. Urðtl strætisvagnar því að hætta feríl* um um Bústaðaveginn og 1 Blesugróf, eða BreiðholtshverfiðL; Nú var unnið að því að beral ofan í þessa vegi. Fífuhvammsi- vegur varð einnig næstum <5- fær.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.