Nýi tíminn


Nýi tíminn - 04.04.1957, Blaðsíða 7

Nýi tíminn - 04.04.1957, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 4. apríl 1957 — NÝI TÍMINN — (T Það hefur verið stolt Islend-. inga að vera vopnlaus þjóð sem skipaði málum sínum með lögum og rétti, og þó að lögin hafi ekki ætíð náð tilgangi sínum, og rétturinn stundum verið brotinn, þá hefur það þó aldrei leitt til hörmulegra at- burða eins og mannvíga, af þelrri ástæðu að þjóðin hefur afneitað úrskurði vopnavalds- ins. I heimsstyrjöldinni síðari komumst við íslendingar í nána snertingu við vopnavald- ið. Þrátt fyrir yfirlýst hlut- leysi okkar í hernaðarátökum var ísland hernumið af Bret- um, og flugvélar og kafbátar þýzku nazistanna sökktu ís- lenzkum skipum og myrtu méð skotárásum Islendinga við störf sín á hafinu — hin heið- arlegu skyldustörf í þágu dag- legra þarfa hinnar vopnlausu íslenzku friðarþjóðar. Þegar við hugleiðum þessa átakanlegu atburði, þá er það fyrst og fremst eitt sem vek- ur okkur stolt og innri gleði, og það er: að þessir menn féllu sem sannir íslendingar án vopna við skyldustörf frið- arins. Uppi voru raddir um að vopna íslenzku skipin á þess- um árum, en illu heilli hefði slíkt orðið: kallað yfir Islend- inga vaxandi ógnir af hálfu nazista og flekkað mannorð þjóðarinnar. Brezka hemámsliðið fór hér flestu fram sem því þóknaðist, m.a. handtók það helztu for- ystumenn Sósíalistaflokksins og flutti þá til fangavistar í Bretlandi, bannaði útkomu Þjóðviljans og tók land, hvar sem því bauð við að horfa undir herbækistöðvar sínar. Fór það með heræfingabrölti, skothríð og sprengingum viðs- vegar um landið. Öllum góðum íslendingum var þungt fyrir brjósti meðan á þessu gekk, og hugsun þjóð- arinnar var falin í orðum skáldsins: Þeir fella ekki hnjúkinn seni hamrammur srnæfir við ský. I*eir Mndra ekki að {feisladýrð morgunsins tendrist á ný. En jörðina stráðu ]>eir erlendum óþrifabælimr ög útfiæmdu vættir með skrið- drekans hrjúfa gný. — Ó, biiknandi lyng undir ban- vænum skotreykjarsvælum! Ó, brekkusóley sem kremst undir jámbentum hælum! Við lok stríðsins var fögn- uður þjóðarinnar mikill og náði hámarki með stofnun lýð- /veldisins. í stoltum fögnuði ortu skáldin fyrir munn þjóð- arinnar kvæði og ljóð, sem vermdu henni um hjartað eins og heitir geislar rísandi vor- sólar eftir dimman, kaldan vetur: „Hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð, en Jifir sæl við ást og óð og auð, sem frlðsæld gaf?“ „Nú skal söngur hjartahlýr hljóma af þúsund munnum, þegar frelsls þeyrinn dýr þýtur í fjalli og runnum". „Legg frið og sátt í andans ævintýr. Og undir merkið kynslóðirnar leiddu. I»ar skrifað stendur: fyrir Island allt“. „Stéð ég við Öxará árroða á fjöllin brá, kátt tók að klíngja og fast klukkan sem áður brast, Olgeir Lúlhersson: Á veol helstefnunnar alskærum ómi sló útyfir vatn og skóg. Hún klukka klukkan þin, kallar oss lielm til sín“. En á skammri stund skipað- ist veður á hinum bjarta himni þjóðarinnar. Bandarik- in, sem tekið höfðu við her- náminu af Bretum, sviku gef- in heit um að hverfa með her sinn burt af landinu strax að lokinni styrjöldinni, en fóru hinsvegar fram á að fá að hafa hér herstöðvar og her- setu í heila öld. Vegna sví- virðilegra svika margra ís- lenzkra stjórnmálamanna við þjóðina, tókst Bandaríkjunum að koma fram vilja sínum í aðalatriðum, og þó að í her- stöðvasamningnum séu upp- sagnarákvæði, þá hefur reynsl- an þegar sannað að: „Hægt er að frestast, bágt mun úr að víkja!“ ■Svikunum við hlutleysis- og friðarstefnu Islands mótmælti þjóðin bæði hátt og í hljóði, og skáldin ortu af heitu hjarta: „I»ótt særl oss silfur og gull, þótt sæki að oss vá eða grand, vér neitum að sættast á svik og selja vort Iand“. En engu varð um þokað og svikin voru framin: „Lýðveldið liggur f reifum. L.andráðin snúa sveifum. Seinþroska alefling andans, athöfn og samhyggja landans tefst í torleiði vandans". Framkvæmd þjóðsvikanna skipulagði auðstéttin með það fyrir augrnn, að geta hafið ofsóknarherferð á hendur Sós- íalistaflokknum, sem hafði forustu í baráttunni gegn svikunum. Þetta markmið auð- stéttarinnar fór þó algerlega út um þúfur, en í heift sinni og vesalmennsku fékk hún hinsvegar nokkra saklausa Is- lendinga dæmda frá almenn- um mannréttindum og kjör- gongi. Nær 3Q þúsundir Islendinga hafa með eiginhandarundir- skrift mótmælt þessu níð.ings- verki og krafizt þess að mönn- unum verði veitt mannrétt- indi sín aftur án tafar, en þetta fólk hafa hlutaðeigandi yfirvöld ekki virt viðlits, og sýnir það glöggt, að vilji fólksins í landinu er ekki mik- ils metinn á „hærri stöðumV. En er þá svo komið að ís- land ali geðlausa þjóð, sem lætur blekkja sig og lítils- virða takmarkalaust? Nei, vissulega ekki. Sá dagur kem- ur að Islendingar tefjast ekki lengur í „torleiði vandans“. Sá dagur, kemur, að hjarta- slög landsins og þjóðarinnar samstillast í friðar- og frelsis- baráttu framtíðarinnar. Níðingsiljar aUa daga brenni eldur ljóðsins míns“. Þeir menn eru til á íslandi sem vilja að íslendingar standi undir vopnum og taki sinn „virðulega" þátt í hergöngu hemaðarsinna á vegi helstefn- unnar. Og hernaðarandinn grefur um sig meðal þjóðar- innar, og framtíð hennar er í geigvænlegri hættu vegna þeirrar staðreyndar, að æska nútímans, sem innan tíðar myndar þjóðarkjarnann, elst upp við og mótast andlega af þeim ríkjandi hugsunarhætti, að ekki verði framar notið menn sem þetta vilja nefna þeir: „hugsjónamenn“, og enn hafa þeir sagt: „að íslending- ar — einir allra siðaðra þjóðá — hafi af því fjárhagslegan ávinning að láta erlenda þjóð verja land sitt“. Já, þetta eru þeirra eigin orð, og þau vekja hjá okkur ýmsar spurningar: Hverja nefna Þjóðvarnarmenn íslendinga ? Ilefur íslenzka þjóðin grætt á hersetunni? Fyrir hverjum hefur landið verið varið? Kom vígbúnaður- inn á Islandi í veg fyrir hern- aðarárás Breta og Frakka á Egypta og ógnaði heimsfriðn- um? illlsifl mmm BWhé iv “ " ..... .■ .^wv.'v',,uiwv.**,,...I ,... "i,il ..... ■ '. * " ’ -»W4Í,>ri. ... ... - Enn er ósvarað kröfu nær 30.000 íslendinga um sakar- uppgjöf peim til handa sem ranglega voru dœmdir eftir 30. marz 1949. „Byltist, fóstra, brlm í geði Barnið leitar þín. [þungu. Legg mér livessta orðsins egg eld í kvæðin mín. [á tungu, Iáfsins mátt og orðsins afl þar ámienn réttar þíns. [kenni friðar, frelsis og menningar á vesturhveli jarðar nema i skjóli ægilegs vígbúnaðar, sem ,öllum beri að færa fórnir og tilbiðja sem hinn eina sanna ; guð allrar framtíðar. j Samtímis þróun þessarar lífsskoðúnar er æskan látin ganga í „kristinna manna“ samfélag og játa trú á hinn „himneska guð“. Hvort mun það nú verða hlutverk kirkj- , unnar, að sætta þessa tvo guði, svo að þeir megi í sátt og samlyndi drottna yfir mannlífinu, eða taka ákveðna ‘ afstöðu með öðnim gegn hin- um? Og nú er hernaðarsinnum á íslandi að bætast liðstyrkur svonefndra Þjóðvarnarmanna, sem þó stofnuðu „stjómmála- flokk“ með andstöðu við her- stöðvarmálið að táfestu. Nú eru þeir æfir út af því að Is- léndingar skuli ekki sjá „sóma sinn“ í því að „verja land sitt“ sjálfir og kosta hernaðarfram- kvæmdir, „— hefðu Islending- ar því átt að leggja fram 117 milljónir króna árið 1955“. Þettá eru þeirra orð, og þá Það ætti öllum að vera auð- heyrt, að það er komið vest- rænt landvarnamannahljóð í Þjóðvarnarstrokkinn, og þarf engan að undra, þó af honum komi fallbyssukúla í stað smjörs, þá hann er fullskek- inn — þ.e.a.s.: verði bullan ekki hrokkin af skaftinu áður. Nú, þegar vígbúnaðarkapp- hlaupið er orðið að trylltu brjálæði, og „friðarboðskap- ur“ hernaðarjafnvægisins leit- ast við að blekkja alla heims- byggðina, má engan tíma missa. Þjóðirnar verða nú þeg- ar að tengjast traustari bræðraböndum á þeim alþjóð- legu leiðum sem þær ráða yfir, svo sem: verkalýðshreyfingar- innar, Heimsfriðarhreyfingar- innar, kirkjunnar, Alþjóða- sambands lýðræðissinnaðra kvenna og Aiþjóða rauða krossins. Frumkvæði barátt- unnar fyrir vopnlausum heims- friði verður að koma frá fólk- inu sjálfu — fólkinu, sem er mannkynið sjálft, undir ægi- veldi óðra hemaðarsinna. Þ6 Islendingar séu fáir, þá eru þeir ekki að sama skapi smáir þegar um er að ræða menningar- og friðarmál. Þá frumkvæði þeirra sé að engu haft á málþingum þar sem mestu herveldi vest.urlanda ráða stefnunni, þá hafa þeir mun betri aðstöðu á þeim al- þjóðavettvangi, þar sem al- þýðu og menntafólk ræður ráðum sínum í þágu heims- friðar. Þar eiga Islendingar að berjast, en ekki í hemað- arsamtökum stórvelda, unz. hinu æðsta takmarki sannrar menningar er náð, þ.e.: vopn- laus friðaröld og farsæld alls mannkyns. • Fyrsta tækifæri Islendinga til að segja upp herstöðva- samningnum er farið hjá garði. Úti í löndum kom til hernaðarátaka og manövíga — hin tíðu úrslit mála þar sem vopnavaldið er í heiðri haft. Vegna þessara erlendu atburða þótti ástæða til að' fresta brottför hins ameríska. herliðs héðan um óákveðiira tíma. Gengu þingmenn Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins á bak orða sínna og viljayfirlýsingu Alþíngís 28. marz 1956 í folóra víð hína erlendu atburðí — töldu frið-, arhorfur versnandí og þörf á— framhaldandí vlgbúnaðar á. íslandi. Gengu þerr enn inn á bá IöðurmaimlegTi braut aðí svíkja og blehkia þjóðxna, ernsc og við gerð berstöðvasáttmál- ans í fyrsto. Helztu rök lieTTiaðarsinna ái Islandi fyrár þvf að véla fss- land ínn. f &«TEaðaráform stór- velda hafa vt-ríö þau, að vest- urveldin séu friðarriM semá aldrei hefjl áras af fyrras bragði, og vígoúnaö sínœ fremji þau 2 fsví eína skynf,. að tryggja vopnaðan frið eða. verjast, vertSi a þau ráðizt a£ fyrra brag'SL Þessu vilja:. hemaðarsinnarnir þjöna me® því að leyfa BandaTfkjununá vígbúnað og hersetu í ianÆ- inu, og telja íslanði borgið fi þessu hernaðarskioulagi þóttl: heimsstyrjöld forysti L En allt em þetta ^ielber falsröfe, Markmið núverandi stjórnar Bandarikjanna er ekki fyrst og fremst það að verjast kommúnismanum, heldur hittS að útrýma honum. Hefur húnj aldrei viðurkennt þá skoður* kommúnista, að kommúnism- inn og kapitalisminn geti búiS i tvíbýli á jörðinni og sýnfc ágæti sitt í friðsamlegri sam.- keppni. Þá hófu Bretar og Frakkar hemaðarárás á Egvpta og sögðust vera að afstýra þriðji* heimsstyrjöldinni. Súezstríðiði var sem sagt „varnarstríð'* vestrænna friðarþjóða, og er það fullgild sönnun þess, að ,vamarstríð‘ er hægt að heyja með árás af fvrra bragði. Og öryggið geta menn farið nærrí um, þegar herfræðingar viðúr- kenna, að nú séu að koma til sögunnar hergögn sem eng- ar vamir dugi gegn. Hrýs okkur ekki hugur viði þeim ummælum „Timans“ ný- lega að hér þurfi að- vera tiltæk hemaðarmaim- virki „ef bandalagsþjóðirnar þurfa skyndilega á aðstöðii að halda vegna ófriðarhættu**. En þessi skjmdilega ófriðar- hætta þýðir umbúðalaust að heimsstyrjöld væri að brjótast út, og „flugskeyti sem geta Framh. á 10. s£ð»

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.