Nýi tíminn


Nýi tíminn - 04.04.1957, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 04.04.1957, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. apríl 1957 — NÝI TÍMINN — (3 Ástin og dauðinn við hcsSið Jörge Amado: Astin og dauðinn við liafið. Skáldsaga. — 280 blað- síður. — Hannes Sigfús- son íslenzkaði. — Mál (O’g mennlng 1957. Þessi saga leiðir okkur á fjarlægar slóðir: á 13. gráðu suðurbreiddar og 38. gráðu vesturlengclar, til höfuðborgar fylkisins Bahía í Brasilíu, þeirrar sem heitir Ciudad de Sao Salvador da Bahía de tod- os os Santos, til hægriverka samnefnd fylkinu í þýðingu Hannesar Sigfússonar: Bahía. Fylkið er rösklega fimmfalt stærra en ísland; og höfuð- borgin, sem er elzta borg lands- ins, telur um þrefalt fleiri íbúa en ísland. Borgin er miðstöð tóbaksframleiðslunnar í land- ínu, en það var sykurverzlun er á sínum tíma lagði grunn- inn að makt hennar. í baklandi borgarinnar er feiknamikil ka- kóræki, og meira en þriðjung- tir af ræktuðum og hagnýttum kókospálmum landsins er einn- íg í fylkinu. Borgin Bahía kvað vera 1 tveimur hæðum: annars- vegar er hafnar og- verzlunar- hverfið, þar sem sagt er að loftið sé jafnan þungt og kæf- andi, en í íbúðarhverfunum uppi á hjallanum blæs löngum hressandi gola af hafi. En við heyrum fátt um kakó, tóbak og kókoshnetur í sögunni — hún gerist öll undir hjajlan- um í Bahía og á hafinu og í hjörtum mannanna. Persónur hennar eru sjómenn og konur þeirra, ennfremur Jemanja, „drottning hafsins og bátanna“, sú sem breiðir hár sitt á öld- umar. Þetta er það örsnauða fólk sem við lesum stundum um í ferðabókum; og í sögunni glampar einnig á hina blóð- stokknu hnífa ferðasagnanna; lund fólksins er bráð og geð þess lítt sveigt undir lögmál svónefndrar æðri siðmenning- ar; hér er boðorð hefndarinn- ar haft í góðum heiðri, hér elska menn þegar þá langar til og fara ekki dult með — alveg eins og frásagnir ferðamanna herma. En Jorge Amado heldur lengra og lýsir mikilli trúfesti og ævilangri ást, bljúgu geði og náttúrlegri karlmennsku, beyg kvennanna af ihafinu: þær eiga það löngum víst að verða ekkjur, tökum þess á mönnum þeirra. Gumi, aðalpersóna sögunnar, „mundi fátt frá æsku sinni; hann var sjómannssonur sem átti þau •örlög ein í vændum sem aðrir höfðu búið honum, faðir hans og frændi, vinir hans, allir sem hann hafði samneyti við í vík- inni: hafið var hlutskipti hans, og það var karlmannlegt hlut- skipti" Og „sjómennirnir lifa til þess að deyja. Dauðinn er þeím svo nálægur, svonátengd- ur lífi þeirra, að þeir eiga hans aldrei von, þeim verður aldrei hugsað til hans“. En konur þeirra lifa í angist Lívía, kona Guma er komin innan úr borginni niður að höfn; og hún kemst að raun um það að hún hefur ekki aðeins gifzt manni sínum, heldur og gefizt hafinu. Henni skildist ekki fyrr en löngu síðar „að það var óvinn- andi vegur að koma honum burt frá höfninni. Hennar biðu er boðskapur hans um betra líf aðeins hljóðlátur undir- straumur í sögunni — eins og fagur draumur sem okkur dreymdi í nótt og við vitum að á sér langan aldur. En Ástin og dauðinn við haf- ið er líka listaverk fyrst og síðast, og upphaf og endir list- arinnar er stíllinn. Aðalein- kenni hans er ljóðræna, sem er þess jafnumkomin að lýsa blíðu hafsins og hamförum þess, næði og æði ástarinnar, ógn dauðans og treganum sem fylgir honum: hljóðfærin eru mörg, en sinfónían ein. Manni kemur í hug að sagan sé bland- in þjóðsögum og dultrú fólks- ins — þaðan mundi hvííi fák- hrinn kominn; og er ekki hug-. imyndin um drottningu hafsins þangað sótt? Þá mynd magnar skáldið á ýmsa vegu og skapar af háa list, sem hvorki verður studd né hrakin af hversdags- legri rökvísi. Jemanja drottn- ing er sjálft hið ólgandi og lif- andi haf, sem kýs mönnum ör- lög og kallar þá til sín í fyll- ingu tímans. Þegar hún breið- ir hár sitt á öldurnar skiljum við betur en áður hvernig jafn- vel skjálfandi hjörtu kvenn- anna eru „veðdregin hafinu“. Óumræðileg er sú list, við lest- ur sögunnar uppgötvum við eitt af stórskáldum samtímans, útgefanda ber mikil þökk Svo og á þýðandi skilið hrós fyrir verk sitt, og það því fremur sem stílsn'illingur er torþýddari en meðalmaður. Þó má hugsa sér að stíll Jorge Amados liggi allvel fyrir Hann- esi Sigfússyni — þeir mætast að minnsta kosti í IjóðrænunnL Eg hygg ekki ofmælt að bókii* sé fagurlega þýdd, og þar eru kaflar sem um fegurð eiga séaa fáar hliðstæður í þýðingun* á þessum árum. Aðeins eni vandræði með sémöfnin, einsf og forðum. Sum eru „íslenzk- uð“ en önnur ekki. Þar eí Lívía og Manúel, en einnig Maozinha og Cacula; og þas eru nöfn með krók niður úfl c-inu og burstakommu yfir a- inu. En það er víst hægar sagt er gert að koma þessu öllu í samræmt form. Bókmenntir Suðurameríku eru okkur að mestu ókunnár — við þekkjum víst ekkert afl þeim nema fáein kvæði eftit Mistrai og Neruda. Þessi saga bendir þó til þess að sagna- skáldskapurinn þar syðra sá á háu stigi, og vildum viff gjarnan kynnast honum nánar. Þau kynni mættu ekki aðeint veita okkur gleði í sjálfum sér, heldur einnig auðga okkar eig- in bókmenntir með nýstárleg- um hætti. B.B. Löggjöf um heilsugæzlu í skólum lögð fyrir Alþingi Heildarlöggjöf umþaumál hefur vantað og fram- kvæmd heilsugæzlunnar verði í mörgu ábótavant Jorge Amado sömu örlög og hinna kvenn- anna Eina stormanóttina myndi hún sitja uppi ekkja. Og þá myndi sonur hennar vera orðinn vanur stýri og segli, eyru hans vísum sjó- mannanna og blístri eimpípn- anna“ Hafið er sú mikla höf- uðskepna í lífi þessa fólks. Uppistaða sögunnar er átök sjómannanna við hafið, hvort sem þeir veiða fisk eða flytja vörur milli hafna, ást þeirra og vinátta og reiði, titrandi angist kvennanna þar sem vændið þrumir í baksýn. En undir þessu efni rennur fram annar straumur, hlýr og góður — það er draumurinn um betra líf. Brasílsk alþýða hef- ur alla daga búið við ægilega örbirgð Því aðeins á sjómanns- konan það nokkurnveginn víst að maður hennar farist ein- hverja stormnóttina, að bát- ur hans er ónýtur; því aðeins fer ekkjan á götuna — ef hún er nógu ung — að aðra atvinnu brestur og engar tryggingar til. Sagan er vitaskuld ákæra skálds sem hefur veður af betra lífi. Það er kennslukon- an dona Dulce sem er boðberi þess í sögunni; en hún prédik- ar ekki né fer með hávaða, heldur ræðir hún hljóðlega um ,,kraftaverk“ sem muni gerast í lífi fólksins við höfnina; og í sögulok verður Rodrigo lækni hinum góða „ljóst að sú á- kvörðun Lívíu, að hafna lífi vændiskvennanna og gerast heldur sjómaður, er á einhvem hátt í tengslum við krafta- verkið sem dona Dulce bíður eftir. Það virðist vera á næstu grösum“. Höfundurinn vissi þó sjálfur að það var ekki á næstu grösum í Brasilíu, er hann skrifaði sögu sína fyrir röskum tuttugu árum; og því Stjórnarfrumvarp um heilsugæzlu í skólum var lagt fram á Alþingi í gær. Frumvarpið er undirbúið að til- hlutun heilbrigðismálaráðherra Hannibals Valdimarsson- ar. Er þar kveðið á um víðtæka heilsugæzlu í öllum skól- um landsins. Rökstutt er í greinargerð frum- varpsins að helztu veilur í fram- kvæmd heilsugæzlu í skólum, eins og hún er nú, séu þessar: ★ Vantað hefur heildar- lög og skipulagningu. ★ Heilsugæzlan er of ein- skorðuð við barnaskólana en framhaldsskólunum sinnt of lítið. ★ Starf skólalækna er um of takmarkað við rannsókn á nemendum, en of lítið fylgzt með vinnu þeirra og aðbún- aði. ★ Óþarflega miklum tíma er varið til endurtekinna rannsókna á heilbrigðum nemendum, en af því leiðir, að of lítið er sinnt nemendum, sem að einhverju leyti eru hjálparþurfi. ★ Samræmi skortir í vinnu- brögð skóialækna. ★ Kennarar gefa heilbrigði nemenda allt of lítinn gaum og samvinna heilbrigðisstarfs- liðs og keimara er hvergi nærri svo náin sem vera þyrfti. Frumvarpið sjálft er þannig: 1. grein. Rækja skal heilsu- gæzlu í öllum skólum landsins samkvæmt reglum sem mennta- málaráðherra setur með ráði heilbrigðisstjórnar. 2. grein. Framkvæmd heilsu- gæzlu í skólum er í höndum heilbrigðisst j órnar. 3. grein. Sérfróður læknir, skóla- yfirlæknir landsins, skipaður af heilbrigðismálaráðherra, hefur yfirumsjón með heilsugæzlu í skólum landsins og eftirlit með íþróttastarfsemi og heilbrigði í- þróttamanna. Skólayfirlæknir tekur laun úr ríkissjóði samkvæmt launalög- um, og annar kostnaður við skólayfirlæknisembættið greiðist einnig úr ríkissjóði. 4. grein. Við alla skóla lands- ins skulu vera starfandi skóla- læknar. Skólalækningar eru aukastarf læknis, nema sérstak- lega sé um annað samið. 5. grein. Þar sem völ er á og þegar til þess hefur verið veitt fé, skal heimilt að ráða að skóla skólahjúkrunarkonu og skóla- tannlækni til að gegna hvort heldur sem er fullu starfi eða hluta af starfi. 6. grein. Þar sem starfandi eru heilsuverndarstöðvar, annast þær, undir umsjón skólayfir- læknis, liéilsugæzlu í skólum, sbr. heilsuverndarlög, nr.44 18. maí 1955. Þar sem ekki eru starfandi heilsuverndarstöðvar, gegna hér- aðslæknar, undir umsjón skóla- yfirlæknis, skólalæknisstörfum við alla skóla í héraði sínu. Þó er heilbrigðisstjórn heimilt að veita undanþágu frá þessu á- kvæði þar, sem nemandafjöldi er að mati hennar meiri en svo, að héraðslækni teljist kleift að annast allt eftirlitið. 7. grein. Heilsugæzla skal nemendum og forráðamönnum þeirra að kostnaðarlausu í öll- um skólum, sem reknir eru af ríki eða sveitarfélögum eða styrks njóta af almanna fé. Kostnaður við hana telst hluti af rekstrarkostnaði hvers skóla og skiptist milli greiðsluaðila 1 skólum, sem reknir eru sam- eiginlega af ríki og sveitarfélög- um, eftir reglum, er fræðslu- málastjóri setur hverju sinní, sbr. lög um greiðslu kostnaðap við skóla, sem reknir eru sam- eiginlega af ríki og sveitarfélög- um, nr. 41 17. maí 1955. 8. grein. Ollum nemendum og starfshði skóla er skylt að gang- ast undir berklaskoðun, eftiij því sem fyrir er mælt í lögunS og reglum um berklavarnic hverju sinni, og undir skólaskoðW un, eftir því sem fyrir er mælfl í reglugerð þar að lútandi. 9. grein. í reglugerð skal á-> kveðið um starfssvið og skylduc skólayfirlæknis, ráðningu, starfs- svið og skyldur skólalækna, skólahjúkrunarkvenna og skóla- tannlækna, um þátt skólastjóra og kennara í heilsugæzlustarfi skóla, um tilhögun á skólaeftir- liti heilsuverndarstöðva, ura framkvæmd skólaskoðunar, un» lieilsuseðla og önnur eyðublöð, um börn, sem byrja skólagöngui fyrr en lög mæla fyrir, um heil- brigðisfræðslu í skólum, un» heimild nemenda til að stunda íþróttir utan skólans og til a3 taka þátt í íþróttakeppni, un» undanþágu frá námi og urr» fjarveruvottorð. 10. grein. Háskóli íslands eB undanþeginn lögum þessum. 11. grein. Lög þessi öðlasfi gildi þegar í stað. Með þeim eir úr gildi numinn 11. kafli laga um fræðslu barna, nr. 34 29. apríl 1946. Frumvarpinu fylgir ýtarleg ogr fróðleg greinargerð, og verðuir meginefni hennar birt hér U blaðinu síðar. J

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.