Nýi tíminn


Nýi tíminn - 25.04.1957, Blaðsíða 12

Nýi tíminn - 25.04.1957, Blaðsíða 12
Tilraunir með kjarnavopn ógna heilsu mannkynsins ASvaranir Schweitzers og Joliot-Curie NÝI TÍMINN Fimmtudagur 25. apríl 1&57 — 11. árgangur — 16. tölublað Trúboðslæknirinn Albert Schweitzer og kjarnorkufræð- ingurinn Frédéric Joliot-Curie vöruöu nylega mannkynið við hættunni sem því stafar af tilraunum með kjarn- •orkuvopn. í Síberíu hafi fallið í Japan og víðar regn, sem var svo geislavirkt að mönnum stafaði hætta. af að leggja sér það til munns. Úr því að vatnið var svona geislavirkt, segir hann, Ávarp frá Schweitzer var lesið í útvarpið í Osló í gær og einnig útvarpað í mörgum löndum öðrum. Schweitzer, sem flvelur í sjúkrahúsi sínu í Mið- Afríku, kaus að koma ávarpi sínu á framfæri, þar sem hann tók á móti friðarverðlaunum SN’óbels fyrir tveim árum. Ömóg vitneskja Schweitzer segir, að hvergi í nema í Japan geri almenning- sur sér Ijósa hættuna, sem stafi af geislaverkuninni, sem breiðist út um hnöttinn frá til- raununum með kjarnorkuvopn. Ef menn rissu, hver hætta væri á ferðum, myndi alþjóðlegur sainningur um bann við slík- uni sprengingum vera gegninn í gildi. Öyggjandi vitneskja Vísindin hafa þegar aflað ó- yggjandi vitneskju um afleið- ingar geislunarinnar frá til- raunasprengingunum, segir Schweitzer. Hin geislavirku efni, sem myndast við spreng- ingarnar, geta haldizt hættu- lega geislavirk jafnvel svo milljónum ára skiptir. Opinber- geislavirkari. Jurtir draga í sig ír aðilar, sem halda því fram að engin hætta sé á ferðum, vegna þess að geislunin sem tnenn verða fyrir utanfrá sé ekki enn ýkja mikil, ganga framhjá kjarna málsins. I>að er jgeislunin innanfrá sem stofnar heilsu mannkynsins I gífurlega hætíu. Safnast í einstök líffæri Schweitzer bendir á, að eftir kjarnorkutilraunir við Bikini og Schweltzer Joliot-C'urie hefur jarðvegurinn verið enn geislavirkari. — Jurtir taka geislavirk efni úr jarðvegin- um, dýr nærast á jurtunum og fá eiturefnin í sig, menn leggja sér jurtir og dýr til munns og við það komast eiturefnin inn í líkama þeirra. Þar safnast þau einkum fyrir í nokkrum við- kvæmura líffærum, svo sein merg, milti og lifur. Geisla- virku efnin skaða frumurnar og valda ólæknandi sjúkdóm- um. Andvana og vansköpuð börn Sprengingarnar ógna ekki aðeins heilsu okkar sjálfra heldur allra afkomenda okkar, segir Schweitzer. Kynfrumurn- ar eru allra fruma næmastar fyrir geislaverkun. Hún veldur stökkbreytingum á erfðaeigin- leikunum, sem koma frarn á þann hátt að börn fæðast van- sköpuð eða andvana. Það væri hámark fíflsku að láta sér afleiðingár vaxandi geislaverkunar í léttu rúmi liggja, sagði Schweitzer. AI- Tvær sendinefndir íóru til Sovét- rikjanna á vepi MlR nýlega l Þær munu ðvelfa í Sovélrikjunum t r þriggja vikna iíma Tvær sendinefndir á vegum MÍR til Sovétríkjanna woru meðal farþega Flugfélags íslands í morgun. Munu þær dvelja í Sovétríkjunum um þriggja vikna tíma. VOKS, félag það í Sovétríkj- Unum er sér um menningarleg samskipti við önnur lönd bauð annarri þessara nefnda. í henni eru: Adolf Petersen verkstjóri, er hann formaður nefndarinnar cg fararstjóri, Sigríður Sæland Ijósmóðir, Jakob Árnason rit- ■Stjóri, Guðbrandur Guðmunds- son verkamaður, Benedikt Guð- mundsson frá Selfossi og Jón Múli Árnason þulur. Hin nefndin er í boði kvenna- samtaka Sovétríkjanna, en for- maður þeirra er Nina Popova. í þeirri nefnd eru frú Þórunn Magnúsdóttir og er hún for- maður nefndarinnar, frú Ragn- heiður Möller, frú Steinunn Ámadóttir, frú Svandís Vil- hjálmsdóttir, frú Unnur Árna- dóttir og frú Valgerður Gísla- -■dóttir. — Konur þessar eru all- ar frá Reykjavík nema Svandís sem er frá .Selfossi, Nefndirnar verða væntanlega báðar komnar til Sovétríkjanna fyrir I. maí og verða við há- tíðahöldin þar, en ferðast síðan um Sovétríkin. Verður áfengis- úfsala opnuð að nýju á ísafirði? Héraðsbann hefur um skeið verið í gildi á Isafirði en nú er ákveðið að atkvæðagreiðsla fari fram um hvort opna skuli þar áfengisútsölu að nýju. Fer atkvæðagreiðslan fram sunnu- daginn 28. þ.m. og verða at- kvæði talin daginn eftir. menningsálitið í öllum löndum verður að lcnýja stjórnmála- mennina til að hætta kjarn- orkusprengingum, ella verður mannkynið að gjalcla andvara- leysisins með heilsu sinni. Bein- og blóðkrabbi I ávarpi sem Joliot-Curie birti í París kveðst hann vilja vara við sívaxandi hættu af geislavirkum efnum, sem myndast við tilraunir með kjarnorkuvopn. Á því sé enginn vafi að ef haldið verði áfram eins og hingað til muni brátt farið yfir hættumarkið, en af því myndi hljótast gífurleg aukning krabhameins í hein- um og blóði, en þeir sjúkdóm- ar eru enn sem komið er ó- læknandi. Sjúkdómarnir myndu einkum bitna á uppvaxandi: kynslóð. Joliot-Curie hlaut Nóbels- verðlaunin í eðlis- og efna- fræði ásamt konu sinni, sem nú er látin. Hann er forseti Heimsfriðarhreyfingarinnar. Forsetah|ónln í ltalínlei*ð Forseti íslands og forsetafrúin héldu flugleiðis til útlanda ný- lega í einkaferð. Fóru þau með flugvél Flugfélags fslands til Hamborgar, en þaðan munu þau fara áleiðis til Ítalíu. Það er ætlun forsetahjónanna | að dveija .á Ítalíu um mánaðar- Grímseyjarlaxinn ínægi — átærsti lax sem veiðst hefur tíma. | á íslandi — 49 pund. Sunitlenzkar konur hefia fiór söfnun til sjúkrahússbyggingar A<$ málinu standa öll kvenfélög I Ár- nes- og Rangárvallasýslum Selfossi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. 11- Bíll (Fíat 1400) verða ca. kr. 85.000,00. 2. Borðstofuhúsgögn. Happdrætti til ágóða fyrir væntanlegt sjúkrahús á! 3. Fiugferð tii Kaupmannahafn- Suðurlandi, fer af stað nú næstu daga. Standa að því öll | ar. 4. Flugferð tíi Kaupmanna- hafa styrkt happdrættið, með gjöfum 02 fyrirgreiðslu á ýms- an hátt, og væntir þess að fólk almennt sjái sér hag i þvi að styrkja þetta góða málefni með því að kaupa háppdrættismiða. Eftirtaldir vinningar eru í happ- drætti Sjúkrahúss Suðurlands: kvenfélög í Arness- og Rangárvallasýslum, 23 aö tölu. Hugmynd að happdrætti þakka þeim mörgu einstakling- þessu kom fyrst fram á fundi um og fyrirtækjum, sem þegar hjá Kvenfélagi Skeiðahrepps síðastliðið vor, og fyrir áskorun, og í samráði við stjórn Sam- bands sunnlenzkra kvenna, tók Kvenfélagið á Selfossi að sér að athuga möguleika á að koma því í framkvæmd. Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkurn tíma, en er nú lokið, vinningar ákveðnir, og munu happdrættismiðarnir verða komnir á útsölustaði um miðjan apríl. Verð miða er ákveðið kr. 25.00 miðinn. Þeir verða til sölu hjá öllum kvenfélögum í Ár- ness- og Rangárvallasýslum, verzlunum á Selfossi, Árnes- ingafélaginu í Reykjavík og víðar. Dráttardagur er ákveðinn fyrsta vetrardag, 26. október 1957, og mun allur ágóði af happdrættinu renna til sjúkra- húsbyggingarirmar. Kvenfélagið á Selfossi vill hafnar. 5. Radíógrammófónn. 6. Málverk. 7. Skrifborð. 8. Stálhús- gögn. 9. Matarstell. 10.—11. ís- skápur. 12. Eldavél. 13.—15 Þvottavél. 16.—17. Ryksuga. 18. Bökunarofn. 19.—21. Úlpa. 22. Cory kaffikanna. 23. Skipsferð til Miðjarðarhafsins. 24.. Skips- ferð til Norðurlanda. 25.—26. Lamb. 27. Stofuborð. 28.—29. Hraðsuðuketill. 30. Brauðrist. 31. Kvenúr. 32.—46. Bækur. Fáfi varar við helstefim í k j arnorkuináhmum Píus páfi hefur svarað tilmælum japönsku stjórnarinnar um að hann beiti sér fyrir því að stórveldin hætti tilraunum með kiamorku- og vetnisvopn. Fulltrúi Japanstjórnar, Mitsushita, íæddi við páfa í síðustu viku, en hann hefur áður verið sömu erinda í Bretlandi. I svari páfa hvetur hann allar þjóðir til að einbeita sér að því að ná tökum á kjarnorkunni í þágu mannkyns. Nú sé verið að eyða hinni ótakmörkuðu orku í ógnarlega kostnaðarsamt kapphlaup í átt til dauða og tortímingar.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.