Nýi tíminn


Nýi tíminn - 25.04.1957, Blaðsíða 9

Nýi tíminn - 25.04.1957, Blaðsíða 9
Finvmtudagur 25. apríl 1957 — 3. árgangur — 16. tölublað i LITLA ÍKROSSGÁTAN Lárétt: '1 draugur 3 eldivið 5 nagia 7 gengu 8 strax 9 salla. Lóðrétt: I nagdýrið 2 klauf 4 geð- yónzka 6 kindanafn. Lausn á siðustu gátu Lárétt: II andi 3 ós 5 Kjós 7 6áta 8 af 9 lafa. Lóðrétt: 1 Askja 2 drós 4 stara & sápa. POSTHÖLFIÐ Mig langar að komast f bréfasamband við dreng eða stíílku. iielzt í Fljóts- öalnum, en annai's bara annars staðar á landinu. Haraklur H. Hjartarson, Vífilsdal, Hörðudal, Dalasýslu. USg óska að komast í bréfasamband við dreng eða stúlku á aldrinum 12—15 ára. Hiídur Kristjánsdóttir, Búðardal, Dalasýslu. Ráðning gátunnar er sól- argeislinn. KOM NÓTT Það hafa borizt margar óskir um textann Kom nótt, sem Ingibjörg Smith syngur á HMV-plötu, JOR-234. Bæði textinn, lagið og ingibjörg virðast því vera afar vinsælt allt saman. Hér birtir svo Óskastundin text- ann fyrir ykkur öll og vonar að þið hafið tekið á þolinmæðinni, því svo margar eru óskir ykkar að stundum verður sumt að bíða. Kom nótt, kom uótt, vefðu hjúp þínum liljótt, um lilíðar og döggvaða grund. Við hjartastað þinn býr, húmþögul nótt, mín hamingja og óskastund. Ég ann þér, ég ann þér. Er húmar ég held á þinn fund, Hver dagur vei'ðiu: mér döpur bið, en draumar rætast þá stund, er gönguni við ein saman lilið við hlið uiu lilíðar og döggvaða grund. Ég ann þér, ég ann þér. Er luimar ég held á þinn fund. v.____________________________________________J HEILABROT f Bandaríkjunum er brú, sem þvílíkt furðu- smíð að hún ber aðeins 200 pund og ekki gramm þar yfir. Þeir sem að brúnni koma og ætla yf- ir eru því allir vegnir á- samt farangri sinum áð- ur en þeir fara út á brúna. Einu sinni kom maður að brúnni og lét vega sig og farangurinn og þá reyndist hann vera 201 pund. Hann hafði með- f erðis 3 kúlur og vóg bver kúla nákvæmlega 1 pund. Brúarverðirnir sögðu að hann yrði að skilja eft- ir eina kúlu, að öðrum Framhald á 2 síðu. Imarz hefti hins al- þjóðlega landafræði-1 tímarits, sem gefið er út í Bandaríkjunum, en er þekkt um allan heim einkum fyrir sérstaklega góðar litmyndir, var úr- val af bamateikningum víðsvegar úr heiminum. Meðal þessara teikninga var ein frá íslandi, sú sem þið sjáið hér á myndinni. í heftinu eru 18 myndir eftir börn af ýmsum þjóðemum, meðal Teikning eftir litla íslenzka stúlku í frægu amerísku tímariti annars mynd eftir norska telpu, japanskan dreng, dreng frá Túnis og svo framvegis. Þessar mynd- i,- voru valdar úr 125 myndum, sem höfðu ver- ið valdar úr safni barna- teikninga um 12.000 að tölu. Það er einkar skemmtilegt að meðal myndanna, sem valdar voru skyldi vera sveita- bærinn hennar Hildar, og þannig hefur Hildur litla orðið til þess að beina athygli þúsunda að litla landinu okkar. Til skenmitunar birt- um við aðra mynd úr heftinu. Hún er eftir jafnaldra Hildar í Suður- Ródesíu. Með báðum myndunum er textinn, sem fylgir þeim til skýr- ingar. Það er gaman að bera saman sveitafólkið : Suður-Ródesíu og á ís- landi og takið þið eftir því að það er sérstaklega tekið fram að engin tré eru á myndinni hennar Hildar. Það finnst út- lendingum skritið, bú- skapur án trjáa. Hjarðir og blóm bæta upp svikul sumur á íslandi. Hildur Bjarna- dóttir, 10 ára gömul dóttir skrif- stofumanns i R- vík, málaði þessa mynd af trjá- lausu sveitalands- lagi, þar sem hún hefur eytt mörg- uni ánægjustund- um. Allir hlutir eru mjög ná- kvæmlega stað- settir hjá Hildi þó ekki sé bein- línis hægt að tala um dýpt í myndinni. ★ _________________________—----------Fimmtudagur 25. apríl 1957 — NÍI TÍMINN — tm-———----------------- “ ' Fáein orð um barnabœkur Framhald af 4. síðu sagnárglæfrum og spenningi. Böni og unglingar eru elsku- legustu lesendur, sem hugs- ast getui’ og kunna manna foezi að njóta listrænnar sköp- ninsx, stíls, framsetningar, til- Kvara og mannlýsinga. Skil- yrði þess að svo megi vera er aðeins nokkur leiðbeining hinna eldri og svo það, að bókín snerti þau og falli við þann hugmyndaheim, sem þau ráöa yfir, en sá heimur er miklu rýmri en flestir full- orðnir virðast ímynda sér. Það er satt, að um bækur, sem fuílar eru af væmni um ekki neitt, kæra þessir lesendur sig ekki og siðapredikanir eru þeim heldur ekki að skapi og sízt þegar þær eru settar fram með himinhrópandi klaufa- ekap. Það er sem sé meiri Tandi að skrifa góðar bækur ■en jmsir virðast halda. Élg hef á undanförnum ár- mm haft í stofu þeirri, sem ég kenni í I Austurbæjarskólan- um bekkjarbókasafn lítið og ófuBkomið. Úr þessu safni hef ég Jeyft börnum að lesa eftir eigm vali og í hljóði einn tíma í viku og annars, þegar tóm gefst til. Mörg börn ganga að þessu starfi með mikilli ánægju, velja sér bækur og lesa þær spjalda milli án nokk- urrar hvatningar frá minni háifu. Hins er ekki að dyljast, að æði mörg þeirra virðast á engan hátt geta þetta af sjálfsdáðum fyrst í stað. Þau eru full af eirðarleysi nútím- ans, skipta í sífellu um bækur án þess að liafa kynnt sér efni þeirra hið minnsta og halda alltaf að næsta bók kunni að vera skárri og meira spenn- andi, samt reynist hún aldrei geta orðið það og ekki heldur þó að hún sé af hinni mestu reyfaragerð. Allt annað verð- nr upp á teningnum, jiegar ég set þessum börnum fyrir að lesa ákveðna bók og segi þeim, að undan því verði ekki kom- izt. Ef til vill gengur þeim erfiðlega fyrst í stað og hug- urinn vill hvarfla, en smám saman færist allt í annað horf og sá verður vandinn mestur að þurfa að hætta, þegar tíminn er úti. Þetta er mér sönnun þess ásamt mörgu öðru, að börn þurfa, og eiga kröfu til, leiðbeininga viðvíkj- andi bókalestri frá þeim, sem þroskaðri eru, engu síður en þau þurfa þeirra með á flest- um sviðum öðrum. Það skýtur því æði skökku við að gera þau í þessu efni leiðbeinendur hinna eldri og láta þau segja til um það, hvernig bækur eigi að vera. Það fer ævinlega svo, þegar fullorðnir menn ætla sér að ganga í barndóm, tala tæpi- tungu og stíga að því þeim finnst niður til bernskunnar, að úr verður hreinn óskapnað- ur. Hið andlausa þrugl flestra barna- og unglingabóka nú til dags er um þetta glöggt, en hræðilegt vitni. Vegna þess hve aðhald hefur verið lítið í þessum efnum og engar kröf- ur gerðar til umræddra bóka um bókmenntagildi, hafa hinir ungu lesendur orðið gjörsam- lega varnarlausir gegn hverj- um blekbullara, sem freistar þess að auka tekjur sínar með því að semja eða þýða barna- bækur, en um annan tilgang er sjaldnast að ræða hjá því fólki. Það er mál til komið, að þessum ósköpum linni. Ekki er til mikils mælst, þó að farið sé fram á það við menn eins og Peter Grove, að þeir kynntu sér fyrst og fremst, hvernig á því stendur, að börn óska sér einkum þeirra bóka, sem hann segir þau gera. Kynntu sér aðstæð- ur allar, hvað börnin hafa ver- ið vanin á að lesa og hvers vegna þau hafa vanizt á það. Gæti þá svo farið, að niður- stöður yrðu nokkuð aðrar en fljótfærnisleg ályktun þessa manns. Þessi aðferð væri að minnsta kosti vísindamönnum samboðnari en hin. Ekki held ég, að sá rithöf- undur, sem skrifar fyrir þroskaða lesendur með næman listasmekk, þætti líklegur til góðra hluta, ef liann tæki að spyrjast fyrir um það hjá al- menningi, hvað hann eigi að skrifa og hvernig hann eigi að gera það. Allir höfundar, sem nokkurs virði eru, skapa verk sín eftir eigin höfði, byggð á reynslu sinni og þekk- ingu. Margir eru þeir spá- menn sinna þjóða, unnendur fólksins, sjáendur þess og leið- beinendur. Höfundar barna- og unglingabóka hljóta að eiga sömu skyldum að gegna gagnvart lesendum sínum og jafnvel í enn ríkara mæli. Það væri mjög æskilegt, að jæir sem ekki skilja þessi einföldu sannindi, væru ekki að fást við yfirborðslegar rannsóknir um þessi mál, skrifa um þær í blöð'Og þó allra sízt ættu jæir að skrifa bækur fyrir börn og Dr. Sigurður Þórarinsson er löngu landskunnur maður, en þó skulu rifjuð hér upp ör- % Sigurður Þórarinsson fá atriði um hann. Hann varð stúdent frá Akureyri 1931, tók cand. phil.-próf í Kaup- mannahöfn 1932 en fór síðan til Stokkhólms og lagði stund á jarðfræði, steina- og grasa- unglinga. Sennilega ættu þeir að geta fundið hæfileikum sín- um starfssvið annai’s staðj^ ef þeir eru einhverjir. AS minnsta kosti er það vonandL og landafræði og lauk dokí- orsprófi þar 1944. Sama ha^fc gerðist hann dósent í lancte- fræði í Stokkhólmi, en ktjki síðan heim og gerðist kenn- ari við Memitaskólann/fc Reykjavík 1945. Veturiim 1950—’51 og haustið 1939’ gegndi hann prófessorsemb- ætti í landafræði við Stokk- hólmsháskóla. Hann hefa? unnið að jarðfræðirannsókn- um hér á landi óslitið frá 1945 og verið forstjóri land- og jarðfræðideildar Náttúru- gripasafnsins frá 1947. Ha» er félagi i Vísindafélagi í«* lendinga og Landfræðifélag* inu breka i London. Gre/S/ð Nýja fimann I ----------------- I jam'iar 1957 Dr. SigurSur Þórarinsson var 12 þ.m. valinn ír Konunglega vísindafélagiö danska í Kaupmannahöfn.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.