Nýi tíminn - 25.04.1957, Blaðsíða 4
14) — Ntl TÍMINN — Firamtudagur 25. apríl 1957
f Til þess að við mættum
vera öðrum þjóðum til fyrir-
anyndar á sviði barnabók-
mennta eru nú ofmörg ár liðin
frá fyrstu tugum þessarar ald-
ar, hernámsárin orðin full
mörg og peningaprangið of
fyrirferðarmikið. Fólki dags-
ins í dag hefur gleymzt sú
ikenning meistarans, að það
lifir ekki af einu saman brauði.
Hitt er aftur á móti efst í
huga þess, að bókvitið verði
ekki látið í askana. Sú kynslóð
ræður nú ríkjum hér á landi,
eem lifað hefpr þær mestu
jþjóðlífsbreytingar, sem nokk-
ur kynslóð hefur lifað síð-
an land byggðist. Sárfátæk
bernska og æska, illa klædd
og oft svöng, átti ekki annan
tnunað en þann, sem bækur
veittu, en er nú vaxin í þá
kynslóð, sem hér fer með völd
og það liafa margir hlutir
gerzt. Það hafa reyndar allir
hlutir gerzt. Það fólk, sem til-
heyrir þessari kynslóð, þykist
að vísu enn hafa í heiðri þann
bókmenntalega arf, sem því
var fenginn í liendur í bernsku
þess. Það heldur sig hafa not-
ið hans vel og blessar hann
mjög á tyllidögum, en mun
ekki skila honum næstu kyn-
slóð nema í brotum.
Það umrót og þær bylting-
ar, sem dunið hafa yfir okkur
og gert okkur hina snauðustu
allra manna að nýríkum
grósserum, hafa einnig snert
ómjúklega andlegt líf okkar
og svo að segja lagt i rústir
fyrri lífstrú. 1 dag er ekki um
að ræða hér á landi neina al-
menna lífsskoðun, því síður er
þjóðareining finnanleg um
nokkurt mál. Það fólk, sem
byggir Island í dag, sýnist
eiga það eitt sameiginlegt að
keppa eftir lífsþægindum. En
þó að telja megi þetta sam-
eiginlegt, er ekki keppt eftir
neinu sameiginlega. Hver og
einn sækir fram fyrir sig.
Hver og einn berst fyrir sinni
iúxusbílaþrá, kæliskápadraumi,
'skattsvikahugsjón og lúxus-
flakki á erlendum grundum.
Þjóðin sér og finnur, að allt
• er þetta reist á ótraustum
grundvelli félagslega séð og
. þjóðfélagið rambar hvað eftir
annað á heljarþröm. Félags-
legt öryggi er hvergi að finna.
Fólk hefur nú um skeið haft
gnægð peninga handa á milli
og fyrir þessa peninga hyggst
það veita sér allan munað áð-
ur en hrunið dynur yfir. Einn-
ig börnin eru munaður þess,
ieikföng þess og stássbrúður.
Það fólk, sem þannig er altek-
ið af eftirsókn lífsgæða sér til
handa, hefur sem eðlilegt er
vaxið upp úr sjálfu sér og
gleymt því, að hugmynda-
heimur barna og unglinga er
heimur á sína vísu og á kröfu
til að vaxa og þróast. I aug-
um þeirra, sem allt miða við
peninga er hugmyndaheimur
barnsins næsta barnalegur og
skrítinn. Hann er ef til vill
skemmtilegur til frásagna,
vegna þess að börnin eru af-
sprengi foreldranna og með
því að tala um þau og þeirra
skrítna lieim fá foreldrar
þægilegt tækifæri til að tala
um sig sjálft undir rós.
Móti því verður naumast
mælt, að ást æðimargra for-
eldra til barna sinna bii’tist nú
. til dags i mjög ríkum mæli í
því að veita þeim flest, sem
þau óska, dekra við þau og
reyna að gera þeim lífið sem
dásamlegast. Reyna eftir
megni að forða þeim frá því
að þola þá erfiðleika, sem for-
eldrarnir sjálfir urðu að þola
í sinni bernsku. Sá strangi agi,
sem áður fyrr var mikill böl-
valdur í öllu uppeldi, er nú víð-
ast breyttur í andstæðu sína.
En við þá breytingu hefur fólki
gleymzt sú staðreynd, að rétt-
látur agi foreldra er hverju
barni samt sem áður nauðsyn.
Það beinlínis væntir hans og
fer mikils á mis, ef það finn-
ur hann ekki. Liggur í augum
uppi, að hverjir þeir foreldrar,
aflaplömun sinna merkilegu
fullorðinsára, hefur lítinn tíma
til þenkinga í andlegum efn-
um, en auglýsingahreimurinn
lætur ekki að sér hæða og
þrengir sér inn í vitund þess,
svo að það man ekki annað en
hann, er það velur börnum
sínum bækur.
Eitt ráð er það, sem útgef-
endur liafa notað umræddum
bókum sínum til framdráttar,
en það er að fá einhvern vel-
þekktan kennara til að láta
nafn sitt á þýðingu bókar eða
þó ekki væri annað en skrifa
um hana lofritdóm í blöð. Þeir
STEFAN JONSSON:
Fáein orð um
BARMBÆKVR
Síðari hluti
sem ekki líta fyrst og fremst
á barn sitt sem verðandi
manneskju og reyna að leið-
beina því þangað, munu aldrei
gefa því neinar dásemdir sem
endast megi framtíð þess,
hversu mjög sem þeir dekra
við það með eftirlæti sínu.
Hverjir þeir foreldrar, sem
láta sig engu varða, hvað
böru þeirra lesa og hver hug-
myndaheimur þeim er gefinn í
bókum þeirra, láta þau jafn-
vel skipa fyrir um þetta sjálf,
þeir líta ekki á börn sín sem
verðandi manneskjur. Þeir líta
á þau aðeins sem munað sinn
og leikföng sín.
Ég gat hér að framan um
lilutfall milli þýddra og frum-
samdra barna- og unglinga-
bóka hér á landi og hve hinar
þýddu bækur eru í gífurlegum
meirihluta. Flestar eru þær af
reyfaragerð og flestar undar-
lega lélegar sem slíkar, enda
láta margir þýðendur elcki
nafns síns getið á þeim. Ligg-
ur næst að halda, að miklu
skárri lestur fyrir börn og
unglinga séu reyfarar, sem
skrifaðir eru fyrir þroskaða
lesendur. Þar halda víða á
penna kunnáttusamir menn á
iðju sína, en höfundar barna-
og unglingareyfara eru næst-
um ævinlega skussar.
Það, sem vakir fyrir þýð-
endum barna- og unglinga-
bóka, er því miður afarsjaldan
það að gefa bernsku og æsku
þjóðar sinnar góða bók til
lestrar, heldur hitt að auka
tekjur sínar. Útgefandi hvaða
bókar sem er liefur það auð-
vitað að aðalmarkmiði að selja
bókina og út af fyrir sig er
honum það ekki láandi. Kunn-
áttusamur útgefandi barna-
og unglingabóka finnur upp á
mörgu til að auglýsa bækur
sínar og þá er það, að gulu
bækurnar, bláu bækurnar og
þær rauðu koma við sögu, en
samkvæmt hinum margendur-
teknu auglýsingum útgefanda,
verða öll börn að lesa þær
bækur. Þá er gripið til þess
ráðs að spyrja börnin sjálf,
hvað þau helzt vilja lesa.
Samanber Peter Grove. Síðan
kemur hún út sú bókin, sem
kvað slá öll met í vinsældum.
Fólk, sem upptekið er af fjár-
hafa gert þetta í því trausti
að liún gengi þá frernur I augu
fólks og væri nafn þýðandans
trygging fyrir góðu efni henn-
ar. Útgefendur hafa nú frem-
ur dregið úr þessari aðferð og
treysta nú meira á kápulitinn.
Kennarar hafa samt sem áður
ekki lagt árar í bát, heldur
ið yndi af góðum bókum. Svo
undarlega vill til, að flestir
eru þeir meoal hinna hljóðlátu
og kæra sig lítið um að láta á
sér bera. Hinu er ekki að
neita, að sé eina stétt um það
að saka fremur en aðra, liví-
líkt óskaplegt léttmeti og him-
inhrópandi kjánaskapur er á
borð borinn sem lesefni fyrir
böni og unglinga, þá eru það
einmitt barnakennarar bæði
hérlendis og erlendis. Það er
eins og menn þessarar stéttar,
sem vasast mest í að semja
bækur eða þýða þær, komist
hvergi út fyrir stig hinnar
fyrstu lestrarkennslu. Allt á
að vera sem auðveldast í lestri
og helzt allt á barnamáli, svo
að hvergi reyni á neina hugs-
un, orðminni eða ályktunar-
gáfu. Þessir menn virðast eklci
hafa hina minnstu hugmynd
um, hvað raunveruleg bók er.
Þyki þeim eða öðrum þetta
harður dómur, skulu bækur
þeirra vera vitni min.
Það, sem nú er framtekið
og ýmislegt fleira á sök á því,
að það ástand hefur skapazt,
sem nú er orðið hér og virðist
með hverju ári festast í sessi.
í fullkomnu andvaraléysi hef-
ur fólk látið þessi mál af-
skiptalaus, en smám saman
sefjazt af auglýsingabrellum
og áróðurstækni. Það skal tek-
ið fram, að hér er einkum átt
við bækur ætlaðar börnum
komnum yfir tíu ára aldur og
síðan eldri. Bækur yngri barna
eru hér miklu skaplegri og
.
,Börn og unglingar eru elskulegustu lesendur sem
hugsast getur“
þýtt, frumsamið og gefið út
af eigin hvötum. En það er
ekki sama að vera þokkalegur
kennari og hafa þokkalegan
smekk á bækur, skáldlegt
ímyndunarafl og í þjónustu
þess listræn vinnubrögð.
Reynsla mín af barnakennur-
um, stéttarbræðrum mínum,
er yfirleitt ágæt. Þetta eru
áhugamenn um starf sitt og
ná þar flestir miklu meiri ár-
angri en almennt er viður-
kenndur, Meðal þeirra manna
veit ég marga, sem hafa næm-
an smekk á skáldskap og mik-
nálgast það að vera sæmileg-
ar. Ekki skal því gleymt, að
nú hefur Helgafellsútgáfan
reynt að spyma fótum við
hinni óheillavænlegu þróun og
gefið út öndvegisrit fáein í því
skyni að glæða áhuga æskunn-
ar fyrir sígildum bókum. Er
þetta lofsverð tilraun, en því
aðeins getur hún orðið meira
en tilraun, að forráðamenn
æskunnar skilji hvað um er
að vera.
Sá auglýsingakenndi hunda-
vaðsháttur, sem einkennir
barna- og unglingabækur nú
til dags, er uggvænlegur. H/að
vilja börnin lesa? er spurt.
Samanber Politiken 21. sept.
1956 vilja þau helzt lesa um
morð og glæpi og það verða
þau að fá.
Barna- og unglingabækur
má auðvitað skrifa um hvaða
efni sem er, nema um glæpi,
morð og öðruvísi manndráp
og það efni annað, sem sett er
á svið til þess að auka þá
spennu, sem þegar er orðin of
há. Um þetta er ef til vill
óþarfi að fara mörgum orðum,
því að spennan hlýtur að falla.
Engin ósköp standa lengi og
stefna og stefnuleysi hljóta að
eiga sín takmörk. Spennan
helzt að líkindum aðeins visst
tímabil, en hún getur verkað
nokkuð lengi á þá, sem fyrir
henni urðu. Það er ógjörning-
ur að eltast i þaula við það,
sem æsir mest, því að jafnvel
það verður hversdagslegt til
lengdar. Höfundar geta að
vísu enn um skeið aukið við
þjófnaði og morðum og bætt í
það frásögnum um nauðganir
og homosexualisma og menn
eins og Peter Grove geta rétt-
lætt það með því, að um þau
efni vilji fullorðið fólk gjarn-
an lesa í dagblöðum, íslenzkir
barnakennarar og aðrir geta
aukið við þýðingar sínar á
þeim bókum og útgefendur
geta enn aukið litum í seríur
sínar, en allt hlýtur þetta að
eiga sín takmörk og siðan aft-
urhvarf. Þá er að því komið,
að við fáum eintóman heilag-
leika og siðaprédikanir næstu
árin.
SUMUM KANN að virðast,
að eftirlit með útkomu bania-
og unglingabóka sé mikil
nauðsyn og benda þá á þá
staðreynd, að þannig eftirlit
er haft að opinherri tilhlutan
með kvikmyndum. Víst er
þetta sambærilegt og sé eftir-
lits þörf með kvikmyndum, þá
er þess einnig þörf við útkomu
barna- og unglingabóka, enda
er þetta mjög skylt og styður
hvað annað. Sá er þó ljóður á,
að þannig eftirlit hefur ótelj-
andi annmarka og suma mjög
hættulega. Þess er heldur ekki
að dyljast, að lítil hætta er á
ferðum, þó að út komi við og
við bók af því tagi, sem lítið
gildi hefur og eins þó að þar
fljóti í og með reyfarar. Þá
fyrst er í óefni komið, þegar
þannig bækur eru að verða
allsráðandi og fólk tekur að
halda, að þannig skuli einmitt
barnabækur vera. En þannig
er nú að verða.
Hið eina eftirlit, sem að
gagni getur komið, er breytt
almenningsálit í þessum mál-
um. Það verður með einhverju
móti að fá fólk t.il að hugsa
um þetta, en hætta að liorfa
þangað sljóum einfeldnings-
augum. Fólk verður að sjá og
skilja, hvílíkt siðleysi það er,
þegar það ætlar börnum sín-
um ekki annað til skemmti-
lesturs en yfirspennt atburða-
þvaður og æsikjaftæði. Þetta
liggur svo í augum uppi, að
fengist fólk til að veita þess-
um málum svolítið brot af
mannlegri hugsun sinni, myndi
það strax sjá, að hér er í
óefni stefnt.
Það eru ósannindi af slæmri
tegund, þegar fullyrt er, að
börn og unglingar fáist ekki
til að lesa aðrar bækur ea
þær, sem fylltar eru af frá-
Framhald á 10. síðu.