Nýi tíminn


Nýi tíminn - 31.10.1957, Blaðsíða 8

Nýi tíminn - 31.10.1957, Blaðsíða 8
8) — Ntl TÍMINN — Fimmtudagur 31. október 1057 Þeir komu í rauðabíti, bændurnir, rifu mig upp á rassinum, svo maður hnupli frá meistara Þórbergi, rétt orðið sauðljóst. Þeir rifu í bringu rnína ó- þynnilega og sögðu: Ræs! Það var líkt og vera kom- inn til sjós, utan það var enginn veltingur. Ég teygði mig í oliulamp- ann á borðinu, kveikti síðan i sígarettu, reykti þar til þá brast þolinmæði og sögðu mér að hætta þessu bölvuðu púi, það yrði ekki tekið út með sældinni í dag. O, maður hefur það bara eins og tóusprengur, sagði ég og lét fylgja með það væri ekki skaði skeður þó skolii hirti lungun, þau væru ónýt hvort eð er, liklega morkin. Eklci er verra að hafa þau með, laxi, sögðu þeir. Fáðu þér heldur í ranann. Eg tók nokkur korn í ran- ann, hnerraði svo ég hélzt ekki lengur við í bælinu, raúk á fætur. Morgunsárið var fölt og kalt, marr í hélaðri jörð, það beit í eyrun. Þeir voru vettlingalausir, bændurnir, börðu sér og bölv- uðu nepjunni, sögðu haustið . léti ekki á sér standa, það yrði líklegast harðæri. Það voru stjörnur á hvelf- ingunni og tungl í fyllingu. Fjallkóngurinn skipti liðinu i tvo hópa og bað það duga vel, skildi annar halda á fjall- ið, hinn suður með því, allt að Merkigili, sem deilir löndum milli landa í Stöðvarhreppi og Hafnarness og er óhrekjanleg hreppamörk Fáskrúðsfjarðar- hrepps og Stöðvarfjarðar. Það kom í minn hlut að fara með fjallinu, ásamt fjall- kóngi og nokkrum öðrum kot- ungum og tík glæsóttri, sem hundar af næsta bæ elskuðu mjög heitt þennan morgun, okkur til sárra gremju. Við grýttum nágrannahund- ana, orðl.jótir, til þess þeir hættu að elska tíkina, en þeir eiskuðu hana engu minna, komu í humátt á eftir og áttu i styrjöld; Nú hefði maður átt að eiga, sagði fjallkóngurinn og hafði ekki lagt niður nepjubölvið, þó ekki væri nema á íleyg. Andskotans -gásagustur er þetta. Brekkan undir fjallinu var græn þrátt fvrir næturfrostið, áfeng ang- an af gleymérei og mjaðar- jurt. Uppi á stöllum og nöfum, príluðu fjallelskar ær með iömb sin, cn árvakir hrafnar í dauðdýflisleit svámu frost- blátt heiðið með hásu gor- hljóði. Nokkrir stórhyrndir hrútar háðu höggorustu á bersva’ði og hornaglamið heyrðist langar leiðir í morg- unkyrrðinni. Þegar við komum suður undir Drúldu, sem er hjalli undir aðalklettabeltinu, beygði kóngsi útaf veginum og ská- skar brekkuna með tíkina og elskhugana í eftirdragi, enda fémargt þar uppi. Það var komið rennsli á fé í Brúnunum og Geldingabotn- unum, enda heyrðist hóað digurbarkalega austur í Skolla- rák. Svo komum við að Gvendar- nesi. Fyrir um það bil öld var Hafnarnes bithagi frá Gvend^ arnesi. Þarna eru fornar bæjar- tóftir, Finnbogatóft, Sturla- tóft og margar aðrar, sem ég Það kemur í minn hlut að arka upp í Hálsadalinn og stugga við fénu, sem kann að koma niður, svo það renni ekki yfir landamærin. Þetta er ekki mikill bratti. En þegar ég er kominn upp, Magnús Jóliannsson frá Hafnarnesi: kann ekki að nefna, enda Gvendarnes talið með beztu sauðajörðum hreppsins og sér- lega gott beitarland. Nú er hér eyðibýli. Og áfram örkum við suður í Hálsinn. Austan til í Hálsinum eru Torfur. Þar kom eitt sinn frönsk dugga að landi, skaut upp báti með mönnum í og líki, sem þeir heygðu þar. Upp af Hálsinum eru Hálsa- dalirnir, efri og neðri, einnig Hálsá, sunnar og neðar Teig- ur. Þar er gott slægjuland, slétt og greiðfært, en blautt. Og svo erum við komnir í Merkigil. Þar setjumst við niður, blásum mæðinni. Nú væri gott að fá í ran- ann, segi ég. Hvernig er með lungun? spyrja þeir. Það sér ekki á þau séu morkin. Þú blæst ekki úr nös. Við erum ekki farnir að hlaupa, segi ég og kvíði hálf- partinn fyrir. Síðan í'æ ég í ranann, hnerra ‘einhver ókjör, því ég er ófræ'gur neftóbaksmaður, reyki aftur á móti Chest- erfieldinn á dag. Það stafar á sjóinn af blíðu,, enda hillir undir báta yzt við sjónarhring. Manni hefði verið fjandans- nær að róa, segi ég, því það er fiskilegt urn að litast, fugl og hvalablástrar, heldur en að vera að yxnast þetta kring- um rolluskjátur, sem ekkert gefa af sér nema stritið. Þeir sögðu strit í öllu, það hefðist ekkert upp nema með striti. En af hverju eru þessir menn ekki ríkir? Af hverju eiga þeir ekki éppa og banka- bók úr því stritið gefur svona mikið í aðra hönd. Þeir eru þó allir meira og minna slitn- ir. Eru það laun stritsins? Það er bezt að faiti að haska sér, segja þeir, og ég finn að þeir vilja sneiða hjá þessum málum. Dagurinn bíð- ur ekki. er ég sprengmóður, lemst um af hósta drjúga stund. Nokkrar kindur eru þarna í dalsfaðminum, flest geldar og una vel í gleymérei, blóð- bergi og öðru kjarngresi. . Ég sezt niður, því sólin hef- ur brætt héluna og jörðin er þurr, .kæfi. kjöltídð meðjreyk- ingum 'og 'lief gá't' á njalla- brúninni fyrir ofan mig. Hér er gott að vera, mikil angan, og grænir grasgeirar milli smá skriðufalla þrátt fyrir haustið og hélunóttina, þó annað segði í kvæðinu, Hvað er svo glatt, enda mun skáldið hafa átt við eitthvað annað. En frjálst er í fjallasal, enda lítur ekki féð upp úr kjamgresinu. Svo er hóað á brúninni fyr- ir ofan mig. ^ Féð lítur felmtrað upp úr grasinu og tekur á rás niður. Frjálsræði sumardagsins er lokið. Framundan er hundgá, langir rekstrar og réttin þessi vindbarða grjótgás, síðan skilnaður, söknuður, sárt jarm. Þessi fallegu lömb, sem sperrast þarna á eftir mæðr um sínum af fjalli, fædd í vor bölvaðir kettlingar, geta stað- ið í lófa rnanns. Síðan höldum við af stað, hann brekkurnar, ég mýrarn- ar, hinir með sjónum. Það er þrjózka í fénu, þessi heimsfræga sauðþrjózka, sem hleypur í kindina þegar reynt er að hefta frelsi hennar. Það er argað, hóað og sigað og menn éru heitir, æstir og úfnir. Nei, það er ekki tekið út með sældinni í dag. Eg er sveittur, reiður og móður, rauðmýrareðjan vellur upp um skóvörpin. Hott, hoj! Og áfram snígiast safnið, jarmandi. Svo erum við komnir heim. Þeir sem gengu fjallið, eru komnir fyrir góðri stundu og við fáum heldur en ekki orð í eyra. Það þykknar í mannskapn- um, enda eru menn heitir fyr- ir. Síðan er farið að rétta. Það gengur á ýmsu, elt- ingaleik, svita, blóðspreng, hotti, hói. Menn verða villimannlegir ásýndum, fleygja af sér klæð- um, baða út öllum öngum, nokkrir fara að þreifa um hupp og bringu með kjöt- bragð í munninum. Markaskt'áin, þessi þjóðlega bændabókmennt, er tekin fram og glugguð af mikilli gaumgæfni. Biti, hamarskorið, miðhlutað, sýlt og fjöður, enda margt um ókunnugt fé. Þarna er hún írsa mín, já og Skakkhyma, Kolla og Bílda. Þarna eru tvær ær, sem báðar áttu að vera tví- lembdar. Það er vatn í þeim. Já, og þarnú' er snoppubitið lamb. Bölvuð verði tófan. Mörg er búmanns raunin. Slátrunarféð er dregið sér í dilk, vænstu lömbin, utan gimbramar, sem færar þykja til eldis. Menn ráðgast hver við aðra um ásetninguna, því betur sjá augu en auga og sauðgleggjan ekki öllum í blóð borin þó fjáreigendur séu, dæmi um manninn, sem ættrak féð sitt með þessum nöfnum: Stóri djöfullinn undan litla djöflin- um og litli djöfullinn undan stóra djöflinum o. s. frv. Það er tekið að halla þess- um fyrsta gangnadegi,. skyggja í aðsigi og mesti jarmurinn þagnaður. hlaupa, æpa, bölva, stappa. Og svo er féð komið í rétt- ina. Menn tína upp klæði sín, jakka, peysur, trefla, húfur, strjúka svita af ennum og Bókmenntir dagsins lagðar á hilluna. eru Magnús Jóhannsson Hafnarnesi Fáskrúðsfirði. Skólum lokað vegna vaxandi inflúenzu Inílúenzuíaraldurinn í örum vexti Fólk beðið að íara vel með sig Nýlega var ákveðið að loka skyldi öllum barn- og ung- lingaskólum hér í Reykjavík vegna þess að inflúenzu- sum í regni, önnur í sólskini, faraldurinn er nú kominn á svo hátt stig, að ekki þótti verða senn lögð undir hníf íengur fært að halda áfram kennslu vegna fjarvista nem- slátrarans. | enda og kennai'a. Einnig hefur barnaskólanum í Hafnar- Mér er ekki til setunnar fjj^i verið lokað. Kennsla á aö hefjast aftur n.k. mánu- boðið lengur. Austur i Hálsinum mæti ég fjallkóngnum aftur. Hann er heitur og argur, segir Brýrnar hafa smalazt djöful- lega, þessir strákar geri ekki annað en liggja í berjunum, enda hafa nágrannahundamir tælt frá honum tíkina, hel- dag. Blaðið hafði tal af læknum hér í Reykjavík og í Hafnar- firðj og bar þeirn saman um það að inflúenzan, sem mjög hefur aukizt síðan í fyrri viku, legðist einkum á börn og ung- linga. Yfirleitt fær fólk háan ♦r vískir flagararnir þeir tarna allt uPb 1 40 sllS> sem og ekki nefdráttur eftir í struntunni. Eðlilegt þó mann- greyið formæli. Ég rek upp í hann likkistu- naglá, kveiki í og eftir noklcra drætti, hættir hann að for- mæla, á orðið f jári væna dilka, og vill ólmur selja mér brund- hrút. Ertu ekki sjálfur að fá hrundhrút ? spyr ég. Reyð- firzkan. Jú, en mínir eru ekkert lak- ari, segir hann. Maður verður að breyta til. Ætli maður skeri ekki þess ar skjátur, segi ég. Þetta eru óræktartmntur og lömbii hjaðnar syo fijótt aftur. Lækn- ar hafa gef.'ð magnyl til að slá á hitar.n, en bezta vörnin er að sjálfsögðu að fara sem bezt með sig; klæða sig vel og forðast ó- þarfa samkomur. Einnig á fólk að forðast erfiði, vökur og ó- reglu. Ef fólk hefur fengið veik- ina á það að vera inni hita- laust í 1 til 2 góiarhringa, til þess að ekki sé hætta á neinurn hugsanlegum fylgikvillum. Læknar hafa gefið fólki, sem hefur berkla eða er á einlivern liátt vejklað, varnarlyf gegn veikinni. Ekki er talið, að sett verði á samkomubann, en fólk er samt beðið að forðast allan óþarfa samgang þangað til veikin er í rénun. arnefsid Gromiko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, hefur í bréfi til Hammarskjölds, framkvæmda- stjóra SÞ, lagt til að stofhuð verði ný nefnd til að fara með afvopnunarmál og eigi öll ríki SÞ þar fulltrúa. Allar afvopnunartillögur, sem bornar verði upp, komi fyrir nefnd- ina á opinberum fundum. Jafn- framt verði gam’a afvopnunar- nefndin, sem skipuð er full- trúum rikja í Öryggisráðinu og Kanada lögð niður, Segir Jromiko að fullreynt sé, að sú nefnd fái engu til leiðar komið.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.